Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
Þór Jakobsson veðurfræðingur:
Hentug skilyrði fyrir hafís í vetur
Stór leiðangur á að rannsaka hafísinn í A-Grænlandsstraumi árið 1983
Hafís norðvestur af landinu hefur
yfirleitt verið meiri í haust en í fyrra-
haust, en hafískönnun Landhelgis-
gæslu íslands, mánudaginn 28. 12.
sl. leiddi hins vegar í Ijós, að fjar
lægð ísbrúnarinnar frá Vestfjörðum
nú um áramótin er meiri en á sama
tíma í fyrra. En það hefur verið
kuldalegt í sjónum undanfarið norð-
ur af landinu og eru það að því leyti
hentug skilyrði til komu hafíss að
ströndum íslands síðar í vetur. Rfkj-
andi vindáttir ráða þó mestu um,
hvernig fer að lokum, sagði Þór
Jakobsson, deildarstjóri hafísrann-
sóknadeildar Veðurstofu íslands,
þegar Morgunblaðið ræddi við hann
um hafísinn á síðasta ári og horfur á
þessu.
Þótt til allrar hamingju megi
segja, að hafísinn hafi ekki valdið
vandræðum við Island árið 1981,
skall hurð nærri hælum tvisvar,
þrisvar sinnum — að því er virtist.
Hafísjaðarinn var þá allnærri
landi og frekari tilfærsla að land-
inu stóð og féll með rikjandi vind-
áttum, m.ö.o. gangi lægða og
hæða.
I upphafi ársins var ís næst
landi aðeins um 13 sjómílur norð-
vestur af Straumnesi þ. 12. janúar
og um miðbik mánaðarins var
einnig ís úti fyrir Norðurlandi, að
vísu alldjúpt. Næstu vikurnar þar
á eftir var útbreiðslan allbreytileg
og mest í kringum 10. febrúar.
Mátti þá telja ástandið nokkuð í-
skyggilegt, en þá hófst mikil suð-
austan hreingerning á hafinu, sem
færði ísjaðarinn í meðallagið.
Lægðin krappa, sem feykti til bíl-
um hér í Reykjavík þ. 16. febrúar,
rak smiðshöggið á verkið og stillti
jaðrinum í eðlilega suðvestur-
norðaustur stefnu samsíða strönd-
um Grænlands.
Á sumrin fylgist háfísrann-
sóknadeild með hafísnum, eftir
sem áður, en þá voru syðri tak-
mörk hans norður við Scoresby-
sund á Grænlandi. Notast er við
veðurtunglamyndir og annað sem
til fellur, t.d. hafa Danir flogið yf-
ir og kannað ísinn við A-Græn-
land undanfarna tvo ágústmánuði.
Strax í haust virtist ís þar norð-
ur frá vera stórgerðari en árið áð-
uði. Þetta er samkvæmt könnun,
sem Eiríkur Sigurðsson veður-
fræðingur hefur gert á lofthita-
mælingum frá þessum slóðum síð-
ustu mánuðina.
Minni kuldi þarna norður frá
gæti verið fyrir tilverknað
Golfstraumskvíslar, sem liggur
frá Skandinavíu nyrst, til Sval-
barða, — sveigir svo til suðurs á
ný og myndar hringrás, rangsælis,
með syðri mörkum í grennd við
Jan Mayen. Nokkuð er þá kvíslin
þróttlítil, en breytingar á
straumstyrk frá einum tíma til
annars gætu samt verið talsverðar
og valdið mismunandi lofthita.
Annars er margt ókannað í
sambandi við hafís meðfram A-
Grænlandi, en hafís við Island er í
rauninni lítið annað en reytingur
ur. Yfirleitt hefur hafísinn milli
Grænlands og íslands verið öllu
ágengari á miðunum, það sem af
er vetrar — ágengari en næstliðna
tvo vetur. Samkvæmt mælingum
Hafrannsóknastofnunar hefur
sjór fyrir norðan land verið kaldur
og er full ástæða að vera við ýmsu
búinn.
Skilyrði til ísmyndunar eru því
nokkuð góð — því miður, en svo
fer það mjög eftir vindáttum,
hvort ís berst að landinu og mynd-
ast jafnvel nær því en oftast ger-
ist.
Þess má geta, að loftið yfir At-
lantshafi nyrst, á hafsvæðinu
fyrir norðan 70° N og norður að
Svalbarða, hefur verið tiltölulega
milt miðað við lofthita sunnar, t.d.
hér yfir íslandi undanfarna mán-
úr þeim ís. ísland er skammt frá
meginjaðrinum og við fáum að
kenna á ísnum, ef hann er óeðli-
lega mikill við Grænland.
Hafa verður einnig í huga, í
sambandi við hafískönnun, að haf-
ísinn er oft á miðum íslendinga.
Vitneskja um hafís allfjarri sjálf-
um ströndunum er því mjög mik-
ilvæg líka. Könnun á öllu haf-
svæðinu við ísland er því verkefni,
sem Landhelgisgæsla íslands og
Veðurstofan telja mjög brýnt.
Nú er að hefjast viðamikil, al-
þjóðleg samvinna um rannsóknir
á hafísjaðrinum í norðurhöfum,
þvert yfir N-Atlantshafið og Ber-
ingshafið, nyrst í Kyrrahafi,. en
þar leggst ís yfir á veturna. í þess-
um áætlunum er gert ráð fyrir, að
sumarið 1983 verði gerður út mik-
Þessi mynd var tekin úr veðurtungli þann 23. apríl á síðasta ári og á henni sést hafísröndin milli íslands og
Grænlands greinilega. Eins og sjá má, þá er bjart yfír öllu íslandi.
KMB
Þór Jakobsson
ill leiðangur með skipum, flugvél-
um, jafnvel kafbáti og fjölda
manns að kanna hafísinn í A-
Grænlandsstraumi allra nyrst, við
Svalbarða og þar suður af.
Aðrar rannsóknur munu fara
fram smám saman þar sem gögn
frá veðurtunglum verða nýtt, ým-
iss konar reiknilíkön verða gerð,
o.s.frv. Bandaríkjamenn verða
driffjöðurinn í þessum rannsókn-
um, en auk þeirra verða um 10
aðrar þjóðir með í ieiknum — þar
á meðal við íslendingar. Samvinna
þessi ætti að stuðla að framförum
í hafísrannsóknum og auka þekk-
ingu manna á hafís allt hingað
suður að íslandsströndum. —
Einnig er vonast til að gagnleg
vitneskja fáist um þátt hafíss í
veðurfarssveiflum á norðurhveli
jarðar.
I rauninni má segja, að ekkert
land sé betur staðsett en Island,
með tilliti til hafísrannsókna á
norðurslóðum, og gæti hér því orð-
ið miðstöð alþjóðasamstarfs um
þetta mikilvæga rannsóknarefni.
Til viðbótar við samstarf það, sem
áðan var nefnt, — við Bandaríkin
og önnur lönd —, mun Veðurstof-
an og Hafrannsóknastofnunin að
öllum líkindum eiga samstarf við
sovéska vísindamenn síðar í vetur.
Munum við Svend-Aage Malm-
berg haffræðingur þá fara í mán-
aðarleiðangur á ísbrjótnum „Otto
Schmidt" norður með A-Græn-
landi og kanna sjó og ís þar norð-
ur frá, en aðstæður á þeim slóðum
ráða miklu um, hvernig síðar
verður umhorfs á íslandshafi og
við strendur Islands, sagði Þór að
lokum.
Bjarni Magnússon.
Sigurður Óli Sigurdsson.
Landsbankinn:
Nýr útibússtjóri
í Múlaútibúinu
FRÁ OG með 1. janúar 1982 tók
Sigurður Oli Sigurðsson við
störfum útibússtjóra í Múlaúti-
búi Landsbankans, Lágmúla,
Reykjavík. Sigurður Óli hefur
starfað í Landsbankanum frá ár
inu 1959 og nú um allmörg ár
verið deildarstjóri í Erlendum
viðskiptum í aðalbanka.
Bjarni Magnússon, sem nú
lætur af störfum útibússtjóra
í Múlaútibúi eftir tíu ára
starf, mun veita forstöðu úti-
búi Landsbankans í nýja
miðbænum í Breiðholti,
Breiðholtsútibúi, sem vænt-
anlega tekur til starfa um mitt
ár 1982.
(Frétt frá Landsbankanum.)
Siglufjörður:
Kauptryggingu 110 kvenna
í frystihúsunum sagt upp
Siglufirði, 29. desember.
SKUTTOGARINN Siglfirðingur
kom inn fyrir jól og er nú bundinn
við bryggju vegna verkfalls sjó-
manna. Skuttogararnir Stálvík og
Sigluvík eru hins vegar báðir að
veiðum fyrir erlendan markað og
selja þeir báðir í Englandi fyrstu
daga nýs árs. Samgöngur í iofti
hafa gengið frekar crfiðlega síð-
ustu daga hjá Arnarflugi og Flug-
félagi Norðurlands og hafa jóla-
gestir tafist af þeim sökum, en
tekist hefur þó að koma fólki á
milli og að þessu sinni er ekki
ástæða til annars en að hrósa
starfsmönnum flugfélaganna fyrir
dugnað.
Starfsfólki í frystihúsunum
hér hefur verið sagt upp kaup-
tryggingarsamningi með viku
fyrirvara lögum samkvæmt.
Bréf til starfsfólks bárust í
ábyrgðarpósti, dagsett 28.
desember, frá Þormóði ramma,
og 29. desember frá ísafold. 75
konum er sagt upp hjá Þormóði
ramma, en 45 konum hjá ísa-
fold.
Menn hér á Siglufirði og
sjálfsagt víðar á Norðurlandi,
eru heldur óhressir með veiði-
bannið, sem ákveðið hefur verið
til 15. janúar. Þessi tími hefur
oft reynzt sjómönnum drjúgur
við Norðurland þegar gæftir
hafa verið sæmilegar.
Eftir sunnanáttina síðustu
daga bregður manni heldur í
FJÓRAR milljónir króna hafa nú
safnasl til aðstoðar Pólverjum og til
þróunaraðstoðar í Súdan og Kenýa,
að því er Guðmundur Einarsson
framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar tjáði Mbl. í gær. Söfnun-
ina sagði hann enn í fullum gangi og
stæði hún út janúar.
Guðmundur Einarsson sagði
flutningaleiðir opnar og kvað
hann því ekkert til fyrirstöðu að
fulltrúar héðan fengju að fylgja
sendingum á leiðarenda, en þegar
hefur verið ákveðið til hvaða
brún í dag, en hér er nú skafbyl-
ur og sér varla á milli húsa í
mestu hryðjunum. Um jólin,
sem voru friðsæl og fóru vel
fram, blánaði mjög svo sums
staðar, sá jafnvel í auðar götu.
- mj
svæða íslensk hjálp á að fara. t
ráði er að kaupa sem mest hér-
lendis og verður unnið í samráði
við Hjálparstofnun norsku kirkj-
unnar við að koma hjálpargögnum
til Póllands. Líklegt er að fyrsta
sendingin fari áleiðis til Póllands
um eða eftir miðjan janúar. Full-
trúar söfnunaraðila hérlendis fara
á morgun til Oslóar til viðræðna
við fulltrúa Hjálparstofnunar
norsku kirkjunnar um hvernig
standa á að framkvæmd aðstoðar-
innar.
Söfnunin til Póllands, Súdan og Kenýa:
Fjórar milljónir
kr. hafa safnast