Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUE 5. JANÚAR 1982
33
Seðlabanki íslands:
Hefur innheimt 98%
gömlu myntarinnar
- Hægt ad innleysa hana í Sedlabankanum út árið 1982
SEÐLABANKI ÍSLANDS hefur nú innheimt um 98% af seðlum gömlu
myntarinnar, að sögn Stefáns Stefánssonar, aðalféhirðis Seðlabankans. Alls
voru gefnir út seðlar að verðmæti liðlega 52,9 milljarðar gkróna, en nú hafa
innheimzt af því liðlega 51,9 milljarðar gkróna.
Stefán sagði, að innheimta á
myntinni hefði gengið mun hægar
fyrir sig, en alls voru slegnar lið-
lega 811 milljónir gkróna í mynt.
Ekki liggur nákvæmlega fyrir
hversu mikið af því hefur enn inn-
heimzt.
Hægt er að innleysa gömlu
myntina í Seðlabankanum út allt
næsta ár, 1982, en að sögn Stefáns
er greinilega útbreiddur sá mis-
skilningur, að innlausn hafi lokið
nú um áramótin. — Það var mjög
mikil umferð í afgreiðslunni hjá
okkur vegna þessa síðustu daga
fyrir áramótin, sagði Stefán.
Aðspurður sagði Stefán Stef-
ánsson, að nokkur brögð hefðu
verið að því, að landsmenn hefðu
skipt gömlu myntinni erlendis
fyrri hluta ársins, á gengi þeirrar
nýju. — Þetta kom sérstaklega
fyrir í Danmörku og Noregi. Það
virðist hins vegar alveg hafa tek-
izt að koma í veg fyrir þetta með
meira upplýsingastreymi og að-
vörunum frá okkur. Við heyrðum í
það minnsta ekki neitt frá sam-
starfsaðilum okkar seinni hluta
ársins, sagði Stefán Stefánsson,
aðalféhirðir Seðlabanka íslands
að síðustu.
smáauglýsingar —
KFUM & KFUK
Arshátíö félaganna veröur nk.
laugardag 9. januar kl. 20. Aö-
göngumiöar fást á skrifstofu fé-
laganna aö Amtmannstíg 2Ð. til
nk. fimmtudags.
Stjórnirnar.
Fíladelfía
Almennur biblíulestur kl. 20.30.
Ræöumaöur Einar J. Gíslason.
Hilmar Foss
Löggiltur skjalaþyðandi
231 Latymer Court, LONDON
W6 7 LB simi 01-748-4497.
Víxlar og skuldabréf
í umboössölu.
Fyrirgreiösluskrifstofan, Vestur-
götu 17, sími 16223, Þorleifur
Guömundsson, heima 12469.
Á AH.I.VSIV.ANIMIW KK:
ÆWA «««« ^
Floronnblnbit)
Bútasala — Bútasala
Teppasalan sf.
Laugavegi 5, simi 19692.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Snælandi 3, þingl.
eign Aöalsteins Höskuldssonar fer fram eftir
kröfu Landsbanka islands og skiptaréttar
Reykjavíkur á eigninni sjálfri fimmtudag 7.
janúar 1982 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík
Kennsla
hefst mánudaginn 11. janúar nk. Innritun í
síma 26088.
Keramik-húsið hf.,
(Lísa Wium), Sigtún 3.
Bátar til sölu
5 — 6 — 7 — 8 — 9—10—11 — 13—17
— 22 — 29 — 37 — 39 — 50 — 52 — 55 —
64 — 72 — 101 — 150 tonn.
Höfum kaupendur að smáum og stórum
skipum.
Fasteignamiöstööin,
Austurstræti 7, sími 14120.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á Lindargötu 44, þingl. eign
Haraldar Pálssonar, fer fram eftir kröfu Grét-
ars Haraldssonar hrl., Baldurs Guðlaugsson-
ar hdl., Tómasar Gunnarssonar hdl., Magn-
úsar Sigurðssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen
hdl., Einars Viðar hrl., Skúla J. Pálmasonar
hrl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Kristins
Björnssonar á eigninni sjálfri fimmtudag 7.
janúar 1982 kl. 16.30.
Borgarfógetamebættiö í Reykjavik
Reykjavík
5. félagsfundur J.C. í Reykjavík verður hald-
inn í kvöld 5. janúar 1982 í félagsheimilinu,
Laugavegi 178, Reykjavík og hefst kl. 20.00.
Gestur fundarins verður Ás-
geir H. Eiríksson, verslunar-
maður.
Mætum nú sem flest á fyrsta
félagsfund ársins.
Gleöilegt ár.
Stjórnin
Útgerðarmenn —
Skipstjórar
Útgerðarfyrirtæki á Suðurnesjum getur tekið
bát í viðskipti á komandi vetrarvertíð. Línu-
og netaútvegur fyrir hendi. Þeir sem vildu
sinna þessu sendi tilboð merkt: „Vertíð —
8134“ til augl.deild Mbl. fyrir 12. jan. 1982.
Fjölbrauta*
skólinn
í Breiðholti
FJÖLBRAUTASXÚUNN
BREIÐHOLTI
Nemendur á vorönn eiga að koma mánudag-
inn 11. janúar og fá stundatöflur afhentar og
greiða gjöld á tímanum frá kl. 9 til 12 og frá
13 til 15. Nýnemar komi fyrir hádegi en sér-
stök kynning á skólanum verður þeim veitt
eftir hádegi.
Kennsla hefst bæði í dagskóla og öldunga-
deild þriðjudaginn 12. janúar.
Skólameistari
Heimilisiðnaðarskólinn
Laufásvegi2
Námskeið sem hefjast
í janúar:
Prjón — hyrnur 11. janúar
Baldýring 12. janúar
Leðursmíöi 12. janúar
Tuskubrúðgerð 12. janúar
Prjón — sokkar og vettlingar 14. janúar
Hekl 15. janúar
Myndvefnaður 15. janúar
Prjón — tvíbandaðir vettlingar 18. janúar
Útskurður 18. janúar
Tauþrykk 20. janúar
Knipl. framhald 23. janúar
Innritin fer fram og upplýsingar veittar um
þessi og önnur námskeið vetrarins, á skrif-
stofu skólans að Laufásvegi 2, mánudaga —
fimmtudaga kl. 9.30—16.00 sími 17800.
Kennslugjald greiðist við innritun.
Skólastjóri.
Erum fluttir í Borgartún 17. Nýtt símanúmer
28955.
Verkfræöistofan Fjarhitun hf.
Orðsending
frá tízkuverzluninni Dalakofinn, Linn-
etsstíg 1, Hafnarfirði, sími 54295.
Veitum allt að 1—2 mánaða gjaldfrest á
vöruúttekt frá kr. 500 og yfir, gegn ávísunum
eða víxlum vaxtalaust.
Gervipelsar, stuttir og síðir. Vetrarkápur og
regnfrakkar. Mikið úrval.
Dalakofinn tízkuverzlun,
Linnetsstíg 1, Hafnarfirði.
Landsmálafélagið Vörður
Áramótaspilakvöld
Aramótaspilakvöld Varöar veröur haldiö aö Hótel Sögu sunnudaginn
10. janúar nk og hefst þaö kl. 20.30. Húsiö opnar kl. 20.00. Góö
skemmtiatriöi, glæsileg spilaverölaun.
Landsmálafélagiö Vöröur