Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRÍÖÍÍM'ÖÚK 5. JANÚAR 1982 Athugasemd framkvæmdastjórnar ÍSÍ: Arnarflug getur ekki veitt sömu þjónustu og Flugleiðir Vegna athuKasemdar Arnar- flugs í Morgunblaðinu 29. desem- ber um samning ÍSI og Flugleiða, vill framkvæmdastjórn ISI, að eft- irfarandi komi fram: Forsendan fyrir áðurnefndum samningi ISI og Flugleiða er fyrst og fremst sú, að það er aðalatriði þessa máls, að hvorki Arnarflug né neinir aðrir innlendir aðilar, geta boðið íþróttahreyfingunni upp á þá alhliða þjónustu, sem Flugleiðir gera í dag. Þess vegna er bæði eðlilegt og rökrétt að ISÍ semji við Flugleiðir, enda hefur framkvæmdastjórn ISI fyrirmæli um að gera slíkan samning frá þingum sínum. Er rétt að ítreka, að gefnu tilefni, að nýgerður samningur er ekki bindandi held- ur stendur einstökum aðilum íþróttahreyfingarinnar til boða, og því fjarri lagi, að í honum felist nokkurs konar þvingun, eins og Arnarflugsmenn halda fram. Framkvæmdastjórn ISI gengur ekki að því gruflandi, að í einstaka tilfellum geti Arnarflug eða önnur leiguflugfélög boðið upp á betri þjónustu en Flugleiðir. Fyrir þeim möguleika er raunar gert ráð fyrir í samningi ÍSI og Flugleiða, og geta þá viðkomandi aðilar fengið undanþágu frá samningnum. Það er því alrangt, sem haldið er fram af Arnarflugsmönnum, að forseti ISI hafi með undirskrift sinni heitið því, að íþróttamenn fari ekki með öðru áætlunar- og/eða leiguflugfélagi milli landi, þó að hugsanlega væri hægt að ná betri kjörum annars staðar. Það er hins vegar ætlazt til þess, að samningurinn sé nýttur allur, en ekki að hluta, enda bjóði Flugleiðir betri kjör en aðrir, og fljúgi á þeim leiðum, sem íþrótta- fólk þarf að ferðast á. í þeim til- fellum, sem Flugleiðir bjóða ekki upp á slíka þjónustu, er sjálfgert, að íþróttafólk leiti annarra leiða. Framkvæmdastjórn ÍSÍ vill lýsa furðu sinni á ósmekklegum dylgj- um Arnarflugsmanna um frímiða til handa ISI. Framkvæmdastjórn ISI kemur fram og vinnur fyrir hinn breiða fjölda íþróttafólks í öllum íþróttagreinum í öllum hér- uðum landsins. Frímiðar og af- sláttur, sem samningi ÍSI og Flugleiða fylgja, koma til úthlut- unar til þessara aðila, en ekki til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Framkvæmdastjórn ÍSÍ þarf ekki að kvarta undan viðbrögðum íþróttafólks og íþróttaforystu- manna vegna nýgerðs samnings við Flugleiðir, sem sést bezt á því, að nú þegar hefur fjöldi íþrótta- fólks notfært sér hann, enda þótt ekki hafi verið gert ráð fyrir, að hann tæki gildi fyrr en 1. janúar nk. Hafi Arnarflug áhuga á viðræð- um við framkvæmdastjórn ÍSÍ getur það tæplega talizt heppileg aðferð að birta stóryrði og rang- færslur á opinberum vettvangi. Slík vinnubrögð eru ekki til þess fallin að vekja traust íþrótta- hreyfingarinnar á Arnarflugs- mönnum. Þeir, sem hlutu viðurkenningu í umbúðasamkeppni FÍI 1981, framleiðendur, hönnuðir og notendur. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M. _r Viðurkenningar veittar f umbúðasamkeppni FII 1981: Dómnefnd bárust alls yfir 150 mismunandi einingar Tvennar þeirra umbúða, er hlutu viðurkenningu f.v., síldartunnur Síldarút- vegsnefndar og olíuflöskur Smjörlíkis hf. l.júsmvnd Mbl. ÓI.K.M. VHMIRKENNINGAR hafa verið veittar í umbúðasamkeppni Félags ís- lenzkra iðnrekenda fvrir árið 1981 en það var í sjötta sinn, sem Félag ís- lenzkra iðnrekenda gengst fyrir slíkri samkeppni. Brynjólfur Bjarna- son, formaður dómnefndar, ávarpaði gesti við afhendinguna og sagði m.a., að samkeppnin hefði verið fyrir allar gerðir umbúða, svo sem flutnings- umbúðir, útstillingarumbúðir og neyzluumbúðir. Umbúðirnar urðu að vera hann- aðar á íslandi og hafa komið á markað hér eða erlendis. Allir ís- lenzkir umbúðaframleiðendur og umbúðanotendur gátu tekið þátt í samkeppninni, svo og þeir aðrir, sem hafa með höndum gerð og hönnun umhúða. Einungis var leyfilegt að senda inn umbúðir, sem komið hafa á markað frá miðju ári 1977. Þátttaka varð mjög mikil í keppninni og bárust alls 74 tegund- ir umbúða, alls fyrir 150 mismun- andi einingar, en dómnefnd ákvað að veita sex umbúðum viðurkenn- ingu. Ákveðið var að veita póst- umbúðum, sem íslenzkur markaður hf. notar, viðurkenningu. Framleið- andi þeirra er Plastprent hf., hönn- uður Auglýsingastofan hf. — Gísli Bj. Björnsson, en það voru þau Guðjón Eggertsson og Þóra Bald- ursdóttir, sem unnu verkið. I um- sögn dómnefndar segir: Vandaðar og hagnýtar umbúðir, sem veita vörunni góða vernd. Hönnun ein- föld og stílhrein. Viðurkenning var veitt umbúðum utan um ávaxtasúpur og grauta frá Vilko, en framleiðandi þeirra er Kassagerð Reykjavíkur hf. Hönnun fór fram á Auglýsingastofu Krist- ínar hf. og sá Anna Þóra Árnadótt- ir um hana. I umsögn dómnefndar segir: Fallegar umbúðir, þar sem ljósmyndir eru notaðar á virkan hátt í söluhvetjandi tilgangi. Upp- lýsingar ítarlegar og greinilegar. Prentun góð. Umbúðir fyrir Eplajóga, jarðar- berjajóga og sopa, frá Mjólkursam- sölunni fengu viðurkenningu. Framleiðandi þeirra er sænska fyrirtækið Tetra pak, en hönnun fór fram á Auglýsingastofu Krist- ínar hf., og sáu Tryggvi T. Tryggva- son og Stephen Fairbairn um hana. í umsögn dómnefndar segir: Fal- legar umbúðir. Skemmtilega út- færðar teikningar og frágangur góður. Upplýsingar nákvæmar. Viðurkenning var veitt fyrir um- búðir utan um rjómaost, sem Osta- & smjörsalan framleiðir. Framleið- andi umbúðanna er Torsten Jeppsson í Svíþjóð, en hönnun fór fram á Auglýsingastofu Kristínar hf. en Sigríður Bragadóttir sá um hana. I umsögn dómnefndar segir: Skemmtilegt form umbúða. Frá- gangur góður. Upplýsingar ná- kvæmar. Þá var veitt viðurkenning fyrir flöskur undir olíur hjá Smjörlíki hf., en framleiðendur þeirra eru Sigurplast hf. og Vörumerking hf. Hönnuður miða er Auglýsingastof- an Agus hf. en hönnuður flösku er Sigurður Jónsson. í umsögn dóm- nefndar segir: Heildarsamræmi gott með samhæfðum litum, letri og myndskreytingum. Umbúðir fyrir Ora-lifrarkæfu fengu viðurkenningu, en notandi þeirra er Ora — Kjöt & og rengi hf. Framleiðandi er Moblik Sannem A/S í Noregi, en hönnun fór fram á Auglýsingastofu Kristínar hf., og sá Anna Þóra Árnadóttir um hana. I umsögn dómnefndar segir: Hand- hægar umbúðir, sem veita inni- haldi góða vernd. Frágangur góður og upplýsingar fullnægjandi. Loks var veitt viðurkenning fyrir sildartunnu Síldarútvegsnefndar, en framleiðandi hennar er Moblik Sannem A/S í Noregi. Hönnun fór fram á Auglýsingastofu Kristínar hf. og Stephen Fairbairn sá um hana. I umsögn dómnefndar segir: Vandaðar umbúðir með hreinlegt og heilsteypt yfirbragð. Vernd góð. Við mat umbúðanna notaði nefndin matskerfi, sem notað hefur verið í fyrri samkeppnum. Er þar m.a. tekið tillit til ýmissa þátta, m.a. hönnunar, verndar gegn utan- aðkomandi áhrifum, hagkvæmni í sölu og neyzlu, upplýsinga og frá- gangs. Hið mikla framboð iðnvarnings í heiminum í dag hefur gert umbúðir að einum þýðingarmesta þætti í nútíma vörudreifingu. Blönduvirkjun Athugasemdir við grein Torfa Jónssonar á Torfalæk „Eftir Kastljós" sem birtist í Morgun- blaðinu á bls. 16, þriðjudaginn 29. desember sl. Undirrítaðir starfsmenn Búnað- arfélags íslands óska hér með eftir að koma eftirfarandi athugasemd- um á framfæri, vegna þeirra um- mæla og tilvitnana í grein Torfa um virkjun Blöndu, sem snerta um- sagnir þeirra til Rafmagnsveitna ríkisins: 1. Samkvæmt bréfi frá Raf- magnsveitum ríkisins til Búnaðar- félags íslands, dags. 19. febrúar 1981, fól stjórn félagsins undirrit- uðum að kanna og leggja mat á hugsanleg áhrif Blönduvirkjunar á landtap og afréttarnýtingu á Auð- kúlu- og Eyvindarstaðaheiðum. Sundurliðað álit var sent í tveim bréfum til Kristjáns Jónssonar rafmagnsveitustjóra, hið fyrra dags. 4. mars og hið síðara dags. 20. mars. Að sjálfsögðu önnuðust Rafmagnsveitur ríkisins dreifingu afrita þessara bréfa ásamt öðrum gögnum. Er okkur óviðkomandi, hversu snemma og með hvaða hætti heimamenn fengu álit okkar í hendur, enda áttum við þar ekki hlut að máli. 2. Á þeim tíma, sem bréfin voru skrifuð, voru virkjunaraðilar að leggja mat á uppgræðsluþörf, bóta- þörf o.fl. vegna undirbúnings samningsdraga fyrir virkjun Blöndu, og höfðu nokkrir mismun- andi virkjunarkostir verið kynntir. Okkar hlutverk var að kanna ýms- ar skýrslur og gögn í málinu, svo sem um gróður og beitarþol, hugs- a.nleg áhrif á umhverfi lóns og veituskurða, og uppgræðsluþörf, og gefa álit, en ekki vinna að ákveðn- um rannsóknum á svæðinu. Okkur Athugasemd vid grein Torfa Jónssonar á Torfalæk, „Eftir Kast- ljós“, sem birtist í Mbl. 29. des. sl. er ekki kunnugt um að aðrir hafi látið slíka samantekt frá sér fara. Efni framangreindra bréfa hefur ekki verið birt, en að okkar hálfu er ekkert sem mælir á móti að svo verði. 3. I áliti okkar reyndum við m.a. að gera okkur grein fyrir, með til- vísunum í margvísleg gögn, hversu mikið hugsanlegt tap á beitilandi kunni að verða, og berum saman virkjunarkosti I og II. Samkvæmt þeim athugunum töldum við aug- Ijóst, frá landverndar og beitarnýt- ingarsjónarmiði, að virkjunarkostur I væri verstur allra þeirra kosta sem kynntir höfðu verið. M.a. kem- ur fram í gögnum frá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, dags. 3. mars 1981, að um 25 km2 eða 46% minna af algrónu landi fari undir vatn ef virkjunarkostur II yrði val- inn í stað virkjunarkosts I. Hér er að okkar dómi um hlutlaust, en þó afdráttarlaust álit að ræða, og reyndist okkur ekki erfitt að kom- ast að þessari niðurstöðu með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum. 4. Við teljum eðlilegt, að við mat á hugsanlegri landrýrnun vegna virkjana og annarra mannvirkja sé hliðsjón höfð af ýmiss konar óvissuþáttum t.d. varðandi um- hverfisáhrif og uppgræðslumögu- leika. Við erum raunar dálítið hreyknir af þeirri viðurkenningu, sem felst í skrifum Torfa um álits- gerð okkar og vitum, að hún hefur komið að notum við gerð þeirra samningsdraga, sem nú eru til, en er ekki gagnslaust plagg til þess eins fallið að auka á þykkt þess fylgiskjalabunka sem jafnan er samfara samningum sem þessum. 5. Að sjálfsögðu er öllum frjálst að mynda sér skoðanir um álit okkar. við gerum okkur ljóst, að í slíku stórmáli, þar sem skoðanir eru skiptar, líki mönnum misjafn- lega hinar ýmsu álitsgerðir og skýrslur. Þá er ætíð hætt við að kappsfullir baráttumenn ásaki sér- fræðinga um hlutdrægni, eftir því sem málstaðnum þykir henta hverju sinni. Okkur þykir þó miður, ef samhengisiausar glefsur úr bréf- um okkar til Rafmagnsveitna ríkis- ins eru notaðar til að gera mál- flutning deiluaðila í Blönduvirkj- unarmálinu tortryggilegan í aug- um þeirra, sem ekki hafa séð bréf- in. Mál þetta verður að kanna öfga- laust frá öllum hliðum og m.a. að reyna að gera sér grein fyrir, hverjar afleiðingar virkjunar gætu verstar orðið fyrir gróður og beiti- lönd. Það má ekki „bara sjúga upp í nefið" eins og Torfi Jónsson, oddviti á Torfalæk orðar það, og láta koma sér í opna skjöldu, ef illa fer. Bændahöllinni 29. des. 1981 Olafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur Óttar Geirsson, jarðræktarrádunautur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.