Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 6. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tékkneskir andófsmenn: „Skelfilegur fyrirboði um framtíðina“ l/ondon, 8. janúar. Al*. Mannréttindahreyfingin ’77, sam- tök tékkneskra andófsmanna, birtu í dag yfirlýsingu þar sem herforingja- stjórnin í Póllandi er harðlega gagn- rýnd og sagt, að ofbeldið og ofsókn- irnar á hendur hinum frjálsu verka- lýðsfélögum séu „skelfilegur fyrirboði um framtíðina". I yfirlýsingunni, sem tékkneskir útlagar í London hafa komið á framfæri, segir, að valdataka hers- ins leysi engan vanda heldur auki hann jafnt fyrir pólsku þjóðina og allan heim. Pólverjar voru hvattir til að leysa sín eigin mál á þann hátt, að enginn gæti „hrósað sigri eða beðið ósigur, heldur reynt að sættast og halda áfram þeirri þjóð- legu endurreisn, sem hafin var“. Yfirlýsingin var undirrituð af þremur nýjum talsmönnum Mann- réttindahreyfingarinnar, dr. Radim Palous, Önnu Marvanova og Lad- islav Lis. Einnig var sagt frá nöfn- um 20 nýrra félaga í hreyfingunni og er þá vitað um 1100 stuðnings- menn hennar í Tékkóslóvakíu. Ránið á Dozier: „Ekkert tjón unnið NATO“ Mynd þcssa tók Ragnar Axelsson á adalæfingu íslenzku óperunnar á Sígaunabaróninum í gærkvöldi, en í kvöld er frumsýning og vígsla óperuhússins í Gamla bíói. Af þessu hátídlega tilefni gefur Morgunbladid út sérstakan bladauka. Sjá ennfremur á bls. 2. „Yfirvöld, sem skipa fyrir, þegnar, sem þegja og hata“ Erkibiskup pólsku kirkjunnar ræðst harkalega á herforingjastjórnina 8. januar. AH. ERKIBISKUP kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hefur ráðist mjög harkalega á herforingjastjórnina fyrir að krefjast þess af fólki, að það undirriti hollustu- eiða eða missi vinnuna ella. Hann sagði, að pólska þjóðin væri nú að skiptast í tvennt, annars vegar „yfirvöld, sem skipa fyrir og kúga, og hins vegar þegnarnir, sem þegja og hata“. í dag var birtur í Bretlandi listi með nöfnum rúmlega 1000 manna, sem búa við „ömurlegar aðstæður" í þrennum fanga- búðum í Póllandi og hafði honum verið smyglað úr landi. Fréttir fara nú af mjög vaxandi matarskorti í Póllandi, ekki síst kornskorti. Kóm, H. janúar. Al’. 8ENDIHERRA Bandaríkjanna á ítal- íu sagði í dag, að tilraun Rauðu her deildanna til að vinna Atlantshafs- bandalaginu tjón með því að ræna hershöfðingjanum James L. Dozier hefðu engan árangur borið. Lögreglumenn leituðu í dag í hundruðum báta á Garda-vatni á Norður-Ítalíu og á öðrum vötnum á þessum slóðum og fóru þá eftir ábendingum, sem þeim höfðu borist frá ókunnum mönnum. Talið er, að margar þeirra séu þó uppspuninn einn, ýmist einstakra manna eða liðsmanna Rauðu herdeildanna. Sendiherra Bandaríkjanna á ít- alíu, Maxwell M. Rabb, sagði í dag, þegar hann var viðstaddur vígslu elliheimilis í Villa Santina, að til- raun Rauðu herdeildanna til að skaða Atlantshafsbandalagið hefði engan árangur borið. „Hér er aðeins um að ræða fámennan hóp hugleys- ingja, sem hafa hvorki hugrekki né svo mikla trú á eigin málstað, að þeir þori að skjóta honum til þjóð- arinnar á lýðræðislegan hátt,“ sagði Rabb. MARGARET Thatrher, forsætisráð- herra Breta, og Leopoldo Calvo Sot- elo, starfsbróðir hennar á Spáni, til- kynntu í dag, að bann við umferð og viðskiptum milli Spánar og Gíbraltar yrði afnumið frá og með 20. apríl nk. en þá eiga að hefjast viðræður milli þjóðanna um framtíð krúnunýlend- unnar. Yfirlýsing forsætisráðherranna var gefin út eftir fund þeirra í dag en þeir hafa ekki fyrr hist að máli. I tilkynningunni sagði, að við- ræðurnar hefðu snúist um alþjóð- málefni, þ. á m. Atlantshafsbanda- lagið, Efnahagsbandalagið og sam- skipti austurs og vesturs. Spánverj- ar hafa með ákvörðun sinni um að taka aftur upp eðlileg samskipti við Gíbraltar rutt úr vegi síðustu Jozef Glemp, kaþólski erkibisk- upinn, sagði við messu, sem 3000 hindrununum fyrir inngöngu þeirra í NATO og EBE og fagnaði Thatch- er því sérstaklega. Gíbraltar hefur verið mikið bit- bein Spánverja og Breta síðan bresk-hollenskur floti vann höfð- ann árið 1704 eftir þriggja daga umsátur. Spánverjar hafa ávallt síðan gert tilkall til hans og 1969 lokaði Francisco heitinn Franco hershöfðingi landamærunum og bannaði siglingar til Gíbraltar frá Spáni. Eins og fyrr segir munu viðræður um framtíð krúnunýlendunnar hefjast 20. apríl nk. en hætt er við, að íbúar hennar muni fagna þeim hóflega, því að þeir vilja gerast breskir þegnar. manns sóttu í Varsjá sl. miðviku- dagskvöld, að þær aðfarir herfor- ingjastjórnarinnar að kúga al- menning til hollustu við stjórnina og krefjast um leið úrsagnar úr Samstöðu væru „svívirðileg lög- leysa“ og að engu hafandi. Hann fordæmdi harðlega þær aðstæður, sem fólk byggi við í fangabúðum stjórnarinnar og harmaði, að þjóðin skyldi vera að skiptast í tvennt, „kúgarana og hina kúg- uðu“. Hann skoraði á fólk að hyggja þó ekki á hefndir, því að það væri versta aðferðin við að leiðrétta ranglætið. „Stundum er meiri hetjuskapur í því fólginn að lifa fyrir föðurlandið en að deyja fyrir það,“ sagði Glemp. I fyrstu fréttum af predikun Glemps, sem voru ritskoðaðar, var því bætt inn í, að hann hefði heitið þeim fyrir- gefningu kirkjunnar, sem brygð- ust Samstöðu, en eftir öðrum heimildum, óritskoðuðum, minnt- ist hann aldrei á slíkt. Kaþólsk stofnun í Bretlandi hef- ur birt lista með nöfnum rúmlega 1000 manna, sem eru í þrennum fangabúðum í Póllandi. Talsmað- ur stofnunarinnar sagði, að listan- um hefði verið smyglað út úr Pól- landi og greindi aðeins frá örlitlu broti af þeim mörgu, sem hefðu verið handteknir eftir valdatöku hersins. Þar kemur einnig fram, að menntamenn og forystumenn Samstöðu eru hafðir í sömu fanga- búðunum en óbreyttir félagar í Samstöðu og aðrir andófsmenn í öðrum. „Aðstæður í fangabúðun- um eru hræðilegar," sagði tals- maður stofnunarinnar. „Fangarn- ir eru látnir vera úti í vetrarkuld- anum allan daginn og matar- skammturinn er skorinn við nögl.“ Fréttir fara nú af mjög vaxandi matarskorti í Póllandi og hefur útvarpið í Varsjá óbeint sakað bændur um kornskortinn, segir þá sitja á korninu í von um miklar verðhækkanir. Einnig var á óbein- an hátt að því vikið í útvarpinu, að pólskir verkamenn færu sér al- mennt svo hægt við vinnu sína, að til stórvandræða horfði, hráefni og varahluti vantaði hvarvetna og yrði af þeim sökum að loka mörg- um verksmiðjum. Franskir fjölmiðlar höfðu það í dag eftir Gornicki, talsmanni pólsku herforingjastjórnarinnar, að langflestir þeirra, sem hand- teknir hefðu verið í kjölfar valda- tökunnar, yrðu brátt látnir lausir, að undanskildum helstu frammá- mönnum Samstöðu. Hann sagði, að vel væri farið með Walesa og að vestrænir blaðamenn gætu „lík- lega hitt hann að máli innan fárra vikna". I fréttum frá Moskvu seg- ir, að sl. þriðjudag hafi um það verið samið, að Rússar veittu Pólverjum efnahagsaðstoð, sem næmi 3,9 milljörðum dollara á þessu ári. Noregur: Atvinnu- leysi vex Osló, 8. januar. Al'. FLEIRI voru á atvinnulevsisskrá í Noregi í lok desember en nokkru sinni frá lokum sídari heimsstyrjald- arinnar. 2,1% vinnuaflans voru á at- vinnuleysisskrá í desember, en 1,7% í nóvember. Atvinnumálaráðuneytið sagði, að 35.570 manns, þar af 5.426 und- ir tvítugu, væru á atvinnuleys- isskrá. 13.480 konur eru atvinnu- lausar í Noregi og 22.090 karl- menn. Landamæri Spánar og Gíbraltar opnuð í vor lx>ndon, 8. januar. Al*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.