Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982
8
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr.
Þórir Stephensen. Kl. 2 messa. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn
syngur. Organleikari Marteinn H.
Friðriksson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
og fjölskyldusamkoma i safnaöar-
heimili Árbæjarsóknar kl. 10.30
árd. Messa kl. 2 fellur niöur vegna
fjarveru sóknarprests. Sr. Guö-
mundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa aö Norö-
urbrún 1 kl. 2. Sr. Einar Sigur-
björnsson predikar. Sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Barnasamkoma kl. 11 árd. í
Breiöholtsskóla. Sr. Lárus Hall-
dórsson.
BÚSTAÐAKIRK JA: Barnaguös-
þjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 2.
Sr. Jón Bjarman messar. Séra
Óiafur Skulason.
DIGRANESPRESTAK ALL: Barna-
samkoma í safnaöarheimilinu viö
Bjarnhólastíg kl. 11. Guösþjónusta
í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor-
bergur Kristjánsson.
ELLIHEIMILID GRUND: Messa kl.
10. Sr. Lárus Halldórsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL:
Laugard.: Barnasamkoma í Hóla-
brekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnud.:
Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11
f.h. Guösþjónusta i safnaöarheimil-
inu aö Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr.
Hreinn Hjartarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjud.
12. jan. kl. 10.30: Fyrirbænaguðs-
þjónusta, beðiö fyrir sjúkum.
Kirkjuskóli barnanna er kl. 2 á
laugardögum í gömlu kirkjunni.
LANDSPITALINN: Messa kl. 10.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguösþjón-
usta kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson.
Messa kl. 2. Sr. Tómas Sveinsson.
BORG ARSPÍT ALINN: Guösþjón-
usta kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna-
samkoma í Kársnesskóla kl. 11
árd. Sr. Árni Pálsson.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 árd. Guösþjónusta
kl. 2 síödegis. Helgi Hróbjartsson
predikar Þriöjudagur 12. jan.:
Bænaguösþjónusta kl. 6 síðd.
Æskulýösfundur kl. 8.30 síöd.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugard. 9. jan.:
Samverustund aldraöra kl. 3. Dr.
Gunnlaugur Þóröarson flytur hug-
leiöingar um „tilveruna í Reykjavík"
og fleira. Sunnud. 10. jan.: Barna-
samkoma kl. 10.30. Guösþjónusta
kl. 2. Séra Guðmundur Óli Ólafs-
son, sóknarprestur í Skálholti, ann-
ast guösþjónustuna. Kirkjukaffi.
Þriöjud. 12. jan.: Æskulýösfundur
kl. 8. Miövikud. 13. jan.: Fyrir-
bænaguösþjónusta kl. 6.15. Sr.
Frank M. Halldórsson.
SELJASÓKN: Barnaguösþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 10.30. Barna-
guösþjónusta aö Seljabraut 54 kl.
10.30. Guösþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 2. Séra Ingólfur Guö-
mundsson messar. Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN j REYKJAVÍK: Messa
kl. 2. Organleikari Siguröur isólfs-
son. Sr. Kolbeinn Þorleifsson
messar. Safnaöarprestur mun á
sama tíma messa aö Reynivöllum í
Kjós.
DÓMKIRKJA KRISTS Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2. siöd. Alla rúmhelga daga er
lágmessa kl. 6 síðd., nema á laug-
ardögum, þá kl. 2 síöd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl.
11 árd.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnu-
dagaskóli kl. 10.30 árd. Almenn
guösþjónusta kl. 20. Ræöumaöur:
Jóhann Pálsson. Fórn til trúboöa-
sjóös.
ENSK messa í Háskólakapellunni
kl. 14.
Guðspjall dagsins:
Lúkas 2.: Þegar Jesús
var tólf ára.
KFUM & KFUK, Amtmannsstig 2B:
Fórnarsamkoma kl. 20.30. Ólafur
Jóhannsson guöfræöinemi talar.
HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu-
dagaskóli hjá Ragnari kl. 15. Bæn
kl. 20 og hjálpræöissamkoma kl.
20.30. Kapt. Anne Maríe Reinholt-
sen talar.
KIRKJA JESÚ KRISTS hinna siö-
ari daga heilögu, Mormónar,
Skólavöröustíg 46: Sakramentis-
samkoma kl. 14. Sunnudagaskóli
kl. 15.
GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl.
2 síöd. Sr. Lárus Halldórsson pred-
ikar. Sr. Bragi Friöriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra Garöa-
bæ: Hámessa kl. 2 síöd.
VÍDISTAÐ ASÓK N: Barnaguös-
þjónusta kl. 11 árd. Almenn guös-
þjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Skúlason
dómprófastur predikar. Altaris-
ganga. Sr. Siguröur H. Guö-
mundsson.
HAFNARFJARÐARSÓKN: Guös-
þjónusta kl. 2 síöd. Sr. Þórir Steph-
ensen predikar og annast altaris-
þjónustu ásamt sóknarpresti.
Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfiröi: Barna-
starfiö hefst aö nýju eftir jólaleyfi
kl. 10.30 árd. Öll börn og aöstand-
endur þeirra velkomin. Safnaöar-
stjórn.
KAPELLAN St. Jósefsspítala
Hafn.: Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl.
8.30 árd. Rúmhelga daga messa kl.
8 árd.
LÁGAFELLSKIRKJA: Barnamessa
kl. 11 árd. Messa kl. 14. Sr. Valgeir
Ástráösson predikar. Sóknarprest-
ur.
KÁLFATJARNARSÓKN: Sunnu-
dagaskóli i Stóru-Vogaskóla kl. 2
síöd. Sr. Bragi Friöriksson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Messa kl. 11 árd. Sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson predlkar. Altaris-
ganga. Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 árd. Messa kl. 2
síöd. Sr. Árni Pálsson predikar.
Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl.
14. Sr. Guðmundur Þorsteinsson,
Árbæjarprestakalli, annast messu-
gjörö. Sóknarprestur.
UTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 14.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson
predikar. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son þjónar fyrir altari. Sóknarprest-
ur.
HVERAGERDISKIRKJA: Messa kl.
2 síöd. — Barnamessa kl. 11 árd.
Sr. Tómas Guömundsson.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14.
Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 14.
Sr. Björn Jónsson.
EYRARBAKK AKIRK JA: Barna-
messa kl. 10.30 árd.
GAULVERJABÆJARKIRKJA:
Messa kl. 2 síöd. Sóknarprestur.
Snigildælur, henta vel til aö
dæla fiskúrgangi, sem lensi-
dælur fyrir skip og báta o.fl.
Snigill úr ryöfríu stáli. Þessar
dælur eru kjörnar fyrir frysti-
hús og vinnslustöövar. Vest-
ur-þýsk úrvalstæki.
Atlashf
- ARMULA 7 SIMI 26755
Háþrýstidælur, mótorar,
ventlar og stjórntæki í
vökvakerfi til sjós og
lands.
Eínkaumboð á íslandi.
Atlashf
ARMÚLA 7 SÍMI 26755
M I.I VSIV.ASIMINN KH:
22410
Hvaða ráð eru líkleg til að tryggja rekst-
ur og afkomu undirstöðuatvinnuveganna?
Eftir Einar Örn
Björnsson, Mí/ncsi
Það ætti að vera öllum íslend-
ingum augljós staðreynd, að eins
og nú háttar í efnahagsmálum,
þar sem viðskiptakjör þjóðarinnar
geta ekki eins og á stendur batnað
á þessu ári og sýnilegt er, að slaki
er í jæssum efnum meðal helstu
viðskiptaþjóða okkar, þá er ekki
hægt að spenna bogann hátt. Þess
vegna verða öll viðbrögð að miðast
við að staldra við og íhuga hvernig
hægt er að stilla okkar efnahags-
kerfi af, svo atvinnuvegirnir geti
starfað eðlilega.
Til þess að svo megi verða,
þurfa allir, hvar í stétt eða stöðu
sem þeir eru, að líta sér nær og
vinna saman að því að standa
sameiginlega að þeim ráðstöfun-
um sem duga. En það verður ekki
gert nema allir fórni einhverju í
bili sem er í raun engin fórn, held-
ur trygging fyrir atvinnuöryggi og
áframhaldandi framförum þegar
til lengdar lætur.
En hvað er þá helst tii ráða?:
1) Að verðbólgan er hér geisar,
hjaðni með jveim hætti að kaup
og kjör miðist við viðskiptakjör
þjóðarinnar á hverri tíð.
2) Verðlag og þjónusta miðist við
slíka þróun.'
3) Rikisumsvif verða einnig að
sigla í kjölfarið.
4) Rétt gengi krónunnar verði
skráð svo jafnvægi náist i
viðskiptum þjóðarinnar útávið
og þannig nái atvinnuiífið jafn-
vægi og mætti til að standa á
eigin fótum.
5) Samhliða verði beinir skattar
ríkisins á launatekjur afnumd-
ir hjá öllum upp í það mark
sem teljast meðaltekjur til lífs-
framfæris. Það sem fram yfir
er, verði skattlagt með hófleg-
um hætti í fyrstu lotu og
ákvarðanir um þessar breyt-
ingar verði teknar samhliða
öðrum efnahagsráðstöfunum,
þar á meðal kaup og kjör.
6) Söluskattur er nú 23,5% og er
orðinn megintekjuöflun ríkis-
ins. Rétt mun vera að sá tekju-
missir, sem af afnámi tekju-
skatts leiðir, komi í formi sölu-
skatts, að svo miklu leyti sem
j)örf er á. Þá er öllum í sjálfs-
vald sett að greiða sinn skatt í
samræmi við neyslu sína og
viðskipti. Sú tvísköttun, sem
lengi hefur verið við lýði og
þjakað hefur allt launafólk, er
óréttlæti og hefur skapað ör-
yggisleysi og ófyrirsjáanlega
erfiðleika. Það er verðugt verk-
efni fyrir launamannasamtök-
in að vinna að því, að nefnd
breyting verði gerð.
7) Jafnhliða nefndum ráðstöfun-
um verði leitað leiða að taka
gjaldeyrislán í alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum til nokkurra ára með
góðum kjörum er tryggi stöð-
una þar til jafnvægi hefur
náðst í hinum geigvænlegu erf-
iðleikum sem sjávarútvegurinn
býr við. Sömu sögu er að segja
um útflutningsiðnaðinn og sölu
á landbúnaðarvörum á erlend-
um mörkuðum. Verði viðhöfð
nefnd viðbrögð, verkar það sem
vorþeyr í allri atvinnustarf-
semi í landinu og jafnvægi í
efnahagsmálum er stuðlar að
því að innan tíðar getum við
náð vísitölunni niður fyrir 20
stig.
8) Samningar um kaup og kjör
verða að miðast við nefndar
ráðstafanir og gerðir til 2ja ára
í senn og samkomulag að nást
um það milli launamannasam-
takanna og atvinnuveganna
með stuðningi almannavalds-
ins að þeir falli inn í þá heild-
armynd, sem gerir nefndar
hugmyndir mögulegar, en frá
því gengið að röskun þeirra er
hlut eiga að máli, en það er
raunar öll þjóðin, verði ekki á
meðan hjöðnun verðbólgunnar
og viðreisn atvinnulífsins er að
ná jafnvægi.
íslendingar hafa um árabil veitt
mikið af karfa, en þannig er nú
komið að veiðar og vinnsla karf-
ans er borin uppi með því að taka
25% af verðmæti þorskaflans til
að jafna metin og gera kleift að
selja karfann á erlendum mörkuð-
um. Svipað er að segja um sölu
síldarinnar, að erfiðlega hefur
gengið vegna þess að aðrar þjóðir
selja hana langt undir því verði
sem Islendingar þurfa að fá fyrir
hana. Rétt viðbrögð í efnahags-
málum mundu tryggja að þessir
mikilvægu þættir í sjávarútvegin-
um verði samkeppnisfærari á er-
lendum mörkuðum.
Það eru pneitanlega marghátt-
aðar hliðarráðstafanir sem þarf
að hugleiða í leiðinni að þeim
Einar örn Björnsson
„Verði ekkert gert annað
en velta vandanum á und-
an sér útí óvissuna blasir
hér við hrun og atvinnu-
leysi.“
markmiðum er fjallað hefur verið
um hér að framan. Niðurgreiðslur
á landbúnaðarvörum verða að
halda áfram og söluskattur af
þeim verði ekki reiknaður, og að-
gát verði höfð á öllum sviðum. Þar
er raunar um verðstöðvun að ræða
að því marki sem við á hér innan-
lands í fyrstu lotu.
Vitanlega mun lagfæring á
gengi krónunnar hafa hækkun í
för með sér á aðkeyptum vörum til
landsins. En það mun ekki skapa
erfiðleika sem ekki er hægt að
þola og ekki vara lengi, heldur
tryggja okkur Islendingum meiri
velsæld og öryggi þegar til lengdar
lætur. Hver er sá sem ekki vill
taka þátt í slíku? Valið er aug-
ljóst, verði ekkert gert annað en
velta öllum vandanum á undan sér
útí óvissuna, blasir hér við hrun
og atvinnuleysi, sem erfitt yrði að
lagfæra og mundi valda hér rót-
leysi og upplausn meir en áður
hafa þekkst hér á landi í langa tíð.
Kauphækkanir og verðhækkan-
ir á víxl í óðaverðbólgu með vísi-
töluskrúfuna í fararbroddi, eru
sjónhverfingar og blekking er
magnar sjúkdóminn í efnahagslífi
þjóðarinnar, er verður því ban-
vænni eftir því sem lengra líður.
Þær hugmyndir, er að framan
greinir, eru sá lyfseðill sem rétt er
að hugleiða, og ná samstöðu um að
rétt blöndun verði við höfð. Þá er
von til þess að sjúklingurinn, en
það er íslenska þjóðfélagið, nái
góðum bata áður en langt um líð-
ur. Hvert byggðarlag í landinu
þarf að vera vökult um hvernig
ástatt er um rekstur fiskvinnslu
og útgerðar á viðkomandi stöðum
og láta til sín heyra í þeim efnum,
því á því veltur um búsetu í byggð-
um landsins, að stuðningur verði
veittur til að hægt sé að halda at-
vinnustarfsemi áfram og tygja
hana til að njóta þeirra breytinga
í efnahagsmálum sem um getur í
þessari grein.
Alþingi og ríkisstjórn, launa-
mannasamtök og forráðamenn at-
vinnulífsins eiga í samvinnu að
styðja allt sem til velfarnaðar er í
þeim efnum. Launamannasamtök-
in í landinu eiga á jákvæðan hátt
að beita mætti sinum til að örva
og styðja atvinnulífið eftir mætti.
Það er með þeim hætti sem lífs-
kjörin verða betri og öruggari en
ella. Þeir sem stjórna og annast
atvinnurekstur í landinu, í hvaða
formi sem er, eru frjálslyndir og
reiðubúnir til þess að vinna að
sem bestum hag þeirra er hjá
þeim starfa, ef gagnkvæmur skiln-
ingur ríkir og undirstöður undir
rekstri atvinnufyrirtækjanna eru
traustar, en það verða þær ekki
nema með gagnkvæmum skilningi
viðkomandi aðila.
Reiknimeistarar Seðlabanka,
Þjóðhagsstofnunar, alþingismenn,
ríkisstjórn og aðilar vinnumark-
aðarins ættu að skpnda á fund
læknanna á Landspítalanum og
Borgarspítalanum og spyrja þá
hver viðbrögð þeirra séu þegar
sjúkdómsgreining viðkomandi
sjúklinga hefur verið uppgötvuð.
Svar þeirra mundi eflaust verða
að lækna sjúkdóminn með öilum
tiltækum ráðum, en magna hann
ekki. Þar ættu nefndir aðilar að
geta fengið réttar upplýsingar og
ráð um þeirra viðþrögð í þeim
mikla vanda er við blasir í at-
vinnu- og efnahagslífi íslensku
þjóðarinnar. Þetta er ómur hins
almenna manns á nýbyrjuðu ári
til stjórnvalda og bergmál raun-
veruleikans.