Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982
39
Wi
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 1981:
STEFNI AÐ ÞVÍ AÐ SETJA
HEIMSMET Á ÁRINU
Jón Páll íþróttamaður ársins
1981 sem borðar sex máltíðir á dag
Jafntefli
botnliðanna
Fram — HK
16:16
FRAM oe HK skildu jöfn, 16—16, í
1. deild Islandsmótsins í handknatt-
leik í gærkvöldi, eftir ad staðan í
hálfleik hafði verið 9—6 fyrir HK.
Þetta var mikill taugaspennuleikur
og fátt sem gladdi augað.
Það var mikill barningur í
leiknum framan af fyrri hálfleik,
en HK hafði þó yfirleitt forystu,
þ.e.a.s. liðið varð fyrra til að
skora, því jafnteflistölur sáust allt
upp í 6—6. En síðustu mínúturnar
voru HK-mönnum drjúgar og þeir
skoruðu þrjú síðustu mörkin, 9—6
í hálfleik. Þegar HK skoraði svo
tíunda markið í upphafi síðari
hálfleiks, stefndi allt í öruggan
sigur liðsins, en á skömmum tíma
hrundi þó allur leikur liðsins og
Fram náði að jafna í 11—11. Eftir
það var jafnt á öllum tölum og
liðin yfir til skiptis. Það voru 46
sekúndur eftir, er Þór Ásgeirsson
jafnaði fyrir HK og voru það
sanngjörn úrslit miðað við gang
leiksins.
Einar Þorvarðarson bar af í liði
HK og er varla ofsögum sagt að
hann er hálft liðið. Ragnar var og
drjúgur sem og Þór og Hörður, en
allir gerðu sinn skammt af mis-
tökum. Hinrik ólafsson var einna
skástur í frekar meðalmennsku-
kenndu liði Fram.
MÖRK Fram: Egill Jóhannesson
4, 3 víti, Hannes Leifsson 3, Hinrik
Ólafsson 3, Björn Eiríksson 2,
Dagur Jónasson 2,1 víti, Hermann
Björnsson 1 og Jón Árni Rúnars-
son 1 mark.
MÖRK HK: Hörður Sigurðsson 5,
2 víti, Þór Ásgeirsson 4, Ragnar
Ólafsson 4, 2 víti, Bergsveinn Þór-
arinsson, Sigurbergur Sigsteins-
son og Sigurður Sveinsson eitt
mark hver.
DÓMARAR: Magnús Arnarsson
og Ingvar Viktorsson.
— gg
Handknattleikur
______________________✓
Undir 21 árs-liðið
í riðli með Hol-
landi og Spáni
ÞGGAK dregið var í riðla fyrir Evr
ópukeppni landsliða í knattspyrnu í
París í gær, var dregið um leið fyrir
landslið þjóða með leikmönnum 21
árs og yngri. ísland er því þar í riðli
með Spánverjum og Hollandi, en
hvorki írland eða Malta tefla fram
landsliðum í þessum aldursflokki.
England í
efsta flokki
BÚIÐ er að draga í styrkleikaflokka
fyrir lokakeppni HM sem fram fer á
Spáni í sumar. Kemur þar helst á
óvart, að England er í efsta flokkn-
um og sagði Joao Havelange forseti
FIFA meðal annars þar um: „Eng-
land er í efsta flokknum vegna þess
að liðið varð heimsmeistari árið
1966 og England er eitt af frægustu
knattspyrnuveldum veraldar." f
efsta styrkleikaflokknum eru eftir
talin lönd: Ítalía, Vestur Þýskaland,
Spánn, England, Argentína og Bras-
ilía. I 2. flokki eru: Austurríki,
Tékkóslóvakía, Júgóslavía, Rúss-
land, llngverjaland og Pólland. í 3.
flokki eru: Norðurírland, Skotland,
Frakkland, Belgía, Perú og Chile.
Loks eru í 4. flokki: Alsír, Kamerún,
Honduras, El Salvador, Kuwait og
síðan Kína eða Nýja Sjáland.
— Mig langaði alltaf
til þess að verða vel
vöðvaður og rammur að
afli. Og nú sé ég fram á
að þessi draumur minn
er aö rætast. Sá sem
þetta mælir er íþrótta-
maður ársins 1981 á ís-
landi, kraftlyftingakapp-
inn Jón Páll Sigmarsson,
KR.
Fyrst inntum viö Jón Pál
eftir því hvenær hann heföi
hafiö íþróttaiökun sína.
— Þaö var fyrir hand-
leiðslu fósturfööur míns,
Sveins Guömundssonar, aö
ég fór aö æfa glímu. En hann
var þá glímukóngur Islands.
Hann hvatti mig til dáöa. Síö-
an fór ég aö leika handknatt-
leik og knattspyrnu meö Fylki
í Árbæ. Síðan lá leiöin í kar-
ateíþróttina. En jafnframt
þessu öllu æföi ég alltaf lík-
amsrækt. Eins og ég gat um,
langaði mig alltaf aö veröa
vöövabúnt og ofsalega sterk-
ur.
Þaö var svo í lok ársins
1977 aö ég vann áramóta-
heit. 1. janúar ætlaði ég aö
byrja aö æfa lyftingar. Og ég
stóö viö þaö. Ég mætti inn í
Jakaból, en svo er æfinga-
staður lyftingamanna kallaö-
ur. Jakaból er í Laugardaln-
um og vel staðsett til þess aö
stunda þar æfingar. Mér var
mjög vel tekið. Ég held nefni-
lega, aö þaö sé of mikiö um
þaö aö strákar séu hræddir
viö aö mæta á æfingar hjá
okkur lyftingamönnum. Þeir
halda aö þeim sé ekki sinnt
og þeir settir út í horn. En svo
er alls ekki. Þeim er vel sinnt
og ég vil nota tækifæriö og
hvetja sem flesta, sem áhuga
hafa á, aö koma til okkar og
hefja æfingar.
Hvenær hófst þú svo
keppni ffyrír alvöru?
— Fyrsta stóra mótiö mitt
var áriö 1979. Þá keppti ég á
Noröurlandameistaramótinu
í kraftlyftingum.
Ég lyfti 707,5 kg á þessu
móti og fékk silfurverölaun.
Þegar ég hóf æfingar, þá
varö ég fljótt sterkur í
Pekkpressu en lyfti samt ekki
nema um 500 kg samanlagt
áriö 1978. Síöan hef ég verið
í stööugri framför.
Hvert er takmark þitt á
þessu ári?
— Þaö er ekkert launung-
armál, aö takmark mitt á
þessu ári er aö setja nýtt
heimsmet í réttstöðulyftu. Ég
keppi í þyngsta flokki. Og þar
er metiö núna 382,5 kg. Ég
hef hins vegar lyft 360 kg. Ég
þarf aö bæta mig um rúm 22
kg til aö slá þaö og þaö ætla
ég mér aö gera.
í gegnum árin hefur þú
sýnt miklar framfarir.
— Já, þaö er ekki hægt
aö segja annaö. Ég hef bætt
mig um rúm 100 kg í saman-
lagðri þyngd á ári hverju.
Fyrsta áriö lyfti ég 500 kg.
Áriö 1979 lyfti ég 707 kg, áriö
1980 lyfti ég svo 812 kg og á
síðastliönu ári tókst mér aö
lyfta 912 kg. Það er draumur
minn aö lyfta yfir 1000 kg í
greinunum þremur í keppni.
Hver er sterkasta greinin
þín af þessum þremur sem
þið keppið í?
— /Etli þaö sé ekki rétt-
stöðulyfta. Ég er a.m.k. slak-
astur í hnébeygju. Bekk-
pressan er sæmileg.
Hver er þinn besti árang-
ur í greinunum?
— í bekkpressu hef ég
lyft 235 kg á æfingu, en á
best 222,5 kg í keppni. 342,5
kg hef ég lyft í hnébeygju og
360 kg í réttstööulyftu.
Hvað æfir þú oft á dag?
— Ég æfi aðeins einu
sinni á dag. En í allt að fjór-
um tímum og stundum leng-
ur. Ég hef engar frístundir,
þaö fer allur tíminn í aö æfa
lyftingar. Svo æfi ég sex
sinnum í viku.
Er eitthvert stórmót fram-
undan hjá þér?
— Já, næsta stórmót er í
Finnlandi. Það er Norður-
landameistaramót 23 ára og
yngri. Þar ætla ég mér aö
standa mig vel og helst aö
reyna aö slá nokkur met.
Nú er oft talað um þaö aö
þiö, þessir stóru og sterku
lyftingamenn, borðið pillur,
takið inn hormónalyf og ým-
islegt í þeim dúr. Hvað viltu
segja um þetta?
— Ég tek ekki inn neinar
pillur og boröa engin horm-
ónalyf. Og ég þekki engan
lyftingamann hér sem gerir
þaö. Hins vegar boröum viö
mikiö af náttúrulegum víta-
mínum og óhemju af góðum
íslenskum mat. Hann gerir
þig sterkan.
Hvað borðar þú oft á dag
og hvað mikið?
— Ég boröa sex máltiðir á
dag. Fyrst á morgnana mik-
inn morgunverð. Síöan vel
útilátinn hádegismat. Tvíveg-
is um eftirmiödaginn snæöi
ég og svo um kvöldmatar-
leytið. Síöasta máltíöin er svo
áöur en ég fer í rúmiö. Þá
boröa ég oft mikið af skyri.
Og drekk undanrennu meö.
Ég belgi mig vel út á öllum
málum.
En hvað með magniö?
— Ég boröa svona 2,5 til
3 kg af skyri á dag. Drekk 5
til 6 lítra af undanrennu.
Boröa mjög mikið af kjöti og
brauði. Aldrei minna en 8 til
10 egg á dag og svo vítamín.
Ávöxtum boröa ég mikið af,
en varast kaffi og óholla
fæöu.
Ætlar þú að halda ótrauð-
ur áfram að æfa og keppa?
— Já, svo sannarlega. Ég
ætla að æfa af meiri krafti en
nokkru sinni fyrr.
Hvað er þér eftirminni-
legast frá þínum ferli sem
kraftlyftingamaður?
— Heimsmeistaramótiö í
Calcutta á Indlandi, þar sem
ég vann silfurverölaunin. Aö
sjá þá miklu eymd sem þar
ríkti og alla þá fátækt mun
aldrei líöa mér úr minni. Nú,
þá sá ég marga stóra og
sterka kraftlyftingamenn
þarna. Þeir voru sko vel
vöövaðir! Ég var eins og títu-
prjónn viö hliðina á þeim,
sagöi Jón Páll Sigmarsson.
— ÞR.