Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 7 = Hvíld = (tauga- og vöðvaslökun) Upplýsingar og innritun í síma 82982. Þórunn Karvelsdóttir, íþróttakennari. Söngfólk vegna Finnlandsferöar næsta sumar, viljum viö bæta við söngfólki, einkum í kvennaraddir. Uppl. í símum 74008 og 30807 eftir kl. 18, laugar- dag og næstu daga. Samkór Trésmídafélagsins. H IhIIhIICAT ÍHlfHl H H |PLUS| H H Um leið og viö óskum öllum landsmönn- H um árs og friöar, mælum viö meö eftir- H töldum bílum sem eru til sölu hjá okkur. H Ath. góð greiðslukjör. H V.W. Golf, C, 2ja dyra, árg. ’81, gulllitað- H ur, ekinn ca. 20 þús. Mjög glæsilegur bíll. Tveir Galantar 1600, GL, árg. ’79, litur rri H blár, annar ekinn 38 þús., hinn 40 þús. LM mmmamm Útlit og ástand mjög gott á báðum bílun- H um. ZZZ Subaru, 5 gíra, Hardtop, árg. ’78, litur H brúnn, ekinn 30 þús. Gott ástand. Subaru 4x4, station, árg. '78, ekinn 62 H þús. Áramótaspilakvöld Landsmálafélagsins Varðar verður haldið að Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 10. janúar. Byrjaö veröur aö spila kl. 20.30. Húsiö opnaö kl. 20.00. Glæsileg spilaverölaun Spilakortin gilda sem happdrættismiðar. Happdrættisvinningurinn er flugfar: Keflavík — Kaupmannahöfn — Keflavík. B-k Formaður Sjálfstæöisflokksins, Geir Hallgrímsson, flytur ávarp. Hlýðið flokknum og étið! Þannig má þýða textann með þessari mynd, sem lýsa á ástandinu í Póllandi um þessar mundir. Fróðlegt er að bera saman sósíalísmann, sem Alþýðubandalagið boðar hér á landi, þar sem bændum á aö leyfast aö stunda smábúskap og smárekstur að fá að lifa, og þá þjóðfélagsgerð sósíalismans, sem Pólverjar risu upp til að brjóta af sér og herinn „verndar" nú. Viö þann samanburð kemur í Ijós, aö sósíalistar á íslandi hafa farið í smiðju til pólskra samherja, þegar þeir settu stefnu sína á blað. Viðbrögð formanns Alþýðubanda- lagsins við atburöunum í Póllandi eru og í samræmi við það. Pólska fyrirmyndin Kommúnistar í Póllandi ákváðu að ganga ekki eins langt í aðlor sinni að eign- arrétti á landi og yfir ýms- um smáfyrirtækjum og gert var í Sovétríkjunum. Þeir leyfðu bændum að eiga jarðarskika og selja afurðir sínar sjálfum og þoldu dálítinn smáiðnað í einkaeign. Má segja, að þessi tilhliðrunarsemi pólskra kommúnista og vísir að fráhvarfi frá hreinræktarstefnu sósíal- ismans hafi létt nokkuð undir með pólsku þjóðinni í hörmungum hennar undir sósíalisma. Fróðlegt er að hafa þessa staðreynd f huga, þegar lesin er stefnuskrá Alþýðubandalagsins á Is- landi. Er augljóst, að höf- undar hennar hafa tekið mið af starfsháttum skoð- anabræðra sinna, sósíalist- anna, í Póllandi, þegar þeir settu á blað, hvað fyrir þeim vakir hér á landi. f stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins segir á bls. 94 og 95: „Svipta þarf auðmenn og auðfélög aðstöðu til að hafa undirtökin í efna- hagslífi þjóðarinnar. Þar sem svo stendur á að að- staða þessara aðila helgast af eignarhaldi á atvinnu- tækjum og öðrum fram- leiðsluþáttum, þarf að breyta eignarforminu í grundvallaratriðum: 1) Náttúruauðlindir þurfa að vera í almanna- eigu. Jarðir til hefðbund- inna landbúnaðarnytja geta þó áfram verið í eigu ábúenda. 2) Bankar, tryggingafé- lög og aðrar fjármáíastofn- anir skulu vera í höndum hins opinbera. 3) l tanríkisverslun skal að meginhluta færast í hendur opinberra aðila. 4) Stærstu fyrirtækin í sjávarútvegi, iðnaði, sam- göngum og innanlands- viðskiptum skulu gerð opinber fyrirtæki eða sam- vinnufyrirtæki. I>essar aðgerðir eru for senda þess að unnt sé að stjórna efnahagslífinu í samræmi við hagsmuni vinnandi stétta og sveigja þannig þjóðarbúskapinn að sósíalfskum meginreglum, en þær eru ekki sósíalismi í sjálfu sér.“ Knginn þarf að efast um, að þeir stjórnendur Pól- lands, sem alþýða landsins reis gegn og nú hafa sigað hernum á pólsku þjóðina, geta skrifað undir allt það, sem segir í þessari lykil- klausu úr stefnuskrá Ah þýðubandalagsins. I>eir hefðu líklega skrifað nöfn sín fullir stolts yfir því, að þessi kafli hafi verið sam- inn með stjórnkerfi þeirra í Póllandi sem fyrirmynd. Málsvörn Svavars Með þessa stefnu Alþýðu- bandlagsins í huga öðlast menn hinn rétta skilning á orðum Svavars (festssonar, formanns Alþýðubanda- lagsins, í grein, sem hann ritaði í áramótablað Þjóð- viljans. Flokksformaðurinn segir: „Málpípur ameríkanism- ans á jslandi hafa reynt að gera málflutning okkar í þessum efnum (um lýðræði og sósíalisma og afstöðuna til stórveldanna innsk.) tor tryggilegan, ekki síst að undanförnu. Kn ástæðurn- ar fyrir harðri gagnrýni okkar eiga ekkert skylt við yfirborðsmennsku hins borgaralega áróðurs. Við teljum að okkur sé skyld- ara að vara við þegar óhæfa er unnin í nafni sósíalisma en nokkru sinni ella. Hins vegar er okkur vel Ijóst að afstaða borg- araaflanna til atburðanna í Póllandi stafar af því einu að gera sér vonir um að framferði herstjórnarinnar þar verði til þess að brjóta hugsjónina um jafnrétti og lýðræði — sósíalisma — í eitt skipti fyrir öll á bak aftur. Slíkt mun ekki tak- ast, enda á sú hugsjón meira en rétt á sér nú: Hún er aldrei brýnni en einmitt um þessar mundir. Kn okkur dugir ekki að sækja afl í erlendar fyrirmyndir. Kngin þjóðfélagsgerð fær dafnað með eðlilegum hætti nema á forsendum eigin þjóðmenningar. Hin- ar alþjóðlegu andsta'ður stéttanna eru Ijósar hverj- um þeim sem vill hafa aug- un opin, en þær andstæður liggja um fióknari landa- mæralínur en forðum voru dregnar upp á pólitískum landabréfum." Að nokkru leyti er þessi málsvörn formanns Al- þýðuhandalagsins rituð á dulmáli þeirra, sem kunn- ugir eru launhelgum heimskommúnismans. Kn _ af orðunum má ráða: Við Alþýðubandalagsmenn mótmælum herstjórninni í Póllandi, af því að hún er hættuleg fyrir sósíal- ismann, þann sósíalisma, sem við viljum að ríki sam- kvæmt stefnuskrá okkar, þótt við höfum í því efni tileinkað okkur ýmislegt frá útlöndum (les: Pól- landi) verðum við að gæta þess, að gleyma ekki áherslunni á þjóðernis- kenndina (þegar Jaruzelski tilkynnti um herlögin vís- aði hann einmitt til pólskr ar þjóðerniskenndar), við þurfum einnig að hafa í huga, að landamæri sósíal- ismans er ekki aðeins að finna í Kvrópu, línurnar eru orðnar fióknari (les: bendum á Kúbu, Eþíópíu, Nicaragua, Víetnam, Kambódíu og Norður Kóreu). ÚTSALAN i fullum gangi STÓRKOSTLEGAR VERÐLÆKKANIR Opið til kl. 16.00. í dag í Skeifunni 15. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.