Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 HLAÐVARPINN Sveinn Olafsson myndskeri sker út asklok á vinnustofu sinni á Skeggjagötunni. Til hægri má sjá tilbúinn ask frá honum, og fjær þann er lokið á að fara á. Smíðaefnið er fura, en úr henni voru askar oftast gerðir áður fyrr, og þá úr rekaviði væntanlega, en einnig var notað íslenskt birki. Vinnur við að smíða aska, spæni og trékönnur Hagir menn á járn og tré hafa löng- um verið virtir menn á íslandi, og frá fyrri öldum eru til fjölmargir útskorn- ir hlutir, er ekkert gefa eftir því besta sem til er í listsköpun íslendinga. — Hver kannast til dæmis ekki við stóla þá er talið er að bórunn á Grund í Eyjafirði, dóttir Jóns Arasonar, hafi átt, og hver kannast ekki við hafa heyrt talað um fagra muni eftir Hjálmar skáld í Bólu? Listamenn af þessu tagi eru enn til hér á landi, og halda uppi merkjum fyrirrennara sinna. Hlað- varpinn frétti af einum þeirra, Sveini Ólafssyni myndskera, og heimsótti hann á vinnustofu hans við Skeggjagötuna í Reykjavík fyrr í vikunni, en Sveinn er ættaður frá Lambavatni á Rauðasandi. „Ég lærði myndskurð á sínum tíma hjá Karli Guðmundssyni, og einnig naut ég tilsagnar hjá Ás- mundi Sveinssyni í tvo vetur í leirmótun," sagði Sveinn er hann var inntur eftir því hvar hann hefði lært listina. „Við erum líklega fjór- ir eða fimm myndskerar núna starfandi," segir Sveinn ennfrem- ur, „en það hefur enginn lært þessa grein í 20 til 25 ár, enginn nemandi verið í faginu. Það má því líklega segja að þetta sé „deyjandi stétt", þó vonandi verðum við nú ekki síð- astir. En það eru vissir erfiðleikar á því að læra þetta, það er talið að nemandinn verði að læra í eitt til eitt og hálft ár, áður en hann getur farið að vinna fyrir sér, og augljóst er að erfitt er fyrir myndskera að gera hvorutveggja í senn; að kenna nemanda, og vinna fyrir þeim báð- um í einu! Rætt hefur verið um að taka upp kennslu í þessu í iðnskóla, en þá hefur mönnum þótt sem nauðsynlegt væri að nemendur væru það margir að næði heilli bekkjardeild, en miðað við atvinnu- horfur eða „markað" fyrir mynd- skera, er augljóst að það er of mik- ill fjöldi." Sveinn kvaðst líta svo á, að starf myndskera væri sambland af starfi listamanns og iðnaðarmanns. „Stundum er verið að vinna eftir pöntun við húsgögn og stærri hluti, og þá ber þetta mest keim af iðn- aði, en einnig erum við að skera út muni og hluti, sem byggjast ein- göngu upp á okkur eigin hugmynd- um, og þá er þetta orðið meira list að mínu mati.“ Meðal þess sem Sveinn vinnur að er gerð aska, spóna, kanna og kassa ýmiskonar, fundarhamra og skrautmuna, sem skornir eru út úr alls kyns viði, beini og hvalskíði og fleiri efnum. Mest segir Sveinn þetta vera tækifærisgjafir, þar sem fólk kemur og pantar ýmsa hluti til að gefa. Hlutir á borð við aska og horn- spæni eru nú ekki lengur á hverju strái, en marga fýsir að eiga slíka hluti, og Sveinn vinnur að því að koma til móts við þá þörf. Þá vinn- ur hann einnig að gerð eftirlíkinga af fornum munum, og er við heim- sóttum Svein nú í vikunni gat til dæmis hjá honum að líta gamlar postulamyndir úr Þingeyrakirkju í Húnaþingi, útskornar í Þýskalandi fyrir ævalöngu. Postulamyndirnar tólf, og Kristsmynd hin þrettánda, eru nú á Þjóðminjasafni, en Sveinn vinnur að gerð eftirlíkinga, sem síðan er ætlunin að setja aftur upp í Þingeyrakirkju. Starfið er því fjölbreytt, en að meginstofni til byggt á gamalli íslenskri útskurð- arhefð, sem þróast hefur mann fram af manni hér allt frá árdög- um byggðar í landinu. - AH Til hægri getur að líta forna postulastyttu útskorna, úr Þingeyrarkirkju í Húnaþingi, sem nú er varðveitt í Þjóðminjasafni, og til vinstri er útskorin stytta er Sveinn hefur gert eftir öðrum postula úr Þingeyrarkirkju. Arnar í versluninni Ástund: Hér má fá íslenska hnakka og reiðtygi og auk þess hnakka frá Þýskalandi og fjölmörgum löndum öðrum, sérsniðna fyrir íslenska hestinn. Hestamennsku segir hann vera í uppgangi, en þó ekki eins örum og var á árunum 1978 og ’79 svo dæmi sé tekið. Ljó»m.: Ragnar Axcisson. HESTAMENNSKA: Allt frá hjálmi niður í hóffjaðrir ÁSTUND nefnist verslun í Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík, sem sérhæfir sig í hvers kyns vörum fyrir hestamenn, allt frá hóffjöðrum í skeifu gæðingsins til hjálms á höfuð knapans — og alls þar á milli. Arnar Guð- mundsson varð fyrir svörum er Hlaðvarpinn leit við til að forvitnast um hvað sérverslun af þessu tagi hefði upp á að bjóða. „Hér höfum við allt sem þarf til að búa hest og knapa eins vel úr garði og unnt er,“ sagði Arnar, „reyðtygi og allan búnað á hesta- manninn, hnakk og beisli, skeifur og reiðstígvél, og hvað annað sem nöfnum tjáir að nefna. Þá erum við í tengslum við stækkun hús- næðisins að koma hér upp kaffi- stofu fyrir hestamenn, mynd- segulbandi með hestamyndum og fleira, til að gera þetta notalegra hér og meira aðlaðandi fyrir menn en gerist og gengur í kjörbúðum í dag. — Hestamenn eru að vísu margir og þeim fer fjölgandi, en þó er þetta hópur sem þekkist til- tölulega vel innbyrðis, og við höf- um orðið varir við að hestamenn vilja gjarna hittast hér og ræða málin, um leið og þeir huga að vörum fyrir sig eða gæðinga sína. — Nei, það er ekki verið að gera hestamennskuna að neinni tildur- íþrótt með verslunum af þessu tagi. Það sem mér er hins vegar efst í huga er, að menn séu það vel búnir á hestbaki, og að þeir búi hesta sína það vel, að heildaryf- irbragð verði gott, og ekki spilli útliti fallegs hests slitin gúmmí- stígvél eða skór og slitnar buxur. Auðvitað geta menn farið á hest- bak ef þeim sýnist án nokkurs fyrirvara, en það er líka gott að klæða sig uppá í þessu efni, eins og við fjölmörg önnur tækifæri. — Þá má og nefna, að sumt af þessu, eins og t.d. hjálmur er beinlínis til að auka öryggi knapans, og hlutir á borð við reiðstígvél og hlífðar- buxur auka á vellíðan hans á hest- baki. Því ekki að nota sér það?“ Krá Sjglufirði í þá góðu, gömlu daga. Keykjarmökkur stígur uppaf Síldarverk- smiðju ríkisins. Gamla verksmiðjan, sem reist var á fjórða áratugnum er horfin, en enn er að vísu verksmiðja SR á staðnum, þar sem meðal annars er brædd loðna af miklum krafti þegar hún veiðist. Traustir skulu hornsteinar - og þeim á hauga varpað! „TRAUSTIK skulu hornsteinar...“ segir í frægu Ijóði, sem oft er vitnað til er ný mannvirki eru byggð, ekki síst þar sem hið opinbera hefur hönd í bagga, og ráðstafar fé skattborgaranna til byggingar hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja er ætla má að til þjóðarheilla horfi hverju sinni. Oft er við slík tækifæri lagður fyrsti hornsteinn með mikilli viðhöfn, og þegar mikið skal við hafa er jafnvel settur járnhnlkur í hornsteininn, þar sem inn í er pergamentkefli, er geymir upplýsingar um viðkomandi framkva'mdir. Þegar síldin var enn fyrir Norður- landi, og „Sigló" hafði á sér ævin- týraljóma þess staðar er uppgangur- inn er hvað mestur, var reist mikil síldarverksmiðja þar, hin fyrsta er Síldarverksmiðjur ríkisins reistu. Þetta þótti tímamótaviðburður, og stórmenni kom norður við lagningu hornsteins, sem hafði aðgeyma skjal er greindi frá byggingunni og að- draganda hennar. Síðan liðu mörg ár, síldin hvarf og dapurlegt var um tíma norður í Siglufirði, og þangað komu ekki þús- undir manna í atvinnuleit sem fyrr- um. Jafnvægi komst þó á að nýju, og nú er Siglufjörður ekki ýkja frá- brugðinn öðrum sjávarkaupstöðum á landinu, en gamli tíminn mun ekki koma aftur, og sem rökrétt afleiðing þess var, að nú síðustu misseri var gamla síldarverksmiðjan rifin. Þá minntust einhverjir gamlir Siglfirð- ingar og fyrstu starfsmenn verk- smiðjunnar þess, að hornsteinn var lagður með pompi og pragt, og bentu þeir niðurrifsmönnum á aö rétt kynni að vera að halda steininum góða til haga. — Ekki var það þó gert, og honum kastað á hauga með öðru drasli. „Traustir skulu hornsteinar — og þeim síðan á hauga varpað," varð gömlum Siglfirðingi að orði, er hann hitti tíðindamann Hlaðvarpans að máli fyrir skemmstu, og mátti á honum skilja að betur hefði skjalið verið geymt á minjasafni eða á skrifstofum SR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.