Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 20
fHtf-iðnmMiífoifo LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 GARÐAR CORTES, STJÓRNARFORMAÐUR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR: HÖFUM ALLTAF STEFNT AÐ SAMA MARKI „VIÐ erum ekki að gera neitt hér, sem ekki hefur verið gert annars staðar, en við höfum átt því láni að fagna að allir, sem komið hafa við sögu eru hamhleypur til vinnu, mikl- ir hugsjónamenn, fólk sem vildi gefa sig og vinnu sína til þess að byggja upp það sem vantaði á íslenskt menningarlíf, þ.e.a.s. íslenska óperu,“ sagði Garðar Cortes stjórn- arformaður íslensku óperunnar, en Garðar var einkanlega beðinn að rekja tildrögin að upphafi hennar: — Þetta er auðvitað gamall draumur og vissulega hefur marga dreymt um að sjá Islenska óperu taka til starfa. Fyrsta sýning Islensku óper- unnar var haustið 1979 þegar við sýndum Pacliaggi í Háskólabíói. Þar með var eiginleg starfsemi Is- lensku óperunnar komin af stað, en þó var allt mjög laust í reipun- um. Eg sá strax, að fyrirtækið yrði að eiga sér fastan samastað. Þó t.d. forráðamenn Háskólabíós vildu allt fyrir óperuna gera er það ekki hægt til lengdar að hlaupa inn í hin og þessi hús með einstakar sýningar, en vera á hrakhólum að öðru leyti. Þess vegna gerði ég tilboð í kaup á Gamla bíói, tvö föst tilboð í apríl og júní árið 1979, en ekki varð af samningum þá. Ekkert hafði ég á bak við mig í þeim tilboðum annað en óbilandi trú á því að söngvar- arnir myndu standa saman að þeim framkvæmdum, enda hafði Söngskólinn keypt eigið húsnæði á þann hátt. Rekstur Söngskólans hefur m.a. gengið svo vel sem raun ber vitni vegna þess að honum auðnaðist fljótlega að komast í eigið húsnæði. En síðan er það haustið 1980 að Islensku óperunni er ánöfnuð stórgjöf, af hjónunum Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssyni, sem nota skyldi eingöngu til kaupa á húsnæði fyrir óperustarfsemi, en þau hafa trú- lega fylgst með þessu brambolti okkar. Þessi ómetanlega gjöf varð síð- an til þess að hrinda mátti draumnum í framkvæmd og virð- ist okkur nú blása mjög byrlega fyrir okkur. En hvers vegna varð Gamla bíó fyrir valinu? — Hreinlega vegna þess að það var eina húsið sem kom til greina. Hvað annað hús hefur blæ óperu- húss yfir sér? Hvaða annað hús hefur betri hljómburð og hvaða annað hús skipar þann sess sem tónleikahús í augum landsmanna. Garðar Cortes stjórnarformadur íslensku óperunnar. Þetta er fagurfræðilega hliðin á málinu. En hagnýta hliðin er sú hugsun okkar að halda uppi starfsemi í húsinu allt árið um kring og við sáum að ekki yrði hagkvæmt að fá húsnæði, sem aðeins hýsti óperu- starfsemi með æfingum og sýn- ingum nokkur kvöld í viku, húsið yrði að nýta betur. Þess vegna var keypt kvikmyndahús með umboð- um og við ráðgerum að hafa kvikmyndasýningar ákveðin kvöld í viku. Við viljum helst sýna 3 óperur á vetri og nú þegar Sígaunabarón- inn er kominn af stað hefjast æf- ingar á öðru verki. Það viljum við frumsýna i vor og taka síðan upp aftur næsta haust meðan við æf- um upp nýtt verk. Bíókvöld verða síðan t.d. á fimmtudags- og sunnu- dagskvöldum, en þó er það enn ekki ákveðið. Einnig munum við reyna að leigja húsið út til annars tónleikahalds. Á þennan hátt von- umst við til að starfsgrundvöllur fáist. Hins vegar má minna á að hvergi í heimunum eru óperuhús rekin með hagnaði og við búumst ekki við því heldur hér, en vonum samt að starfsemin geti gengið. Er einhver sérstök skýring á þeim meðbyr sem ópera fær í dag, nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem reynt er að koma óperu á laggirn- ar? — Eg held að aðalskýringin sé sú, að nú erum við komin í eigið húsnæði, það er samnefnari fyrir þetta allt og við höfum fundið góð- vild margra nú þegar við erum að leggja síðustu hönd á allan undir- búning. Fólk úti í bæ og fyrirtæki vilja lána okkur hluti, eða gefa þá og sum fyrirtæki vilja selja okkur hluti sem við borgum einhvern tíma þegar vel stendur á. Gömlu söngvararnir standa við bakið á okkur, hrista kannski höfuðið sumir, en brosa með og óska okkur góðs gengis og leggja okkur lið eft- ir þörfum. Við höfum ekki alltaf verið sam- mála um alla hluti hér í óperunni, en við höfum alltaf stefnt að sama marki og þannig höfum við komist áfram. Sieglindc Kahmann og Sigurdur Björnsson: Ekki tímabært að gefa umsögn — OKKUR finnst ekki tímabært að gefa umsögn um starfsemi ís- lensku óperunnar og heldur ekki réttlátt eða eðlilegt að gagnrýna það sem við höfum ekki séð, sögðu hjónin Sieglinde Kahmann og Sig- urður Björnsson söngvarar. — I óperuhúsum í Þýskalandi er það til siðs að kollegar óska hver öðrum góðs gengis fyrir sýn- ingu með orðunum: toi-toi-toi og gerum við það hér með. Itl'l^OI 1 JUto lllli Sigríður Ella Magnúsdóttir: Gleðst með áhugasömu söngfólkinu ÉG GLEÐST með þessu áhuga- sama og duglega söngfólki og óska því allra heilla, verkefnið er valið af skynsemi, létt og skemmtilegt og höfðar til allra. — íslenska óperan verður að ‘ sjálfsögðu að velja sér verkefni eftir þeim söngvurum sem fyrir hendi eru hverju sinni, en til óperuflutnings almennt þarf mjög margar gerðir hverrar raddar og það ber framtíðin á íslandi von- andi í skauti sér. Magnús Jónsson: Oska íslenskri óperu góðs gengis — ÉG VONA bara að hér verði framhald á og ég óska íslensku óperunni góðs gengis í framtíð- inni, sagði Magnús Jónsson söngv- ari. — Vissulega er það spennandi að sjá íslenska óperu taka til starfa og ég vona að starfsgrund- völlur hennar verði alltaf fyrir hendi fyrir þá mörgu söngvara sem við eigum. Guðrún Á. Símonar: Vonandi næst góð samstaða — ÉG VIL óska íslensku óperunni góðs gengis og vona að allt gangi vel hjá henni og að full samstaða verði þar um alla hluti, sagði Guð- rún Á. Símonar söngkona. — Það er gaman að takast skyldi að koma þessu í svona fast form, en miður að það tókst ekki fyrr. Garðar Cortes hefur verið brautryðjandi og komið þessu öllu vel af stað og síðan koma fleiri honum til aðstoðar og vonandi gengur alit vel. Margrét Eggertsdóttir: Langþráður draumur er að rætast — MÉR FINNST þetta allt saman vera yndislegt ævintýri og nú er draumurinn kannski að rætast, sagði Margrét Eggertsdóttir söngkona. — Dugnaður alls þessa fólks er til mikillar fyrirmyndar, það hef- ur lagt mjög mikla vinnu í þessa uppfærslu og ég vona vissulega að það uppskeri það sem sáð hefur verið til. Ég fagna mjög þessu framtaki og finnst nú langþráður draumur í þann veginn að rætast og óska ég Islensku óperunni alls hins besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.