Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 21
4
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982
„af ávöxtunum
SKULUÐ ÞIÐ ÞEKKJA ÞÁ“
SÍGAUNABARÓNINN
FRUMSÝNDUR
Óperuhús íslendinga í Gamla bíói
Grein: ÁRNI JOHNSEN
Með ótrúlegum hraða hefur verið unnið
að byggingu Islenzkrar óperu, frá því að
kjölurinn var lagður með stórkostlegu
framlagi einstaklinga og það er ekkert
undarlegt að langþráður draumur menn-
ingarþjóðar skuli loks rætast fyrir tilstilli
einstaklingsframtaksins, þannig hefur allt
það stóra orðið til í íslandssögunni. Þar
sem einstaklingurinn hefur notið sín í orði
og athöfn, hefur mestur árangur orðið í
þágu lands og þjóðar. Það voru einstakl-
ingar sem hófu rekstur Eimskipafélags ís-
lands, sem löngum hefur verið talið í hópi
óskabarna Islands, það eru einstaklingar
sem hrinda í framkvæmd smíði Islenzku
óperunnar, yngsta óskabarns íslands þar
sem siglt er úr vör í nafni menningar og
blómlegs mannlífs. Fólk gerir sér ugglaust
ekki alltaf grein fyrir því hve mikils virði
íslenzki skipastóllinn er, fiskiskipin færa
þá björg í bú sem öllu skiptir og vöruflútn-
ingaskipin færa varninginn heim. íslenzka
óperan verður ekki mæld og vegin eins og
þorskurinn góði, en hún verður mæld í auð-
ugra mannlífi, stærri sjóndeildarhring ís-
lenzkrar menningar.
Það hefur verið ævintýri líkast að fylgj-
ast með þeim jarðskjálftahrinum sem
gengið hafa yfir í Gamla bíói frá þeim degi
í haust er íslenzka óperan keypti hið aldna
og virðulega hús fyrir fjármagn Silla í Silla
og Valda og konu hans Helgu, dánargjöf
þeirra hjóna sem sannar að það stóra skil-
ar sér stórt í sniðum.
í hópi listamanna eru sífellt blikur á
lofti og ekki voru allir á eitt sáttir um það
á hvern hátt skyldi ýtt úr vör, en þegar
menn ná hinum háa sjónarhól hljóta allir
að sjá hið sama: draumurinn er orðinn að
veruleika, möguleikarnir og verkefnin
blasa við, tilþrif okkar snjöllu söngvara
hafa eignazt þak yfir höfuðið.
Þegar við fylgdumst með æfingu á Síg-
aunabaróninum, sem búið er að sýna allt
frá síðustu öld um allan heim við óþrjót-
andi vinsældir áheyrenda, þá var ekki hægt
að komast hjá því að velta fyrir sér einu og
öðru í sambandi við þær hamfarir sem
lokasprettur íslenzku óperunnar hefur ver-
ið í Gamla bíói áður en hleypt var af stokk-
unum í eigin húsnæði, eigin flaggskipi
þessa þáttar í íslenzku menningarlífi.
Gagngerar breytingar hafa verið gerðar
á Gamla bíói sem nú er orðið óperuhús
Islendinga, og þessar breytingar voru gerð-
ar til þess að þar megi njóta hljómlistar og
sýninga á sviði, ekki síður en kvikmynda.
Nýtt leiksvið með hljómsveitargryfju hefur
verið gert, áhorfendagólf hafa verið hækk-
uð bæði uppi og niðri til þess að allir geti
nú á þægilegasta máta fylgzt með því sem
fram fer á sviðinu. Ljósabúnaður af full-
komnustu gerð hefur verið settur upp, bún-
ings- og snyrtiaðstaða gesta aukin stórlega
og bætt í kjallara, innréttaðar vistarverur
listamanna í kjallara, hugað að þörfum
hreyfihamlaðra og heyrnarskertra og
þannig mætti lengi telja, en þótt ekki sjái
fyrir endann á öllu, sem unnið hefur verið
að fyrir opnunardag, er víst að hið áræðna
og dugmikla forystulið Islenzku óperunnar
mun ekki láta þar við sitja, kjarkur þess og
framtak í takt við þá möguleika sem svo
óvænt opnuðust hefur hrifið með lærða
sem leika, ótrúlega margir hafa lagt hönd á
plóginn og það stórmerkilega skeður, að ýtt
er úr vör fram hjá kerfi ríkisvaldsins þótt
lánastofnanir og opinberar stofnanir hafi
að sjálfsögðu létt fyrstu sporin svo um
munar.
Síðan fyrstu daga nóvember má segja að
25 manna lið hafi lagt nótt við dag að gera
það sem gera þurfti í húsinu svo dæmið
mætti ganga upp. Og listafólkið hefur unn-
ið við ótrúlegar aðstæður, því það hefur
unnið hörðum höndum inni í miðjum ryk-
bólstrum, við hamarshögg, borvélar og sög-
unarvélar og þannig má segja að sjálfur
undirbúningurinn, æfingin og iðnverkið
hafi myndað eina órofa heild sérkennilegr-
ar óperu. En nú er dagur að kveldi og
Gamla bíó fer aftur í fínu fötin sín þótt
sitthvað eigi enn eftir að bæta og það er
einmitt með þessu hugarfari sem sönglista-
menn Islenzku óperunnar hafa unnið við
hin kröppu kjör í undirbúningi síðustu vik-
ur.
Það var dúndrandi stemmning í Gamla
bíói þetta kvöld sem við fylgdumst með
æfingu í vikunni. Þeim sem hefðu komið á
ballskóm í húsið hefðu ekki nægt stultur til
þess að lasna við eðlilegt drasl á gólfum í
stöðunni eins og hún var, en á sviðinu
opnaðist heimur Sígaunabarónsins óháður
öllu öðru, hljómsveitin lék í gryfjunni,
starfsmenn og aðrir áhugamenn trítluðu
um húsið hér og þar að sinna ýmsum verk-
efnum og allt lék í lyndi eins og sagt er
þegar veiðihorfur eru góðar þótt þreyta sé í
mannskapnum.
Sígaunabaróninn er gamanópera í þrem-
ur þáttum, samin eftir sögu Mórs Jókai af
Ignaz Schnitzer í íslenzkri þýðingu Egils
Bjarnasonar. Tónlistin er eftir Jóhann
Strauss, leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-
dóttir. Gunnar Bjarnason gerði leikmynd-
ina, Dóra Einarsdóttir sá um búninga,
Kristinn Daníelsson lýsingu, Alexander
Maschat er hljómsveitarstjóri, kór og
hljómsveit íslenzku óperunnar er í fullu
veldi. Konsertmeistari er Helga Hauks-
dóttir og æfingarstjóri er Tom Gligoroff.
Sönghlutverkin eru í höndum Ólafar
Kolbrúnar Harðardóttur, önnu Júlíönu
Sveinsdóttur, Garðars Cortes, Kristins Sig-
mundssonar, John Speights, Halldórs Vil-
helmssonar, Ásrúnar Davíðsdóttur, Elísa-
betar Erlíngsdóttur, Stefáns Guðmunds-
sonar, Hafsteins Ingvarssonar, Sigurjóns
Guðmundssonar, Jóns Yngva Ólafssonar,
Inga Vilhjálmssonar, Sigurðar Þórðarson-
ar, Svavars Pálssonar, Signýar Sæmunds-
dóttur, Þórdísar Þórhallsdóttur, Árna Sig-
hvatssonar og Gunnars Guttormssonar.
Sýningarstjóri er Guðný Helgadóttir,
leikmuni annast Ólafur S. Gíslason, and-
litsförðun Ólöf Ingólfsdóttir, Hólmfríður
Kristinsdóttir sér um hárgreiðslu, bún-
ingasaum Dóra Einarsdóttir, Guðrún E.
Stefánsdóttir, Helga I. Stefánsdóttir,
Kolbrún Egilsdóttir, Eygló Viktorsdóttir,
Ingibjörg Stefánsdóttir og Margrét Egg-
ertsdóttir. Aðstoðarmaður við hljómsveit
er Gunnar Þjóðólfsson. Konunglega leik-
húsið í Kaupmannahöfn og Þjóðleikhúsið
hafa lánað ýmsa búninga og sjónvarpið
hárkollur.
Jóhann Strauss hafði oft sýnt það ungur
tónlistarmaður að ungversk tónlist lá létt á
boga hans, því oft brá hann á leik með
fiðluna á milli syrpa á dansleikjum og lék
af fingrum fram tilbrigði úr takti sígaun-
anna og það er einmitt sú tónlist sem er
undiraldan í Sígaunabaróninum.
í tvísöng Saffi og Barinkays í öðrum
þætti syngja þau:
Og ljúft söng þá lævirkinn
sitt ljóð á skógargrein.
Og ástin, já ástin
af skærum himni skein.
En við skulum kanna eilítið söguþráð
óperunnar sem einkennist af lífi og fjöri
með rómantískum blæ þeirra sem elska.
Fyrsti þáttur
Sándor Barinkay snýr aftur til föður-
leifðar sinnar í Úngverjalandi. Eftir að
Tyrkir voru burtreknir úr landinu tuttugu
árum fyrr hafði faðir hans verið sakaður
um samvinnu við tyrkneska herstjórann,
Múhameð Kúlí pasja, og týnt bæði lífi sínu
og eignum. En nú hafa allar sakir verið upp
gefnar, að frumkvæði Homonays land-
stjóra, og Carnero, umboðsmaður konungs,
fær Barinkay umráð yfir eignum sínum.
Tveir væntanlegir nágrannar hans, síg-
auninn Czipra og Zsupán svínabóndi, eru
kvaddir til sem vitni. Czipra fagnar Bar-
inkay mjög, og spáir því fyrir honum að
hann muni bæði kvongast von bráðar og
finna falinn fjársjóð. Zsupán bregður hins
vegar illilega við, því að hann hefur sölsað
undir sig hluta af eignum Barinkays. Hann
varpar því öndinni léttar þegar Barinkay
reynist vilja ganga að eiga dóttur hans.
En þegar bónorð Barinkays er borið upp
við Arsenu, dóttur Zsupáns, segir hún
þvert nei; raunar er hún leynilega heit-
bundin Ottókar, syni Mirabellu fóstru
sinnar, — en þau mæðginin reynast vera
kona og sonur Carneros sem hann hafði
orðið viðskila við eftir orustuna miklu við
Tyrki, Arsena ber þó ekki við ást þeirra
Ottókars, heldur hinu, að mannsefni henn-
ar verði að vera barón. Biðillinn hlýtur því
að verða sér úti um barónstign; og er nú
öllum boðið til veizlu í húsi Zsupáns —
nema Barinkay sem ekki leyfist að heim-
sækja konuefni sitt fyrr en á brúðkaups-
daginn.
Barinkay heyrir nú söng. Það er undur-
fögur sígaunastúlka sem syngur, og Czipra
kynnir hana sem dóttur sína. Þau þrjú
verða vitni að ástarfundi Arsenu og Ottók-
ars. Og koma nú sígaunar heim frá vinnu
sinni. Czipra beitir sér fyrir því að þeir
fagna Barinkay sem nýjum höfðingja sín-
Eygló Viktorsdóttir:
Hefði ekki orð-
ið svo fljótt
án gjafarinnar
MÉR finnst fólkið sem þarna á
hlut að máli hafa sýnt mikinn
dugnað og stórkostlegt framtak,
en vissulega skal þess minnst að
svo fljótt hefði þetta ekki orðið án
gjafarinnar, sem óperan fékk,
sagði Eygló Viktorsdóttir söng-
kona.
— Þarna eru svo sannarlega að
rætast gamlir draumar, við flutt-
um fyrr á árum óperur og óperett-
ur árlega í Þjóðleikhúsinu, en það
féll niður í nokkur ár og maður
var orðinn hálf vonlaus um að það
myndi verða aftur.
Frá sýningu Þjóðleikhússins á La Bohéme — Kristni Hallssyni og Guðmundi Jónssyni fagnað.
Ljósm. Emilia Björg