Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 25
fltovgfiitirliiMfe
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982
• •
SIÐASTA SMIÐSHOGGIÐ
Úr Gamla bíói hafa heyrst
hamarshögK undanfarna daga
og vikur, jafnt daga sem nætur,
og þótt það hljómi ósennilega
hafa smíðarnar mest farið fram
á næturnar síðastliðnar þrjár
vikur. Húsið hefur reyndar allt
tekið stakkaskiptum, fengið
nokkurskonar andlitslyftingu,
og er reynt að gera það sem lík-
ast því sem það var hér á góðu
gömlu dögunum. Er við litum
þar við sl. miðvikudag var allt í
fullum gangi, málarar voru að
leggja síðustu hönd á máln-
ingarvinnuna, búið var að mála
alla veggi í bleikum lit, sem
nefnist víst á fagmáli laxableik-
ur litur, og var Hákon
Oddgeirsson, málarameistari,
að ljúka við að mála gólflista
meðfram stiganum upp á efri
hæðina græna. Hákon sagði að
húsið hefði verið málað „uppúr
og niðrúr" og byrjað fyrir 6 vik-
um. Þennan tíma hefur verið
málað að jafnaði 10 til 12 tíma á
dag og allt upp í 15 tíma, og
hafa þeir verið þrír saman í
þessu. „Þegar ofnarnir voru
teknir frá veggjunum kom í ljós
þessi bleiki litur sem hefur
greinilega verið upprunalegur
litur hússins, og var ákveðið að
notá hann á húsið allt.“ Hann
sagði að málað yrði þá um nótt-
ina það sem eftir væri, eða í
kring um hljómsveitargryfjuna
og þá væri allri vinnu lokið sem
unnin yrði fyrir frumsýningu.
I ganginum við hliðina á bíó-
salnum, þar sem bíógestir gátu
keypt sér gos og sælgæti í hléum
hér áður, er nú búið að setja upp
„förðunarstofu", þ.e. stóra
spegla, stóla og borð sem hlaðin
eru alls kyns glösum og krúsum.
Við hittum fyrir Ólöfu Kol-
brúnu Harðardóttur, en hún
s;vngur eitt aðalhlutverkið í
Óperunni, fósturdóttur Czipru
sígaunakonu, sem heldur sig
vera af sígaunaættum en reyn-
ist síðan vera af aðalsættum,
svo segja má að sagan af ljóta
andarunganum sé hér enn á
ferðinni.
„Þessi förðunaraðstaða var að
koma upp núna í dag, við höfum
verið með þetta uppi, en þetta
verður ekki hér til frambúðar,
ætlunin er að koma þessu fyrir í
kjallaranum," segir Ólöf.
Það er farið að styttast í æf-
inguna, förðunar- og hár-
greiðslumeistarar hafa greini-
lega nóg að gera. Við rekumst á
Elísabetu Erlingsdóttur er hún
stendur upp frá einum förðun-
armeistaranum og fáum að
smella af henni mynd. Hún er á
hraðleið upp á efri hæðina til að
Ljósm. Ól. K. M
Hljómsveitin aefir hátíðarverk eftir Jón Nordal. Garðar Cortes stjórnar.
Við kassann í miðasölunni sem allt veltur á. Frá vinstri Sigríður Elín Þorkelsdóttir, Eva Guðrún Ægisdóttir,
Ingibjörg Gylfadóttir og Sigrún Línbergsdóttir sem veitir miðasölunni forstöðu.
Förðunaraöstaða komin upp á ganginum þar sem
áður var selt gos og sælgæti.
„Ætlarðu að hafa skartgripi?" Dóra, til hægri, legg-
ur síðustu hönd á einn af fjölmörgum búningum.
klæðast búningi Mirabellu.
Þarna niðri bíður Carnero,
löngu týndur eiginmaður henn-
ar, í fullum skrúða, farðaður og
kominn í búning. Verið er að
farða svínabóndann sjálfan, en
aðrir bíða eftir að röðin komi að
þeim, m.a. sjáum við Önnu Júl-
íönu sem er að bera á sig eitt-
hvað brúnt úr glasi, hellir í
bómull og ber á handleggi og
fætur. Þetta er byrjunin á því
að komast í gerfi sígauna-
konunnar Czipru en hún er með
dekkra litaraft en flestir
Frónbúar.
Uppi á lofti er einnig mikið
um að vera. I einu horninu er
búið að koma upp frumstæðri
saumastofu undir stjórn Dóru
Einarsdóttur. Við spyrjum hana
hvort ekki sé mikið að gera í
búningunum. „Jú, við þurfum að
útvega búninga á 40 manns, og í
sumum tilfellum fleiri en einn
búning á hvern. Við höfum
saumað alveg gífurlegt magn, en
hér hjálpast allir að, ég er meira
að segja búin að kalla í nokkrar
frænkur og tvær systur sem eru
komnar á kaf í saumaskap og
þannig hefst þetta." Og Dóra er
rokin til að laga föt á heilan hóp
sem bíður eftir henni, útvega
skartgripi og ýmsa fylgihluti.
Þarna uppi er líka búið að koma
upp frumstæðum fataklefum,
þar sem fólk skiptir um bún-
inga. I einum klefanum er Ás-
rún Davíðsdóttir að reima að
sér skónum, en hún leikur unga
og fallega dóttur svínabóndans.
Fjöldi hljómlistarmanna birt-
ist nú í húsinu, þeir taka upp
hljóðfæri sín og koma sér á
rétta staði í hljómlistargryfj-
unni. Og æfingar hefjast á nýju
tónverki eftir Jón Nordahl, sem
samið var sérstaklega í þessu
tilefni og verður flutt á undan
óperunni sjálfri. Smátt og
smátt tínist fólk inn á sviðið,
hljómsveitarstjórinn æfir nokk-
ur atriði með kórnum, og síðan
biður Þórhildur alla að vera til-
búna og óperan sjálf hefst.
I anddyrinu er enn verið að
selja miða, uppselt er á tvær
.fyrstu sýningarnar og töluvert
selt á næstu tvær.
Æfingin heldur áfram en upp
úr miðnætti koma smiðirnir
sem unnið hafa 12—15 tíma á
sólarhring að undanförnu.
Vegna æfinga í húsinu hafa þeir
snúið sólarhringnum við og
vinna frá 12 á miðnætti til 12 á
hádegi næsta dag. Ætlunin er
að reka smiðshöggið á þessar
framkvæmdir næstu nótt, og er
þá ekkert eftir nema mæta á
frumsýninguna. „Ef við vökurn,"
segir einn þeirra.
„Spái því að
óperunni
farnist vel“
„Ég er fjarskalega hrifin af því
að þessi gamli draumur skuli vera
að rætast og ég spái því, að Is-
lenzku óperunni farnist vel. Það
þarf enginn að efast um, sem hef-
ur fylgzt með þeim eldmóði sem
einkennir starf þessa dugnaðar-
fólks, sem þarna er í forsvari.
Margir hafa verið svartsýnir á að
hægt væri að koma upp íslenzkri
óperu og láta hana bera sig, en ég
væri ekki hissa þótt hún yrði eina
óperan í veröldinni sem bæri sig.
Áhuginn á sönglist og tónlist yfir-
leitt er svo mikill og almennur hér
— iangt umfram það sem gerist í
öðrum löndum þar sem ég þekki
til — að ég leyfi mér að vera svona
bjartsýn. Vissulega er ópera dýrt
fyrirtæki, en ég veit ekki betur en
að rekstur allra frægustu óperu-
húsa í heiminum, þar á meðal
sjálfrar Metropolitan, hafi alla tíð
staðið í járnum. Það dugir ekki að
láta úrtölusemi og uppburðarleysi
standa í vegi fyrir því að myndar-
legu menningarlífi sé haldið uppi.
Ég endurtek, að ég spái því að
íslenzku óperunni farnist vel og að
hún eigi fyrir sér glæsilega fram-
tíð. Ég vona bara, að starfsemin
þar verði ekki til þess að óperu-
flutningur leggist niður í Þjóðleik-
húsinu. Við höfum vel rúm fyrir
hvort tveggja og þessar stofnanir
ættu að styrkja hvor aðra.
Ég óska okkur öllum til ham-
ingju með íslenzku óperuna."
María Markan í hlutverki Sant-
uzzu í Cavalleria Rusticana
*
„Oska óperunni
allra heilla
og velgengni“
„Ég hef tröllatrú á fyrirtækinu
og óska óperunni allra heilla og
velgengni. Ég þakka fyrir það að
hugmyndin að íslenzkri óperu er
komin í framkvæmd."
Stefán íslandi í hlutverki Turiddu
í Cavalleria Rusticana á sviði
Konunglega leikhússins í Kaup-
mannahöfn.