Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 15 1* jMH I(al.skir lögrcglumenn í herbúningi leita í bændabýli í Valpolicella-héraði skammt fri Verona að mannræningj- um bandaríska hershöfðingjans James L Dozier. Liðsmenn Rauðu herdeildanna rændu honum 17. desember sl. og hefur ekki tekist að finna slóð þeirra ennþá. AP-sinumjBd. Miklir kuldar beggja vegna Atlantshafs New Y'ork, London, 8. janúar. AP. Mikil óveður hafa geisað í Evrópu að undanförnu og féll þetta tré í Lissabon í Portúgal.. Öll leyfi bflastöðvar Steindórs afturkölluð: Mega ekki aka eftir klukkan 14 á laugardaginn - sala lögleg segja lögmenn seljenda MIKIÐ kuldakast gekk yf- ir miðríki Bandaríkjanna á fimmtudag og mikil snjó- koma varð á hæla þess. Á sumum stödum fór kuldinn niður í -30 gráður á Celsí- us. Að minnsta kosti sex dauðsföll hafa orðið af völdum veðursins. Um 3000 manns voru enn strandaglópar í norðurhluta Kaliforníu í gær, en mikil snjókoma varð þar á mánu- dagskvöld. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu, en björgunarsveitir komust ekki leiðar sinnar vegna fannfergis. Hávaðarok var í suðurhluta Kaliforníu í dag. Níu vöruflutningabílar ultu, rafmagnslaust varð í fimm sýslum og eldur breiddist út svo fimm íbúðarhús stór- skemmdust. Heljarkuldi var áfram í Bretlandi og snjór var sums staðar allt að 2,5 metra djúpur. Fólk komst ekki ferða sinna og miðborgin í York, þar sem mikil flóð ha- fa verið að undanförnm líkt- ist helst skautahöll. Ottast er að að minnsta kosti átta manns hafi farist í kuldun- um á Bretlandi. Mikil snjókoma gekk yfir Norður-Evrópu og allar samgöngur fóru úr skorðum. Tveir ísbrjótar unnu að því að halda siglingaleiðum norðan við Danmörku opinni og hætta þótti á að Kattegat myndi leggja. Kuldinn fór niður í -18 stig í Hamborg, -24 stig í Osló og líkt var ástatt í Sví- þjóð og Finnlandi. í Helsinki hafa 100.000 vörubílsfarmar af snjó verið hreinsaðir af götum borgarinnar, en það er tvisvar sinnum meira en venjulegt er. Kíghóstafaraldur gengur yfir Bretland og er tilkynnt um 700 tilvik á viku. Kíg- hóstafaraldur gekk síðast yfir Bretland árið 1978. „ÞAÐ sem hefur gerst í þessu máli, er að öll leyfin hafa verið afturköll- uð, og tekur sú ákvörðun gildi frá og með klukkan 14 á laugardaginn kemur,“ sagði Brynjólfur Ingólfs- son, ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, í samtali við Morgun- blaðið í gær, er hann var spurður frétta af deilunni um sölu bílastöðv- ar Steindórs. Alls er um að ræða leyfi til aksturs 45 leigubifreiða, en ekki munu þó öll leyfín hafa verið nýtt að undanförnu. Að sögn Brynjólfs Ingólfssonar er það sérstök úthlutunarnefnd sem leyfin veitir og afturkallar, en hana skipa nú þeir Armann Magn- ússon, Úlfur Markússon og Óli ómar Ólafsson. Brynjólfur tók þó skýrt fram, að þótt það væri nefndin er afturkallað hefði leyf- in, væri það gert í fullu samráði við samgönguráðuneytið. „Það var ekki hægt að líða það að landslög væru þverbrotin," sagði Ingólfur. „Einstaklingur sem á eitt leyfi má ekki selja það, og hið sama verður að gilda um þann sem á 45 leyfi. Hvað nú tekur við veit ég ekki annað en það, en að ákvörðun um afturköllun leyfanna stendur, og henni verður ekki breytt, en auð- vitað geta þessir aðilar sótt um leyfin á ný, á sama grundvelli og allir aðrir, og þá verður væntan- lega tekin afstaða til þess. En hvort og hvenær sú leið verður farin, eða hvaða afgreiðslu slík umsókn fengi, er ekki mitt að segja til um.“ I tilefni þessa hafði Morgun- blaðið samband við lögmenn selj- enda og sögðu þeir meðal annars, að málið væri frá þeirra sjónar- miði þannig, að salan væri lögleg. Innköllun hinna svokölluðu erf- ingjaleyfa frá 1973, sem væru byggð á reglugerð frá 1972, sem PRÓFKJÖR vegna bæjarstjórnar kosninga í vor fer fram á Akranesi dagana 30. og 31. janúar næstkom- andi. Uppstillingarnefnd hefur gert tillögur um hverjir muni skipa fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins, en tillagan er gerð að lokinni skoðana- könnun innan fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna. Nefndin leggur til að eftirtaldir sjálfstæðismenn skipi prófkjörslistann: Bendikt Jónmundsson útibússtjóri, Bakkatúni 10. Guðjón Guðmundsson, skrifstofustjóri, Bjarkar- grund 14. Sjálfstæðismenn á Sclfossi halda opið prófkjör sunnudaginn 24. janú- ar næstkomandi vegna bæjarstjórn- arkosninganna í vor. Eftirtaldir gefa kost á sér til prófkjörsins: Björn Gíslason, rakarameistari, Guðfinna Ólafsdóttir, húsfrú, Guðmundur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri, Haukur Gíslason, Ijósmyndari, Ingveldur Sigurðardóttir, húsfrú, Olafur Helgi Kjartansson, fulltrúi bæjarfógeta, Oli Þ. (iuðbjarlsson. skólastjóri, Snorri Ólafsson, rafvirkjameistari, Valey Guðmundsdóttir, húsfrú og Örn Grétarsson, prentari. aldrei hefði verið birt samkvæmt lögum og því aldrei öðlast gildi, væri byggð á sama grundveili, það er ógildri reglugerð. í þessu bréfi, þar sem leyfin eru afturkölluð, væri tilkynnt að frá og með klukk- an 14 á laugardaginn yrði stöðinni lokað. Ekki væri hægt að skilja það á annan hátt en að lögreglu- valdi yrði beitt. Á þessu stigi væri ekki hægt að segja hver viðbrögð við því yrðu. Þeir litu svo á, að með slíkum aðgerðum væru stjórnvöld að fara út fyrir sitt valdsvið, það er að loka fyrirtæki án heimildar. Árið 1973 hefðu stjórnvöld talið sig hafa afturkallað leyfin frá 1956, um leið og fimm erfingjum Steindórs var úthlutað 9 leyfum hverjum. Á þessu væri leyfissvipt- ingin nú byggð, og væri augljóst, að út í hött væri að byggja hana á grundvelli reglugerðar er aldrei hefði öðlast gildi. Bifreiðastöð Steindórs hefði mótmælt setningu þessarar reglugerðar þegar 1972, og einnig leyfisveitingunni frá 1973. Erfingjaleyfin svonefndu hefðu því aldrei verið sótt, og stöð- in því áfram rekin á leyfunum frá 1956, sem gefin voru út á Bifreiða- stöð Steindórs, en ekki Steindór Einarsson sjálfan. Við þetta mætti því bæta, að í reglugerð frá 1979, nr. 219, segir svo: „Engum má úthluta fleiri en einu atvinnuleyfi, nema Bifreiða- stöð Steindórs sf., sem nú hefur 45 atvinnuleyfi." — Þessi reglugerð ráðuneytisins hlyti að endurspegla þá skoðun þess, að Bifreiðastöð Steindórs sf. hefði til þess tíma haldið sínum upprunalegu leyfum. Ekkert væri þar minnst á að leyf- in hefðu verið gefin út á erfingja Steindórs. Samkvæmt þessu væri afturköllunin nú markleysa af hálfu ráðuneytisins. Guðjón Þórðarson, rafvirki, Suðurgötu 72. Guðrún Víkingsdóttir, hjúkrunarfræð., Laugar- braut 16. Hörður Pálsson, bakara- meistari, Bjarkargrund 22. Ragnheiður Ólarsdóttir, húsmóðir, Furugrund 3. Rún Elva Oddsdóttir, hús- móðir, Víðigrund 22. Valdimar Indriðason, fram- kvæmdastjóri, Háteigi 14. Þórður Björgvinsson, vél- virki, Höfðabraut 14. Prófkjörið er bindandi fyrír fimm efstu sætin og fer fram í Sjálfstæðishúsinu á Selfossi. Sjálfstæðismenn hafa þrjá full- trúa í bæjarstjórn. Þeir eru Óli Þ. Guðbjartsson, skólastjóri, Páll Jónsson, tannlæknir, og Guð- mundur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri. Páll gefur ekki kost á sér. Sjálfstæðismenn höfðu frum- kvæði um að haldið yrði sameig- inlegt prófkjör, en samkomulag náðist ekki milli flokkanna. Þessi mynd var tekin af bátnum Bon Adventure, adeins nokkrum sekúndum áður en hann sökk í sæ út af Washington-ríki á gaml- árskvöld. Skipstjóri bátsins og félagi hans stukku frá borði rétt áður en bátnum hvolfdi og var bjargað úr ísköldum sjónum af banda- rísku strandgæslunni. Akranes: Níu skipa prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn: Prófkjör á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.