Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982
ÍSLENZK ÓPERA
Islenzk ópera er oröin aÖ veruleika.
Nýtt ár er hafiÖ meÖ nýjum söng. ís-
lenzk ópera er ný stofnun meÖ nýjum
brag, en hin nýja stofnun stendur á
gömlum og traustum grunni. Sönglistin
hefur löngum veriÖ sterkur strengur i
þjóöarsálinni. Hinn mikli og almenni
söngáhugi og sú staöreynd aÖ tala
læröra söngvara hefur margfaldazt á
örfáum árum, er samstilling þessa afls
í þjóölifinu, og rökrétt afleiÖing af öllu
því tónlistarstarfi sem hefur veriö unn-
iÖ hér á liÖnum árum.
List er mannbót og tónlistin er mál
sem allir skilja. Fáir munu hafa gert
sér betur grein fyrir þessu en hin
merku hjón sem látin eru, Helga
Jónsdóttir og SigurliÖi Kristjánsson,
sem af höföingslund, framsýni og virÖ-
ingu fyrir hinu fagra og góÖa í mann-
lífinu, hafa gert þaÖ mögulegt, aÖ is-
lenzk ópera hefur göngu sina á þessum
degi. Þau hafa ekki einungis eftirlátiö
þjóÖ sinni áþreifanlegan ávöxt af
ævistarfi sinu, heldur einnig og ekki
siÖur þaÖ fordæmi, sem kallar á berg-
mál þúsund radda.
Forseti íslands er verndari íslenzku
óperunnar, en aÖ baki óperunnar
stendur lika listelsk þjóÖ sem þarf á
slikum menningarstofnunum aÖ halda
til aÖ hefja sig yfir daglegt amstur.
MorgunblaöiÖ árnar íslenzku óper-
unni farsœldar og þjóöinni til ham-
ingju.
HELGA JÓNSDÓTTIR OG SIGURLIÐI KRISTJÁNSSON
Gamall draumur og nýr um íslcnzka óperu virtist löngum fjarstæðukenndur þar tii dag
nokkurn í fyrrahaust er kunngjört var að fólkinu í landinu hefði hlotnazt stórgjöf með þeim
skilmála að fjórðungi yrði varið til húss fyrir íslenzka óperu. Fjórtán mánuðum síðar eru
draumuriun orðinn að veruleika. Sá kraftur, stórhugur og ósérhlífni, sem einkennt hefur
starf íslenzku óperunnar til þessa merkisdags, er í anda hinna látnu heiðurshjóna, Helgu
Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, sem svo ráðstöfuðu þeim eignum er þau létu eftir
sig. Mannrækt, menning og listir eru verðmæti sem engin þjóð má án vera. Virðing fyrir
þeim endurspeglast í dánargjöfinni og mun verða til fyrirmyndar um langa tíð. Helga
Jónsdóttir var fædd á Jökulsá í Borgarfirði eystra 22. október 1901 en Sigurliði Kristjáns-
son í Reykjavík 17. júní sama ár. Áður en Sigurliði féll frá hinn 8. nóvember 1972 höfðu þau
hjón gengið frá sameiginlegri erfðaskrá sinni, en samkvæmt henni skyldi það er lifði hitt
vera einkaerfingi þar sem um skylduerfingja var ekki að ræða. Helga Jónsdóttir lézt 3. júlí
1978 og var þá arfinum ráðstafað svo sem að framan greinir, en aðrir erfingjar eru
Listasafn íslands, Leikfélag Reykjavíkur og tveir minningarsjóðir í nafni þeirra hjóna, en
hlutverk þeirra er að styrkja stúdenta í raunvísindanámi og nýjungar í læknavísindum.