Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 Hq-FÖu auga me^) honum þes-sum. ást er... ... að neita henni um koss ef þú ert kvefað- ur. TK fteo U.S Pat OH — all rtghts resarved e 1981 Los Angetes Times Syndicale Kona stendur hér í listaverka- skránni. — Allavega augljóst! Hvað heitir hitt aftur á frönsku? Konan mín skilur mig ekki? HÖGNI HREKKVlSI /‘f'xrc> Sasvj/" Ósanngjöm og vill- andi fréttamennska Sjómaður hafði samband við Velvakanda og hafði eftirfarandi að segja: — Oft hefur mér þótt á það skorta hjá blaðamönnum og fréttamönnum sjónvarps og út- varps, að þeir gættu sín, þegar þeir fjalla um launakjör okkar sjómanna. Hafa þeir oft gert sig seka um að lita einhliða til mestu aflaskipanna og blása upp talna- leiki, án þess að gera tilraun til að hafa samhengi í hlutunum. Þessar tölur hafa þá lítið sagt annað en hvað viðkomandi sjómaður eða sjómenn hafa haft í laun tiltekið afmarkað tímabil. Ekkert tillit hefur þá verið tekið til dauðra tímabila, sem oft koma í kjölfarið á aflahrotunum, mögru áranna sem fylgja góðu árunum, og siðast en ekki síst hinnar feikilegu vinnu, sem að baki liggur, auk fjarveru frá heimili. Og um launa- kjör sjómannastéttarinnar sem heildar hefur lítið verið hirt. Þó fannst mér keyra um þver- bak í kvöldfréttum útvarpsins í gær (fimmtudag). Stefán Jón Haf- stein fréttamaður hafði brugðið sér til ísafjarðar, þar sem hann ræddi við ýmsa aðila vegna sjó- mannadeilunnar svokölluðu. Tók hann m.a. tali skipstjóra mesta aflaskips Islendinga, skuttogarans Páls Pálssonar frá Hnífsdal. Spurði hann aflakónginn spjörun- um úr, m.a. um árstekjur hans fyrir síðastliðið ár. Fékk hann þá að heyra tölur, sem honum fund- ust auðheyrilega háar, því að hann tuðaði stanslaust á þeim það sem eftir lifði fréttapistilsins. Fór m.a. og spurði starfsstúlkur í frysti- húsi, hvort þær stæðu virkilega með þessum hátekjumönnum í kjaradeilu þeirra, eins og hann hefði nú upp á vasann upplýsingar um meðalárstekjur verkfalls- manna (yfir 40 millj. gkr.). Og til að gera þjóðinni ljóst, hversu tröllauknar tekjur sjómanna væru, var skýrt látið koma fram að verkakonur í frystihúsum hefðu rúmar þrjátíu krónur á tím- ann. Þarna var að mínum dómi skólabókardæmi um ósanngjarna og villandi fréttamennsku, og því ámælisverðari sem hún kemur á viðkvæmum tíma í kjarabaráttu sjómannastéttarinnar. Félag áhugamanna um sjávarútvegsmál: Er það lffs eða liðið? Áhugamaður um sjávarútvegsmál skrifar: „Ég las í Dagblaðinu fyrir nokkrum vikum að Pétur Guð- jónsson taldi sig hafa fengið neit- un um birtingu greinar í Morgun- hlaðinu. Þetta kemur mér vægast sagt á óvart og ekki trúi ég því að þú Velvakandi góður hafir neitað að birta svar Péturs við fyrirspurn Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja miíli kl. 10—12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvak- andi kemur orðum þeirra áleið- is. Nöfn, nafnnúmer og heimil- isfóng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar. sem ég beindi til hans í dálkum þínum sl. haust. Þá spurðist ég fyrir um það hvort h'élag áhugamanna um sjáv- arútvegsmál hefði lagt upp laup- ana. Hér í eina tíð starfaði félag þetta af talsverðum þrótti en síð- an dró smátt og smátt úr starfinu og í nokkur ár hefur ekki heyrst múkk frá félaginu. Lengi vel var eina lífsmarkið það að Pétur Guð- jónsson titlaði sig formann félag- ins er hann ritaði greinar í Dag- blaðið sáluga en nú er hann hætt- ur því. Eg vil því endurtaka spurning- una til Péturs Guðjónssonar. Ér Félag áhugamanna um sjávarút- vegsmál enn til eða er félagið dáið drottni sínum? Ef svo er tel ég miður farið, því slíkt félag hlýtur að geta þrifist á íslandi. Með von um skjót svör frá Pétri, sem von- andi fást birt í Velvakanda."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.