Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANUAR 1982
37
Leið 20:
Hlemmur - Bláfjöll
Sig. Bj. skrifar:
„Velvakandi.
Nú er sólin farin að hækka á
lofti. Vonandi fer þá að hilla undir
snjó í fjöll til þess að lundin léttist
hjá reykvísku skíðafólki. Ef að lík-
um lætur streyma höfuðborgarbú-
ar þá þúsundum saman upp í
skíðalöndin hér í nágrenninu, sér
til gleði og heilsubótar.
Mig langar að þessum orðum
sögðum að impra á hugmynd sem
nokkrum sinnum hefur verið
hreyft í blöðum: að við höguðum
fólksflutningum til skíðastaðanna
á þann hátt sem lengi hefur verið
tíðkað erlendis, þar sem fjarlægð-
ir eru svipaðar, sem sé að við tök-
um ferðir til skíðasvæðanna inn í
strætisvagnakerfi borgarinnar.
A.m.k. þykir slíkt ekki tiltökumál
í löndum eins og Austurríki og
Sviss, ekki einu sinni í smábæjum
þar. Fest er grind á afturgafl
vagnanna og skíðin látin standa
þar upp á endann. Farþegarnir
koma þeim sjálfir fyrir, um leið og
vagninn rennir upp að stoppistöð-
inni og gengur það mjög greiðlega
fyrir sig. Og skíðaferðin er ekki
lengur neitt stórmál.
Það er ekki mikil aivara í öllu
orkusparnaðartalinu ef borgaryf-
irvöld hafna þessari hugmynd
skoðunarlaust, eins og nú er kom-
ið. Það segir sig sjálft, að það er
orðið venjulegum fjölskyldum
ofviða að standa undir bensín-
kostnaði vegna ferða upp í skíða-
löndin, ofan á annan kostnað, sem
slíkum ferðum er samfara, t.d.
lyftukostnað. Fólk hlýtur því að
draga saman seglin í þessari hollu
tómstundaiðju, ef ekkert verður
að gert, og er slæmt til þess að
vita. Að mínum dómi ættu yfir-
völd að leita allra ráða, þó ekki
lægi þar að baki annað en heil-
brigðissjónarmið, til að auðvelda
borgurunum að komast í fjalla-
loftið — á sem ódýrastan hátt.“
I Velvakanda
fyrir 30 árum
Þessir hringdu . . .
Á verðið
ekki að vera
hið sama?
V. Bj., Kópavogi, hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Mig langar til að segja þér frá
svolitlu sem henti mig í gær. Ég
hringdi í fiskbúðina hérna í Hóf-
gerði. Það var til fiskur og af
einhverri rælni spurði ég hvað
hann kostaði. Það var 14 kr. kg
af ýsunni og 26 í flökum. Þá
hringdi ég einnig í Fiskbúð Birg-
is og þar var einnig til fiskur. Og
ég spurði um verðið. Þar kostaði
12 kr. kg af ýsunni og flökin 22.
Ég hélt að það ætti að vera sama
verð á fiskinum alls staðar. Eða
stafar þetta e.t.v. af því að ekki
er enn búið að ákveða fiskverð-
ið?
Þrettánda-
draumar
P. J. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mér kom í hug
vegna draumvísnanna sem hann
Jón Pálsson rifjaði upp hér í
dálkunum í gær, og af því að
þrettándinn er nýliðinn, að
þrettándanóttin hefur oft verið
kölluð draumanóttin mikla og
allir þeir draumar merkastir,
sem menn dreymir þá. A þeirri
nóttu dreymdi t.d. Austurlanda-
vitringa fyrir fæðingu Krists að
sögn. Mig langaði að forvitnast
um það hjá lesendum þínum,
Velvakandi góður, hvort þeir
könnuðust við þetta af eigin
reynslu, t.d. frá nýliðinni þrett-
ándanótt.
í Morgunblaðinu
Kvæðakvöld
Vegna margra áskorana heldur
Kvæðafjelagið Iðunn kvæða-
skemtun laugardaginn 9. þessa
mánaðar klukkan S'/i í Varðar-
húsinu. — Kveðnar verða spaugi-
legir samkveðlingar, tækifærisvís-
ur og fl. bætt við nýjum kvæða-
mönnum karlmönnum, konum og
börnum. Aðgöngumiðar seldir við
innganginn á 1 krónu.
Ný gatnanöfn. Bygginganefnd
hefir lagt til að nýjar götur í
Skólavörðuholtinu verði nefndar:
Eiríksgata, næst Landspitalalóð-
inni, milli Skólavörðutorgs og
Hringbrautar. Leifsgata þar fyrir
norðan milli Barónsstígs og
Hringbrautar. Egilsgata meðfram
fyrir 50 árum
barnaskólalóðinni, frá Skóla-
vörðutorgi að Hringbraut. Flosa-
gata norðanvert við fyrirhugaðan
íþróttavöll, frá Barónsstíg að
Hringbraut. Droplaugarstígur
austanvert við sundhöllina, milli
Bergþórugötu og Flosagötu. Við
þessi nöfn er það að athuga, að
þrjú hin fyrstu fara afleitlega í
munni, eins og alls staðar þar sem
„gata“ er skeytt aftan við s-eign-
arfallsendingu. Ur þvi verður
óhjákvæmilega „skata“ í fram-
burði. — Hvars vegna má ekki
setja eitthvað annað en „gata“ aft-
an við nöfnin, t.d. tröð, sem er gott
og gegnt fornt nafn? Færi ólíkt
betur á því, að tala um Egifströð
heldur en Egilskötu.
Veður öll válynd
VEÐURFAR seinustu dægra hefir
verið með endemum viðsjált. Ligg-
ur við, að hér hafi verið hernað-
artímabil, allt í upplausn og á
ringulreið.
Margt hefir orðið undan að láta,
tjónið er mikið á lífi, limum og
eignum manna.
Ekki ætti okkur þó að koma á
óvart, þó að vetrar geisi „stormur
stríður" á landi okkar, því að aldr-
að fólk, það sem langminnugt er,
getur frætt okkur um, að í ung-
dæmi þess hafi veðráttu verið svo
háttað að það hljóti að líta smáum
augum á rosa seinustu tíma.
En við þykjumst hreint ekki lítil
fyrir okkur og lítt komin upp á
veðurguðina. En hvernig fer?
Rafmagnsskortur, hitavatnsekla,
mjólkurþurrð og margs konar
önnur missa. Sannarlega ættum
við að gefa veðrinu meiri gaum,
einnig hversdagslega.
Ljósta og Ijóstra
ALDREI hefi ég lostið upp leynd-
ardómnum — eða eitthvað þvílíkt
stóð í nýrri bók, sem ég las í gær.
En þetta er ekki eins dæmi um
notkun sagnarinnar að Ijósta, því
að hún virðist nú oftast nær vera
notuð í stað Ijóstra.
Við athugun sjá allir, að þarna
er um brenglun að ræða. Aðal-
merking ljósta er að greiða högg,
ljóstra aftur á móti er skylt orðinu
ljós, — merkir leiða í ljós.
Þannig ljóstra menn upp leynd-
armálum, en ljósta andstæðinginn
kinnhest.
Haustsýningu As-
grímssafns að ljúka
NÚ ER hver að verða síðastur
að sjá haustsýningu Ásgríms-
safns sem staðið hefur undan-
farna þrjá mánuði við góða að-
sókn.
Á sýningunni eru mest-
megnis myndir frá Reykjavík
og nágrenni. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 10. janúar.
Ásgrímssafn Bergstaða-
stræti 74 er opið 13.30—16.00
sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga. Aðgangur er
ókeypis.
Athugasemd
í MINNINGARGREIN um Benja-
mín Jónsson, hér í blaðinu í gær,
féll niður fæðingardagur hans og
dánardagur. Var hann fæddur 7.
janúar árið 1909, en lést hinn 30.
nóvember síðastliðinn.
Týndur
Tapast hefur brúnn hestur 6 v. úr giröingu frá Hurö-
arbaki í Kjós. Mark: Lögg aftan hægra, blaörifaö
framan vinstra.
Þeir sem geta gefiö upplýsingar um hestinn vinsam-
legast látiö vita á skrifstofu Fáks, sími 30178 og í
síma 74986 og 50098 eftir kl. 19.00.
jaZZBQLLOdCSkÓLÍ BÓPU
Jazzballett-
skóli Báru
Suðurveri
uppi
Jazz - modern - classical technique
cabarett
Flokkaröðun og endurnýjun
skírteina
fer fram í dag sem hér segir:
Framhald kl. 2.
Byrjendur síöan í haust kl. 4.
Nýir nemendur kl. 6.
Uppl. í síma 83730.
njpa nó>!8Qó©i~iDazzDr
Harvey skjalaskápar
2—3—4 og 5 skúffu fyrirliggjandi
Skjalabúnaður í fjölbreyttu úrvali
(sMJ&CO
Síðumula 32 — Sími 38000
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU