Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrrr - Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. X" Islenzk ópera - menningarviðburður Það er merkur menninKarviðburður er Islenzka óperan hefur störf í kvöld — í eigin húsi, Gamla bíói, með frumsýningu á gamanóperunni Sígaunabaróninum eftir Jóhann Strauss í þýðinfju Efjils Bjarnasonar. Ópera hefur að vísu starfað áður hér á landi og var allmikil gróska í óperuflutningi á árunum milli 1950 og 1965. Síðan má segja að þetta menningarstarf hafi legið niðri um nokkurt árabil, en hafi vaknað til nýs lífs á næstliðnum árum, t.d. í Þjóðleikhúsinu. Nú hefur hinsvegar verið stofnuð sérstök íslenzk ópera, sem hefur starfsemi sína í eigin húsnæði í kvöld. Garðar Cortes sagði í viðtali við Mbl. á sl. ári: „Tíma áhugaóperunnar er ekki lokið og við þurfum enn um sinn að byggja á áhuganum, en hins vegar stefnir Islenzka óperan að atvinnu- mennsku." Ástæða er til að vekja athygli á því að hér er um framtak einstakl- inga að ræða, sem nú stíga merk skref til menningarauka, en for- senda þess að vel takist til, er að sterk samstaða skapist milli allra þeirra íslenzku listamanna, er búa yfir hæfileikum og menntun á þessu sviði listsköpunar og túlkunar. Þá er ekki síður ástæða til að minna á, að það var dánargjöf þeirra merku hjóna, Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns í Reykjavík, sem gerði kaup Islenzku óperunnar á Gamla bíói möguleg. Á þessum tímamótum er bæði skylt að horfa um öxl og þakka þeim brautryðjendum, sem ísinn brutu um og upp úr 1950, söngvurum, hljómlistarmönnum og stjórnendum, og fram á veginn — með góðum óskum um samstöðu og samstarf allra listamanna okkar á þessu sviði. Ein af okkar beztu söngkonum, Þuríður Pálsdóttir, sagði í viðtali við Mbl. á síðasta ári: „Við verðum að horfast í augu við, að við erum fá og smá og ef við ætlum að halda uppi menningarstarf- semi á borð við reglulegan óperuflutning, verður það ekki gert nema virkja afl áhugafólks með fullum stuðningi almennings og hins opinbera." Megi þessi merka viðleitni vel takast. Brugðizt á öllum vígstöðvum Leiðarar Tímans verða æ dularfyllri með hverjum deginum sem líður. Ritstjóri blaðsins kemst að þeirri niðurstöðu í gær að í raun og veru sé allur vandi atvinnuveganna, þjóðarbúskaparins og ríkis- stjórnarinnar stjórnarandstöðunni að kenna, hvorki meira né minna! Þessi niðurstaða kemur á hæla fyrri fullyrðinga um, að núverandi stjórnarandstaða sé sú lélegasta, kraftminnsta og áhrifarýrasta í manna minnum!! Ekki er nú samræminu fyrir fara í vopnatilburðun- um. Spyrja má: Er innbyrðis ágreiningur stjórnarliða um gengisskráningu og hugsanlegar efnahagsaðgerðir stjórnarandstöðunni að kenna? Er ágreiningur hagsmunaaðila í veiðum og vinnslu um fiskverð — og ágreiningur stjórnarliða um aðgerðir til að greiða fyrir fiskverðs- ákvörðun stjórnarandstöðunni að kenna? Er það stjórnarandstöðu að kenna að ríkisstjórnir hafa, allar götur síðan 1978, saumað svo að íslenzkum atvinnuvegum, varðandi starfsskilyrði, á sviði skattamála, gengismála og verðlagsmála, að undirstöðuatvinnuvegirnir hafa verið reknir með siauknu tapi og vaxandi skuldasöfnun, þrátt fyrir ytra góðæri aflaaukningar, hækk- aðs útflutningsverðs og hagstæðrar gengisþróunar? Er það stjórnarandstöðu að kenna að ríkisstjórn og stjórnarliðar hafa mánuðum saman setið aðgerðarlausir og flotið sofandi að feigð- arósi, þótt löngu væri sýnt að hverju stefndi um stöðvun fiskiskipa- flotans — og þar með atvinnuleysi þúsunda fiskvinnslufólks um allt land — og stöðvunar í helztu útflutningsframleiðslu þjóðarinnar? Er algjör tæming atvinnuvegasjóða og stóraukin erlend skulda- söfnun, sem hvort tveggja eru dæmigerð eyrnamörk allra vinstri stjórna, verk stjórnarandstöðu? Þannig mætti spyrja lengi enn. Hvert mannsbarn, sem fylgist sómasamlega með framvindu mála í þjóðarbúskapnum og býr yfir eðlilegri dómgreind, veit og skilur, að sökin er ríkisstjórnarinnar, sem brugðizt hefur á öllum vígstöðvum. Slagorðið um verðbólgu- hjöðnun niður á sama verðlagsstig og í nágrannalöndum þegar á árinu 1982, slagorðið um stöðugt gengi nýkrónunnar og slagorðið um að ná kaupmætti sólstöðusamninganna frá 1977 hafa öll orðið sér rækilega til skammar. Samt rembist ritstjóri Tímans enn við að bera ímyndaða birtu í rökieysuhripi sínu inn í skammdegi stjórnarsam- starfsins. Vissulega er slík þrákelkni bæði einstæð og undraverð. En skörin færist þó heldur betur upp í bekkinn þegar hann reynir að hengja alla axarskaptasmíð og ágreining ráðherranna á klakk stjórnarandstöðunnar. Það ber a.m.k. ekki vott trúar á eigin stað- hæfingu Tímaritstjórans um veikleika stjórnarandstöðunnar, ef hann heldur hana geta borið öll glöp ríkisstjórnarinnar! Rekstur kyndistöðvar Hitaveitunnar kostar 240 þús. krónur á dag Mikil hætta á vatnsskorti ef hvessir segir hitaveitustjóri „I»AU HÚS, sem standa efst á Kópavogshálsinum, hafa þegar orðið vatnslaus í nokkrar klukkstundir og ef hvessir eitthvad að ráði, þá er Ijóst að þau hverfi höfuðborgarsvæðisins sem hæst standa, verða vatnslaus,“ sagði Jóhannes Zoega hita- veitustjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. í fyrradag lá við að allir vatnsgeymar Hitaveitu Reykjavík- ur tæmdust alveg, en ástandið lagaðist aðeins í fyrrinótt. „Við notum hvern einasta dropa aL vatni sem við höfum og auk þess eru katlar kyndistöðvarinnar kyntir til hins ýtrasta. Rekstur kyndistöðvarinnar kostar Hita- veituna 240 þúsund krónur á sól- arhring, en sólarhringstekjur fyrirtækisins eru 320 þúsund krónur. Lætur því nærri að % af tekjunum fari í rekstur kyndi- stöðvarinnar," sagði Jóhannes. Jóhannes sagði, að óhætt væri að segja, að útlitið væri ekki glæsilegt og að vatnsskorturinn, sem nú væri, stafaði eingöngu af því, að Hitaveitan hefði ekki haft fjármagn til að bora eftir vatni á síðustu árum. Hér væri því ein- göngu slæmum fjárhag um að kenna, en Hitaveita Reykjavíkur hefði engan veginn fengið að hækka taxta sína til jafns við verðbólguna. Ef það færi að hvessa og frostið minnkaði ekki, þá litist sér hreint ekki á blikuna. „Og skora ég á fólk að spara vatn til hins ýtrasta," sagði Jóhannes að lokum. Heita vatnið kynt í fyrsta sinn í þrjú ár VEGNA óvenjumikilla kulda og vatnsskorts hefur undanfarna tvo daga þurft að kynda heitt vatn til upphitunar í húsum upp í 110 gráður og eru til þess notuð 70 tonn af olíu á sólarhring en kostnaður við það er 240.000 kr. í söfnunartönkunum út af Grafarholti var ekkert vatn í fyrradag en þá náði vatn tvo metra upp í tankana í Öskjuhlíð. Að sögn vélstjórans, Sveins Ax- elssonar, í kyndi- og hverfisstöð Hitaveitu Reykjavíkur í Árbæ, er ástandið heldur að lagast því nú næði vatnið í tönkunum í Öskju- hlíð fjóra metra upp og taldi hann að ekki þyrfti að grípa til skömmt- unar vegna vatnsskorts. Sagði Sveinn að þeir hefðu byrjað í fyrradag að kynda vatnið en þá var það í fyrsta sinn í þrjú ár sem slíkt er gert. Vatnið, sem kemur frá Reykjum, er 86 gráðu heitt en í kyndistöðvum er það hitað upp í 110 gráður og síðan sent í geym- ana í Öskjuhlíð en þar kólnar það aftur í 80 gráður þegar það mætir 40 gráðu heitu vatni sem farið hef- ur um húsið og er afgangsvatn. Sagði Sveinn að vegna erfiðrar fjárhagsstöðu hitaveitunnar hefur ekki verið unnt að afla vatns sem skyldi en þrýstingur er mjög lítill á vatninu og getur það haft áhrif á hitun húsa sem hæst liggja í borg- inni. Guðmundur Einarsson rafvirki og Sveinn Axelsaon vélstjóri í kyndi- og hverfisstöð HiUveitu Reykjavíkur ( Árbæ. Ljó«m. Mbi. Kmiiu. Ragnar Gíslason bóndi á Melhóli í Meðallandi á varnargarðinum við Leirvallarhólma í fyrradag, en á þessum slóðum voru varnargarðar þá í sömu hæð og fljótið og í gær fór vatn yfir garða á þessum slóðum og einnig sunnar á garðinum. Ljósm. Kagnar Axelsson. Vatn yfir garða og að túnfætinum við Strönd KÚÐAFLJÓT rann á nokkrum stöð- um yfir varnargarða í Meðallandi í gær og var vatn komið fast að túnum við bæinn Strönd, en það er syðsti bær í byggð í vestanverðu Meðal- landi. Ekki var það þó ýkja mikið vatn, sem braut sér leið yfir varnar garðana, og þó víða væri vatnsborð fljótsins orðið jafnt varnargörðunum lagði vatnið víða ofan á görðunum í gaddinum og lítil hreyfing var á fijótinu næst varnargörðunum í Skaftártungu var flóðið farið að réna verulega í gærkvöldi, neð- an við brúna yfir Eldvatn við Ása var mikið vatn í Flögulóni t.d. og vatnsborð Tungufljóts hafði hækkað upp fyrir brú. Vatn í Kúðafljóti var enn að aukast fram eftir degi í gær, en búist var við því, að vatn í fljótinu færi að réna í nótt sem leið. Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokks: Staðan miklu alvarlegri en svartsýnustu menn héldu „VIÐ fengum á fundinum upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun, sem okkur voru afhentar sem trúnaðarmál, um stöðu fisk- veiða og vinnslu. Við fengum þessar upplýsingar með kröfu og tilvitnun til laga eftir að hafa margbeðið um þær, en í þeim kemur fram að staðan í þessum tveimur undirstöðuatvinnu- greinum er miklu alvarlegri heldur en svartsýnustu menn héldu fyrir áramót,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, í lok þingflokksfundar í gær. Sighvatur sagði einnig, að sér væri kunnugt um að til viðbótar þessum upplýsingum hefði ríkis- stjórnin frekari upplýsingar um alvarlega stöðu í ríkisbúskapnum. „Þessar upplýsingar fela m.a. í sér að niðurstaða efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar á síðasta ári er ástæða þessarar hrikalegu stöðu og ég tel stórhættulegt, ef ríkis- stjórnin ætlar að láta fara fram almenna umræðu um þessi mál án þess að kynna þessar niðurstöð- ur.“ Sighvatur var spurður um hvaða þætti þessar leyndu upplýs- ingar væru og sagði hann að sem dæmi mætti nefna upplýsingar frá Seðlabankanum um alvarlegan viðskiptahalla við útlönd, bága stöðu bankakerfisins, stöðu inn- flutningsverzlunarinnar o.fl. Sighvatur sagði í lokin: „Mér finnst dæmigert að ríkisstjórnin ætlar að leyna þessum upplýsing- um. Það er skylda stjórnvalda að skýra þetta rækilega fyrir lands- mönnum.“ Beðið eftir olíu- gjaldsákvörðun „ÞAÐ ER verið að athuga með hvaða hætti við eigum að halda áfram okkar aðgerðum, en á meðan engin niðurstaða er fengin varðandi olíugjaldið, er engin ástæða til að ræða um það,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Það má benda á það, að fiskverð hefur rýrnað um 41% miðað við taxta fiskvinnslufólks frá árinu 1974 og ennfremur hefur fiskverð rýrnað um 15% miðað við kauptryggingu áhafna á sama tíma.“ Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði að félagið hefði haldið fund í dag, föstudag, með trúnaðarmönnum á togurum og stærri skipum á Reykjavíkur- svæðinu. „Á þessum fundi okkar var rætt um hvernig sjómenn gætu þjapp- að sér betur saman. Þá var því algjörlega vísað á bug á þessum fundi, að pólitík væri hlaupin í okkar aðgerðir og því mótmælt harðlega," sagði Guðmundur. Þá kom það fram hjá Guðmundi að biðstaða væri nú í samninga- málunum, þar sem stjórnvöld hefðu ekki enn skýrt frá hvað þau ætluðu að gera í sambandi við olíugjaldið. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, þá var Sjómannasambandið með formannafund í Reykjavík í fyrradag og stóð fundurinn þar til í fyrrinótt. í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundur formanna sambandsfé- laga Sjómannasambands Islands og fulltrúa sjómanna haldinn 7. janúar 1982, mótmælir harðlega óbilgjarnri afstöðu útvegsmanna og frumkvæðisleysi stjórnvalda í yfirstandandi vinnudeilu. Frá því snemma í haust hefur Landssambandi ísl. útvegsmanna og stjórnvöldum verið ljóst að ef ekki fengist viðunandi lausn á fiskverði og kjaramálum sjó- manna væri vinnustöðvun óum- flýjanleg og þeir því haft nægan tíma til umþóttunar og aðgerða. Verkfall hefur staðið frá 26. des. sl. og enn bólar ekki á lausn. Fundurinn krefst þess að út- vegsmenn komi til raunhæfra samningaviðræðna við sjómenn, og stjórnvöld tryggi nú þegar for- sendur fyrir fiskverðsákvörðun sem sé viðunandi fyrir sjómenn. Sjávarútvegur er undirstaða ís- lensks efnahagsltfs og afkomu ís- lensku þjóðarinnar. Langvarandi vinnudeila hefur því í för með sér óbætanlegan skaða fyrir þjóðar- heildina. Fáist ekki viðunandi lausn á þessari deilu fyrir sjómannastétt- ina nú þegar, lýsir fundurinn fullri ábyrgð á hendur ríkisvald- inu og atvinnurekendum. Fundurinn hvetur alla sjómenn til órofa samstöðu þar til endanleg lausn kjaradeilunnar er í höfn.“ Akureyri: Framsókn hafn- ar sameiginlegu profkjori Fulltrúaráðsfundur Framsóknar flokksins á Akureyri ákvað í fyrra- kvöld að taka ekki þátt í sameigin- legu prófkjöri stjórnmálaflokkanna á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Þessi afstaða fulltrúa- ráðsins mun hafa byggst á því, að þeg- ar fundurinn var haldinn höfðu tveir flokkar, Alþýðubandalag og kvenna- listinn, hafnað sameiginlegu próf- kjöri. Morgunblaðinu var tjáð að á fundi Framsóknarmanna hafi verið ákveðið einhverskonar forval og að síðan fari fram uppstilling. „Afstaða útgerðar- manna ekki óbilgjörn“ - segir Kristján Ragnarsson „ÉG VÍSA því á bug að afstaða útgerðarmanna til sjómanna hafi verið óbilgjörn," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. út- vegsmanna, um þá samþykkt sjómannafundarins í fyrradag, að afstaða útgerðarmanna í kjaramálum væri óbilgjörn. „Sjómenn hafa eins og aðrir enga ástæðu til þess að annað fengið 3,25% kauphækkun frá 1. gildi um sjómenn en aðrar nóvember. Aðrir hópar hafa lagt starfsstéttir," sagði Kristján. sínar sérkröfur til hliðar og ég sé völva vikunnar; Rgykjayýk fær nýjan borgar stjóra f kjölfar breyttra valdahlutfalla MENN hafa lengi reynt að spá fyrir um ókomna tíma og gert það á ýmsan hátt. Áður fyrr var spáð í innyfli dýra, hegð- un dýra, gang himintungianna og ým- islegt fleira. Frá örófi alda hafa völvur mikið stundað spádóma, sennilega fyrst sér til viðurværis, en orðið völva er myndað af orðinu völur, sem merkti stafur og var þá tákn förufólks. Enn eru til konur, sera kallast völvur og stunda spádóma. Ein af þeim er völva Vikunnar og spáir hún í ár eins og í fyrra um atburði þess árs, sem nú er að hefjast. Meðal þess, sem völvan segir í ný- útkominni Viku, er að áfram verði talsverðir efnahagsörðugleikar og í janúar komi til svo alvarlegra deilna á Alþingi um efnahagsmál að stjórn- arslit virðist óumflýjanleg, en for- sætisráðherra muni takast að koma í veg fyrir að svo verði. Einnig muni koma til alvarlegra deilna í marz vegna komandi viðræðna við laun- þegasamtökin, en upplausn verði forðað með nýjum skammtímasamn- ingum. Ríkisstjórnin verði ekki föst í sessi, en hún muni lafa út árið. Þá segir hún að valdahlutföll inn- an borgarstjórnar Reykjavíkur muni breytast og borgin fái nýjan borgar- stjóra. Kvennaframboðin muni eiga erfitt uppdráttar í komandi sveitar- stjórnarkosningum, einkum í Reykjavík, en muni þó stuðla að því að valdahlutföllin muni breytast. Þá segir hún að forseti landsins, Vigdís Finnbogadóttir, muni ferðast til vesturheims á þessu ári, líklega til Kanada. Völvan segir ennfremur að slysa- alda í umferðinni muni hjaðna til muna, en önnur slysaalda, mun hættulegri muni í sjónmáli. Það sé fíkniefna- og eiturlyfjaaldan. Lands- menn muni komast að því að þessi ófögnuður sé orðinn landfastur hér og okkar stærstu slys muni eiga ræt- ur að rekja til þeirrar ógæfu. Um blaðaútgáfu segir hún að þar verði mikið um að vera fram undir mitt ár. Miklar tilfærslur verði á rit- stjórnum blaðanna sjálfra og þekktir menn í ritstjórnum hverfi til ann- arra starfa og nýir bætist í hópinn. Um erlend stjórnmál segir hún að þau verði margslungin en hæst muni bera málefni Vestur-Evrópu, sem verði helzta bitbein stórveldanna á þessu ári. Bandaríkjamenn vilji draga sig út úr varnarsamstarfi sinu þar og annarri aðstoð. Þetta muni valda mikilli taugaspennu í Vestur- Evrópu og forráðamenn þeirra landa muni efna til ráðstefnu, þar sem lokatilraun verði gerð til að fá Bandaríkjamenn til að halda óbreyttu ástandi í þessum heims- hluta. Islendingar muni ekki eiga að- ild að þessari ráðstefnu, en Norður- löndin muni öll taka undir beiðni Vestur-Evrópu um áframhaldandi aðstoð og varnarforystu Bandaríkj- anna. Heimsókn bandarísks ráða- manns eða manna hingað til lands muni sennilega vera í tengslum við þessi mál og hver sem niðurstaðan verði megi Islendingar hrósa happi. Þá segir hún að viðskipti muni eflast mjög og hreyfingar og tilfærsla á því sviði örari en nokkru sinni fyrr, sem sagt mikil gróska í viðskiptum. Einn- ig verði mörkuð ný stefna í fram- leiðslu orku, sem knýi ökutæki og til- raunum verði hraðað í vinnslu elds- neytisorku úr málmblöndum, ein- hvers konar álblöndu og vatni. Þá segir hún að tveir þekktir stjórnmálamenn í Evrópu, annar þjóðhöfðingi, muni hverfa til feðra sinna. Pólland muni ekki verða mikið í fréttum nema fyrstu mánuði ársins, en mörgum muni finnast nóg um þær fréttir, sem þaðan berist, þar til skyndilega taki fyrir þær. Hækkanabeiðnir raf- yeitna nema allt að 50% - auk nauðsynlegra hækkana vegna hækkunar raforkuverds frá Landsvirkjun RAFVEITUR landSins eru nú að móta hækkanabeiðnir á gjaldskrám sínum, frá og með 1. febrúar, og eru þær á bilinu 25% til 50% auk þeirra hækkana, sem nauðsynlegar verða vegna hækkunar orku- verðs frá Landsvirkjun, sem víðast munu nema helmingi hækkunar Landsvirkjunar, sem beðið hefur um 29% gjaldskrárhækkun. Á stjórnarfundi í Rarik í gær var ákveðið að fara fram á 50% hækkun á núverandi gjaldskrá auk um 15% hækkunar vegna Landsvirkjunar, verði hækkun: arbeiðni hennar samþykkt. I þessu sambandi er tekið mið af væntanlegri verðlagsþróun og reiknað með 50% verðbólgu. Stjórn Orkubús Vestfjarða hef- ur ekki tekið ákvörðun um hækkunarbeiðni, en reiknað er með að hún verði allt að 50%. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur farið fram á 42% hækk- un, Rafveita Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fara fram á 37% hækkun, Landsvirkjun biður um 29%, rafveitur á Suð- urnesjum eitthvað minna og Rafveita Akureyrar hefur ekki ákveðið sig enn, en búast má við að hækkunarbeiðni hennar verði á milli 30% og 40%. Eins og áður sagði fara síðan allar rafveiturnar fram á hækkun, sem hlutfall af hækk- un Landsvirkjunar auk þessa, en sú hækkun er mismunandi eftir orkukaupahlutfalli, en al- gengt er að rafveiturnar þurfi helming hækkunar Landsvirkj- unar til að mæta hækkuninni á heildsöluverði rafmagns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.