Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 11 og nú er hún jafn traust og fyrir 33 árum ef ekki traust- ari. í stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins er tekið fram, að það sé andvígt aðild íslands að Atlántshafsbandalaginu og vilji rifta varnarsamningnum við Bandaríkin. í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, er grundvallarágreiningur milli / þess og lýðræðisflokkanna þriggja, Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Raunar er einnig grundvallarágreiningur milli stefnu Alþýðubandalagsins og meirihluta þeirra, sem gengið hafa til liðs við svonefndar friðarhreyfingar í Evrópu. Hér á landi hefur það spillt áliti manna á þeim skoðunum, sem flestir i hinni svonefndu friðarhreyfingu aðhyllast, að málgagn Alþýðubandalagsins og talsmenn hafa reynt að slá eign sinni á sjónarmið hreyf- ingarinnar. Á meðan Alþýðu- bandalagið gjörbreytir ekki um afstöðu til aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfsins við Bandaríkin, er það í flokki með þeim, sem eru í raun utan þess ramma, sem Craver lá- varður setur í grein sinni, þeg- ar hann fjallar um þau við- horf, sem hæst ber í umræð- um um stríð og frið í Evrópu. U.tanríkisstefna Alþýðu- bandalagsins gæti í raun verið samin af hugmyndafræðing- um Varsjárbandalagsins, en eins og kunnugt er, þá hefur það spillt mest fyrir starfsemi svonefndra friðarhreyfinga, bæði í Danmörku og Noregi, að þjónar hugmyndafræði Varsjárbandalagsins hafa borið fé í fólk og fjölmiðla í nafni hins sovéska friðar. Björn Bjarnason - styrkj- vopnum skjóta kjarnorkueldflaugum á sovéskar borgir, sem síðan leiddi til þess að Sovétmenn gerðu aðra árás á bandarískar borgir. Banda- ríkjamenn vildu losna undan þeirri hættu og myndu því láta undan kröfum Sovétmanna, hverj- ar sem þær væru. Af þessum sök- um sé ekki aðeins nauðsynlegt fyrir Bandaríkjamenn að grípa til allra ráða til að koma í veg fyrir, að þessi staða myndist og þar með að koma sér upp kjarnorkuher- afla, sem Sovétmenn geta ekki eytt í fyrsta höggi og ógnar árás- arflaugum Sovétmanna og sovésk- um borgum, heldur verði Banda- ríkjamenn einnig að sjá til þess, að í Evrópu séu kjarnorkuvopn, er tryggi, að unnt sé að svara sér- hverri sovéskri kjarnorkuárás í sömu mynt með samskonar vopn- um. Þeir, sem gagnrýna þessi sjónarmið, telja með nokkrum rétti, að með hliðsjón af því, sem gerst hefur síðan 1945, sé að hefj- ast endalaust kjarnorkuvopna- kapphlaup, af því muni það eitt hljótast, að kjarnorkusprengjum fjölgi enn umfram þær 50 þúsund- ir, sem nú eru til og þykir sú tala nógu fáránleg, auk þess sem hætt- an á því, að kjarnorkuvopn dreif- ist til æ fleiri landa aukist. Þeir, sem ganga lengst á hinum vængnum, segja, að það sé kjarn- orkuvopnakapphlaupið sjálft, sem sé friðnum hættulegast og geti kveikt ófriðarbálið. Væri komið í veg fyrir það og Bandaríkjunum og Sovétríkjunum stíað í sundur, einkum í Evrópu, hefði tekist að slökkva ófriðarneistann í eitt skipti fyrir öll. Við byggjum allir saman í friðsæld og vináttu og leystum úr ágreiningi við samn- ingaborðið. Kjarnorkuvopnum ætti að út- rýma með öllu, fyrsta skrefið í þá átt væri að fjarlægja þau frá Evr- ópu og allan herafla, bæði Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna — í þessu tilliti beri að líta á vestur- landamæri Sovétríkjanna sem markalínuna gagnvart Evrópu. Þeir, sem ekki eru friðarsinnar (pacifistar) eða krefjast algjörrar afvopnunar, leggja síðan til, að í Evrópulöndum verði komið á fót einhvers konar heimavarnarliði og það búið léttum vopnum, sem þeir telja, að ekki sé unnt að nota til árása og veki þess vegna ekki ugg hjá nágrönnum. Tillögusmið- irnir eru hreyknir yfir þessum vopnum og segja, að þau muni hafa töluverðan varnarmátt og fæla nágranna frá árásaráform- um — er sú skoðun í meira lagi vafasöm. Þeir halda því fram, að öryggi muni aukast í Evrópu fyrir minna fé og með færri mönnum (sem annað hvort yrðu skyldaðir til herþjónustu eða biðu sig fram til hennar), ekkj yrði þörf fyrir allan þann mannafla og tækja- kost, sem leggur þungar fjárhags- byrðar á þjóðirnar og neyðir NATO-ríkin til að fylgja kjarn- orkuvopnastefnunni, sem þeir telja af hinu illa, af því að þau vilja ekki gangast undir þær fjár- hagsskuldbindingar, sem nauð- synlegar yrðu til að standa jafn- fætis Sovétmönnum í venjulegum vopnabúnaði. Þeir trúa því ekki, að árangur verði í samninga- viðræðum milli valdahópanna, og halda því staðfastlega fram, að eina leiðin út úr ógöngunum sé, að þjóðir Evrópu krefjist þess, að kjarnorkuvopn verði flutt á brott úr löndum þeirra og dregið úr út- gjöldum til hermála. Ógjörningur sé að segja fyrir um það, hvort af slíkum aðgerðum leiði, að Sovét- menn og Bandarikjamenn neyðist til að skera niður eða leggja alveg niður kjarnorkuvopn sín, hitt sé víst, að þau muni ekki nota Evr- ópu sem vígvöll í samskiptum sín- um. Það er eins og tvö nátttröll hittist, þegar fulltrúar þess- ara tveggja skoðanahópa ætla að ræðast við. Sem betur fer er rúm fyrir aðrar skoðanir á milli þessara póla og margt skynsamt fólk heldur þeim fram, hins vegar er erfitt fyrir það að láta rödd sína heyrast og skýra afstöðu sína, þegar hljóð er fengið. Sé farið yfir skoðanasviðið frá vinstri til hægri, má sjá þá, sem vilja með öllu útiloka kjarnorkuvopn — og telja til dæmis, að forganga Breta í því efni myndi ýta skriðunni af stað — síðan sjáum við hópinn, sem vill, að útilokun kjarnorku- vopna verði framkvæmd á grund- velli samningaviðræðna milli austurs og vesturs, og loks þá, sem ekki vilja útiloka kjarnorkuvopn með öllu og trúa því, að þau fæli stórveldin frá átökum hvort við annað, en vilja á hinn bóginn fækka kjarnorkuvopnunum og hækka kjarnorkuþröskuldinn svo- nefnda eða búa þannig um hnút- ana, að ekki verði gripið til kjarn- orkuvopna fyrr en í ítrustu neyð. Sumir þeirra, sem þessar skoðanir hafa, viðurkenna þau rök, að nið- urskurður kjarnorkuvopna leiddi til þess, að NATO yrði að efla venjulegan vopnabúnað sinn, þótt margir þeirra voni, að það megi gera án þess að þyngja fjárhags- byrðarnar og kalla fleiri menn til vopna — það er í tísku hjá þessu fólki að tala um ný tök á her- stjórnarlistinni. Lengra til hægri eru þeir, sem telja ónauðsynlegt að gjörbreyta varnarstefnu NATÓ, fyrir utan nauðsyn þess, að viður- kennt verði, að ekki sé í raun hægt að heyja kjarnorkustríð, svo koma þeir, sem trúa alfarið á þau meg- insjónarmið, er ráða nú innan NATO, en telja ónauðsynlegt fyrir Breta að vera að burðast með eig- in kjarnorkuherafla, og sé farið lengra til hægri, rekumst við á þá, sem vilja að Bretar eigi kjarnorku- vopn, en ónauðsynlegt sé fyrir þá að kaupa Trident-eldflaugarnar. Enginn, sem aðhyllist sjónar- miðin á milli pólanna tveggja, kemst hjá því að takast á við vandann, er ég gat í upphafi. Þeir eiga engin rökheld svör við þeirri gagnrýni, að æski maður kjarn- orkuvopna í því skyni að nota þau til að fæla andstæðing sinn frá árás, verður maður einnig að sýn- ast til þess búinn að beita kjarn- orkuvopnum. Þegar svo kemur að því að skilgreina þær aðstæður, sem skapast þyrftu til að til vopn- anna yrði gripið, lenda menn í sömu vandræðum og Reagan for- seti og Weinberger varnarmála- ráðherra. Ekki tekur neitt betra við, ef gripið er í það hálmstrá að taka ekki af skarið. í sjálfu sér þarf engan að undra, þótt almenn- ingi þyki erfitt að gera upp hug sinn til þessa máls, og fjöldinn kjósi því frekar að láta sig reka að öðrum hvorum pólnum. Hvað sem líður nýlegum atburðum, er ég þeirrar skoðunar, að meirihluti breskra kjósenda sé að öllum lík- indum hlynntur því, að NATO 3tyðjist áfram við kjarnorkuvopn til að aftra stríði, sumir byggja afstöðu sína á þeirri einföldu for- sendu, að ráði hugsanlegur and- stæðingur okkar yfir kjarnorku- vopnum, eigum við einnig að eiga þau. Okkur leyfist þó ekki að telja allan okkar vanda þar með úr sög- unni. Ýmsir hættuboðar eru fram- undan, í fyrsta lagi gæti þróunin orðið sú, ef spenna magnaðist al- varlega og styrjaldarhættan ykist verulega í Evrópu, að NATO sem stofnun og einstök aðildarríki bandalagsins klofnuðu frammi fyrir því, að í raun kæmi til álita að grípa til kjarnorkuvopna, í öðru lagi smitar andúðin á kjarnorku- vopnum út frá sér og spillir við- horfi manna til varna almennt, baráttan gegn kjarnorkuvopnum getur breyst í baráttu gegn hvers konar vörnum, sem tengist þriðja atriðinu, að grafið verði undan al- mennum stuðningi við NATO og sameiginlega varnarstefnu aðild- arlandanna, og í fjórða lagi gæti þessi neikvæða afstaða dregið úr vilja Bandaríkjamanna til að halda áfram að styðja varnir Evr- ópu. Kæmi til þess, að í alvöru hæfust umræður um afskiptaleysi Bandaríkjamanna af evrópskum vörnum og þess sæjust merki, að þeir væru að hugsa um að draga sig í hlé, gætu að mínu mati engin kjarnorkuvopn, sama hve öflug þau væru og hver sem yfir þeim réði, komið í veg fyrir, að Vestur- Evrópuríkin öll tækju til við frið- arkaup við Sovétríkin. Hvað eigum við þá að gera? Ég efast ekki um, að eign- arhald Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á kjarnorkuvopn- um fælir þau frá átökum hvort við annað, og skuldbindingar beggja gagnvart öryggi Evrópu, annars við vesturhlutann og hins við austurhlutann, hafa tryggt og muni tryggja frið í Evrópu; þannig verði komið í veg fyrir, að allt komist á tjá og tundur. En ef ekki tækist að halda aðil- um í skefjum og síðan brystu öfl- ugustu gáttirnar og tekið yrði til við að beita kjarnorkuvopnum á báða bóga, er enginn vafi á því, að kjarnorkuátökin, sem þá hæfust, eyðilegðu evrópska menningu, þótt aðeins örlitlum hluta kjarn- orkuvopnanna væri beitt. Hið eina, sem aftrar þjóðum frá því að hefja hernað, er, að þær telji hann of hættulegan. Nú er málum hins vegar svo komið, að til eru alltof mörg kjarnorkuvopn og skottæki fyrir þau, sé tilgangurinn ekki annar í fyrstu lotu en fæla and- stæðinginn frá því að gera árás og koma í veg fyrir, að hann grípi til kjarnorkuvopna, ef til annarrar lotu kæmi. Við verðum að finna einhverja leið til að fækka kjarn- orkuvopnum og til að tryggja, ef svo hörmulega vildi til, að gripið yrði til vopna, að ekki þyrfti óhjákvæmilega að beita kjarn- orkuvopnum, ef til vill vegna þess misskilnings, að með kjarnorku- vopnum sé unnt að bæta sér upp ósigur með venjulegum vopnum og ná fram annarri og betri niður- stöðu, en af honum leiddi. Miklu máli skiptir, að lagðar verði fram raunhæfar tillögur um það, hvernig unnt sé að hrinda þessu í framkvæmd, og einnig hvernig unnt sé, með raunhæfum aðgerðum, að bæta varnir okkar með venjulegum herafla, svo að NATO geti af festu og án þess að missa tiltrú losnað út úr þeirri blekkingu, sem það hefur verið sveipað 1 meira en 20 ár: að með því að eiga allar gerðir af kjarn- orkuvopnum sé unnt að bæta fyrir ónógan venjulegan herafla. Þegar okkur hefur tekist að útrýma þessari blekkingu, munum við geta sigrast á hótuninni lengst frá vinstri og lengst frá hægri, sem getur kippt stoðunum undan ör- yggi Evrópu. „Vinningurinn var eins og sending af himnum ofan Jj Kom okkur yfir erfióasta hjallann í húsbyggingunni ” Vinningshafi íHHÍ r ■§■•■••• ■•■••••• •••■ ■■•••••• • ••• • •II IIM ■■•• ■ ••• *•■• ••■•■•■■ **•••*•• •••■ ••••■••• ■ •■■ •■■• ■■••■ • •••• aaaaa •••■• HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.