Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 40
[
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
$r£ttnX»Iaí»it»
Síminn á afgreióslunni er
83033
JXlt»rx5iml»Iaí»ií»
LAUGARDAGUR 9. JANUAR 1982
íþróttamaður
ársins
• Jón Páll Sigmarsson, kraft-
lyftingamaóur úr KK, var í gær
kjörinn íþróttamaður ársins
1981. — l'að eru samtök íþrótta-
fréttamanna sem standa að út-
nefningunni og fór hún nú fram í
25. skiptið. Á myndinni er Jón
Páll með farandbikar, sem fylgir
nafnbótinni, en á íþróttasíðum
blaðsins má lesa nánar um at-
burðinn.
Atvinnuleysisskráning:
Um 2.500 skráðir á 14
stöðum víða um landið
Atvinnuleysisskráning
vegna verkfalls sjómanna og
uppsagna í frystihúsum er nú
komin í fullan gang og búizt
er við því að endanlegar tölur
um fjölda liggi fyrir á mánu-
dagskvöld. Morgunblaðið
hafði samband við 14 at-
vinnumiðlunarskrifstofur víðs
vegar um landið í gær og sam-
tals voru þar á skrá rúmlega
2.500 manns, mest konur. í
Reykjavík höfðu 566 látið
skrá sig og var skráning enn í
gangi eins og á flestum öðr
um stöðum og því búizt við að
fjöldinn ætti enn eftir að
aukast.
Á Akranesi höfðu 227
manns, aðallega konur, lát-
ið skrá sig í þessari viku og
búizt var við að nokkur
fjöldi karlmanna ætti eftir
að láta skrá sig. Á ísafirði
höfðu 300 látið skrá sig og
enn var reiknað með að
fleiri bættust við.
I Siglufirði voru komnir
83 á atvinnuleysisskrá og á
Akureyri 210 og reiknað var
með að um 150 manns bætt-
ust við á mánudag. í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu höfðu 300
látið skrá sig, á Seyðisfirði
um 45, en á Neskaupstað
hefst skráning ekki fyrr en
á mánudag. Á Höfn í
Hornafirði hefur nú verið
skráð atvinnuleysi í fyrsta
sinn í sögu sveitarfélagsins,
en þar er nú reiknað með að
um 100 manns láti skrá sig.
í Vestmannaeyjum hafa 305
látið skrá sig atvinnulausa,
í Ölfushreppi 53 og í
Grindavík 41. í Hafnarfirði
voru 160 komnir á atvinnu-
leysisskrá og 566 í Reykja-
vík.
Á flestum þessara staða
var skráning enn í gangi
þannig að langt er í það að
öll kurl komi til grafar, en
starfsfólk í fiskvinnslu á
landinu er um 9.000, en því
hefur ekki öllu verið sagt
upp enn auk þess sem upp-
sagnarfrestur er mislangur
og uppsagnir komu ekki all-
ar á sama tíma.
Alþýðubandalag og Framsókn:
Þingmenn þeirra í við-
bragðsstöðu yfír helgina
MNGFLOKKAR Framsóknarflokks
og Alþýóubandalags eru nú í vió-
bragósstöóu vegna fiskverósins. Báð-
ir þingflokkarnir héldu fundi í gær og
alþýóubandalagsmenn frestuðu sín-
um fundi til klukkan 15 í dag, en
framsóknarþingmenn voru beðnir að
vera viðbúnir fundi með stuttum
fyrirvara. Fyrir hádegið er ráðgerður
sameiginlegur fundur ráðherranefnd-
ar og efnahagsmálanefndar. Yfir-
nefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins
kemur saman klukkan 15.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
voru málin rædd vítt og breitt á
þingflokksfundunum í gær, en eng-
ar ákveðnar línur lagðar um lausn.
Þeir, sem Mbl. ræddi við, kváðust
ýmist hafa það á tilfinningunni, að
ríkisstjórnin hallaði sér nú af póli-
tískum ástæðum frekar að full-
trúum fiskseljenda í yfirnefnd, eða
öfugt, að hún stefndi frekar að
meirihluta með fulltrúum vinnsl-
unnar af efnahagslegum ástæðum,
enda þótt menn væru sammála því
að slík verðákvörðun yrði erfiðari
vegna kjaradeilna sjómanna og út-
gerðarmanna.
„Gallinn er bara sá, að hvorugur
aðilinn virðist í stakk búinn til að
standa saman, sjómenn og útgerð-
armenn deila innbyrðis og full-
trúar vinnslunnar líta málin nokk-
uð misjöfnum augum út frá stöðu
sinna greina. Þrautalendingin yrði
lagasetning, en ég held að enn sem
komið er séu menn alls ekki reiðu-
búnir til að framfylgja henni, þótt
ýmisiegt sé látið í veðri vaka til að
reyna að reka hlutina áfram í yfir-
nefndinni," sagði einn af viðmæl-
endum Mbl. Annar viðmælandi
blaðsins sagði, að ef ríkisstjórnin
skýrði fljótlega frá ákvörðun sinni
um olíugjaldið, þá yrði hægt að
ganga frá samningum fljótlega.
Fylgdist með
eldsvoða og
lenti í árekstri
HARÐIJK árekstur varð á Vestur-
landsvegi skammt frá Grafarholti
laust fyrir miðnætti á fimmtudag.
Ökumaður Cortina bifreiðar ók
aftan á bifreið, sem lagt hafði ver
ið í kanti vegarins. Bílarnir skullu
saman af miklu afli og urðu mikl-
ar skemmdir á þeim.
Ökumaður Cortina-bifreiðar-
innar var fluttur í slysadeild, en
mun ekki hafa slasast alvar-
lega. Hann mun hafa verið að
horfa á slökkviliðsmenn, sem
voru að slökkva eld, sem kom
upp í sumarbústaðnum Brekku
við gamla Grafarholtsveginn,
og gleymt sér við aksturinn með
fyrrgreindum afleiðingum. Eld-
urinn í sumarbúðstaðnum
kviknaði út frá arni og varð af
töluverður eldur. Greiðlega
gekk að slökkva eldinn, en tals-
verðar skemmdir urðu á bú-
staðnum. í bústaðnum er búið
að staðaldri.
Harður árekstur varð kl.
16.25 á gatnamótum Suður-
landsbrautar og Skeiðarvogs í
gær. Chevroletbifreið var ekið
austur Suðurlandsbraut.
Mazda-bifreið á leið norður
Skeiðarvog var ekið í veg fyrir
bifreiðina og varð af harður ár-
ekstur. Ökumaður Mazda-bif-
reiðarinnar var fluttur í slysa-
deild, en meiðsl hans munu ekki
talin alvarleg.
Steindórsbflstjórar:
Halda áfram
leiguakstri
„LEIGUBÍLSTJÓRAR hjá
bifreiðastöð Steindórs munu
halda áfram leiguakstri eftir
kl. 14 á morgun þrátt fyrir
að Samgöngumálaráðu-
neytið hefði afturkallað
akstursleyfi stöðvarinnar frá
þeim tíma. Þessi ákvörðun
var tekin á fundi leigubíl-
stjóra hjá stöðinni í kvöld,“
sagði Viðar M. Matthíasson,
lögmaður bílstjóranna, í
samtali við Mbl. í gær
kvöldi.
Sjá frétt á bls. 15.
Vinstri stjórnin
í Reykjavík:
30 milljörðum gkr.
meira fé — allt í eyðslu
„VINSTRI meirihlutinn í
borgarstjórn Reykjavikur
hefur í ár úr 300 milljónum,
eða 30 milljörðum gkróna, að
spila, umfram það sem meiri-
hluti Sjálfstæðisflokksins
hafði árið 1978 og er þá mið-
að við fast verðlag,“ sagði
Birgir ísl. Gunnarsson
borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins við umræður um
fjárhagsáætlun borgarinnar,
sem fram fór sl. fimmtu-
dagskvöld.
Sagði Birgir að sjálfstæðismenn
hefðu haft úr um 738 milljónum
króna að spila, framreiknað til
verðlags nú, en núverandi meiri-
hluti hefði um 1038 milljónir til
ráðstöfunar. Sagði Birgir að um-
ræddar 300 milljónir hefðu ekki
farið í fjárfestingar heldur eyðslu,
því lítill munur væri á eignabreyt-
ingaliðum fjárhagsáætlananna
frá ’78 og ’82.
Ræða Birgis um þessi efni var
flutt af tilefni ræðu Sigurjóns Pét-
urssonar, forseta borgarstjórnar,
en hann bar í ræðu sinni saman
síðustu fjárhagsáætlun Sjálfstæð-
isflokksins, frá 1978, og þá fjár-
hagsáætlun sem til afgreiðslu var
á fundinum. Framreiknaði Sigur-
jón tölur frá fjárhagsáætluninni
frá 1978, margfaldaði með fimm,
og bar síðan niðurstöðutölur sam-
an. Taldi hann sig sýna fram á að
núverandi meirihluti veitti meira
fé til rekstrar og framkvæmda í
borginni og nefndi hann íþrótta-
mál og menningarmál sem dæmi.
Ennfremur nefndi hann framlög
til æskulýðsmála, Strætisvagna
Reykjavíkur o.fl.