Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 Alþýðubandalagið utangátta Grein sú, er hér birtist, fjallar um þær umræður, sem fram hafa farið í Evrópu undanfarna mánuði og einkennst hafa af andúðinni á kjarnorkuvopnum. Hún er þýdd úr The Guardian Weekly frá 27. desember 1981. Hðfundur greinarinnar er Crav- er lávarður, yfirhershofðingi, sem var foringi breska varnar málaráðsins frá 1973 til 1976. Eins og af greininni sést, leitast höfundur hennar við að skýra þau sjónarmið, sem fram hafa komið í hinum miklu umræðum um stríð og frið á síðasta ári. Þau rök, sem Craver lávarður færir fyrir niðurstöðu sinni eru skynsam- leg. Hann bendir á, að jafn fráleitt sé að telja allan vanda leystan með því að halda kjarnorkuvopnakapphlaupinu áfram hömlulaust og með því að krefjast einhliða kjarn- orkuafvopnunar Vesturlanda í þeirri trú, að þar með sé tryggður eilífur friður. Málum er því miður ekki þannig farið hér á landi, að umræðurnar um hina stóru drætti í öryggismálunum hafi náð sama þroska, ef þannig má aö orði komast, og í öðrum vestrænum löndum. Kemur þar margt til, sem of langt mál yrði að rekja #hér. Eitt meginatriði skiptir þó sköp- um, að mínu mati, það er tvískinnungur þeirra, sem skipa sér undir merki Alþýðu- bandalagsins eða Samtaka herstöðvaandstæðinga. Síðan hin svonefnda friðarhreyfing komst i sviðsljósið í Evrópu, hafa taismenn Alþýðubanda- lagsins og Samtaka herstöðva- andstæðinga látið sem svo, að þeir væru hluti þessarar hreyfingar. A fundi, sem Félag vinstri- manna í Háskóla íslands efndi til í nóvember sl., spurði und- irritaður málsvara Alþýðu- bandalagsins að því, hvort líta bæri á kröfuna um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norður- löndunum sem kröfu um úr- sögn Danmerkur, íslands og Noregs úr Atlantshafs- bandalaginu. Því miður feng- ust engin svör við þeirri spurningu. Þá var einnig spurt, hvort líta bæri á bar- áttu málsvara Alþýðubanda- lagsins fyrir kjarnorkuvopna- lausu svæði á Norðurlöndun- um sem fráhvarf frá baráttu þeirri, sem háð hefur verið undir kjörorðinu: ísland úr NATO. Herinn burt. Þessari spurningu var ekki heldur svarað. Við, sem styðjum aðild fs- lands að Atlantshafsbanda- laginu og teljum nauösynlegt að viðhalda varnarsamstarf- inu við Bandaríkin, erum sam- mála um það grundvallaratr- iði, að með sameiginlegu varn- arátaki treysti Vesturlönd eig- ið öryggi og stuðli að friði. Reynslan staðfestir, að í þessu efni höfum við haft rétt fyrir okkur. Innan þessara marka ræðum við síðan, hvort nóg sé gert í varnarmálum, hvort gengið hafi verið of langt og svo framvegis. Menn þurfa ekki að vera mjög vel að sér í íslenskri stjórnmálasögu til að átta sig á því, að oftar en einu sinni hefur komið til átaka um utanríkis- og öryggismál milli þeirra stjórnmálafíokka hér á landi, sem telja íslendingum rétt og skylt að leggja sitt af mörkum til sameiginlegra varna Vesturlanda. Samheldni flokkanna um grundvallar- atriðin hefur þó aldrei rofnað Fækkum kj arnorkuvopnum um varnir með venjulegum Varla þarf nokkur að efast um það eftir nýlegar mót- mælaaðgerðir gegn kjarn- orkuvopnum, að afstaðan til þess- ara vopna er mönnum efst í huga hér í Bretiandi og öðrum evrópsk- um NATO-ríkjum — ekki síst Vestur-Þýskalandi — þegar þeir huga að varnarmálum. Sumir kunna að segja, að kjarnorkuvopn- in hafi ruglað almenning í ríminu að þessu leyti, en ef við treystum á það, að óttinn við kjarnorkustríð fæli ríki frá átökum — eins og við höfum gert um langt árabil — hljótum við að vilja kannast við þennan ótta og verðum þar með einnig að meta þau áhrif, sem hann hefur í okkar eigin löndum. í raun er það stórmerkilegt, að í a.m.k. 20 ár skuli ríkisstjórnum NATO-landanna hafa liðist að komast hjá umræðum um kjarn- orkuvopnin með því að fela þau á bakvið næstum óskiljanlega og ör- ugglega órökrétta kenningu um sveigjanleg viðbrögð til varnar Vesturlöndum. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, benti nýlega á það með áberandi hætti, hve órök- rétt kenningin um sveigjanleg við- brögð er, og átti forsetinn greini- lega erfitt með að skilja hana. Forsetinn gaf til kynna, að beiting kjarnorkuvopna, skammdrægra eða meðaldrægra vopna, myndi ekki sjáifkrafa og óhjákvæmilega leiða til kjarnorkuátaka milli risa- veldanna með langdrægum vopn- um — en það er kjarninn í kenn- ingunni um sveigjanleg viðbrögð — ef forsetinn hefði sagt, að átök í Evrópu myndu leiða til átaka risaveldanna með kjarnorkuvopn- um, hefði hann lent í jafnmiklum ef ekki meiri vanda, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Skömmu síðar sagði Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, í löngu viðtali við Michael Charlton í BBC, afdráttarlaust, að Bandaríkjamenn myndu aldrei verða fyrstir til að grípa til kjarn- orkuvopna, þar gekk hann þvert á kjarnorkuvopnastefnu NATO, sem byggist á því, að hótað sé með kjarnorkuvopnum til að fæla hugsanlegan árásaraðila frá því að beita venjulegum vopnum sín- um. Þegar John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, gaf samskonar yf- iriýsingu skömmu eftir að hann settist í Hvíta húsið, neyddu vand- lætingarhróp frá bandamönnum hans í NATO hann til að milda hana með því að segja, að Banda- ríkin myndu aldrei að fyrra bragði gera kjarnorkuárás á Sovétríkin, hins vegar kynni að gilda öðru máli um sovéskan herafla í árás- arhug utan Sovétríkjanna. Um- mæli Henry Kissingers, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Bríissel fyrir nokkrum árum vöktu svipaða reiði og orð Kenn- edys á sínum tíma, og túlka má síðari yfirlýsingu Reagans sem svo, að hann hafi verið að feta í síðara fótspor Kennedys. Kjarni vandans er nefnilega sá, að vilji menn fæla andstæðing sinn frá því að gera árás með því að ógna honum með kjarnorku- vopnum, verða þeir að haga sér á þann veg, að andstæðingurinn trúi því, að gripið verði til kjarnorku- vopnanna við ákveðnar aðstæður. En mundi menn kjarnorkubrand- inn og svari andstæðingurinn í sömu mynt — en til þess hefur hann bæði afl og yfirlýstan vilja — eru þeir jafnvel enp verr á vegi staddir heldur en ef þeir hefðu ekki snert kjarnorkuvopnin, ef þeir eru þá enn ofar moldu. Sé óvini hótað með óbærilegum afar- kostum, leiðir það sjálfkrafa til þess, að sama hætta, ef ekki óbærilegri, steðjar að þeim, sem hótar. Tilraunir til að gera kostina bæriiegri og þar með einnig til að Eftir Michael Carver auka líkur á því, að til ógnarvopn- anna verði gripið, svo sem með því að heyja einhvers konar takmark- að kjarnorkustríð — landfræði- lega eða með því að takmarka skotmörk og eldflaugar — leiða til þess, að áhættan minnkar og þar með er andstæðingurinn vígdjarf- ari. Ástæða er tii að ætla, að líkur á kjarnorkuátökum aukist, ef rík- isstjórnir og herforingjar kjarn- orkuveldanna telja áhættuna við að beita kjarnorkuvopnum minni en áður. Þótt með einhverjum hætti sé unnt að takmarka átökin, yrði ekki dregið úr eyðingaráhrif- um kjarnorkunnar á átakasvæð- inu, þau eru alltaf jafn hryilileg. Séu þessi áhrif kennd við varnir eða öryggi, er verið að afflytja þessi hugtök. Meðal almennings hefur sú afstaða verið að mótast til þessa máls, sem einkenn- ist af því, að ýmsir mjög skynsam- ir einstaklingar, einkum háskóla- prófessorar, hafa með stuðningi margra annarra, þó helst úr kenn- arastétt, komið auga á veikleikann í kenningunni um það, hvernig andstæðingnum verði best haldið í skefjum og fældur frá árásar- áformum, hafa gagnrýnendurnir í því efni fært fram svipuð rök og lýst er hér að ofan. Yfirleitt eru þeir ósammála um leiðir til úr- bóta, og næstum ailir mikla þeir fyrir sér hættuna á því, að svo fari, að Bandaríkin og Sovétríkin haldi ekki lengur hvort öðru í skefjum, eins og Mountbatten lá- varður gerði í ræðu, sem hann flutti í Strasbourg í maí 1979, en mjög oft hefur verið vitnað til þeirra orða hans þar, að mann- kynið stæði nú á barmi eilífrar glötunar. Þessir prófessorar, en margir þeirra kunna fræði þessi nú betur en flestir sjómenn, fót- gönguliðar og flugmenn í her hennar hátignar, hafa fært sér það í nyt, að auðvelt er að höfða til tilfinninga skólafólks, ungs fólks almennt, gamalmenna og kirkju- gesta. Ymsir atburðir gerðust, sem veittu þeim gullið tækifæri: Upp- lausnin í Iran og innrásin í Afgan- istan gáfu til kynna, að til stríðs- átaka myndi koma milii Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, repú- blikanar unnu sigur í Bandaríkj- unum undir forystu Reagans (sem hafði verið ómyrkur í máli um ör- yggismál í kosningabaráttunni), og hin nýja stjórn í Washington sagðist ekki ætla að taka Sovét- menn neinum vettlingatökum, hún var hlynnt endurhervæðingu bæði með venjulegum vopnum og kjarnorkuvopnum, hafði engan áhuga á því að endurvekja SALT- viðræðurnar eða ræða um vígbún- aðareftirlit almennt, knúið var á um framkvæmd áformanna um að koma bandarísku stýriflaugunum og Pershing Il-kjarnorkueldflaug- unum fyrir í Evrópu til að svara SS 20-eldflaugum Sovétmanna, aftur var farið að ræða um nift- eindarsprengjuna, og breska ríkis- stjórnin ákvað að taka á móti stýriflaugum og endurnýja eld- fiaugakafbátaflota sinn með því að kaupa Trident-kjarnorkueld- flaugar í stað Polaris-flauganna, án þess, að því er virtist, að vilja ræða til nokkurrar hlítar rökin með þeirri ákvörðun eða á móti. Loks má ekki gleyma því, að hin púrítanska, róttæka millistétt, sem ætíð hefur þörf fyrir að mót- mæla einhverju, skorti viðfangs- efni. Ekki var í önnur hús að venda til að fá útrás fyrir vand- lætingu sína en til Suður-Afríku eða gegn einhverjum fjarlægum og óvinsælum atburðum í Mið- og Suður-Ameríku, eftir að endir var bundinn á Rhódesíudeiluna. Kvíðinn, sem leitt hefur af sam- runa þessara atburða og tilfinn- inga, hefur teygt sig út fyrir þann hóp fólks, sem þátt tók í nýlegum göngum og ber í barmi sér merki til stuðnings CND, END eða öðr- um hópum, sem berjast gegn kjarnorkuvopnum eða stríði. Margir foreldrar, afar og ömmur og börn, jafnvel foringjar í hern- um, láta í ljós áhyggjur sínar. Kvíði þessa fólks er einlægur og það veit ekki, hverju það á að trúa, sem er ef til vill ekki að undra, þegar það hlustar á yfirlýsingar sumra breskra ráðherra um þessi mál. Hvort heldur þeir eru að verja ákvörðunina um Trident- eldflaugina, stýriflaugarnar, nift- eindarsprengjuna eða varnar- stefnu sína, hafa þeir oft gefið til kynna, að við ættum að vera búin undir kjarnorkuárás á Bretland, eins og unnt sé að bera hana sam- an við loftárásirnar í síðari heims- styrjöldinni. I þeim málflutningi kynnumst við öðrum pólnum. Áf tals- mönnum hans er dregin upp sú mynd af Sovétríkjunum, að þau stefni að heimsyfirráðum, safni ógrynni af vopnum, kjarnorku- vopnum og venjulegum vopnum, á landi, sjó og í lofti, svo að þau geti annað hvort lagt Vesturlönd undir sig með hernaðaraðgerð eða kjamorkukúgun. Rökin fyrir kjarnorkukúguninni eru þau, að með yfirburðum sínum í kjarn- orkuvopnum geti Sovétmenn sett Evrópuþjóðunum úrslitakosti eða lamað langdrægan kjarnorkuher- afla Bandaríkjanna í fyrsta höggi, svo að Bandaríkjamenn gætu að- eins svarað fyrir sig með því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.