Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 38 i Jón Páll íþróttamaóur ársins íþróttamaður ársins var kjörinn í gær og eins og fram kemur á síðunni varð Jón Páll Sigmarsson lyftinga- maður fyrir valinu. A meðfylgjandi mynd RAX má sjá 10 efstu íþrótta- mennina að þessu sinni eða fulltrúa þeirra. Aftari röð f.v.: Sigurður Sveinsson handknattleiksmaður, Eiður Guðjohnsen, sem var fulltrúi sonar síns, Arnórs knattspyrnu- manns, Sigurður T. Sigurðsson frjálsíþróttamaður, Guðni Halldórs- son, fulltrúi Hreins Halldórssonar, og Einar Vilhjálmsson frjálsfþrótta- maður. Fremri röð frá vinstri: Skúli Oskarsson, íþróttamaður ársins 1980, Kagnar Ólafsson golfmaður, Jón Páll Sigmarsson lyftingamaður, Guðmundur Raldursson knatt- spyrnumaður og Ellý Guðmunds- dóttir, fulltrúi bróður síns, Péturs Guðmundssonar. ÍI’RÓTTAMAÐUR ársins 1981 var kjörinn í gærdag og varð kraftlyftingamaðurinn Jón Páll Sigmarsson úr KR fyrir valinu að þessu sinni. Utnefningin fór fram með hefðbundnum hætti á Hótel Loftleiðum og lýsti Þórarinn Ragnarsson, formaður Sam- taka íþróttafréttamanna, kjörinu. Hann sagði meðal annars í ræðu sinni: „ÉG VONA að okkur takist að sigra í riðlinum, en það verður erfitt að ýta Hollendingum til hliðar, þeir eru ávalt til alls líklegir. írar gætu orðið okkur skeinuhættir, en gegn ísiandi og Möltu verðum við að leggja alla áherslu á að skora eins mikið af mörkum og kostur er og ná þannig betri markatölu en sterku liðin í riðl- inum,“ sagði Pablo Porta, forseti spænska knattspyrnusambandsins, í „Þá er komið að fyrsta sæti í kjöri þessu. íþróttamaður ársins 1981 er Jón Páll Sigmarsson kraft- lyftingamaður úr KR. Hann hlaut 48 stig af 70 mögulegum í þessu kjöri. Jón Páll Sigmarsson er fæddur 28. apríl 1960 og því 21 árs gamall. Tveggja ára að aldri fluttist hann til Stykkishólms og var þar bú- settur til níu ára aldurs, gn þá fluttist hann til Reykjavíkur. Ungur að árum æfði Jón glímu undir handleiðslu fósturföður síns, Sveins Guðmundssonar, samtali við AP þegar drættinum í riðlakeppni Evrópukeppninnar var lokið. Ef marka má forsetann, ganga Spánverjar væntanlega til leiks gegn íslandi með unninn leik fyrirfram. ()g þannig viljum við auðvitað hafa það, því eins og Wales-búar ráku sig á frekar óþyrmilega, er íslenska lið- ið hættulegast undir slíkum kring- umstæðum. fyrrverandi glímukóngs íslands, og æfði jafnframt og keppti í handknattleik og knattspyrnu. Síðan lá leiðin í karate og sú íþrótt æfð þar til hann var talinn hafa aldur til að byrja lyftingaæfingar. Það var 1. janúar 1978, en þá var Jón 17 ára. Hann var svo heppinn að hefja sínar æfingar í þessari nýju íþrótt í Jakabóli, þar sem af- reksmenn eins og Skúli Óskarsson og Hreinn Halldórsson æfðu, menn sem undanfarin ár hafa skipst á um að vera íþróttamenn ársins. Frá þeim og öðrum fékk enska landsliðsins, sagði við þetta tækifæri: „Ég er eftir atvikum ánægður með dráttinn, við þekkj- um vel til þessara liða og höfum sigrað Ungverja tvívegis í undan- keppni HM. Þeir verða okkar erf- iðustu keppinautar um sigurinn í riðlinum. Vestur-Þjóðverjar sigruðu í keppni þessari síðast er hún fór fram, stjóri þeirra landsliðs er hinn sami, Jupp Derwall. Hann sagði í samtali við fréttastofu AP: „Við erum mjög ánægðir með úr- slitin, þekkjum vel mótherja okkar og þá sérstaklega Austur- ríkismenn, sem verða okkur hættulegastir. Það er hins vegar ávallt erfitt að vera talinn sigur- stranglegur og því verðum við að vara okkur á því að ganga ekki með röngu hugarfari til leikja gegn löndum á borð við Norður- Irland, Tyrkland og Albaníu." Vestur-Þjóðverjar sigruðu Belga í úrslitum síðustu keppni. Þjálfari belgíska liðsins sagði eftir dráttinn: „Skotar og Svisslend- ingar verða okkar erfiðustu mót- herjar, en ég tel að við eigum ekki minni möguleika en þær þjóðir og jafn vel meiri ef rétt er á spilun- um haldið." Svo mörg voru þau orð Guy Thys, þjálfara belgíska lands- liðsins. Öllum leikjum undankeppninn- ar verður að vera lokið í lok ársins 1983, en sumarið eftir hefst síðan lokaslagurinn í Frakklandi eins og fyrr segir. hann leiðbeiningar sem dugðu strax í upphafi og þann eldmóð við æfingar sem afreksmenn þurfa að tileinka sér. Jón Páll keppti framan af bæði í lyftingum og kraftlyftingum, en sneri sér síðan alfarið að kraft- lyftingum og var fyrsta stórmótið hans NM í kraftlyftingum 1979. Þá lyfti Jón 707,5 kg og hlaut silf- urverðlaun. Árið eftir varð hann íslandsmeistari í lyftingum og fékk síðan silfurverðlaun á ís- landsmeistaramótinu í kraftlyft- ingum og Evrópumeistaramótinu í Sviss. í september það ár vann Jón Páll svo Norðurlandameistara- mótið í kraftlyftingum í þyngsta flokki og lyfti 845 kg. Fyrsta afrek Jóns Páls á árinu 1981 var í apríl, er hann tvíbætti Evrópumetið í réttstöðulyftu í 125 kg fiokki. í maí sama ár varð hann íslandsmeistari í kraftlyftingum og lyfti 912,5 kg. Með því varð Jón Páll fyrstur íslendinga til að lyfta yfir 900 kg markið og náði með þessu besta stigaárangri mótsins. I sama mánuði keppti hann á Evr- ópumeistaramótinu á Ítalíu og hlaut þar silfurverðlaun. Evrópu- metið í réttstöðulyftu bætti Jón Páll síðan tvívegis aftur á árinu og í Svíþjóð í september varði hann Norðurlandameistaratitilinn frá árinu áður. Árangur sinn á árinu kórónaði Jón Páll á heimsmeistaramótinu í Calcutta á Indlandi með því að vinna silfurverðlaun í flokki sín- um. Þar vann hann sjálfan Evr- ópumeistarann og var einungis 50 kg á eftir heimsmeistaranum, sem er ekki mikill munur í kraftlyft- ingum. Jón Páll hefur frá fyrstu tíð æft íþrótt sína af alúð og aldrei sleppt úr æfingum. Hann hefur sýnt góða framkomu utan íþróttavallar sem innan og verið drengilegur þótt hann hafi orðið að þola tap. Álla tíð hefur hann verið reglumaður á vín og tóbak og telur það aðals- merki góðs íþróttamanns." Síðan tók Jón Páll við verðlaun- um sínum, farandbikarnum glæsi- lega, svo og eignargrip sem Veltir hf. gefur, en Veltir býður auk þess íþróttamönnum ársins hverju sinni á kjör íþróttamanna Norður- landa og fer það fram síðar í þess- um mánuði. Ásgeir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Veltis, tók síðan til máls og færði þá meðal annars Skúla Óskarssyni, íþróttamanni ársins 1980, gjöf frá Volvo-verk- smiðjunum í Skandinavíu. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, tók einnig til máls. — U 10 efstu í kosningu um íþróttamann arsins EFTIRTALDIR íþróttamenn hlutu stig í kosningu um íþróttamann ársins árið 1981. Alls hlutu 24 íþróttamenn stig í kosningunni að þessu sinnL 1. Jón Pill Sigmarsson KR 48 stig. Kraftlyflingar. 2. Pétur Guðmundsson Val 45 stig. Körfuknattleikur. 3. Sigurður T. Sigurðsson KR 43 stig. Frjálsar fþróttir. 4. Arnór Guðjohnssen Lokar en 30 stig. Knattspyrna. 5. -6. Sigurður Sveinsson Þrótti 28 stig. Handknatt leikur. 5.-6. Ásgeir Sigurvinsson B-Miinchen 28 stig. Knattspyrna. 7. Ragnar Ólafsson GR 26 stig. Golf. 8. Guðmundur Baldursson Fram 22 stig. Knattspyrna. 9. Einar Vilhjálmsson IIMSB 20 stig. Frjálsar íþróttir. 10. Þorbergur Aðalsteinsson Víkingi 16 stig. Handknatt- leikur. 10. Hreinn Halldórsson KR 16 stig. Frjálsar íþróttir. Aðrir íþróttamenn sem hlutu stig í kosningu um iþróttamann ársins voru þessir: 12. Ingólfur Gissurarson ÍA 9 stig. Sund. 13. Lárus Guðmundsson Vík- ingi 8 stig. Knattspyrna. 14. Kristján Arason FH 7 stig. Ilandknattleikur. 14. Torfí Magnússon Val 7 stig. Körfuknattleikur. 14. Skúli Óskarsson KR 7 stig. Kraftlyftingar. * Kristján Kigmundsson Víkingi 5 stig. Handknattleikur. Sigurður Matthíasson UMSE 5 stig. Frjálsar íþróttir. Bjarni Friðriksson Ármanni 5 stig. Judó. Martcinn Geirsson Fram 4 stig. Knattspyrna. Ingi l»ór Jónsson ÍA 3 stig. Sund. Kagnheiður Ólafsdóttir FH 1 stig. Frjálsar íþróttir. Guðrún Ingólfsdóttir 1 stig. Frjálsar íþróttir. Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu: ísland í riðli með Spán- verjum og Hollendingum DKEGIÐ var í riðla í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í París í gærdag og eru nokkur æði sterk landslið í riðli með íslandi. Verður róðurinn þungur og örugglega erfitt að fylgja eftir hinum frábæra árangri sem náðist í HM-keppninni. ísland er í 7. riðli ásamt Spáni, Hollandi, Irlandi og Möltu. Eins og sjá má, hefur ísland færst upp um styrkleikaflokk, en til þessa hefur ísland jafnan verið á sama bekk og lönd eins og Malta, Kýpur og fleiri lönd. Áður en lengra er haldið skulum við líta á riðlaskiptinguna. 1. ríðill: Belgía, Austur-Þýskaland, Skotland og Sviss. 2. riðill: Pólland, Rússland, Portúgal og Finnland. 3. riðill: England, llngverjaland, Grikkland, Danmörk og Luxemborg. 4. riðill: Júgóslavía, Wales, Búlgaría og Noregur. 5. riðill: Ítalía, Tékkóslóvakía, Rúmenía, Sviss og Kýpur. 6. riðill: VesturÞýskaland, Austurríki, N Írland, Tyrkland, Albanía. 7. riðill: Spánn, Holland, írland, ísland og Malta. Sigurvegarinn í hverjum riðli gestgjafar, þurfa ekki að leika um kemst svo í lokakeppni sem fram sæti sitt í keppninni. fer í Frakklandi. Frakkar, sem Ron Greenwood, yfirmaður „Veróum aðskora mikið gegn íslandi" - segir forseti spænska knatt- spyrnusambandsins viö AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.