Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 23
pltrjgmnMnfoiifo LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 ÞÓKHILDUR IKJRLEIFSDÓTTIR: „Greinilegt að allir leggja mikið á sig“ Þetta er í fyrsta sinn sem Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstýrir óperu og er við spurðum hana hvort mikill munur væri á leik- stjórn leikrita annars vegar og hins vegar þessu verki, sagði hún: „Það er ekkert eitt sem skilur á milli, þó eru ákveðin atriði sem koma eingöngu fyrir í óperu, það er t.d. miklu stærri hópur á svið- inu í einu, og flestir verða meira og minna að snúa að hljómsveitar- stjóranum. Aðaltilgangur þessa stóra hóps er að syngja en leik- stjórinn verður að láta líta út fyrir að hópurinn hafi einhvern annan tilgang. Nú, að auki verður leikstjórnin að falla að músíkinni, það dugir ekki að gera eitthvað sem ekki passar við hana. Annars hefur þetta verið ótrúlega mikil vinna hér á öllu fólkinu, og greini- legt að allir vilja leggja mikið á sig þar sem við erum að stíga fyrsta skref okkar í vonandi langri sögu óperu á Islandi." ÓLÖF KOLBRÚN HARÐARDÓTTIR: „Bjartsýn á framtíðina“ „Við höfum verið með æfingar hér í húsinu frá 5. nóvember, en þá hófu allir störf við húsið, arkitekt og iðnaðarmenn við breytingar, og við söngvararnir og kórinn byrj- uðum að æfa á ganginum," sagði Ólöf Kolbrún, sem fer með eitt stærsta hlutverkið í óperunni. „Reyndar hefur allt gengið hér eins og í sögu, það er ekkert nema úrvalsfólk sem hefur verið hér að vinna, söngvararnir hafa ekki ver- ið einu eldhugarnir, hér hafa ailir lagst á eitt.“ Hún sagði að flestir einsöngvararnir væru starfandi við tónlistarskóla borgarinnar og hefðu fengið leyfi frá störfum meðan sýningar standa yfir. „Við erum ráðin í þessa sýningu, en við höfum alltaf verið bjartsýn, erum það varðandi framtíðina sem hingað til og vonumst til að þetta gangi allt sem best.“ ANNA JÚLlANA SVEINSDÓTTIR: „Leggst mjög vel í mig“ „Óperan leggst mjög vel í mig, það er gaman að sjá hvernig húsið verður til, þegar við komum til æf- inga á daginn má sjá breytingar sem átt hafa sér stað um nóttina, því hér hefur verið unnið allan sóiarhringinn," sagði Anna Júlí- ana, sem er í hlutverki sígauna- konunnar Zcipru. „Þar sem húsið er nú komið vonast ég til að eftir- leikurinn verði auðveldur og hér verði starfrækt ópera af fullum krafti.“ HALLDÓR VILHELMSSON: „Vonandi framhald á þessu“ „Vonandi verður framhald á þessu af fullum krafti," sagði Halldór, sem er í einu af stærstu hlutverkunum, syngur svínabónd- ann. „Mér fannst þetta hlutverk ekki henta mér í fyrstu, en sú staða kom upp að annaðhvort var að hrökkva eða stökkva og ég sé ekki eftir því núna. Það er alltaf gaman að spreyta sig á einhverju nýju.“ ÁSRÚN DAVÍÐSDÓTTIR: „Eigum nóg af góðu fólki“ „Nei, ég finn ekki fyrir tauga- óstyrk, allavega ekki enn. Ég er að vona að ég hafi sjóasÞí þessu, er búin að taka út svo mörg „sjokk“ fram að þessum tíma, t.d. við að syngja einsöng í fyrsta sinn o.s.frv., þannig að þetta kemur bara í beinu framhaldi af því,“ sagði Ásrún, en hún lauk kennara- prófi frá Söngskólanum í fyrra- vetur og einsöngsprófi sl. vor og syngur nú sitt fyrsta hlutverk á óperusviði. „Mér finnst spennandi að taka þátt í þessu og vonast til að verði framhald á óperusýning- um. Við eigum nóg af góðu fólki og marga sem eru að læra að syngja, meirihluti kórsins hérna er t.d. ýmist að læra söng eða jafnvel bú- inn að ljúka námi." ELÍSABET ERLINGSDÓTTIR: Verða miklir fagnaðarfundir „Ég er í hlutverki Mirabellu og hef verið ráðskona svínabóndans i 20 ár er óperan byrjar. Carneros, eiginmaður minn, og ég urðum viðskila, en hittumst sem sagt á ný eftir langan aðskilnað og það verða miklir fagnaðarfundir," seg- ir Elísabet er við náum taii af henni er hún stendur upp frá ein- um förðunarmeistaranum og er á ieiðinni í búning Mirabellu. „Hér hefur ríkt mjög góður andi og ég vona að þetta fari allt vel.“ ALEXANDER MASCHAT: „Góður andi á sveimi“ Hljómsveitarstjóri óperunnar er Alexander Maschat. Við spurð- um hann hvernig honum litist á húsið til óperuflutnings. Hann sagði að í húsinu væri mjög góður hljómburður, og auk þess væri það mjög heiilandi í alla staði, gamalt og góður andi á sveimi. Hljóm- sveitargryfjan mætti að vísu vera stærri þar sem önnur verk krefj- ast fleiri hljóðfæraleikara, en í þessu verki. Breytingar ættu að vera auðveldar. JOHN SPEIGHT: „Draumar að rætast“ Elín Sigurvinsdóttir: Stærsti draumurinn að fá húsið — NÚ ER vonandi að rætast vel úr þessum óperumálum, núna eru eiginlega komin tvö fyrirtæki, sem geta flutt óperur, Þjóðleikhúsið og Islenska óperan, sagði Elín Sigur- vinsdóttir söngkona. — Kannski má búast við því að örli á samkeppni milli þessara að- ila, en þarna er vissulega um sam- vinnu að ræða einnig, t.d. hvað varðar búninga og ljósabúnað. En stærsti draumurinn sem rætist er að nú er húsið fyrir hendi og það er gaman að þetta skuli virðast geta gengið svona vel. .liinnmsqu iiumojg jgu. Már Magnússon: „Vona að starfið verði blómlegt“ „ÉG ER að sjálfsögðu hrifinn af þessu framtaki og vona að starfið verði sem blómlegast á næstu ár- um,“ sagði Már Magnússon. „Að auki vona ég að rekstur verði stöð- ugur og óperunni vaxi fiskur um hrygg. Þetta er það fyrsta sem í huga minn kemur varðandi þenn- an merkisáfanga. Ég vona sann- arlega hið besta og óska þeim sem standa að þessari fyrstu sýningu innilega tii hamingu." .i»,n i Ingveldur Hjaltested: Gamall draumur að fá eigið hús — ÞETTA ER búið að vera af- skaplega mikið átak og ég óska þeim til hamingju, sem lagt hafa sitt af mörkum til að hrinda ís- lenskri óperu af stað, sagði Ing- veldur Hjaltested. — Það hefur verið draumur ís- lenskra söngvara að fá eigið hús til að vinna í, en við höfum verið svo heppin að hafa haft leikhúsið líka þar sem hafa verið fluttar margar óperur. Þetta verður erfitt í byrjun, fólkið er duglegt og ég vona að hér fari allt vel og að sem flestir fái að syngja með. Auðveldlega ætti að vera hægt að skipta verkefnum milli söngvara okkar, við eigum nóg af góðum söngvurum. Ég óska óperunni til hamingju og þeir sem staðið hafa í þessum undirbúningi eiga heiður skilinn og þakkir fyrir þessa miklu vinnu sína. Þorsteinn Hannesson: Gleðst yfir þessum stórhug — ALLT jákvætt sem er að gerast í óperumálum er gamall draumur sem við sjáum smám saman ræt- ast og ég get ekki annað en óskað þessu fólki alis hins besta, sagði Þorsteinn Hannesson söngvari. — Hér er á ferðinni ungt fólk og stórhuga og ef ég get orðið þvi að einhverju liði þá veit það hvar mig er að finna, en sjálfur er ég orðinn of gamall tii að vera með. Ópera á það mikil ítök í fólki og það væri náttúrlega skemmtileg- ast ef ópera gæti starfað bæði í Gamla bíói og Þjóðleikhúsinu, þá gætum við labbað á milli og hlust- aðáóperur! .......

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.