Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANUAR 1982
26
Yfirlýsing vegna yfirlýsinga
Gudmundar Sæmundssonar
VKGNA „yfirlýsinga frá Guðmundi
Sæmundssyni" í blödum undanfarið
viljum við undirrituð taka eftirfar
andi fram:
Það er ekkert nema gott um það
að segja að fólk hafi tækifæri til
að velja í þessu tilfelli um forystu
verkalýðsfélagsins Einingar, milli
lista trúnaðarmannaráðs félags-
ins og lista Guðmundar Sæ-
mundssonar, en það er ódrengilegt
að reyna að afla sér fylgis með
dylgjum og rakalausum fullyrð-
ingum, en það er einmitt það sem
við teljum að Guðmundur Sæ-
mundsson geri í grein sinni.
Það er órökstudd fullyrðing að
segja að forystu félagsins vinni á
„einræðislegan" hátt. Stjórn fé-
lagsins vinnur eftir lögum þess, en
þau hafa verið samþykkt á félags-
fundum af meirihluta fundar-
manna. Lagabreytingatillögur
G.S. komu einnig fyrir félagsfund
SIGLUKJARDARTtKlARINN Stál-
vík seldi 96,3 tonn af fiski í Grimsby
í gærmorgun fyrir 1.028,3 þúsund
krónur og var meðalverð á kíló kr.
10,67.
Þá lauk Ingólfur Arnarson, tog-
og voru afgreiddar þar á lýðræð-
islegan hátt. Ennþá, að minnsta
kosti, telst það lýðræðisleg
ákvörðun þegar meirihlutinn ræð-
ur.
Að reglum um stjórnarkjör má
eflaust ýmislegt finna, en verka-
lýðsfélagið Eining er frábrugðið
mörgum öðrum stéttarfélögum að
því leyti að það er mjög fjölmennt
(yfir 3.000 félagar) spannar yfir
stórt svæði (allt frá Olafsfirði til
Grenivíkur) og innan félagsins eru
margar og ólíkar starfsgreinar.
Að þessu þarf sérstaklega að
hyggja þegar menn eru kosnit til
trúnaðarstarfa fyrir félagið og
þetta hefur vafalaust vegið þyngst
þegar listakosning var valin sem
leið til kjörs í trúnaðarstöður.
Okkur finnst það engir afarkostir
að þurfa stuðning 3,3 prósent fé-
lagsmanna á bak við lista til
ari Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
við að selja í Bremerhaven. Alls
landaði togarinn 148,7 tonnum
fyrir 1.354,1 þúsund kr. Meðalverð
á kíló var kr. 9,10.
breytinga á forystu félagsins.
„Ofríki gagnvart deildum fé-
lagsins." Ef það er almenn skoðun
innan deilda félagsins að forustan
beiti þær ofríki hlyti það að hafa
borist okkur til eyrna en þannig
hefur gagnrýni frá deildum fé-
lagsins ekki verið orðuð við okkur.
Samkvæmt lögum eiga deildirn-
ar fulltrúa í trúnaðarmannaráði í
hlutfalli við félagatölu á hverjum
stað. Á tímabili, var hlutfall
deilda hærri í trúnaðarmanna-
ráði, en Akureyringa, en á næst-
síðasta aðalfundi var lögum breytt
þannig að nú situr í trúnaðar-
mannaráði einn fulltrúi fyrir
hvert hundrað félagsmanna.
Það var vegna óska núverandi
formanns félagsins að fulltrúi úr
einni af deildum félagsins var á
lista sem varaformaður, það var
gert m.a. til að reyna að efla
tengsl deildanna við aðalstjórn-
ina. Þessi fulltrúi átti sæti í
stjórninni í tvö ár en gaf ekki kost
á sér lengur. Nú eru aftur uppi
raddir um að deildir tilnefni full-
trúa í stjórn og verður þá vonandi
samþykkt af trúnaðarmannaráði
félagsins.
„Fræðsla fyrir hinn almenna fé-
lagsmann." Fyrir rúmu ári tók
stjórn félagsins þá ákvörðun án
þess að leggja það fyrir félagsfund
að hafa „opið hús“ í Þingvalla-
stræti 14, á tveggja vikna fresti.
Þar skyldi fara fram fræðsla um
málefni félagsmanna. Því var
hætt vegna þess að félagsfólkið
sýndi, því miður, ekki áhuga.
Samningamálin: „Forusta fé-
lagsins tilbúin til að éta ofan í sig
kröfugerð félagsins og ýmis stór
orð.“ Bráðabirgðasamningarnir
sem G.S. á sennilega við með þess-
um orðum voru afgreiddir á lýð-
ræðislegan hátt á almennum fé-
lagsfundi. Rétt er að stjórnin og
trúnaðarmannaráðin mæltu með
samþykkt þeirra eins og aðstæður
voru þá. Svo mikil tengsl hafði
forustan að minnsta kosti við fé-
lagsfólk að hún gerði sér grein
fyrir því að fólk var ekki tilbúið til
stóraðgerða í desember og yfirvof-
andi var verkfall hjá sjómönnum
frá áramótum, þó G.S. væri til-
búinn til aðgerða.
Hér að framan hefur einungis
verið minnst á nokkur af þeim at-
riðum sem fram koma í grein G.S.
Okkur er það jafnljóst og öllum
öðrum að erfitt er að stjórna svo
öllum líki og enginn er svo full-
kominn að hann hafi ekki þörf
fyrir leiðbeiningar og gagnrýni
sem er á rökum reist. Því biðjum
við félagsmenn að afla sér upplýs-
inga um þau mál sem G.S. slær
fram án nokkurra skýringa.
8. jan. ’82.
Sævar Frímannsson varafor
maður Kiningar, Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir ritari, Unnur
Geirsdóttir gjaldkeri, Þórarinn
Þorbjarnarson meðstjórnandi,
Ólöf V. Jónasdóttir meðstjórn-
andi. Agúst Kolbeinn Sigur
laugsson formaður Olafsfjarð-
ardeildar, Guðrún Skarphéð-
insdóttir formaður Dalvíkur
deildar, Matthildur Sigurjóns-
dóttir formaður Hríseyjardeild-
ar, Jenný Jóakimsdóttir for
maður Grenivíkurdeildar.
Góðar sölur í Brem-
erhaven og Grimsby
„Ljóst að
tjónið er
mikið“
segir Ingólfur
Theódórsson
netagerðarmeistari
ÞAÐ ER ekki enn búið að
meta tjón það sem varð á hús-
inu í brunanum, en Ijóst er að
það er rnikið,” sagði Ingólfur
Theodórsson netagerðar
meistari í Vestmannaeyjum í
samtali við Morgunblaðið í
gær.
Ingólfur sagði, að það
hefði dregið úr tjóni í brun-
anum á Netagerð Ingólfs að
neðri klæðningin á þakinu
væri úr járni en ekki timbri
eins og víðast hvar væri. Ef
svo hefði ekki verið, væri
nokkuð öruggt að þakið
hefði hrunið og skemmdir
því orðið miklu meiri. Að
vísu væri vinnuaðstaðan
erfið eins og væri, þar sem
neðri járnklæðningin gréti
sífellt vegna raka.
„Þó svo að þakið hefði
hrunið í brunanum, þá hefði
tjón á nótum ekki orðið
verulegt," sagði Ingólfur.
„Aðalnótageymslan hjá mér
er algjörlega eldtrygg og
engin hætta á að eldur hefði
komist þangað inn.
Ovæntir gestir á
Bókmenntir
Ævar R. Kvaran
Ruth Montgomery:
ÓVÆNTIK GKSTIR Á JÖRÐU.
Þýðandi: Úlfur Kagnarsson.
Útgefandi: Skuggsjá:
Það má segja að rit djúphyggju-
mannsins og heimspekingsins
Ralph Waldo Emersons hafi verið
árblik hinnar miklu dögunar aust-
rænnar speki, sem reis yfir Vest-
urlönd og Vesturheim um miðbik
síðastliðinnar aldar, enda var
hann stundum nefndur „rödd úr
austri". Emerson unni mjög Veda-
bókunum, helgiritum Indverja,
enda var hann ákaflega mikils-
virtur á Indlandi. Það tók þó þjóð
hans, Bandaríkjamenn, drjúgan
tíma að átta sig á þessu andlega
stórmenni.
Bandaríkjamenn eru frábærir
vísindamenn, eins og Nóbelsverð-
launin árlega sýna, en hafa hins
vegar lagt helst til mikið uppúr
veraldargengi og margir verið
miklir efnishyggjumenn. En það
er nú að verða æ fleirum ljóst, að
ekki er hægt að kaupa það sem
máli skiptir fyrir hinn almáttuga
dollar, því hina óhamingjusömu er
ekki síður að finna í hópi auðkýf-
inga en fátæklinga. Gildismat
Bandaríkjamanna hefur því tekið
að riðlast verulega undanfarna
áratugi. Fólk er í vaxandi mæli
tekið að hungra eftir andlegri
fæðu. Flestir telja slíkt vafalaust
breytingu til batnaðar og er það
rétt. En hér fylgir böggull skamm-
rifi. Þetta hefur nefnilega opnað
möguleika fyrir nýja tegund
svikaviðskipta. Hvers konar
óprúttnir menn auglýsa sig sem
gúrúa og alls kyns galdramenn á
hinum andlegu sviðum og bjóða
hverjum sem er gull og græna
skóga. Allt sem til þarf er að læra
hinar andlegu aðferðir sem við-
komandi býður að kenna gegn
ákveðinni greiðslu, og þar er kennt
hvernig menn geti orðið stórauð-
ugir og áhrifamiklir, svo að segja
á svipstundu, ef beitt sé þeim að-
ferðum sem viðkomandi gúrú einn
þessir svikarar upp vefjarhött og
kalla sig indverskum nöfnum til
þess að villa á sér heimildir.
I landi þar sem slíkt er orðið
atvinna fjölda manna, er ekki
furða þótt greindu fólki blöskri og
sumir freistist til alhæfinga í þá
átt, að allir sálrænir hæfileikar
séu ekkert annað en svik. En þeir
sem rannsaka slík mál gaumgæfi-
lega komast fljótt að annarri
niðurstöðu.
Þegar þetta er haft í huga þarf
engan að undra þótt Ruth Mont-
gomery hafi upphaflega verið
mjög efagjörn og vantrúuð í þess-
um efnum, þegar hún tók að
kynna sér starfsemi bandarískra
miðla. En hún forðaðist þó að
skapa sér fordóma áður en hún
tók að rannsaka þessi mál; og eftir
að hún kynntist hinum stórkostl-
egu hæfileikum Arthurs Fords
hvarf það sem eftir var af efa
hennar, enda var henni bent á að
hún byggi sjálf yfir sálrænum
hæfileikum, sem hægt væri að
nota til góðs.
Ruth Montgomery, sem er
greind kona og dugmikil, varð
fréttaritari við ýmis stórblöð í
Bandaríkjunum og gat sér góðan
orðstír. Stjórnmál voru sérsvið
hennar. En eftir að hún tók að
kynnast hinum andlegu hæfileik-
um ýmissa manna og uppgötvaði
jafnvel að hún bjó yfir slíkum gáf-
um sjálf, tók hún brátt að semja
bækur um þessi efni sem byggðust
á því sem fram kom hjá henni í
ósjálfráðri skrift. Hefur hún orðið
afkastamikill rithöfundur, því
bækur hennar munu nú orðnar
a.m.k. 12 að tölu.
Islendingar hafa kynnst þessum
höfundi allvel, því bækur hennar,
hafa verið þýddar á mörg tungu-
mál og hafa einnig a.m.k. þrjár
komið út á íslenzku: Framsýni og
forspár í þýðingu Sveins Víkings
1966 og tvær í þýðingu Hersteins
Pálssonar: í leit að sannleikanum
1967 og Lífið eftir dauðann 1970.
Þetta er því fjórða bók Ruthar
Montgomery sem út kemur á ís-
lensku. Allt eru þetta mjög at-
hyglisverðar bækur. En sennilega
hefur mest reynt á kjark höfundar
að skrifa og gefa út síðustu bókina
Ovæntir gestir á jörðu, sem hér
birtist í þýðingu Úlfs Ragnarsson-
ar, læknis.
Ástæðan er sú, að í þessari bók
er spáð fyrir næstu aldamót eins
konar ragnarökum, (hvorki meira
né minna) sökum pólskipta jarðar.
Leiðbeinendur hennar komast svo
að orði um þetta: „Veðurfar gerist
stormasamt, loftraki vex og úr-
koma einnig. Skruðningar heyrast
í iðrum jarðar og tré svigna til.
Skömmu fyrir skiptin verða at-
burðir sem hafa má til marks um
að tíminn sé í nánd. Gos taka sig
upp á fornum eldstöðvum á eyjum
í Miðjarðarhafi. Eldsumbrot verða
í Suður-Ameríku og Kaliforníu,
sem valda loftmengun. Land-
skjálftar bylta Norður-Evrópu,
Asíu og Suður-Ameríku og hljót-
ast af geysilegar flóðbylgjur ...“
o.s.frv.
Minna þessar lýsingar einna
helst á Völvuspá:
Sól lór sorlna
sígur fold í mar,
hvorfa af himni
huidar sljörnur.
(■c*isar eimi
vid aldurnara,
lcikur hár hiti
við himin sjálfan.
Og samkvæmt þessum voða-
spám leiðbeinenda Ruthar Mont-
gomery eru möndulskipti jarðar
með öllum sínum ógnum og skelf-
ingum ekki það eina sem á eftir að
dynja yfir mannkynið í náinni
framtíð, heldur verður þriðja
heimsstyrjöldin á síðari hluta ní-
unda áratugarins. Lýsingar á
þessum ógnum öllum eru víða all-
rækilegar í einstökum atriðum og
því víða hroðalegar. Þetta leysir
vitanlega um leið hið óhugnanlega
mannfjölgunarvandamál, því
manni skilst að ekki komist marg-
ir af eftir þessar ógnir og skelf-
ingar.
jörðu
Það er engu líkara en leiðbein-
endurnir hafi beinlínis skrifað
handritið að þessum spám sínum
eftir Völvuspá, því víst væri hægt
að segja eftirfarandi lýsingu á
ýmsu í nútímanum:
Bræður munu herjaxt
og að bönum vcirða.sl,
munu syslrungar
sifjum spilla;
harl er í heimi,
hórdómur mikill,
skeggöld, skálmöld,
skildir klofnir,
vindöld, vargöld,
áður veröld sleypisl,
mun engi maður
öðrum þyrma.
Og hvað tekur svo við að loknum
þessum ragnarökum nútímans?
Jú, samkvæmt spádómi leiðbein-
endanna taka þá við tímar, sem
verða upphaf þúsundáraríkisins,
sem spáð er í Opinberunarbók
Biblíunnar, þegar Kristur kemur
aftur til jarðar og stofnar friðar-
ríki, sem vara mun í þúsund ár.
Eða svo enn sé vitnað í Völvuspá:
Sér hún upp koma
öðru sinni
jörð úr ægi
iðjagræna.
Kalla fossar,
flýgur örn yfir,
sá er á fjalli
fiska veiðir.
Munu ósánir
akrar vaxa,
höls mun all.s balna,
Haldur mun koma.
Maður skyldi nú ætla að öll
þessi stórtíðindi væru meginefni
þessarar bókar, en þótt undarlegt
sé, þá er bókin ekki einu sinni
kennd við þetta efni, heldur allt
annað, sem venjulegum lesanda
hlýtur að þykja falla í skugga spá-
dóma um ragnarök. Bókin heitir
nefnilega á ensku Strangers among
us og hefur því í ágætri þýðingu
Úlfs Ragnarssonar hlotið nafnið
Úvæntir gcstir á jörðu. Hefur þýð-
andi skrifað snjallan formála að
bókinni, sem ég tel mjög nauð-
synlegan. Þar bendir hann til
dæmis á þá staðreynd, að sumt af
því sem sagt er fyrir í þessari bók
hefur ekki komið fram á þann hátt
sem frá er greint og nefnir dæmi
um það og er niðurstaða Úlfs því
sú, að spádómum beri að taka með
fyrirvara, þvi valfrjáls vilji manns-
ins geti þreytt atburðarás. Þetta
ætti að vera þeim nokkur huggun
sem fyllast ótta við lestur þessara
stórviðburða. Telur Úlfur að leið-
beinendurnir vilji með þessu að-
vara mannkynið með því að greina
frá útkomunni sem verði, ef öflin
sem eru að verki á líðandi stund
fái að þróast áfram eftir sömu
óheillabraut. Úlfur vitnar í hina
frægu sögu Sigurðar Nordals um
ferðina, sem aldrei var farin, sem
lýsir því með snilld hvernig keis-
ari Rómverja gerir ungan mann
að jákvæðum og sterkum persónu-
leika með því að fela honum að
undirbúa sig undir hættuför, sem
síðan aldrei var farin. Það var
undirbúningurinn undir þessa för
sem sköpum skipti fyrir unga
manninn.
Þess vegna segir Úlfur í formála
sínum: „Segjum svo að við færum
aldrei þá för, sem leiðbeinendur
Ruth Montgomery spá okkur og
mannkyni öllu. Væri samt ekki
betra að vera undir slíka för bú-
inn?“
Þessi bók, sem Ruth Montgom-
ery hefur skrifað ósjálfrátt, sam-
kvæmt fyrirmælum leiðbeinenda
sinna fyrir handan, dregur nafn
sitt af því fyrirbæri sem Úlfur
Ragnarsson kallar á íslensku
skiptisálir.
I bókinni segir, að slíkar verur
séu þegar á jörðinni og skipti tug-
um þúsunda. Hér er um að ræða
þróaðar verur, sem hafa tileinkað
sér ljósa vitund um tilgang lifsins
gegnum endurteknar holdtekjur á
jörðinni, sniðganga nú fæðingu og
bernsku og koma beint í fullvaxta
líkami og spara sér þannig tíma.
Hér er á ferð þróuð mannvera,
sem fær leyfi til þess að taka við
líkama annarrar mannveru, sem
æskir að losna úr jarðvistinni.
Hefur sá sem þessar línur hripar
ekki heyrt getið um slíkt fyrr og er
fróðlegt að kynnast þessum nýju
hugmyndum.
Oll er þessi bók hin athyglis-
verðasta og minnir okkur á það á
hvílíkum ógnar- og hættutímum
við lifum. Úlfur Ragnarsson var
manna líklegastur til þess að þýða
slíkt verk, enda gerir hann það
með ágætum. En hann er áreið-
anlega meðal fróðustu manna hér
á landi um sálræn efni.