Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 22
2tíor0iinfolaMí»
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982
Söngvarar og starfsfólk íslenzku óperunnar á sviöi Gamla bíós. Ljósm Friöþjófur Heigason.
um og verndara. Þegar Barinkay hefur
svarið þeim hollustu, og þeir hyllt hann, fer
hann fyrir hópnum að húsi Zsupáns og
kunngerir að skilmálum Arsenu sé full-
nægt; hann sé orðinn barón, Sígaunabarón.
Hann bætir svo gráu ofan á svart með því
að kynna Saffi sem konuefni sitt, en Zusp-
án og hans fólk heitir því að hefna þessarar
vanvirðu.
Annar þáttur
Með þeim Barinkay og Saffi hafa nú tek-
izt ástir, og að ráði Czipru leita þau þrjú að
hinum týnda fjársjóði sem Múhameð Kúlí
pasja og faðir Barinkays eiga að hafa fólgið
á eigninni. Og fjársjóðurinn finnst.
Þegar sígaunarnir vakna til starfa sinna
birtast þeir Carnero og Zsupán. Sambúð
þeirra Barinkays og Saffi veldur mikilli
hneykslan; ekki hvað sízt er þau lýsa því
yfir að þröstur á grein hafi gefið þau sam-
an, og, vígsluvottarnir hafi verið tveir
storkar. Einkum er Carnero misboðið, því
að hann er raunar fulltrúi siðgæðisráðsins
í Vínarborg.
Nú birtist Homonay greifi með mönnum
sínum þeirra erinda að kveðja menn til
herþjónustu á Spáni. Meðal annarra lætur
hann skrá þá Zsupán og Ottókar í herinn,
en Barinkay býður fram fjársjóðinn
fundna. En þegar Carnero ber upp sín er-
indi við Homonay, um syndsamlega sam-
búð Barinkays og sígaunastelpu, upplýsir
Czipra að Saffi sé engin önnur en dóttir
fornvinar föður Barinkays, Múhameðs Kúl-
ís pasja, og afhendir Homonay skjal þessu
til staðfestingar. Barinkay bregzt svo við
þessum tíðindum að hann gengur sjálfur í
herþjónustu í þeirri trú að hann sé ekki
lengur samboðinn svo tiginni stúlku sem
Saffi. Og hinir nýskráðu hermenn kveðja
nú sitt fólk og halda til Spánar.
Þriðji þáttur
Tveimur árum síðar bíða Vínarbúar þess
að Spánarherinn haldi innreið sína í borg-
ina; þangað eru þær nú komnar Mirabella
og Arsena til að fagna ástvinum sínum,
Ottókar og Zsupán. Carnero einn hefur um
annað að hugsa: Homonay afhendir honum
bréf þess efnis að siðgæðisráðið sé leyst frá
störfum.
Zsupán kemur fyrstur hermannanna, og
hefur frá mörgu að segja úr herförinni.
Arsenal og Mirabella fagna Ottókar. Bar-
inkay hlýtur nú barónstign fyrir vasklega
framgöngu sína í stríðinu, auk þess sem
hann fær að halda fjársjóðnum fundna.
Hann biður Arsenu — en fyrir hönd Ottók-
ars. Og þá fyrst tilkynnir Homonay honum
þriðju launin fyrir hetjuskapinn. Saffi hef-
ur beðið þess að mega verða kona hans.
Það er einvala forystulið sem hrindir úr
vör Islenzku óperunni og það verður spenn-
andi að fylgjast með því hvernig íslenzkir
söngvarar verða nú virkjaðir þannig að
hver og einn fái tækifæri til þess að stækka
sviðið.
„Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá,“
auglýstu Silli og Valdi í áratugi, og það fer
ekkert á milli mála að íslenzka óperan í
Gamla bíói er einn af ávöxtum Silla og
Helgu. Það er skemmtilegt að það skuli
vera ungir íslenzkir söngvarar sem eru í
fremstu röð forystusveitarinnar og að öðr-
um ólöstuðum skal nefna þau Ólöfu Kol-
brúnu Harðardóttur, Garðar Cortes og
Asrúnu Davíðsdóttur sem syngur nú sitt
fyrsta óperuhlutverk á sviði.
íslenzka óperan er komin á flot, lagið er
tekið og það verður spennandi að fylgjast
með áralaginu.
Svala Nielsen:
Skilyrði að
söngvarar
standi saman
— ÉG ER afskaplega glöð yfir því
að íslensk ópera er nú komin á
laggirnar, það höfum við söngvar-
ar lengi þráð, en frumskilyrðið er
að allir söngvarar standi saman
sem einn maður, sagði Svala Niel-
sen söngkona.
— Þjóðleikhúsið hefur flutt
óperur og margar gengið vel, en
þar hafa menn þurft að glíma við
erfiðan fjárhag svo það er stór
stund í lífi söngvara að komast nú
í eigið hús. En það verður engin
ópera og það syngur enginn nema
fólkið komi og reynslan hefur sýnt
að við eigum marga óperuunnend-
ur.
En ég vil ítreka að mér finnst
frumskilyrðið það, að söngvarar
standi vel saman, þeir hafa ekki
gert það nógu vel, en geri j>eir það
þá mun vel fara. Óska ég Islensku
óperunni til hamingju og vona að
allt gangi vel.
Hákon Oddgeirsson:
Gamla bíó
verður
gott leikhús
ÞAÐ ER búið að reyna mikið við
þessa hluti áður, við fluttum t.d.
Ástardrykkinn í Tjarnarbíói hér
um árið, en nú er þetta allt að fara
af stað með endurnýjuðum krafti,
sagði Hákon Oddgeirsson söngv-
ari.
— Ég er mjög ánægður með
hvernig málum er nú komið.
Gamla bíó verður vinalegt og gott
leikhús og sýningin, sem nú er
framundan er falleg sýning. Þess
vegna er ég ekki í vafa um að allt
verði þetta skemmtilegt og á von-
andi góða framtíð fyrir sér.
Fridbjörn G. Jónsson:
Mikið búið að
glíma við
þetta verkefni
ÞAÐ ER mikið búið að glíma við
að láta þennan draum um íslenska
óperu rætast og ég vona vissulega
að Islenska óperan sé vísir að því
sem koma skal, sagði Friðbjörn G.
Jónsson söngvari.
— Fólkið er búið að leggja á sig
óskaplega mikla vinnu og síðan
verðum við að bíða og sjá til hvaða
aðstoð þessi starfsemi fær, því það
er vitað mál að óperuhús er ekki
rekið með hagnaði. Þetta er vissu-
lega ánægjulegt framtak og ég
óska aðstandendum þess alls hins
besta.
Rut L. Magnússon
Stórviðburður
fyrir
söngvarana
ÞETTA er stórviðburður fyrir
söngvara og merkilegt framtak og
það er gaman að vita til þess að
Gamla bíó hafi verið fengið til
þessarar starfsemi, sagði Rut
Magnússon söngkona.
— Gamla bíó er eina húsið sem
hæfir, þar er finn hljómburður og
ég hlakka mikið til að sjá verkið.
Loksins hefur söngurinn fengið
sitt eigið hús, ef svo má að orði
komast og ætti nú að fá enn fleiri
tækifæri. Ég vil óska öllum, sem
hér hafa lagt hönd á plóginn, til
hamingju með þennan viðburð.