Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 3 1
Svanlaug Einarsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 11. aprfl 1911.
Dáin 22. deseniber 1981.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Svanlaugar Einarsdóttur.
Kynni okkar urðu ekki löng, en
þess eðlis að mér þykir ástæða til
að rifja þau upp og þakka.
Það eru aðeins eitt og hálft ár
síðan við urðum nágrannar. Vegna
þess hversu tengdar íbúðir okkar
eru, var ég eðlilega spennt að
kynnast grannkonunni. Þau kynni
urðu með besta móti þegar frá
upphafi. Sjálf var ég nýkomin frá
langri dvöl í Noregi, og fljótlega
kom í ljós að nágranni minn deildi
í mörgu áhuga mínum á Norður-
löndum.
Svanlaug hafði farið víða um
Skandinavíu, og jafnvel unnið
smátíma að skógrækt í Noregi í
einni ferð sinni með bændasam-
tökunum. Með tímanum höfðum
við Svanlaug rifjað upp saman
hálfa strandlengju Noregs og
ýmsa staði sem báðar höfðu komið
til. Minni og athyglisgáfa Svan-
laugar var í besta lagi, svo hún gat
rætt og lýst bæði náttúru og um-
hverfi jafn ljóslega og væri hún
nýkomin úr ferð á viðkomandi
staði.
Þannig áttum við margar góðar
samverustundir, til dæmis uppi á
þaki, í sólbaði, þar sem ferðalögin
voru rifjuð upp og rætt um daginn
og veginn. Svanlaug fylgdist vel
með í bæjarlífinu, hún sótti reglu-
lega leiksýningar og alltaf var
gaman að heyra álit hennar á nýj-
um verkum sem þar komu fram.
Ein út af fyrir sig væru þessi
atriði lítt minnisstæð, ef ekki
kæmi til það sem mér þótti mest
um vert í kynnum mínum og sam-
skiptum við Svanlaugu. Milli
okkar var nær 40 ára aldursmun-
ur. Þessa munar þótti mér gæta
ótrúlega lítið, hið svokallaða
kynslóðabil hvarf í samvistum við
Svanlaugu. Vissulega hafði hún
frá ýmsu að segja sem bar vitni
lífsreyndri konu, en í öllu mætti
hún mér sem jafningi. Hún reynd-
ist mér áhugasöm vinkona, og átti
jafnan hlýlega kveðju eða smá-
glettni þegar við mættumst.
Mér þykir sem ég hafi orðið rík-
ari af því að fá að kynnast Svan-
laugu og upplifa svo góð samskipti
við konu af hennar kynslóð. Hún
VEGNA mistaka, sem urðu á við
birtingu þessara minningarorða um
Sólveigu í blaðinu í gær, birtast þau
hér aftur í dag. Um leið biður Mbl.
alla hlutaðcigendum afsökunar á
mistökunum.
Fædd 9. mars 1930.
Iláin 3. janúar 1982.
Mig langar í fáum orðum að
minnast minnar kæru vinkonu.
Snemma lágu leiðir okkar saman,
þar sem við ólumst upp í nágrenni
hvor við aðra. Veiga, en svo var
hún kölluð af öllum hennar ná-
nustu, var dóttir Guðríðar Sveins-
dóttur og Erlends Halldórssonar.
Hún var gift þeim góða manni
Sveini Björnssyni listmálara, sem
alla tíð var hennar stoð og stytta,
ekki sízt í langvarandi veikindum
hennar.
Seinna lágu leiðir okkar Veigu
saman aftur, þar sem við urðum
enn á ný nágrannar og vinkonur í
Köldukinninni. Sveini og Veigu
varð þriggja sona auðið. Veiga var
góð móðir og húsmóðir, enda öðl-
ingur sem allt vildi fyrir alla gera,
hógvær og hrekklaus að eðlisfari.
Nú þá Veiga er horfin er stutt á
veikasta strenginn, þá stynur mitt
viðkvæma hjarta. Mér eru minnis-
stæðir ýmsir atburðir í lífi okkar,
t.d. í Krísuvík, og einnig þegar
Sveinn og Veiga færðu mér að gjöf
sýndi mér ljóslega að áratuga ald-
ursmunur skapar engar hindranir
í samskiptum þegar áhugamál og
skaplyndi fara saman.
Dóttur hennar og fjölskyldu
votta ég samúð við fráfall mætrar
konu.
Hafdís Hannesdóttir
Svanlaug Einarsdóttir var fædd
að Hömrum í Grímsnesi 10. apríl
1911. Hún stundaði nám við
Kvennaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan prófi árið 1929.
Hún starfaði við verzlunarstörf
í Hafnarfirði um hríð og hjá Jóni
Sigtryggssyni, tannlækni, 1949—
1953. Frá 1953 starfaði hún hjá
Jóni E. Guðmundssyni bakara en
var ráðin að tannlækningastofu
Austurbæjarskólans frá 1. sept.
1955 og starfaði þar til ársins
1961.
Þá réðst hún til Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur og starfaði
þar á vegum tannlæknaþjónust-
unnar frá 1. janúar 1961 til 4. júní
1968, en þá fluttist hún sem ritari
yfir á barnadeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur, en þar vann
hún við móttöku, símavörslu og
spjaldskrárvinnu allt til dauða-
dags.
Eg kynntist Svanlaugu Einars-
dóttur fyrst er hún hóf störf við
barnadeildina. Ef ég ætti að lýsa
Svanlaugu með einu orði, mundi
ég nota orð, sem er nærri fallið í
gleymsku og dá, orðið „dama“ —
siðfágunin var henni í blóð borin.
Móttökustarf á stað, þar sem
jafn margir koma og á barnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavík-
ur, er fjölþætt. Það gerir kröfur til
þess, að sá, sem hefur það á hendi,
geti valdið mörgum verkefnum
samtímis: talað við fólk augliti til
auglitis, svarað í síma, fundið
fram rétt plögg, komið þeim rétta
boðleið, leiöbeint fólki og svarað
fyrirspurnum um ótrúlegustu
hluti — allt á sama tíma. Kvart-
anir og óánægja bitna einnig
oftast nær á þeim, sem vinnur við
móttöku, enda þótt sá hinn sami
eigi sjaldnast sök á því, sem af-
laga fer.
Það er því mikilsvert, að hlutað-
eigandi sé skýr í hugsun, fljótur að
átta sig, geðgóður og velviljaður í
málverk, sem ætíð mun minna
mig á Veigu. Ég votta Sveini, so-
num hennar og öllum hennar ná-
nustu dýpstu samúð mína. Þökk
fyrir allt og allt.
Harknörrinn glæsti «g fjorunnar (lak
fljóta bædi, trú þú og vak.
MannhTið er sem moldarhrúga
musteri guðs eru hjörtu sem trúa
þó hafi þau ei yfir höfdi þak.
E.B.
Fríða Jensdóttir
Um leið og ég kveð árið, sem er
að líða, kveð ég einnig góða vin-
konu mína, Sólveigu Erlendsdótt-
ur.
Þessi fallega og hógværa kona
kom fyrst inn í líf mitt fyrir
nokkrum árum, þegar ég flutti í
Krísuvík. En í Krísuvík höfðu þau
Sólveig og maður hennar, Sveinn
Björnsson, hús þar sem þau vörðu
flestum sinum frístundum jafnt
vetur sem sumar. Milli fjölskyldna
okkar myndaðist fljótt vinátta,
sem ætíð hélst síðan og aldrei bar
skugga á. Hálft í hvoru kveið ég
fyrir einangruninni í Krísuvík,
hélt mér myndi leiðast fámennið í
sveitinni eftir að hafa búið á möl-
inni allt mitt líf. En það voru
óþarfa áhyggjur, mér leiddist
áldrei og áttu þau hjón, Veiga, en
það var hún kölluð af vinum sín-
um, og Sveinn, stærstan þátt í því.
I Veigu fann ég trúa og trausta
garð allra, jafnt viðskiptavina sem
samstarfsfólks og hafi til að bera
óendanlega þolinmæði og lang-
lundargeð.
Svanlaug Einarsdóttir hafði
alla þessa eiginleika til að bera í
ríkum mæli. Auk þess gjörþekkti
hún takmörk síns eigin starfssviðs
og vissi upp á hár, hvaða vanda-
málum henni bar að greiða úr
sjálfri, hverjum bæri að vísa til
annarra og hvert. Þetta er vanda-
samara verk en margur hyggur en
undirstaða allrar góðrar móttöku.
Svanlaugu verður seint þakkað
frábært starf og frábær hæfni í
starfi.
Þegar ég lagði af stað í ferðalag
skömmu fyrir jól, kvaddi ég Svan-
laugu seinasta allra á vinnustað.
„Góða ferð og gleðileg jól“ voru
seinustu orðin, sem ég heyrði hana
segja.
Orðin voru venjuleg, en hvernig
hún sagði þau hlýjaði mér um
hjartaræturnar. í stað þess að
halda rakleitt áfram eins og bein-
ast hefði legið við, varð mér
ósjálfrátt á að snúa mér við enn
einu sinni og við það mætti ég
augnaráði Svanlaugar. Orðaskipt-
in urðu ekki fleiri en mér varð
hugsað: Ef það er rétt, að augun
séu spegill sálarinnar, má margur
öfunda Svanlaugu.
Mig grunaði ekki á því augna-
bliki, að Svanlaug væri um það bil
að leggja upp í miklu meiri og ör-
lagaríkari ferð en ég sjálfur, held-
ur gerði ég fastlega ráð fyrir að
sama hlýja augnaráðið og sama
hlýja brosið mundi mæta mér
fyrst allra hluta, þegar ég kæmi
aftur á heimaslóðirnar.
Staðreyndin varð samt önnur.
Við heimkomuna var mér tilkynnt
lát Svanlaugar. Hún lét lífið (
hörmulegu umferðarslysi hinn 22.
desember síðastliðinn.
Enn einu sinni hafði mér
gleymst, að það er ekkert sjálfsagt
við jarðvistina, fremur en önnur
gæði þessa heims. Þeim verður öll-
um að skila fyrr eða síðar.
Enda þótt tregi og söknuður
ráði ríkjum á skilnaðarstundinni,
er mér þakklætið samt efst í huga.
Það eru mikil forréttindi að eiga
samfylgd við gott fólk í fallvaltri
veröld og Svanlaug Einarsdóttir
tilheyrði þeirri manngerð, sem
hver og einn hlýtur að telja sér til
láns að þekkja og fá að umgang-
ast. Ég er það engin undantekn-
ing. Ég vil því nota þetta tækifæri
til að þakka henni samfylgdina og
votta einkadóttur hennar, barna-
vinkonu. Við sátum oft tímunum
saman og ræddum um allt milli
himins og jarðar. Aldrei féll
styggðaryrði frá henni til nokkurs
manns. Alltaf fann hún það góða í
öllum. Hún bar svo sannarlega
birtu og yl í bæinn, hvar sem hún
kom.
Sólveig var mjög falleg kona,
sem allir tóku eftir, dökk á brún
og brá. En þó var það hin innri
fegurð hennar, sem mér er minn-
isstæðust. Hún geislaði af innri
fegurð. Því miður eru í þessu þjóð-
félagi okkar alltof fáir, sem gædd-
ir eru þessum eiginleika. Og einn-
ig hitt, að það eru alltof fáir sem
börnum og tengdasyni samúð
mína heilshugar.
Halldór Hansen, yfirlæknir
barnadeildar, Heilsuverndar
stöðvar Reykjavíkur.
Þegar ég frétti lát Svanlaugar
Einarsdóttur brá mér mjög við.
Það bar svo óvænt að. Ég hafði
verið með henni á jólafundi Kven-
félags Hallgrímskirkju nokkrum
dögum áður. Þá var hún glaðleg að
vanda og stóð við uppþvottaborðið
að fundi loknum, er ég kvaddi
hana og óskaði henni gleðilegra
jóla. Við slíkar aðstæður hafði ég
oft séð hana, við þjónustustörf í
kirkju sinni.
Ég varð þess fljótt vísari eftir
að ég tók við prestsstarfi í Hall-
grimskirkju fyrir rúmum áratug,
að við kirkjuna starfaði öflugt
kvenfélag með áhugasömum kon-
um, sem unnið hafa þrekvirki við
byggingu hinnar stóru lands-
kirkju, ásamt störfum sínum fyrir
söfnuðinn. Víst hafa margir lagt
hönd á plóginn við byggingu Hall-
grímskirkju, en ég hefi stundum
sagt, að marga metra vantaði á
hæð turnsins, ef starfa kvenfé-
lagsins hefði ekki notið við.
Þessum ágætu konum, þessum
samhenta hópi, höfum við prestar
kirkjunnar starfað með, og óhætt
er að segja, að það er heilladrjúgt
starf. Á vissum hópi kvenna innan
félagsins hafa þó störfin mætt
mest, en það er stjórn félagsins,
hún hefir forgöngu í flestum mál-
um. En í þeim hópi var einmitt
Svanlaug. Hún var gjaldkeri fé-
lagsins hátt á annan áratug, og
hafði nýlega látið af því starfi, er
hún lést.
hafa tíma til að taka eftir honum.
Eftir að ég flutti til Grindavíkur
hitti ég Veigu alltof sjaldan.
Og þótt ég vissi að hún gengi
með sjúkdóm sem læknarnir ráða
ekki ennþá við, þá trúði ég því ein-
hvernveginn að henni myndi
batna. Hún hafði svo mikið til að
lifa fyrir, elskulegan eiginmann og
svo synina sem eru hver öðrum
efnilegri.
Mennirnir áætla en Guð ræður.
Sólveig er dáin.
Ég finn að ég hef misst góða
vinkonu. En minninguna um hana
á ég eftir. Enginn getur tekið hana
frá mér, minningu sem á eftir að
ylja mér um ókomin ár.
Guð styðji og styrki eiginmann
hennar, syni og aðra aðstandend-
ur, sem eiga um sárt að binda.
Ég kveð Sólveigu Erlendsdóttur
með þakklæti fyrir ógleymanlega
vináttu.
Gréta Jónsdóttir,
Bjargi.
Hún er í dag borin til móður
jarðar, hefur lokið lífsgöngu sinni
í Hafnarfirði, Sólveig, sem geisl-
aði á vori lífsins og var ávalit
jákvæð í amstri dagsins.
„Hún er konan sem kyrrlátust fer
og kemur þa minnst þig varir,
og les úr andvaka augum þér
hvert angur, sem til þín starir.
Hún kemur og hluslar, er harmasár
hjortun í einveru kalla.
Ilún leitar uppi hvert tregatár.
Hún telur hlödin falla."
Þannig vitja þau okkar, skáldin
bestu, á sorgarstund.
Svanlaug var einkar geðfelld og
viðmótsþýð kona. í hógværð sinni
og prúðmennsku hafði hún til að
bera ákveðni og öryggi, og hið
ábyrgðarmikla starf sitt í þágu
kvenfélagsins rækti hún frábær-
lega vel af hendi. Betri samverka-
mann en hana var vart hægt að
hugsa sér: hógværa og þýðlynda,
en þó ákveðna og áreiðanlega.
Formaður kvenfélagsins, frú Lýd-
ía Pálmarsdóttir, hefir beðið mig
að bera fram innilegar þakkir sín-
ar og félagsins fyrir hið fórnfúsa
og ágæta starf hennar, sjálf segist
hún hafa misst trausta og einlæga
vinkonu við fráfall hennar.
Svanlaug Einarsdóttir var fædd
11. apríl 1911 á Hömrum í
Grímsnesi. Foreldrar hennar voru
hjónin Einar Guðmundsson frá
Lýtingsstöðum og Valgerður Eyj-
ólfsdóttir frá Rauðalæk í Holtum.
í frumbernsku var hún tekin til
fósturs af hjónunum Þorkeli
Gíslasyni og Sigrúnu Gísladóttur
og ólst hún upp hjá þeim. Á ung-
um árum stundaði hún nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík og
útskrifaðist þaðan. Hún giftist
Þorsteini Guðmundssyni frá
Mosfelli, og eignuðust þau eina
dóttur, Önnu Margréti. Þau slitu
samvistum eftir nokkurra ára
sambúð. Svanlaug var síðan um
árabil hjá tengdaforeldrum sín-
um, séra Guðmundi Einarssyni og
Önnu Þorkelsdóttur að Mosfelli.
Eftir lát hans bjuggu þær Anna
saman á Baldursgötu 30 um
margra ára skeið. Lengst af starf-
aði Svanlaug hér í borg á barna-
deild Heilsuverndarstöðvarinnar.
Anna, dóttir hennar, er gift
Herði Jónssyni, og búa þau á
Kambsvegi 6. Börn þeirra eru tvö,
Jón Ragnar og Svanlaug Elín.
Voru ástvinirnir henni einkar
kærir, þar fékk móðurhlutverk
hennar að njóta sín. Hún og
tengdasonur hennar voru sérlega
góðir vinir og börnin ljósgeislar í
lífi hennar.
Svanlaug hélt órofa tryggð við
æskustöðvar sínar, og á Mosfelli
vildi hún látin hvíla. Sú ósk henn-
ar verður uppfyllt, því að eftir
kveðjuathöfn í Hallgrímskirkju
verður hún jarðsett að Mosfelli í
dag.
Kær þökk býr í huga mér til
ágætrar og traustrar konu fyrir
störf hennar og hlýtt handtak á
lífsleiðinni. Blessuð sé minning
hennar, megi Guðs náð umvefja
ástvini hennar.
Ragnar Fjalar Lárusson
„Nú andar nrturblær um bláa voga.
Vid bleikan himin daprar stjörnur loga.
<>g þar st*m Tordum vor í sefi song
nú svífur vetrarnóttin dimm og löng.“
Ung og aðlaðandi var Sólveig,
þegar hún á björtum sumardegi
árið 1948 giftist Sveini Björnssyni,
dugmiklum sjómanni, og síðar
listmálara í Hafnarfirði. Samhent
unnu þau að velferð síns heimilis
og drengjanna sinna, en þeir eru:
Erlendur Sveinsson, kvikmynda-
gerðarmaður, kvæntur Ásdísi Eg-
ilsdóttur og eiga þau 2 börn,
Sveinn M. Sveinsson, læknir,
kvæntur Guðrúnu Ágústu Krist-
jánsdóttur, þau eiga 2 börn, og
Þórður Heimir Sveinsson, nemi,
enn í heimahúsum.
Það var að horfnu síðasta
sumri, sem Veiga og Sveinn sátu
hjá okkur við sjóinn á hrímfölum
haustdegi, höfðum sem oft fyrr
hitt þau á listsýningu. Þetta var
góður dagur, hljóðlátt síðdegi.
Þrátt fyrir mikinn sjúkleika var
Veiga glöð, jákvæð sem fyrr, —
lifið enn á okkar valdi.
Ræðum um vináttuna, hennar
tími er nú:
„Vinur þinn er þér allt. Hann er
akur sálarinnar, þar sem samúð
þinni er sáð og gleði þín uppskor-
in. Því að í dögg lítilla hluta finn-
ur sálin morgun sinn og endur-
nærist."
Við hjónin sendum vinar- og
samúðarkveðjur eftirlifandi eig-
inmanni, sonum, tengdadætrum,
barnabörnum og öðru venslafólki.
Vinur kemur, er og kveður, en
verður með okkur æ síðan.
Blessuð sé minning slíks vinar.
Ragnhildur og
Arnbjörn Kristinsson.
Sólveig Erlendsdótt-
ir — Minningarorð