Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982
Keflavík:
Húsgagnalager að
verðmæti 1 millj. kr.
eyðilagðist í bruna
ELDUR kom upp í geymsluhúsnæði húsgagnaverslunarinnar
Bústoðar hf. í Keflavík seint á fimmtudagskvöld. Var slökkvi-
lið kallað út klukkan rúmlega ellefu og tók slökkvistarf um
tvo tíma. Mikill reykur og bræla af brennandi húsgögnum
gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að komast að eldinum
en reynt var að bjarga húsgögnum úr geymslunni jafnframt
slökkvistarfinu.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík
er taiið líklegt að kviknað hafi í út
frá geislahitun sem var í lofti
geymslunnar. Að sögn Róberts
Svavarssonar, eiganda Bústoðar
hf., var verðmæti birgðanna sem í
geymslunni voru um ein milljón
króna. „Það var búið að bjarga
miklu af húsgögnum úr eldinum
um nóttina en það hefur nú allt
verið dæmt ónýtt vegna skemmda
af vatni og reyk fyrst og fremst,"
sagði Róbert í samtali við Mbl.
„Stór hluti af húsgögnunum, sem í
geymslunni voru, hafði verið
keyrður í húsið sama daginn og
brann eða daginn áður. Þó vörurn-
ar hafi verið tryggðar verðum við
fyrir verulegum skaða. Þær vörur
sem þarna eyðilögðust, voru að
mestu keyptar til landsins fyrir
hálfu ári á þáverandi gengi og
eldra verði erlendis en gildir í dag
Tryggingarupphæðin mun þess
vegna ekki bæta nema hluta þess
tjóns sem við höfum orðið fyrir.
Að lokum vil ég koma á framfæri
þökkum til þeirra sem aðstoðuðu
við að bjarga húsgögnum út úr
geymslunni á fimmtudagsnótt þó
það starf hafi reynst að mestu
vera unnið fyrir gýg,“ sagði Ró-
bert.
Þannig leit geymsla Bústoðar hf. út að innan eftir brunann
Borgarstjórnar-
kosningarnar:
Guðrún Helga-
dóttir gefur
ekki kost á sér
STAÐFEST hefur verið við Morgun-
blaðið, að Guðrún Helgadóttir borg-
arfulltrúi og alþingismaður gefi ekki
kost á sér í forval Alþýðubanda-
lagsins vegna borgarstjórnarkosn-
inganna í vor. Morgunblaðinu var
tjáð að Guðrún treysti sér ekki til
þess að sinna hvoru tveggja, stöðu
borgarfulltrúa og alþingismanns, og
hefði hún kosið að leggja áherzlu á
alþingismannshlutverkið.
Fyrri umferð forvals Alþýðu-
bandalagsins vegna borgarstjórn-
arkosninganna í vor verður 15. og
16. janúar. Seinni umferð forvals-
ins verður síðan helgina 29. og 30.
janúar. í fyrri umferðinni er ein-
göngu kosið um menn til þátttöku
í seinni umferð. í seinni umferð-
inni er síðan kosið um þá sem
skipuðu 21 fyrstu sætin í fyrri um-
ferðinni og þá borgarfulltrúa, sem
gefa kost á sér til áframhaldandi
setu í borgarstjórn. Nú er augljóst
að Guðrún Helgadóttir tekur ekki
þátt í því forvali.
Ólafur fór
af fundi
Olafur Jóhannesson, utanrík-
isráðherra, fór af þingflokks-
fundi Framsóknarflokksins í gær
um klukkan 16, en fundinum
lauk ekki fyrr en kl. 19.00. Sam-
kvæmt heimildum Mbl. fór Ólaf-
ur af fundinum eftir að lokið var
umra-ðu um fiskverðsmál, en áð-
ur en umræður hófust um efna-
hagsmál.
Mbl. ræddi við Ólaf, r hann I
gekk út og spurði um ástæðu
þessa. Hann sagðist ekki vilja
tjá sig um það að sinni.
Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokks-
ins, sagði ástæðuna þá, að
Ólafur hefði svo oft tjáð skoð-
un sína á þeim málum sem til
umræðu voru, en Páll Péturs-
son, formaður þingflokksins,
sagði aftur á móti, að Ólafur
hefði þurft að gegna ráðherra-
skyldum sínum og því yfirgefið
fundinn.
Times og Guardian
gefa út Islandsblöð
TVÖ AF stærstu blöðum
Bretlands, London Times og
Guardian, hafa ákveðið að
gefa út sérstök Islandsblöð í
tilefni af fyrirhugaðri heim-
sókn Vigdísar Finnbogadótt-
ur, forseta íslands, til Bret-
lands í lok næsta mánaðar.
I»á verða íslenzk útflutn-
ingsfyrirtæki, Flugleiðir,
Ferðamálaráð og utanríkis-
ráðuneyti með kynningar á
sama tíma og forseti íslands
dvelur í Bretlandi.
íslenzka óperan
opnuð í kvöld
ÍSLENZKA óperan tekur til starfa með vígslu óperuhússins
við Ingólfsstræti og frumsýningu á Sígaunabaróninum eftir
Johann Strauss í kvöld. Um 120 manns eiga hlut að sýning-
unni þegar allir er taldir, en þegar Morgunblaðið náði tali af
Árna Reynissyni, framkvæmdastjóra Islenzku óperunnar, í
gærkvöldi var aðalæfing nýhafin, iðnaðarmenn höfðu að
mestu lokið störfum, og ótal smáatriði sem óðast að raðast
saman í eina heild.
— Ég held það sé óhætt að
segja að það eina sem eftir er, sé
að teppaleggja fatageymsluna, en
það gerist í fyrramálið, sagði
Árni. — Kransakaka, sem við
fengum senda frá bakaríi í Kaup-
mannahöfn, er í frystinum og
verður fram borin í hléi á frum-
sýningunni annað kvöld, stígvélin
á hermannakórinn í Sígaunabar-
óninum komu til landsins í nótt,
þannig að menn voru orðnir vel
skóaðir þegar líða tók á æfing-
una, og núna rétt áðan voru út-
varpsmenn að leggja miðasöluna
undir upptökustúdíó. Þannig er
allt að smella saman og ekkert
virðist því til fyrirstöðu að frum-
sýningin fari fram eins vel og
vonast var eftir annað kvöld,"
sagði Árni.
Vígsla óperuhússins í Gamla
bíói hefst í kvöld kl. 7, með því að
fluttur verður þjóðsöngur íslend-
inga, Ó, guð vors lapd. Þá flytur
forseti Islands, Vigdís Finnboga-
dóttir, sem er sérlegur verndari
íslenzku óperunnar, ávarp. Síðan
verður frumflutt tónverk Jóns
Nordals, Tileinkun, en tónverkið
er samið fyrir þetta hátíðlega
tækifæri. Þá flytur stjórnarfor-
maður íslenzku óperunnar, Garð-
ar Cortes, ávarp, en að svo búnu
hefst sjálf óperusýningin.
Sígaunabaróninn eftir Johann
Strauss er gamanópera í þremur
þáttum, en óperan var frumsýnd í
Vínarborg árið 1885. Allar götur
síðan hefur verkið átt miklum
vinsældum að fagna um víða ver-
öld og er eitt þeirra sem hvað
tíðast er fært upp í óperuhúsum.
Hér hefur óperan verið sýnd áður
og þá í Þjóðleikhúsinu.
Leikstjórn Sígaunabarónsin:
er í höndum Þórhildar Þorleifs-
dóttur, en hljómsveitarstjóri er
Austurríkismaðurinn Alexander
Maschat. Með helztu hlutverk í
Sígaunabaróninum fara: Kristinn
Sigmundsson, John Speight,
Garðar Cortes, Halldór Vil-
helmsson, Ásrún Davíðsdóttir,
Elísabet Erlingsdóttir, Stefán
Guðmundsson, Anna Júlíana
Sveinsdóttir og Ólöf Kolbrún
Harðardóttir. Leikmynd hefur
Gunnar Bjarnason hannað og
umsjón með búningagerð hefur
Dóra Einarsdóttir. Konsertmeist-
ari hljómsveitar Islenzku óper-
unnar er Helga Hauksdóttir og
æfingastjóri Tom Gligoroff.
Textann við óperuna íslenzkaði
Egill Bjarnason, en viðauka við
þýðinguna hafa Flosi Ólafsson,
Óskar Ingimarsson og Þorsteinn
Gylfason gert.
Nafn mannsins
sem beið bana
MAÐURINN sem beið bana í um-
ferðarslysi á Reykjanesbraut í
fyrrakvöld hét Svanur Laurence
Herbertsson, til heimilis að
Hraunbæ 10 í Reykjavík. Svanur
var 31 árs að aldri, fæddur 27.
nóvember 1950. Hann lætur eftir
sig konu og þrjú börn.
Mistök við
undirritun
fjárlaga
MISTÖK urðu við undirritun
fjárlaga fyrir árið 1982, sem
samþykkt voru á Alþingi
skömmu fyrir jól. í skjöl þau, er
Alþingi sendi til forseta íslands,
vantaði nokkrar greinar aftast í
fjárlögin, og staðfesti forsetinn
því ekki þá liði með undirskrift
sinni eins og aðra hluta fjárlag-
anna, áður en lögbundinn frest-
ur til að staðfesta samþykkt lög
Alþingis rann út.
Mistökin munu hfa komið í
ljós er farið var að prenta fjár-
lögin í Ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg, og hafa þau orðið
til þess að tefja útkomu stjórn-
artíðinda, sem birta áttu fjár-
lögin. Liðir þeir, sem hér um
ræðir, eru minni háttar í fjár-
lagafrumvarpinu, og varða lán-
tökur og ívilnandi heimildir, en
ekki meginefni laganna, sem
samþykkt hafa verið og stað-
fest af forseta Islands.
10 vísitöluskerðingar frá
des. 1978 til mars 1981
f KOSNINGABARÁTTUNNI 1978,
þegar kosið var í sveitarstjórnir og á
Alþingi, kölluðu alþýðubandalags-
menn þær aðgerðir stjórnvalda, sem
fólu í sér skerðingu á vísitölubótum
á laun, „kauprán". Frá þvl eftir
kosningarnar 1978 hafa framsókn-
armenn og alþýðubandalagsmenn
setið óslitið í stjórn, ef frá eru taldir
4 mánuðir í kringum áramótin
1979/80.
Frá haustinu 1978 hefur verð-
bótavísitala á laun verið skert 10
sinnum. Skerðingin nemur 26,3% í
verðbótum og er þó skerðingin 1.
desember 1978 ekki meðtalin, en
hún átti að „bætast“ með niður-
greiðslum 3%, skattalækkun 2%
og félagsmálapökkum 3%, eins og
segir í áliti sjálfstæðismanna í
fjárveitinganefnd um fjárlaga-
frumvarpið 1982, en úr því eru
þær tölur fengnar, sem teiknarinn
miðaði við, þegar hann gerði súlu-
ritið.
Prósentutölurnar við súlurnar
sýna „kaupránið", svo að notað sé
orð Alþýðubandalagsins, viðkom-
andi daga frá 1. des. 1978 til 1.
mars 1981. Oftast hafa verðbætur
verið skertar samkvæmt ákvæð-
um svonefndra Ólafslaga, þau
voru ekki í gildi frá 1. mars 1981
og út árið, en tóku aftur gildi sam-
kvæmt kjarasamningnum, sem
gerður var um miðjan nóvember
1981. Það var ríkisstjórn Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks, sem stóð að gerð og
setningu Ólafslaga vorið 1979.