Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 13 220 gómsætir sjávarréttir Rætt við hjónin Kristínu Gestsdóttur og Sigurð Þorkelsson um nýútkomna bók Tvö hundruð og tuttugu gómsætir sjávarréttir nefnist nýútkomin bók, sem eins og nafnið bendir til, hefur að geyma á þriðja hundrað fiskréttauppskriftir, og má segja að tími sé til kominn að hin mikla fískveiði- og fískneyslu- þjóð íslendingar eignist bók af þessu tagi. Höfundur upp- skriftanna er Kristín Gestsdóttir, en eiginmaður hennar, Sigurður Þorkelsson, hefur myndskreytt bókina á smekk- legan hátt. Hlaðvarpinn leit við hjá þeim Kristínu og Sig- urði fyrir nokkru til að fræðast um bókina og forvitnast um tilurð hennar. „Já, þetta kom nú eiginlega til i fyrravetur," sagði Kristín, „að ég fór að hugleiða það að þörf væri á bók um fiskrétti. Það varð svo til þess að ég hafði samband við örlyg Hálfdánarson bóka- útgefanda, hann tók hugmynd- inni vel og ákveðið var að fara að vinna að þessari bók sem nú hef- ur litið dagsins ljós. Áður hafa að vísu verið til þýddar bækur, og þó þær séu ágætar, þá eru þær alltaf öðru visi en bók sem sérstaklega er samin af íslendingi fyrir íslensk- ar aðstæður. Við samningu þess- ara uppskrifta hef ég til dæmis sérstaklega í huga það hráefni sem við hér höfum, einnig krydd og grænmeti, og þar sem erlend- is er gert ráð fyrir að notað sé hvítvín, þá bendi ég á mysu, svo dæmi sé tekið. Við gerð upp- Ekki aðeins fískur Kristín sagði, að í þessu sam- bandi væri nauðsynlegt að geta þess, að þrátt fyrir nafn bókar- innar, þá væri í henni að finna annað og meira en fiskrétti ein- göngu, réttara væri að segja að hún innihéldi alhliða sjávar- og ferskvatnsrétti. Uppskriftirnar eru rúmlega 220 eins og áður segir, af réttum úr síld, ýsu, þorski, saltfiski, hrognum, rauðsprettu, heilagfiski, smá- lúðu, grálúðu, steinbít, skötusel, karfa, hrognkelsum, kavíar, sil- ungi, !axi, rækjum, humar, hörpudiski, kræklingi, loðnu, ál, kæstri skötu, ferskri skötu, ufsa, löngu, smokkfiski, hafkóngi og fleiri fiskum og sjávardýrum. Silungi og vatnafiski eru til dæmis gerð sérstök skil, og svo mætti áfram telja. mikilvæg efni, án þess að matur- inn verði á nokkurn hátt betri til neyslu. „Ein ástæða þess að fisk- ur hefur ekki verið sérlega hátt skrifaður hjá þjóðinni á undan- förnum árum,“ segir Kristín, „er sjálfsagt sú, að of lítið hefur ver- ið lagt í eldunina, og ekki hafa verið farnar nýjar leiðir i sam- ræmi við auknar kröfur, aukið úrvai af mat hvers konar og þörf fólks fyrir tilbreytingu nú á dög- um.“ Glóðarsteikt raudspretta Að lokum báðum við Kristínu að velja eina uppskrift úr bók- inni, sem hún lánaði til birtingar í blaðið. Það var auðsótt mál, hún valdi „glóðarsteikta rauðsprettu með sólblómafræi“, sem hér er gefin upp fyrir 4 til 5. En uppskriftin er svohljóðandi: Nota má hvort heldur sem er, bakaraofninn (helst meö glóöar- rist) eöa mínútugrill. 1 væn rauðspretta meö haus safi úr 'h sítrónu salt/pipar 20 gr. brætt smjör 40 gr. sólblómafræ (fæst í heilsufæöisbúóum og víöar) 1 fyllt ólífa Siguröur og Kristín í eldhúsinu aö heimili þeirra viö Ránargötu (Reykjavík. Bókina hafa þau hjón unniö í sameiningu á síðasta ári, hún gert uppskriftir og hann teikningar. „Örlygur Hálfdánarson tók þegar mjög vel í þessa hugmynd, og frá hans hendi og prentsmiöjunnar hefur allt veriö gert til aö gera bókina vel úr garói,“ sagði Kristín. Lj6»m, R^nar Axei9,on skrifta fyrir íslendinga verður óhjákvæmilega að taka tillit til bæði verðs og þess sem hér fæst.“ Hversdags- og hátíðaréttir Að sögn Kristínar eru réttirn- ir i bókinni bæði hversdagsrétt- ir, og hátíðarréttir, og eru hversdagsréttirnir þó fyrirferð- armeiri. „Þetta eru fyrst og fremst hversdagsréttir, auðveld- ir og fljótlegir, en þar með er þó ekki sagt að ég telji fisk vera hversdagsmat eingöngu, og á það minni ég í bókinni með nokkrum réttum af „fínni“ gerð- inni. Fiskur er hér á landi yfir- leitt notaður sem hversdagsmat- ur, en það er þó líklega að breyt- ast. Fleiri og fleiri veitingahús eru til dæmis með fjölbreytta fiskrétti á matseðlum sínum, og það fólk sem ferðast hefur til út- landa kemur oft heim með allt aðrar hugmyndir um fisk- og sjávarrétti en það hafði áður. Sjálf hef ég alltaf eitthvert fiskmeti á jólaborðinu, með kjötréttum að sjálfsögðu. Fiskur hentar vel til notkunar þegar lít- ið á að hafa fyrir mat, en hann á einnig heima á hvaða veisluborði sem er. Allt fer það eftir því á hvern hátt hann er matreiddur hverju sinni." Húsbóndinn ekki í matseldinni Sigurður maður Kristínar hef- ur sem fyrr segir myndskreytt bókina, og eru fleiri og færri teikningar hans á hverri einustu opnu hennar. Þau hjón sögðu aftur, að rétt væri að taka fram að hann annaðist ekki matseld- ina, það væri alfarið á ábyrgð Kristínar, en Sigurður ræktar grænmetið og kryddjurtirnar sem notaðar eru. En mynd- skreytingar hans eiga rætur að rekja til þess að hann var á sín- um tíma í Handíða- og mynd- listaskólanum, og síðan tók hann sig til á næst liðnum vetri og fór á námskeið á ný hjá Ingunni Ey- dal, sem aðstoðaði hann og gaf honum gott veganesti til að vinna teikningarnar í þessa bók. Sjóðið fískinn ekki of lengi Margar góðar ráðleggingar er að sjálfsögðu að finna í bókinni, og útilokað að gera þeim öllum skil í stuttri hlaðagrein eða við- tali. Ein meginreglan, sem Kristín setur fólki er þó stutt og laggóð, en hún er sú að ekki megi sjóða fiskinn of lengi. Með því tapist bæði bragð og 1. Kllppiö uggana af rauösprett- unni og dýfiö henni augnablik f sjóöandi vatn, skafiö sföan roö- iö vel. Taklð tálknin og augun úr hausnum. Þerriö fiskinn vel meö eldhúspappír. 2. Stingiö nokkur göt á fiskinn báöum megin meö beittum, oddmjóum hnífi. Látiö sítrónu- safann renna inn f götin, stráið salti og pipar yfir fiskinn og reyniö aö láta það fara inn í götin. Látiö hann bíöa þannig í 10—15 mínútur. 3. Leggið fiskinn í smuröa bökun- arskúffu, svarta roöiö niöur, og penslið hliöina, sem upp snýr, meö bræddu smjöri. Glóöar- steikiö þannig í 10 mínútur. Hvolfiö sföan fisknum á fatiö, sem hann veröur borinn fram á (munið að þaö þarf aö vera eld- fast). 4. Setjiö sólblómafræiö saman viö smjöriö, sem eftir er, og pensliö seinni hliöina meö því. Glóöarsteikiö í aörar 10 mfnút- ur. 5. Setjið hálfa sundurskorna ólffu í hvora augnatóft. Meðlæti: Soönar kartöflur meó klipptri steinselju, sítrónu- og tómatsneiðar eða bátar. Athugið: Skemmtiiegt er aö setja kryddsmjör nr. IV. bls. 158 i sneiðum í rönd ofan á fiskinn, þegar hann er borinn fram. - AH. Páll P. Pilsson Sigrid Martikke V fnarkvöld Tónlíst Egill Friöleifsson Sinfóníuhljómsveitin brá undir sig betri fætinum og sló á léttu strengina á tónleikunum sl. fimmtudagskvöld. Á efnisskránni var eingöngu Vínarmúsík þar sem J. Strauss átti níu af þrettán núm- erum kvöldsins. Þarna voru spil- ararnir mættir í smoking aldrei þessu vant með rauða nelliku í barmi. Húsfyllir var eins og jafn- an þegar slíkar uppákomur eiga sér stað og mátti þar þekkja ýmsa, sem varla láta sjá sig í annan tíma. Að því leytinu eru konsertar sem þessi jákvæðir, að þeir ná til breiðari áheyrendahóps, og laða að fólk, sem sjaldséð er í tónleika- sölum. Og nú skyldu dillandi vals- ar og dunandi polkar svífa um sal- inn í Willy-Boskovsky-stíl og hressa, bæta og kæta lund og lyfta sálartetrinu ögn upp úr skamm- degisdrunganum. Páll P. Pálsson skundaði inn á pallinn léttur í spori að vanda, hóf sprotann á loft og Ijúfir tónar Dónárvalsins liðu um loftin. En hvað sem því olli megnaði sjálfur Dónárvalsinn ekki að hrífa fólk með sér að þessu sinni, og undirtektir áheyrenda voru heldur dræmar. Nú jæja, þetta hlýtur að lagast þegar stór- kanónan frá Volksoper í Vín hefur raust sína, ályktuðu menn. En það brást einnig. Sigrid Martikke hét söngkona kvöldsins. Hún hefur fallega rödd og kann sitt fag. Hún er glæsileg kona og ber sig vel. Hins vegar barst rödd hennar ekki nógu vel einkum á lægra sviðinu. Hjálpaði þar einnig til að hljómburður hússins er ekki góður eins og allir vita, og hljómsveitin var óþarflega hávær á stundum. Sigrid Martikke var kurteislega tekið en lítið fram yfir það. Gekk svo fram að hléi. í seinni hálfleik fjörgaðist leik- urinn heldur, sem nægði þó ekki til að kveikja í þungum salnum og ná þeirri stemmningu sem kons- ertum sem þessum er ætlað að gera. Það var helst í sætlegu síg- aunaljóði, sig Sigrid söng sem aukalag, að áheyrendur létu í ljós hrifningu. Þannig fór nú það. Við skulum bara vona, að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Bridge Arnór Ragnarsson Tafl- og bridgeklúbburinn Fimmtudaginn 14. janúar hefst aðalsveitakeppni félagsins. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. Væntanlegir þátt- takendur tilkynni sveitir sínar fyrir 13. janúar til Eyvinds Guð- mundssonar í síma 19622 eða Sigfúsar Sigurhjartarsonar í síma 44988. Spilað er í Domus Medica og hefst keppni kl. 19.30 stundvís- lega. Bridgefélag Reykjavíkur Síðastliðinn miðvikudag hófst þriggja kvölda Board a Match keppni hjá félaginu. Tólf sveitir taka þátt í keppninni. Að loknum þremur umferðum er röð efstu sveita þessi. Örn Arnþórsson 34 Friðþjófur Einarsson 29 Sævar Þorbjörnsson 28 Þórarinn Sigþórsson 28 Gestur Jónsson 24 Jón Þorvarðarson 24 Næstu fjórar umferðir verða spilaðar í Domus Medica nk. miðvikudag kl. 19.30. Áríðandi er, að spilarar mæti stundvís- lega. Eins og fram hefur komið í fréttum, verður afmælismót BR 12. og 13. marz. Það er tvímenn- ingskeppni með þátttöku 36 para. Þar af eru 6 sterk erlend pör. Þeir sem óska eftir að taka þátt í mótinu verða að sækja um það fyrir 1. febr. nk. Geta spilar- ar skráð sig á spilakvöldum fé- lagsins eða haft samband við formann s. 72876, vs. 82090, fyrir þennan tíma. Sæki fleiri en 30 pör um þátttöku, áskilur stjórn BR sér rétt til að velja keppend- ur í mótið úr hópi umsækjenda. Bridgefélag Kópavogs Hraðsveitarkeppni BK lauk 10. des. og urðu úrslit þessi: sveit stig Aðalsteins Jörgensens 164 Þóris Sigursteinssonar 149 Þóris Sveinssonar 110 Meðalskor 0. Alls tóku 13 sveitir þátt í mót- inu sem stóð yfir í 6 kvöld. Jólatvímenningur var haldinn 17. des. með þátttöku 20 para. Dregið var um spilafélaga og máttu fastir makkerar ekki spila saman. Spilað var í tveimur tíu para riðlum og hlutu flest stig: Gissur J. Kristinsson — Rúnar Magnússon Guðmundur Gunnlaugsson — Guðmundur Pálsson Hlutu þeir jólagjafir í verð- laun. Eins kvölda tvímenningur með Mitchel-sniði var haldinn 7. jan. með þátttöku 18 para. Efstu sæt- in skipuðu: Stefán Pálsson — Ragnar Magnússon Jón Hilmarsson — Guðbrandur Sigurbergsson Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjörnsson Næsta keppni félagsins er barómetertvímenningur sem hefst 14. jan. og verður 5 kvöld. Gert er ráð fyrir þátttöku 30 para og verða spil tölvugefin. Enn er hægt að bæta við nokkr- um pörum en tekið er á móti þátttökutilkynningum hjá Þóri í síma 45003, Gróu í síma 41794 og Sigurði í síma 41973. Spilað verður að Þinghóli við Hamra- borg, Kópavogi og hefjast spila- kvöld kl. 20.00 stundvíslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.