Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 24
in*«gtiiiÞi*fetfe LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 „Mér finnst alveg frábært að ís- lenska óperan sé orðin að veru- leika, og draumar margra að ræt- ast,“ sagði John Speight, öðru nafni Carneros, en hann var bæði farðaður og kominn í búning er við hittum hann. Þetta er í annað sinn sem John Speight er á óperu- sviði á Islandi, hann er nú búsett- ur hér á landi og kennir við Tón- skóla Sigursveins. STEFÁN GUÐMUNDSSON: „Þetta er indælt stríð“ „Þetta er indælt stríð,“ sagði Stefán Guðmundsson, er við spurðum hann um óperuæfingarn- ar. Stefán er að syngja sitt fyrsta stóra hlutverk, er í námi í Söng- skólanum. „Ég er búinn með þrjú ár í skólanum og býst við að taka 8. stigið í vor, en eftir það er hægt að fara í framhaldsnám." Hann sagðist vera furðu lítið kvíðinn, í það minnsta enn sem komið væri. KRISTINN SIGMUNDSSON: Getur orðið mikil lyftistöng „Ef vel tekst til getur þetta orð- ið mikil lyftistöng fyrir íslenskt óperulíf," sagði Kristinn, en hann syngur nú í fyrsta sinn 'á óperu- sviði, er við nám í Söngskólanum auk þess sem hann kennir við Menntaskólann við Sund. „Nei, ég er ekkert taugaóstyrkur, hef að vísu komið fram áður sem ein- söngvari á konsert en þetta er í fyrsta sinn sem ég er með hlut- verk. Islendingar hafa yfirleitt haft mikinn áhuga á óperum. Það er gaman að standa í þessu og ég vona að allt gangi vel.“ JÓN ÞÓRARINSSON REKUR KAFLA ÚR ÍSLENSKRI ÓPERUSÖGU FYRSTU VERKIN VORU FLUTT MILLI1930 OG 1940 ÝMISLEGT hafa íslendingar tekið sér fyrir hendur fyrr varðandi óperu- og óperettuflutning og víst er flutn- ingur íslensku óperunnar á Sígauna- baróninum núna ekki það fyrsta sem gerist í þessum málum, Jrótt formlega hafi verið stofnuð Islensk ópera. Jón Þórarinsson tónskáld hefur að undanfornu unnið að því að safna heimildum um íslenskt tónlistarlíf á síðustu áratugum og rakti hann fyrir Mbl. nokkur helstu atriði úr fyrri óperusögu íslendinga: — Segja má að óperuflutningur hafi byrjað hérlendis þegar Tón- listarfélagið gekkst fyrir því árið 1934 að Meyjarskemman var flutt. Dr. Franz Mixa stjórnaði og Ragn- ar Kvaran var leikstjóri, en Kristján Kristjánsson söngvari fór með aðalhlutverkið. Áður en þetta var, eða veturinn 1931 til 1932, hafði Leikfélag Reykjavíkur sýnt gamanleik, sem kallaður var óperetta og nefndist Lagleg stúlka gefins, en ekkert framhald varð á þeirri starfsemi Leikfélagsins að því sinni. En leik- stjóri var þar Haraldur Björnsson og í einu sönghlutverkinu Sigrún Magnúsdóttir, og komu bæði mjög við sögu óperettuflutningsins á næstu árum. Næsta verkefni á eftir Meyj- arskemmunni var Systirin frá Prag, flutt þremur árum síðar og einnig fyrir forgöngu Tónlistarfé- lagsins. Meðal söngvara þar var Pétur Jónsson óperusöngvari, og var ekki lítill liðsauki í honum mörg næstu árin. Systirin frá Prag telst fyrsta ópera, sem sýnd var hér á landi. Þá gekkst Tónlistarfélagið enn fyrir flutningi á nokkrum óperett- um, stundum í samvinnu við Leik- félag Reykjavíkur, t.d. Bláu káp- unni, Brosandi landi og Nitouche og þá var einnig flutt fyrsta ís- lenska óperettan fyrr og síðar, I álögum, eftir Sigurð Þórðarson og Dagfinn Sveinbjörnsson. Þessar óperettur voru fluttar í Iðnó og stjórnaði dr. Victor Urbancic flutningi þeirra flestra, en Tón- listarfélagið gekkst á þessum ár- um einnig fyrir flutningi margra stórra kórverka. Var ráðist í ýmis stórvirki þá ekki síður en nú og sérstaklega hafði Tónlistarfélagið mikið umleikis á þessum árum. Síðasta afrek þess á sviði óperu- flutnings var sýning á La Bohéme, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1955 í samvinnu við Einsöngvara- félagið. Árið 1950 kemur Þjóðleikhúsið til skjalanna og strax það vor er flutt óperan Brúðkaup Fígarós. Kom þá hingað sænska óperan, en Sinfóníuhljómsveit íslands, sem þá var nýstofnuð, lék með. Þá var í fyrsta sinn réttskipuð hljómsveit mpð í óperuflutningi. Ári seinna var Rigoletto færð upp, að mestu leyti með íslenskum söngvurum og kom þá Stefán íslandi og söng hlutverk hertogans. Rigoletto sló í gegn, var sýnd margoft og varð glæsilegt upphaf á eigin starfi Þjóðleikhússins á þessu sviði. Næst var Leðurblakan sýnd ög síðan hver óperan og óperettan á fætur annarri. Stundum voru þetta gestasýningar, t.d. komu hingað finnska óperan og skoska óperan, einnig kom hingað ópera frá Wiesbaden. Leikfélag Reykja- víkur færði upp óperuna Miðilinn eftir Menotti 1952, en þar söng Guðmunda Elíasdóttir aðalhlut- verkið. Einnig var flutt hér önnur stutt ópera Menottis, Amahl og næturgestirnir, sem var líka sýnd í sjónvarpi. Hápunkt óperuflutnings má telja uppfærslu á Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar, fyrstu íslensku óperunni í fullri lengd. Önnur ís- lensk ópera eftir Atia Heimi Sveinsson verður væntanlega flutt á vori komanda. Þorkell Sigur- björnsson hefur einnig samið tvær stuttar óperur, sem fluttar hafa verið, Apaspil og Rabba. Einnig má nefna að á árunum 1956 til 1961 annaðist Sinfóníu- hljómsveitin konsertflutning m.a. á II trovatore og Carmen í Austur- bæjarbíói og hljómsveitin hefur nú tekið upp þann þráð aftur, að flytja okkur óperur. Þá erum við komin að Islensku óperunni og forvera hennar Óper- unni, samtökum, sem stofnuð voru fyrir nokkrum árum og stóðu m.a. fyrir flutningi á Ástardrykknum eftir Donizetti og Apótekaranum eftir Haydn. En fyrsta óperan, sem hin nýstofnaða Islenska ópera flutti var Pacliaggi í Háskólabíói. Frá kveðjutónleikum Péturs A. Jónssonar í Gamla bíói 1949, en þá var Pétur 65 ára aó aldri. Við hljóðfærið er Fritz Weisshappel. Ljóm. ól k. Magn Þuríður Pálsdóttir: Islensk ópera á framtíð fyrir sér ÉG ER afskaplega hamingjusöm yfir því að Gamla bíó skuli nú vera komið í hendur söngfólks og ég vona að það verði notaö sem allra mest, sagði Þuríður Páls- dóttir söngkona. — En í Gamla bíói er ekki hægt að sýna allar óperur og nauðsyn- l^gt er að Þjóðleikhúsið haldi þeirri hefð og skyldu sem því ber lögum samkvæmt, að sýna eina óperu og einn söngleik á ári. Það, að íslenska óperan skuli nú hafa yfir húsi að ráða, verður vonandi. til þess að islenskir söngvarar fái stóraukin tækifæri og fleiri at- vinnumögleika. Ég trúi því fast- lega að íslensk ópera eigi framtíð fyrir sér og ég vona að henni verði búinn öruggur starfsgrundvöllur. íslenskir óperusöngvarar hafa löngum sýnt og sannað að þeir standa fyrir sínu og það er kom- inn tími til að þeim verði sköpuð viðunandi starfsskilyrði. Þeim vinum mínum og kolleg- um sem í þetta sinn hafa lagt hönd á plóginn og sýnt fádæma dugnað og áræði óska ég til ham- ingju og bið þeim allrar blessunar. Gudmundur Jónsson: Vonandi gengur þetta allt vel — ÞAÐ ER gróska í þessari starf- semi núna og ég er ákaflega glað- ur yfir því dugandi fólki, en þó er ég hræddur um að rekstrargrund- völlinn verði að tryggja vel, sagði Guðmundur Jónsson. — Ég er ekki viss um að bíó- rekstur einn geti gefið af sér þær tekjur að þær hlaupi undir bagga með óperuflutningi, en ég óska mönnum alls hins besta og vona að hér fari allt vel. Ég hefði þó heldur viljað að Þjóðleikhúsið flytti fleiri óperur, en vissulega er hér um kostnaðarsamt fyrirtæki að ræða. Menn verða nefnilega að hafa hugfast að auk venjulegs sviðsbúnaðar og leikara þarf 30 til 40 manna hljómsveit. Ég sé ekki í fljótu bragði hvernig á að takast að fjármagna þessa starfsemi, en það sjá e.t.v. aðrir. Vonandi gengur þetta allt vel, hér er um að ræða skemmtilegt verk og söngvararnir eru góðir. Ekki hef ég séð þá alla á sviði, en ég leyfi mér að minnast á Kristin Sigmundsson. Við Kristinn Halls- son höfum stundum velt því fyrir okkur hver eða hverjir myndu taka við af okkur þessum ~ömlu og þarna er einn maðurinn kom- inn og gaman er að við skulum eiga svo gott fólk. Guðrún Tómasdóttir: „Þetta er stórkostlegt“ „MÉR FINNST þetta alveg stór- kostlegt,“ sagði Guðrún Tómas- dóttir um stofnun íslensku óper- unnar. „Ég er ein af mörgum söngvurum sem ekki var starfs- grundvöllur fyrir en hugmyndir um stofnun óperu hafa ailtaf ann- að slagið verið til umræðu t.d. í Félagi íslenskra einsöngvara síð- sstliðin 20—30 ár.“ Guðrún sagðist vonast til að Óperan veitti söngvurum í dag bæði atvinnutækifæri og aukna möguleika á að spreyta sig. „Ég samgleðst öllu þessu fólki og reyndar öllum sem hafa komið nálægt stofnun Óperunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.