Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 ÁRNI REYNISSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSLENSKU ÓPERUNNAR: TAKMARKIÐ AÐ FARA FRAM ÚR SJÁLFUM SÉR Árni Keynisson er framkvæmdastjóri íslenzku óperunnar. Frá því að hann réðst til óperunnar hinn I. október sl., hefur starf hans snúizt um tvo póla — að hafa umsjón með því að Gamla bíói yrði breytt úr kvikmyndahúsi í ópcruhús og að koma Sígaunabar óninum á hinar nýju fjalir. Hvort tveggja hefur gerzt á fimm vikum og er varla tiltökumál þótt margir hafi undrazt hina miklu bjartsýni og jafnvel spurt hvort það sé ekki fífldirfska að leggja í það stórvirki að umturna samkomuhúsi á svo skömmum tíma og æfa upp óperu um leið, og hvort þetta væri yfirleitt hægt. — Jú, það er hægt, er svar framkvæmdastjór- ans við þessari spurningu, — og það þarf kannski ekki að koma þeim svo mjög á óvart sem þekkja íslenzkt þjóðfélag. Þetta er einmitt okkar aðal, íslendinga, að vinna stórvirki á skömmum tíma. Ilér hefur allt lagzt á eitt. Ótal hendur eru komn- ar á loft um leið og bent er á verkefnin og þannig hefur þetta skotgengið. Ég segi ekki, að svona vinnubrögð henti á öllum tímum, en við sérstak- ar aðstæður eru þau sjálfsögð og nauðsynleg. — Húsið er tilbúið og sýningin líka, en hvernig standa fjármálin? Hinni rausnarlegu dánargjöf var ætlað að standa straum af kaupum á húsi fyrir óperuna eða byggingu óperuhúss. Duga þessir fjármunir fyrir kaupverði Gamla bíós og nauðsynlegum breytingum á húsinu? — Það mun láta nærri. Arfurinn nam á sínum tíma milljarði, eða 10 milljónum nýkróna. Þessi tala hefur vitanlega breytzt eins og aðrar tölur, en kaupverð hússins nam 8,5 milljónum. Bráða- birgðatölur um breytingakostnað eru ein milljón í Ijósabúnað og ein og hálf í framkvæmdir við sjálft húsið. Nú þegar liggur fyrir að þessar tölur eru heldur lágar, en þegar upp er staðið, mun láta nærri að samanlagður kostnaður vegna húsnæð- isins sé innan þeirra marka sem dánargjöfin set- ur. Rn hvernig verður rekstri óperuhússins sem menningarstofnunar háttað? — Ópera er dýr. Það er ekki hægt að færa upp óperuverk nema með miklum umsvifum og mikl- um tilkostnaði. Þar koma til óteljandi samverk- andi þættir, til dæmis það, að í flestum óperu- verkum er lágmark að um 80 manns taki þátt í sýningu. Einsöngvarar eru í flestum tilfellum öðru hvoru megin við tuginn. Síðan bætist við kór, hljómsveit og fólk sem innir af hendi önnur störf í sambandi við hverja sýningu. Ópera kallar á íburðarmikla sviðsmynd, því að ópera er ekki síður myndrænt listaverk en tónrænt. Öll þessi atriði verða að fylgjast að, sé sá listræni metnað- ur fyrir hendi að vinna stórvirki, og sviðssetning óperu er í eðii sínu stórvirki. Allur tilkostnaðurinn við óperuflutning leiðir það auðvitað af sér, að aðgangseyrir að óperusýn- ingum er hærri en þegar um er að ræða venju- legar leikhússýningar. Okkur reiknast til að 70% þess fjár, sem kemur inn fyrir aðgöngumiða, fari til greiðslu á vinnulaunum það kvöld sem sýning fer fram, 15% til rekstrar hússins og 15% í kostnað vegna uppfærslunnar. Með þessu móti þarf 30 sýningar og fullt hús á hverri sýningu, svo uppfærsla óperuverks standi undir sér. Það er engan veginn raunhæft að ætla að slíkt gerist í hvert skipti, og alls ekki ef ætlunin er að gera strangar listrænar kröfur, en setja ekki upp ein- Árni Reynisson fyrir framan Gamla bíó, hús fslenzku óperunnar. tóm kassastykki, sem svo eru nefnd. Slík stefna yrði aldrei í samræmi við þær listrænu kröfur sem hér verða gerðar og það takmark sem sett er, að fara fram úr sjálfum sér, að gera betur og betur. Af þessum ástæðum er augljóst, að annað og meira en hátt miðaverð verður að koma til, ef stofnunin á að geta starfað. Nú vill svo til að Islenzka óperan er ekki opinber stofnun og rekst- urinn verður að standa undir sér. Þar sem fyrir liggur, að óperugestir muni ekki geta staðið straum af öllum kostnaði beint, verður fleira til að koma. I því sambandi er ýmislegt á döfinni. í fyrsta lagi ætlum við að halda áfram kvik- myndasýningum í húsinu eftir því sem unnt er; og þær verða að sjálfsögðu tekjulind óperunnar. Í öðru lagi munum við leigja salinn út. Hér kemur til sögunnar nýr tónleikasalur af stærð sem hef- ur vantað í tónlistarlífið hér, en auk þess verður væntanlega hægt að leigja út húsið fyrir annars konar samkomur. Þess má geta nú, að við höfum þegar fengið tilmæli um að leigja það fyrir setn- ingu ráðstefnu seint næsta sumar. Þá er að telja styrktarfélag óperunnar, en það er nú þegar farið að gegna mjög mikilvægu hlutverki. Við erum að leggja drög að því að fyrirtæki og stofnanir ljái okkur liðsinni og til greina kemur, að slíkir aðilar styrki til dæmis ákveðnar sýningar eða jafnvel uppfærslur einstakra óperuverka, sýningarferðir út á land eða önnur afmörkuð verkefni í starf- seminni. Loks er svo að nefna stuðning hins opinbera. Við höfum þegar hlotið slíkan stuðning og gerum okkur vonir um að hann verði áframhaldandi, rétt eins og gerist með aðra menningarstarfsemi í landinu. Það er eitt markmið okkar að sönglist- armenn geti búið við einhvers konar atvinnuör- yggi, líkt og aðrir túlkandi listamenn, svo sem leikarar, dansarar og hljóðfæraleikarar. Nú vill svo til að flestir söngvararnir eru í opinberri þjónustu, við tónlistarkennslu og annað þar að lútandi. Mikilvægur stuðningur felst í því að þetta fólk geti fengið sig laust um tíma úr sínum föstu störfum til að taka þátt í óperuflutningi, enda kemur slík tilhögun öllum til góða og gerir það að verkum að kraftar þessara listamanna nýtast langtum betur en ef þeir væru bundnir í einu föstu starfi. Slíkur sveigjanleiki gerir það augljóslega að verkum, að menntun þessa fólks, sú menntun sem þjóðfélagið hefur tekið þátt í að kosta, skilar sér þá betur til þjóðfélagsins aftur. Annars konar stuðningur og ekki síðri er fólg- inn í samvinnu stofnana. Þegar höfum við notið stuðnings Þjóðleikhússins, Alþýðuleikhússins og Sinfóníuhljómsveitarinnar og alls staðar höfum við mætt skilningi og samstarfsvilja, án þess að starfsemi þessara stofnana hafi raskazt fyrir vikið. Við væntum þess að geta í framtíðinni miðlað þeim á sama hátt. í þessu sambandi má geta þess, að Þjóðleikhúsið hefur unnið merkt starf með óperuflutningi á liðnum árum og það er von okkar, að sá liður í starfsemi leikhússins haldi áfram. Við höfum nefnilega þá trú að aukið framboð hafi í för með sér aukna eftirspurn og heilbrigð samkeppni er jákvæð og kemur öllum til góða. — Á.R. Jón Sigurbjörnsson: Það sem beðið hefur verið eftir „ÉG ÓSKA þeim alls velfarnað- ar,“ sagði Jón um stofnun Islensku óperunnar. „Vonandi rætist sá draumur að þetta verði raunveru- leg Islensk ópera, eins og allt þetta fólk á skilið sem staðið hefur að þessu með fádæma dugnaði og bjartsýni. Þetta er það sem beðið hefur verið eftir og þökk sé þeim sem eru að hrinda þessu í fram- kvæmd." Guðmunda Elíasdóttir: Óska nýrri kyn- slóð alls góðs NÚNA er komin ný söngvara- kynslóð til að taka við og ég óska henni alls hins besta í þessum stórræðum sínum, sagði Guð- munda Elíasdóttir söngkona. — Það er glæsileg byrjun að hafa nú fengið hús, þetta besta sönghús borgarinnar, og við eigum feikinóg af storfinum söngvurum. Skaðinn er hins vegar mikill hversu fá tækifæri þessir góðu söngvarar hafa fengið, en með þessu framtaki ætti að rætast nokkuð úr og vona ég að fjár- hagshliðin verði ekki of erfið. Kristinn Hallsson: Vona að unga fólkið fái störf við óperu ÉG HLÝT að fagna því sem þarna er að gerast, en vissulega hefi ég nokkrar áhyggjur af áframhald- andi rekstri, sagði Kristinn Halls- son söngvari. — Segja má að þarna séu ýmsir gamlir draumar okkar að rætast og ég vona að unga fólkið okkar sem nú er að taka við fái sín störf við óperuna. En þótt fjármála- áhyggjur séu nokkrar vegna þess hvað þetta eru dýr verk þá vona ég vissulega að allt þetta blessist. Sigurveig Hjaltested: Garðar Cortes hefur rutt brautina — ÞARNA er að rætast sá gamli draumur söngvara að fá sitt eigið hús, en við eigum marga góða söngvara sem nú geta vonandi framvegis búið við að fá laun fyrir vinnu sína, sagði Sigurveig Hjaltested söngkona. — Garðar Cortes hefur rutt brautina fyrir þessa yngri söngv- ara okkar og ég lít þessa starfsemi mjög björtum augum og óska öll- um góðs gengis. Gamla bíó er gott hús, það var stíll yfir því og er ennþá og það er mjög gott að syngja þar. Guðmundur Guðjónsson: Akaflega stór- brotið ævintýri ÞARNA er að gerast ákaflega stórbrotið ævintýri, sem vissulega er skemmtiiegt og Gamla bíó er tvímælalaust rétta húsið fyrir söngvara okkar. — Ég kom aðeins inn í húsið í vikunni og sá hvað þarna var að gerast. Fannst mér það mjög und- arleg tilfinning að koma þarna og sjá og fannst það allt ævintýri lík- ast. Þetta er stór stund fyrir söngvara og ég er mjög ánægður fyrir hönd þeirra ungu söngvara sem þarna eru að vinna glæsiverk. Garðar Cortes er réttur maður á réttum stað og færi ég þeim öllum óskir um að allt gangi í haginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.