Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 5 Árni Kristjinsson Gisela Depkat Gisela Depkat og Arni Kristjánsson á tónleikum FIMMTII tónleikar Tónlistarfélagsins verða haldnir í dag klukkan 14.30 í Austurbæjarbíói. Þar leika Gisela Depkat sellóleikari og Árni Kristjánsson píanóleikari verk eftir Boccherini, Bach, Beethoven, Ware og Debussy. Gisela Depkat, sem í föðurlandi sínu er talin meðal fremstu einleik- ara, á sér marga aðdáendur meðal íslenzkra tónlistarunnenda. Hún var fyrsti sellóleikari í Sinfóníu- hljómsveit íslands veturinn 1973 til 1974 og kenndi jafnframt mörgum efnilegum tónlistarmönnum við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hélt hún einleikstónleika m.a. á vegum Tónlistarfélagsins. Gisela hefur ferðazt víða um heim og haldið tónleika og hlotið margs konar við- urkenningu. Hún hefur kennt selló- leik við þrjá stærstu tónlistarhá- skóla Kanada. Árni Kristjánsson, sem óþarft er að kynna íslenzkum tónlistarunn- endum, hefur leikið með Giselu Depkat áður, m.a. fyrir Tónlistar- félagið veturinn 1973 til 1974. Aldraðir í Neskirkju í DAG hefjast „samverustundir aldradra" í Neskirkju á ný. Dagskrá þessara samverustunda hefur verið skipulögð þannig, að ýmist verður haft svokallað „opið hús“ í safnaðarhcimili kirkjunnar, þar sem boðið verður upp á kaffisopa og eitt og annað til fróðleiks og skemmtunar eða þá að farið verður í stuttar kynnisferðir. í fréttatilkynningu frá prestinum í Neskirkju, segir að til kynnisferð- anna sé efnt til þess að gefa kost á því að fylgjast ofurlítið með borg- arlífinu og skoða næsta nágrenni. Dagskráin verður í stórum dráttum sú, að í dag flytur dr. Gunnlaugur Þórðarson hugleiðingar um tilver- una í Reykjavík. Þá mun Ragnar Hinriksson hinn 16. janúar sýna myndir frá öræfum Islands, 23. janúar verður ferð um Reykjavík og farið upp í turn Hallgrímskirkju og hinn 30. janúar verður bingó og fé- lagsvist. Kanna markaði á Arabíuskaganum: Sýna iðnvarning og sjávarafurðir og ræða um flug- og ferðamál ALLMÖRG íslenzk fyrirtæki kynna vörur sínar á mikilli matvæla- og þjón- ustusýningu í Bahrain á næstunni, en sýningin hefst í næstu viku. Auk sjávarafurða og iðnvarnings verður rætt um hugsanlegt leiguflug Flugleiða eða annarra íslenzkra fyrirtækja þar, en einnig í Saudi-Arabíu og Kuwait og hugsanlega einnig um aðra ferðamálastarfsemi. Fyrir nokkru var stofnað fyrir- tæki íslenzkra og saudi-arabískra aðila og í framhaldi af stofnun þess fyrirtækis er þessi þátttaka Islendinga á fyrrnefndri sýningu. íslendingar hafa ekki áður gert slíkt átak til að komast inn á markað í hinum olíuauðugu lönd- um á Arabíuskaganum. Fulltrúar Útflutningsmiðstöðv- ar iðnaðarins á þessari sýningu verða þeir Úlfur Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, Guðmundur Svavarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri og Víglundur Þor- steinsson, stjórnarformaður, frá Búvörudeild Sambandsins verður Gunnlaugur Björnsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri í Bahrain, þeir Heimir Hannesson, framkvæmda- stjóri og Eyþór Ólafsson, söl- ustjóri, frá Sölustofnun lagmetis, Árni Finnbjörnsson frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og loks Pétur Thorsteinsson, sendi- herra frá utanríkisráðuneytinu. Tungl almyrkvað í kvöld ALMYRKVI á tungli verður í kvöld og verði heiðskírt á myrkvinn að sjást vel á austurhimninum. Samkvæmt upp- lýsingum í almanaki Þjóðvinafélagsins byrjar hálfskuggi jarðar að færast yfir tunglið klukkan 17.15 og alskugginn, sem fylgir á eftir, klukkan 18.14. Tunglið er síðan al- myrkvað klukkan 19.17. Almyrkvun tungls er til klukkan 20.35, er al- myrkva lýkur. Miður myrkvi er klukkan 19.56. Tungl er laust við al- skugga klukkan 21.38 og hálfskugga klukkan 22.37. A þessu ári verður al- myrkvi á tungli tvisvar sinnum utan myrkvans í dag. Hinn 6. júlí verður almyrkvi, sem ekki sést hér á landi. Hinn 30. des- ember, daginn fyrir gaml- ársdag, verður síðan al- myrkvi, sem hést hér. Sá myrkvi er að morgni. Síð- ast varð almyrkvi á tungli, sem sást á íslandi, árið 1978. Kemst íslenzkt þjóð’ félag af án sjávarútvegs? eftir (Haf Örn Jónsson, togarasjómann Á SAMA tíma og sjávarútvegs- ráðherra lýsti því yfir að sjómenn yrðu að lækka laun sín vegna auk- ins afla, tróð hæstvirtur forsætis- ráðherra í ræðustól á Alþingi og lýsti sjómönnum og tekjum þeirra sem stærsta vandamáli þjóðarinn- ar. Hvað er að ske, er eina stéttin, sem sýndi biðlund á biðlund ofan í baráttunni við efnahagsvanda, orð- in svo mikið vandamál? Er ástæðan sú, að sjómenn fara þess á leit að laun þeirra verði ekki skert meira en orðið er? Eða er ástæðan sú, að sjómenn vilja ekki lengur borga útgerðar- mönnum þóknun í formi tímabund- is olíugjalds, upphæðir sem nema tugum þúsunda króna á ári? Eða ætli ástæðan sé sú, að íslenzk- ir sjómenn hafa aldrei áður komið með jafnmikinn fisk að landi og fengið jafn smánarlega lítið og nú fyrir það gífurlega vinnuálag, sem þeir hafa lagt á sig? Það heyrast kröfur hjá fólki, sem vinnur í landi um 36 klukkustunda vinnuviku, á sama tíma og sjómenn •eggja á sig 84 og upp í yfir 100 klukkustunda vinnuviku, til að færa að landi mikinn, góðan og óskemmdan afla. Hvers eiga þessir menn síðan að gjalda þegar stjórn- völd taka höndum saman um að skerða svo tekjur þeirra að mögu- leikar á 2ja til 3ja mánaða hvíld á ári verða að engu, og því síðan lýst yfir að þeir séu vandamál þjóðar- innar númer eitt, þrátt fyrir að bú- seta í landinu byggist að lang mestu leyti á störfum þeirra. En hvað er ég aumur sjómanns- ræfill að raupa? Því tek ég ekki brosandi við 30 til 40% launaskerð- ingu eins og þrælar forfeðra okkar tóku við sparki? Nei, það verður ekkert af því. Nú er mælirinn mikið meira en fullur og allt hjal um að leysa málið eftir einhverjum krókaleiðum (félags- málapakka) er út í hött. Sjómenn hafa axlað sínar byrðar og mikið meira en það, hækkun og afnám tímabundins olíugjalds eru skýlaus- ar kröfur sjómanna á hendur ríkis- stjórninni, sem á tveggja ára stjórnarferli sínum hefur rýrt tímakaup sjómanna meira en nokk- ur önnur ríkisstjórn, sem setið hef- ur við völd. Furðurleg ummæli formælenda frystihúsa og útgerðar, í blöðum fyrir hátíðarnar, þar sem þeir eru með dylgjur um að olíugjaldið sanni að umsamin skiptaprósenta sé of há, sýna að útgerðarmenn og frysti- húsaeigendur höfðu gleypt við agni ríkisstjórnarinnar um að etja sam- an hagsmunum sjómanna annars vegar og útgerðar og vinnslu hins vegar. En staðreyndin er sú, að allar greinar sjávarútvegs eiga líf sitt að verja í þjóðfélagi öngþveitisins og lífæð hvort heldur er sjómanns, út- gerðar eða vinnslu liggur í hafinu. Þessar greinar eiga nú að snúa bök- um saman um hagsmuni sína, því ef þjóðfélagið telur sig komast betur Ólafur Örn Jónsson af án sjávarútvegs, þá kæmist sjáv- arútvegur örugglega af án þess þjóðfélags, sem rekið er hér í dag með öllum sínum félags- og uppeld- is- ráðgjöfum og spekúlöntum sem spretta upp eins og gorkúlur um alla afkima og deildir kerfisins. Ég vil minna útgerðarmenn á þá tíma, þegar togararnir lágu fyrir utan hafnir oft á annan sólarhring meðan verið var að smala mönnum úr afkimum þjóðfélagsins til að koma skipunum á veiðar. Sem betur \P>HNKV=»STRI« úfwóföF aim EKKI ERíðFflLLl UF HIAfU '* , EKKI \LLR 06 tlNR TlLGflNÖ W ófííq "Í6 \i£F 6ERT ÖVEftULEúfl BRE'fT- IM6U fl WflSKRIPTINNI.EN flO fer sést þetta ekki í dag og ég vona að það sé sameiginleg ósk sjómanna og útgerðarmanna að þeir tímar endurtaki sig ekki. Dæmin sýna að skerðing á launum sjómanna hefur ekki runnið til útgerðar, í staðinn fer minna til sjávarútvegs og meira í ríkishítina. Sjómenn, við fengum okkar síð- asta glaðning frá ríkisstjórn hinna vinnandi stétta í haust er við feng- um 5% hækkun fiskverðs á sama tíma og aðrir launþegar fengu full- ar vísitölubætur á launataxta sína. Nú höfum við stungið við fæti og litið um öxl, horfum á tveggja ára tímabil niðurlægingar þar sem troðið hefur verið á kjörum okkar með alls konar aðgerðum. Við spyrjum sjálfa okkur hvers vegna erum við að þessu? Síðan setjumst við niður og látum okkur líða vel í faðmi fjölskyldu og vina á meðan forráðamenn þjóðarinnar eru að komast að sömu niðurstöðu og við, um, að sjómenn láti ekki sjálfvilj- ugir hneppa sig í ánauð, þótt svo að hróður vinstri stjórnar sé í veði. Að lokum óska ég sjómönnum til hamingju með þá samstöðu sem náðst hefur og veit, að hún mun standa þar til réttlætanlegum kröf- um okkar hefur verið fullnægt. Með von um að sjást einhvern tíma fyrir vorið óska ég öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs. Opnum í dag nýja stórglæsilega ver/lun að Grensásvegi 8 (áður Axminster). Nýtt á íslandi. Al.NO eldhúsinnrcttingar frá Vestur-Þý/kalandi. « Vörukynning laugardag og sunnudag 1 — 6. I jölmargar gerðir á verði sem allir ráða við. Hagstætt verð og greiðsiuskilmálar. ♦ Húsbyggjendur og þið sem hyggist beyta eldri eldhiisum komið — sjáið — og sann- færist. nuio eldhús Grensásvegi 8 (áður Axminster) sími 84448

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.