Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 33 fclk í fréttum Colby greiðir skaðabætur + William E. Colby, fyrrum yfirmaður CIA, hefur sæst á að borga stjórnvöldum í Banda- ríkjunum 10 þúsund dollara (um 82 þúsund íslenskar). Og af hverju? Jú, jú, það voru kaflar í ævisögu hans nýútkominni, sem kom út árið 1977, sem fulltrúar CIA fengu ekki að lesa yfir fyrir útgáfuna og þar var ýmislegt sem að finna sem Colby hafði svarið eið að á sínum tíma þegar hann gerðist yfirmaður CIA, að upplýsa aldrei nokkurn tímann. Þar með er lokið þriggja ára deilu fyrir dómstól- unum milli dómsmálaráðuneytisins banda- ríska og Colbys. Ævisaga hans hét „Honor- able Men: My Life in the CIA “. Fulltrúi einn í dómsmálaráðuneytinu lét hafa eftir sér, að einnig væri í þessu samkomulagi sú kvöð á Colby, að allar upplýsingar varðandi CIA og allt sem hann birti opinberlega hér eftir, yrðu forráðamenn CIA að leggja blessun sína yfir... Svona fór um sjóferð þá + Svona fór fyrir Ali. Ilann veit greinilega ekkert hvað er að gerast en Trevor Berbick er vel vakandi og ein- beittur á svip, og í þann veginn að lauma þungu hægri handar höggi í fésið á aumingja Ali. Myndin var tekin í lOdu lotu síð- ustu keppni Alis, þar sem hann tapaði á stigum, og hét því á eftir, að það yrði hans síðasta keppni í hringnum. Kn hraustlegir eru þessir kappar, Ali í þann veg að komast á fimm- tugsaldurinn ... Paul McCartney neitar að hafa slitið samstarfi Bítlanna + l’aul McCartney sagði nýverið í samtali við enska stórblaðið The Times, að það hefði ekki verið hann sem í rauninni sleit samstarfið við félaga sína í frægustu popphljómsveit allra tíma, Bítlunum. „í rauninni var það einmitt ég sem átti hvað erfiðast með að sætta mig við þessi málalok," sagði Paul, þó hann hafi sjálfur krafist þess fyrir dómstólunum 1969 að hljómsveitin yrði leyst upp. „En þegar til þess kom að hljómsveitin leystist upp, þá var það eins og gerist í skilnaðarmálum. að þú vilt alls ekki hafa neitt saman við fyrri maka þinn að sælda, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn.“ Paul Mct'artney samdi flest Bítlalögin í félagi við John Lennon á sínum tíma, og mótmælir hann því í viðtalinu að þeim hafi nokkurn tíma verið í nöp við hvorn annan: „Að vísu varð ég bæði undrandi og særður snemma á árinu 1970, þegar John gagnrýndi mig opinberlega. En ég var staðráðinn í að sýna heiminum að ég gæti staðið fyrir mínu og slegið einsamall í gegn. Pessar staðleysur um óvild okkar Johns í garð hvors annars urðu brátt að goðsögn, sem smám saman magnaðist og var prentuð upp í bókum, í leikritum og varð beinlínis að sannleik, án þess nokkru sinni að vera sannleikur. Paul segir að hann tali mikið við Yoko Ono í gegnum síma eftir dauða Lennons og Yoko segi sér það einlæglega að John hafi ætíð verið hlýtt til sín. Paul neitar því, að Brian Kpstein hefði getað komið í veg fyrir upplausn Bítlanna, hefði hann lifað svo lengi: „í sannleika sagt, þá var tími Brians liðinn. Margt var orðið í ólagi hjá honum, þegar hann framdi sjálfsmorðið. Því miður.“ í viðtalinu kveður l’aul almenning misskilja hjónaband sitt og Lindu Kastman, fyrrum sýningarstúlku, sem Paul gerði að hljómlistarmanni á nokkrum árum. „Almenningur vildi að ég gengi að eiga leikkonuna Jane Asher og samskipti okkar voru mikið auglýst í fjölmiðlum. En mergurinn málsins er sá, að ég elska Lindu, cg hef aldrei elskað Jane Asher.“ €|B|E|E)E|G]B|B]E|g| 0 131 ( SatÆ 13 ig IBingó i 13 kl. 2.30 laugardag. Iffl in Aöalvinningur: Vöru- iijí .y úttekt fyrir kr. 3000. !S 13 ig G)E]E]G]E]E]E]G]g]E] Hótel Borg Ósvikiö rokk og dundur danstónlist veröur uppi á teningnum hjá okkur í kvöld þar til yfir lýkur. Plötukynnir Jón Vigfús- son. Vel klætt fólk, 20 ára og eldra, velkomið. Hótel Borg EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU t--------------------------------v Lindarbær Gömlu dansarnir í kvöld frá kl. 21.00 til 02.00. Rútur Kr. Hannesson og félagar teika, söngkona Valgerður Þórisdóttir. Aðgöngumiðasala í Lindarbæ frá kl. 20.00, sími 21971. Gömludansaklúbburinn Lindarbæ. MÆTUM í MANHA TTAN Árið 1981 var gott tónlistarár. Við rennum yfir vinsæ/ustu lögin ásamt hinum mjög góðu Manhattan /ögum. Húsið opnar kl. 19.00, boröapantanir í síma 45123. Snyrti/egur k/æðnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.