Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 4
4 Peninga- markaðurinn f GENGISSKRÁNING NR. 250 — 31. DESEMBER 1981 Ný kr. Ný kr. Eining Kl. 09.15 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 8,161 8,185 1 Sterlingspund 15,606 15,652 1 Kanadadollar 6,883 6,903 1 Donsk króna 1,1157 1,1189 1 Norsk króna 1,4053 4 1,4094 1 Sænsk króna 1,4731 1,4774 1 Finnskt mark 1,8735 1,8790 1 Franskur franki 1,4330 1,4372 1 Belg. franki 0,2131 0,2137 1 Svissn. franki 4,5415 4,5548 1 Hollensk florina 3,3108 3,3205 1 V-þýzkt mark 3,6311 3,6418 1 Itolsk líra 0.00681 0,00683 1 Austurr. Sch. 0,5188 0,5203 1 Portug. Escudo 0,1250 0,1253 1 Spánskur peseti 0,0839 0,0842 1 Japanskt yen 0,03712 0.03723 1 írskt pund 12,923 12,961 SDR. (sérstok dráttarréttindi 30/12 9,5181 9,5460 y f 'V GENGISSKRÁNING FERÐAMANNAGJALDE YRIS 31. DESEMBER 1981 Ný kr. Ný kr. Einmg Kl. 09.15 Kaup Sala 1 Bandarikjadollar 8,977 9,004 1 Sterlingspund 17,167 17,217 1 Kanadadollar 7,571 7,593 1 Dónsk króna 1,2273 1,2308 1 Norsk króna 1,5458 1,5503 1 Sænsk króna 1,6204 1,6251 1 Finnskt mark 2,0609 2,0669 1 Franskur franki 1,5763 1,5809 1 Belg. franki 0,2344 0,2351 1 Svissn. franki 4,9957 5,0103 1 Hollensk flonna 3,6149 3,6526 1 V.-þýzkt mark 3,9942 4,0060 Cttolsk líra 0,00749 0,00751 1 Austurr. Sch. 0,5707 0,5723 1 Portug. Escudo 0,1375 0,1378 1 Spánskur peseti 0,0923 0,0926 1 Japanskt yen 0,04083 0,04095 1 Irskt pund 14,215 14,257 Vextir: (ársvextir) INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbækur..............34,0% 2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).37,0% 3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1)... 39,0% 4. Verðtryggðir 6 mán. reikningar. 1,0% 5. Avisana- og hlaupareikningar. 19,0% 6. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innslæður í dollurum...... 10,0% b. innstæður í sterlingspundum. 8,0% c. innstæður í v-þýzkum mörkum. .. 7,0% d. innstæöur í dönskum krónum.. 10,0% 1) Vextir færðir tvisvar á ári. ÍJTLÁNSVEXTIR: (Verðbótaþállur í sviga) 1. Vixlar, (orvextir.... (26,5%) 32,0% 2. Hlaupareikningar..... (28,0%) 33,0% 3. Lán vegna útflutningsafurða.. 4,0% 4. Önnur afuröalán ....... (25,5%) 29,0% 5. Skuldabréf .......... (33,5%) 40,0% 6 Vísitölubundin skuldabréf....... 2,5% 7. Vanskilavextir á mán....-.....4,5% Þess ber að geta, að lán vegna út- flutningsafuröa eru verötryggö miöaö viö gengi Bandaríkjadollars. Lífeyrissjódslán: Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 120 þúsund ný- krónur og er lániö vísitölubundiö með lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt að 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er i er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lifeyrissjóönum 72.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 6.000 nýkrónur, unz sjóösfélagi hefur náð 5 ára aöild aö sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóðsaðild bætast við höfuöstól leyfi- legrar lánsupphæðar 3.000 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 180.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 1.500 nýkrónur fyrir hvern ársfjóröung sem liöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggður með byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrir januarmánuð 1981 er 304 stig og er þá miöaö viö 100 1. júní '79. Byggingavísitala fyrir janúarmánuö 909 stig og er þá miöaö viö 100 í októ- ber 1975. Handhafaskuldabréf i fasteigna- viöskiptum Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 Hrímgrund kl. 16.20: Leikþáttur, upplestur, viðtöl og pistillinn - auk þess sem Halli hrímþurs kemur í heimsokn Á dajjskrá hljóðvarps kl. 16.20 er þátturinn Hrímgrund — útvarp barnanna. Umsjónarmenn: Ása Helga Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. — Þessi þáttur er að nokkru leyti um tröll og álfa, sagði Ása Helga, — en svo er fleira í bland. Lesinn verður kafli úr bók Guð- rúnar Helgadóttur, Ástarsögu úr fjöllunum. Þá verður leikþáttur úr leikriti Herdísar Egilsdóttur, Gegnum holt og hæðir, sem leik- ið var hjá Leikfélagi Kópavogs á sínum tíma. Leikendurnir eru fjórir krakkar úr Breiðhoiti, sem hafa verið alveg sérstaklega dugleg við að gera efni fyrir Hrímgrund. Þau heita Anna Óladóttir, Bergþóra Eiríksdóttir, Inga Guðrún Birgisdóttir og Ei- ríkur Haraldsson. Og svo verður rætt við þessa krakka um það hvernig barnatímar eigi að vera að þeirra dómi. Vigdís Ingólfs- dóttir flytur pistilinn að þessu sinni og fjallar um fatlaða. Og hún les einnig ritgerð eftir sig, um landsmót skáta í Kjarna- skógi við Akureyri sl. sumar. Loks er að geta þess að hann Halli hrímþurs kemur í heim- sókn, en það er best að hafa sem fæst orð um það. Hann Halli hrímþurs kemur í heimsókn hjá Hrímgrund — útvarpi barn- anna sem er á dagskrá hljóðvarps kl. 16.20. Hann skyldi þó ekki vera þarna á vakki með kerlu sinni? Robert Mitchum og George Kennedy í hlutverkum sfnum f laugardagsmynd- inni, sem er á dagskrá kl. 21.30. Mislitt fé Laugardagsmyndin kl. 21.30: - bandarískur vestri frá 1969 Á dagskrá sjónvarps kl. 21.30 er laugardagsmyndin, Mislitt fé (The Good Guys and the Bad Guys), bandarískur vestri frá árinu 1969. Leikstjóri er Burt Kennedy, en í að- alhlutverkum Robert Mitchum, George Kennedy, Iíavid Carradine og Martin Balsam. Þýðandi er Björn Baldursson. Flagg, sem Robert Mitchum leik- ur, er lögreglustjóri í Villta vestr- inu og hann á sér svarinn óvin. McKay, sem George Kennedy leik- ur. Sá var eini maðurinn sem tek- ist hafði að sleppa úr fangelsi Flaggs um dagana, enda eftirlýst- ur þrjótur. Þar kemur að Flagg kemst á snoðir um að McKay sé í nágrenninu með hópi þorpara, sem ábyggilega hafa eitthvað misjafnt í hyggju, en forlögin haga því þannig, að þeir verða samherjar í þeirri baráttu sem framundan er. Kvikmyndahandbókin: Ein stjarna. Hljóðvarp kl. 11.20: Frænka Frankensteins - 2. þáttur Á dagskrá hljóðvarps kl. 11.20 er 2. þátturinn af framhaldsleikritinu „Frænka Frankensteins" eftir Allan Rune Petterson. Nefnist hann „Óboðnir gestir“. l»ýðandi er Guðni Kolbeinsson, en Gísli Alfreðsson er leikstjóri. Með helstu hlutverk fara I‘ora Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Flosi Olafsson. Þátturinn er 34ra mínútna langur. Tæknimaður: Guð- laugur Guðjónsson. Hann Frankenstein hefur hugs- að sér að hressa upp á kastala ætt- arinnar, en hann er í ömurlegu ástandi. Með aðstoð Igors, sem ver- ið hafði aðstoðarmaður vísinda- mannsins frænda Hönnu, vekur hún upp þursinn Frankie. Henni hefur semsé hugkvæmst að láta hann hjálpa til við endurreisnar- starfið. Og hann er svo sannarlega stórtækur. utvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 9. janúar MORGUNNINN____________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Leikfimi. 7.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgun- orð: Arnmundur Jónasson talar.' 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.50 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 „Frænka Frankensteins“ eftir Allan Rune Petterson. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. 2. þáttur: „Oboðnir gestir“. Leik- endur: Gísli Alfreðsson, Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson, Arni Tryggvason, Baldvin Halldórs- son, Valdemar Helgason, Flosi Olafsson og Klemenz Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.35 Iþróttaþáttur. Umsjón: Her mann Gunnarsson. 13.50 Laugardagssyrpa. Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þorsteins- son. SÍDDEGID______________________ 15.40 íslenskt mál. Jón Aðal- steinn Jónsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Hrímgrund — útvarp barn- anna. Umsjónarmenn: Ása Helga Ragnarsdóttir og Þor steinn Marelsson. 17.00 Síðdegistónleikar: Vladimir Ashkenazy leikur Pí- anósónötu í As-dúr op. 110 eftir Ludwig van Beethoven og „N*turljóð“ op. 27 eftir Fréd- éric Chopin. (Hljóðritun frá Tónlistarhátíðinni í Salzburg í fyrra.)/ FíladelfíustrengjasveiC in leikur „Concerto grosso“ nr. 12 op. V („La Fo!lia“) eftir Francesco Geminiani og „Simple Symphony“ eftir Benj- amin Britten. (Hljóðritun frá tónlisfarháfíðinni í Schwetzing- en í fyrrasumar.) 18.00 Söngvar í léttum dúr. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. KVÓLDID ________________________ 19.35 Skáldakynning: Leifur Jóelsson. Umsjón: Örn Olafs- son. 20.05 Frá Heklumótinu 1981. Karlakórinn „Geysir“ syngur undir stjórn Ragnars Björns- sonar, karlakórinn „Hreimur" syngur undir stjórn Guðmundar Norðdahl og kórar í „Heklu“, sambandi norðlenzkra karla- kóra, syngja allir saman undir stjórn Arna Ingimundarsonar og Áskels Jónssonar. (Hljóðrit- að á Akureyri 20. júní í fyrra- sumar.) 20.30 Úr Ferðabók Eggerts og Bjarna. Sjötti og síðasti þáttur Tómasar Einarssonar. Göngu- ferð á Snæfellsjökul o.fl. Rætf við þýðanda bókarinnar Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum. Lesarar: Snorri Jónsson og Valtýr Óskarsson. 21.15 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir tónlist stóru dans- híjómsveitanna (The Big Bands) á árunum 1936—1945. 22.00 Chuck Mangione og félagai leika nokkur lög. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Vetrarferð um Lappland" eftir Olive Murray Chapman. Kjartan Ragnars les þýðingu sína (11). 23.00 Danslög. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. SKJANUM LAUGARDAGUR 9. janúar 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Spænskur teiknimyndaflokkur um Don Quijote. I»ýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knatLspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 /Ettarsetrið. Sjötti og síðasti þáttur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.00 Furður veraldar. Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Ferðin hefst. Þrettán breskir þættir, sem fjalla um ýmis furðuleg fyrir bæri í heiminum. Leiðsögumað- ur í þessum þáttum er Arthur C. Clarke, heimsfrægur rithöfund- ur og „framtíðarfræðingur“. Hann varð frægur, þegar hann ritaði grein um fjarskiptahnetti árið 1945. Hann er fæddur á Englandi, en býr á Sri Lanka. Hann er höfundur bókarinnar, sem kvikmyndin „2001 — A Spaee Oddyssey" er byggð á. En þótt Arthur C. Clarke sé fyrst og fremst hugsuður og rit- höfundur, er hann virtur meðal yísíndamanna. í þessum myndaflokki er komið víða við og meðal annars fjallað um fljúgandi furðuhluti, Loch Ness-skrímslið, snjómanninn hræðilega og fleira. Þýðandi: Ellert Sigurbjörnsson. 21.30 Mislitt fé. * (The Good Guys and the Bad Guys.) Bandarískur vestri frá árinu 1969. Leikstjóri: Burt Kennedy. Aðalhlutverk: Roberl Mitchum. George Kennedy, David Carradine og Martin llalsam. Hópur útlaga hyggst ræna járnbrautalest, og það kemur í hlut tveggja fyrrum óvina að koma í veg fyrir það. Þýðandi: Björn Baldursson. 23.00 Suðuramerískir dansar. Mynd frá Evrópukeppni áhuga- manna í suður-amerískum dönsum í Helsinki í fyrra. Með- al dansa eru rúmba, samba, paso doble, cha-cha og djæv. (Þýðandi: Trausti Júlíusson). (Evróvisjón — Finnska sjón- varpið) 00.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.