Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982
30
Ingibergur Runólfs-
son - Minningarorö
Fæddur 30. maí 1896.
Dáinn 20. október 1981.
Ingibergur Runólfsson, faðir
minn, var fæddur í Króki í Gaul-
verjabæjarhreppi í Arnessýslu.
Foreldrar hans voru Runólfur
Ingvarsson, bóndi þar, og kona
hans Ragnhildur Ingvarsdóttir.
Þau hofðu þá búið þar í sex ár og
eignast þrjú born. Var faðir minn
yngstur þeirra barna, sem þau
áttu saman. Hin voru Sigrún, Jón
og Kristín Ingunn. Þetta sumar
var svokallað jarðskjálftasumar,
því að það urðu miklir jarðskjálft-
ar á Suðurlandi þá um vorið. Þeg-
ar faðir mann var tveggja ára
fluttist fjölskyldan að Snjall-
steinshöfðahjáleigu á Landi.
Þegar faðir minn var á níunda
ári, var móðir hans oft veik og var
flutt austur að Hvoli til læknisins
þar og dó þar um haustið. Vorið
1907 kom kona til fjölskyldunnar,
sem hét Sigríður og var frá Seli í
Holtum. Faðir hennar, Guðmund-
ur Ólafsson, bjó þar og hafði verið
kvæntur föðursystur pabba. Þau
Sigríður giftust og áttu fjögur
börn. Þau hétu Rósa, Bergmann,
Bergþóra og Eggert. Sigríður var
mjög góð kona og gekk öllum
börnunum í móðurstað.
Vorið 1910 var faðir minn
fermdur í Árbæjarkirkju. Tveim-
ur árum síðar fór hann á vetrar-
vertíð hjá Milljónafélaginu, sem
svo var kallað. Það hafði á þessum
árum róðrarbátaútveg í Gerðum í
Garði. Hann var samferða Rauða-
lækjarbræðrum i þessari fyrstu
ferð sinni að heiman. Voru þeir
reiddir út að Selfossi, svo var
gengið suður á Kolviðarhól og gist
þar. Daginn eftir var haldið til
Reykjavíkur og komið við í Árbæ
hjá Margréti, sem þar bjó og hafði
greiðasölu. Það fóru fáir þar hjá
án þess að koma þar við og fá sér
kaffi. Svo var gengið niður í bæ og
gist á Laugavegi 70. Þar var þá
gististaður þeirra austanmanna.
Næsta dag var farið á Flóabátnum
Ingólfi til Keflavíkur og síðan
gengið suður í Garð. Milljón var í
mörgum húsum. Var faðir minn í
húsi, sem kallað var Glaumbær og
þótti bera nafn með rentu. Það var
mikið að gera og nóg að borða á
vertíðinni, en feginn varð hann
þegar lokadagurinn rann upp.
Gengið var sporlétt til Keflavíkur
og tekið far til Hafnarfjarðar á
Flóabátnum Ingólfi. Gengið var úr
'Hafnarfirði til Reykjavíkur og
gist á Hernum. Daginn eftir var
lagt af stað heimleiðis með vertíð-
arkaupið, 35 krónur, í saman-
saumuðum vasanum, 110 km vega-
lengd. Skömmu áður en heim var
komið hafði gert jarðskjálfta fyrir
austan og öll hús fallið í rúst nema
hlaðan. Hún stóð ein uppi og í
henni var verið hálfsmíðaðri um
sumarið. Kýrnar meiddust og
misstu nyt í jarðskjálftanum, en
náðu sér furðu fljótt eftir meiðsl-
in. Baðstofan og gripahúsin voru
byggð upp um sumarið. Þá var
mikið að gera í hjáleigunni eins og
víðar.
Næstu vertíð var faðir minn á
Hermanni, en um vorið fór hann á
þýskan togara, sem lagði upp í
Hafnarfirði. Um mánaðamótin
júlí og ágúst var togarinn kvaddur
í stríðið. Fór pabbi þá austur til
föður síns og var hjá honum fram
yfir jól. Þá fór hann til Vest-
mannaeyja og var þar til sjós og
lands til hausts að hann fór í
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
og var þar veturinn 1915—’16. Um
vorið fór hann norður á Siglufjörð
og vann þar við byggingar og síld-
arbræðslu til hausts. Þá fór hann
norður á Tjörnes og vann þar í
kolanámu meðan unnt var fyrir
gaddi.
Þegar suður kom fór hann út í
Engey og flutti mjólk í land. Þá
var frost á Fróni og mikil ísalög.
Einu sinni gekk hann með Birni,
húsbónda sínum, úr Engey upp í
Laugarnestanga og aftur til baka.
Vorið 1918 fór faðir minn á
handfæraveiðar á vélbátnum Tý
úr Reykjavík. í lok vorvertíðar
hætti báturinn veiðum og fór
pabbi þá upp að Álafossi til Sigur-
jóns Péturssonar og tók upp mó
fram á haust, því að þá var lítið
um eldsneyti í landinu. Þá fór
hann í flutninga milli Álafoss og
Reykjavíkur fyrir verksmiðjuna
þar. Voru þá notaðir vagnar með
hestum fyrir. Við þetta var hann í
þrjú ár. Síðan var hann í sjö ár
með vörubíl, sem ullarverksmiðj-
an átti.
Á Álafossi kynntist faðir minn
Sigríði Olgu Kristjánsdóttur vest-
an af ísafirði. Þau felldu hugi
saman og gengu í hjónaband. Áttu
þau fyrst heima á Álafossi og flest
barna þeirra eru fædd þar. Þau
eru: Ragnhildur, yfirlæknir í
Kópavogi, gift Birni Gestssyni,
forstöðumanni, Þórdís, bókavörð-
ur í Umeá í Svíþjóð, ekkja Björns
Kalman, læknis, Ásgeir, prestur
og bókavörður í Alberta í Kanada,
giftur Janet Smiley, félagsráð-
gjafa, Helga, húsfreyja í Reykja-
vík, gift Snorra G. Guðmundssyni,
verslunarmanni, Gunnar, innan-
hússarkitekt, kvæntur Evu Jósza,
hjúkrunarkonu.
Eina dóttur átti móðir mín áður
en hún giftist, Kristínu, gifta Geir
Agnari Zoega, sem pabba þótti
mjög vænt um.
Vorið 1928 keypti faðir minn
vörubíl og fluttist þá með fjöl-
skylduna til Reykjavíkur en hélt
akstrinum áfram. Við vorum með
fyrstu fjölskyldunum sem fluttu í
verkamannabústaðina við Hring-
braut.
Árið 1943 slitu foreldrar mínir
samvistum og 1950 kvæntist faðir
minn aftur Katrínu Helgadóttur,
ekkju með mörg börn, sem sum
voru enn í heimahúsum og bjó
með henni til dauðadags, 20.
október 1981, að fráskildum síð-
ustu mánuðunum, sem hann
dvaldist á Landakotsspítalanum.
Faðir minn átti langa starfsævi,
64 ár, frá því að hann fór að
heiman 16 ára og þar til hann
hætti akstri áttræður að aldri.
Það er meira en heppni að aka bíl
í fimmtíu ár án þess að valda tjóni
á mönnum eða mannvirkjum. Það
er farsæld í starfi. Hann var gerð-
ur að heiðursfélaga Vörubílstjóra-
félagsins Þróttar árið 1975. Var
hann þakklátur sínum gömlu og
góðu félögum í Þrótti fyrir langa
og góða samvinnu.
Öll eigum við skuld að gjalda í
lífinu, en fáum meiri en föður og
móður. Pabbi var mér bæði faðir
og félagi. Stend ég i mikilli þakk-
arskuld við hann, sem ég fæ aldrei
goldið. Hvað hann snerti var vitn-
eskjan um að okkur börnunum
vegnaði vel fullt endurgjald langr-
ar og starfsamrar ævi.
Guð blessi minningu hans.
Ásgeir Ingibergsson
Minning:
Böðvar Ingvarsson
fgrrv. verkstjóri
Á annan jóladag lést í Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja Böðvar Ingv-
arsson, 88 ára að aldri. Hann var
fæddur í Koti á Rangárvöllum 29.
ágúst 1893. Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Jónsdóttir, dóttir
Ingibjargar Böðvarsdóttur frá
Reyðarvatni, og Ingvar Sveinsson
frá Torfastöðum i Fljótshlíð.
Ömmur okkar Böðvars voru því
systur.
Kynni okkar Böðvars hófust
með dálítið sérstökum hætti fyrir
u.þ.b. 14 árum. Þegar faðir minn
lést árið 1966 var í eigu hans eða
umsjá forláta kista, skrautmáluð,
og á hana letrað með höfðaletri
saga hennar og kvöð er fylgdi. Það
var, að elsti Böðvar í ættinni hefði
hana sem sína eign. Þannig kom
þessi kostagripur til föður míns
austan af Rangárvöllum. En að
öðru leyti er ekki kunnugt um
uppruna hennar. Nú féll það í
minn hlut að koma kistunni til
næsta eiganda, Böðvars, sem ég nú
kveð hinstu kveðju.
Böðvar Ingvarsson var kominn
á áttræðisaldur, er við sáumst
fyrst. Hann hafði starfað lengst af
sem verkstjóri hjá Vestmanna-
eyjabæ, svo að fjarlægðin kom í
veg fyrir kynni. En nú var kistan
góða búin að tengja okkur saman,
og frændi minn kom í heimsókn og
dvaldi hjá mér dagstund. Mér eru
þessi fyrstu kynni mjög minnis-
stæð. Það myndaðist eitthvað svo
innilegur trúnaður og kærleikur á
milli okkar. Hann sagði mér sína
lífssögu í stuttu máli; þannig vildi
hann kynna sig sem best fyrir
mér.
Þegar Böðvar var á þriðja ári,
fluttu foreldrar hans til Reykja-
víkur, en hann var tekinn í fóstur
af hjónunum Sigríði Aradóttur og
Markúsi Gíslasyni, er bjuggu á
Valsstrýtu í Fljótshlíð. Segir það
sig sjálft, að ekki hefur það verið
sársaukalaust fyrir foreldrana að
flytja úr sveitinni og að sjá af
drengnum sínum til annarra. En
Böðvar var of ungur til að taka
vistaskiptin nærri sér, enda mætti
hann umhyggju og ástríki hjá
fósturforeldrunum og börnum
þeirra, sem reyndust honum vel
alla tíð. Böðvar var bókhneigður
og eignaðist gott bókasafn á langri
ævi; sótti sína menntun og fróð-
leik í bækur. Það duldist ekki, að
hann tók góða bók fram yfir allt
veraldargóss, sem glitrar og skín.
Hann var mjög listfengur og hag-
ur í höndum, og kunni hann að
notfæra sér það eftir að hann var
hættur að vinna, eins og nú er
sagt. En illa kann ég því, er hús-
mæður nú til dags kalla ekkert
vinnu nema það sem unnið er utan
heimilis, eða segjast vera að fara í
vinnuna. Margir skila drjúgu
dagsverki, þótt yfir 70 árin sé
komið, og tel ég Böðvar í þeim
hópi og þau hjónin bæði. Hann sat
ekki auðum höndum, saumaði út
og bjó til margs konar listaverk.
Það var sérstakt að sjá litasam-
setninguna, hve falleg hún var. Öll
þau ósköp, sem hann bjó til af
þessum dýrindis hlutum; gaf hann
þá í allar áttir til vina og vanda-
manna.
Böðvar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Ólafíu Halldórsdóttur
frá Kptmúla í Fljótshlíð, 21. des.
1918. Ólafía var frábær húsmóðir í
þess orðs fyllstu merkingu. Þau
eignuðust 9 börn, og eru 7 þeirra á
lífi, 4 dætur og 3 synir, og eru þau
öll efnisfólk. Þau misstu tvær
dætur, sem létust þegar á barns-
aldri.
Eins og fyrr segir, var Böðvar
lengst af í Vestmannaeyjum, og
vann þar sem verkstjóri. 1967
flytjast þau hjónin til Reykjavíkur
og kaupa sér íbúð með Mörtu,
dóttur sinni, í Álfheimum 30.
Sambýlið við dótturina var þeim
mikils virði, er aldurinn færðist
yfir. Umönnun hennar var kær-
komin, þegar heilsa þeirra fór að
bila. En Vestmannaeyjar áttu
mikil ítök í huga þeirra, og svo fór
að lokum, að þau fluttust þangað í
Dvalarheimilið. Ólafía hefur þó nú
hin síðustu ár verið í sjúkrahúsinu
þar. Þau nutu umhyggju og hlýju
hjá hjúkrunarliði og öðru starfs-
fólki, sem þau mátu mikils. Böðv-
ar var svo fluttur í sjúkrahúsið á
aðfangadag. Hann virtist ekki
þjáður, en lífsþrótturinn var bú-
inn. Hann fékk hægt andlát á ann-
an dag jóla, eins og fyrr segir. Ég
er þakklát fyrir lærdómsrík kynni
og vináttu, og bið eiginkonu og
börnum Guðs blessunar.
Lára Böðvarsdóttir
frá Laugarvatni
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðst-
ætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendi-
bréfsformi. Þess skal einnig get-
ið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru ekki
birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu
línubili.
+
Maöurinn minn og sonur okkar,
SVANUR LAURENCE HERBERTSSON,
Hraunbæ 10,
lóst af slysförum fimmtudaginn 7. þ.m.
Margrét Siguröardóttir,
Jenný Clausen, Herbert Albertsson.
Otför fööur okkar,
DAGBJARTAR GÍSLASONAR,
málarameistara,
Barónsstig 33,
veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir.
F.h. bræöra minna og annarra vandamanna,
Jónas bórir Dagbjartsson.
t
Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma, lang-
amma og systir,
ALETTA SOFIA JÓHANNSSON,
(fædd Mjátvet),
Álftahólum 4,
veröur jarösungin frá Bústaöakirkju, mánudaginn 11. janúar, kl. 3.
e.h.
Blóm og kransar afbeönir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Hjartavernd eöa aörar líknarstofnanir.
Samúel Jóhannsson,
Lilly A. Samúelsdóttir, Margeir P. Jóhannsson,
Karl J. Samúelsson, Berit I. Samúelsson,
Anna M. Samúelsdóttir, Garöar Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn,
María O. Jónsson.
+
Þökkum hlýhug og hluttekningu viö fráfall eiginmanns míns og
fööur,
BJARNA GUNNARS SÆMUNDSSONAR,
Ásvallagötu 35,
sem lést 16. desember 1981.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna lyfjadeildar 3B Landspít-
alanum.
Sigrún Helgadóttir,
Bjarni Ellert Bjarnason,
Sigrún Ásta Bjarnadóttir.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
MARGRET VESTMANN,
sem lóst í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyrt, 2. janúar, veröur
jarösungin frá Akureyrarkirkju, þriöjudaginn 12. janúar, kl. 13.30.
Þórlaug Vestmann, Magnús Magnússon,
Elsa Vestmann, Hallur Sveinsson,
Aöalsteinn Vestmann, Birna Ingólfsdóttir,
Jóna Vestmann, Emil Guömundsson,
Friörik Vestmann, Guörún Hjaltadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og
vinsemd viö fráfall og jarðarför,
ELÍNAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
Dalbraut 27.
Theodóra Sigurjónsdóttir,
Sólveig Sigurjónsdóttir.
Páll Guójónsson,