Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Guðmundur Heiðar Frímannsson: Fiskverð og markaðsverð „Þá þótti ýmsum miður heppi- legt, að Áki Jakobsson skyldi verða sjávarútvegsráðherra, enda var þá hafizt handa um að taka ábyrgð á fiskverðinu," segir á ein- um stað í bókinni um Ólaf Thors. Eins og flestir munu átta sig á, er hér átt við nýsköpunarstjórnina, sem sat á árunum 1944—1946, þegar Sósíalistaflokkurinn átti í fyrsta sinn aðild að stjórn, ásamt Sjálfstæðisflokknum og Aiþýðu- flokknum. Á þeim tíma er tekin sú örlagaríka ákvörðun, að ríkið fari að skipta sér af fiskverði. Og þótt Ólafur Thors, sem var forsætis- ráðherra þessarar stjórnar, hafi ekki skipt sér af verkum einstakra ráðherra, þá bar hann og flokkur hans ábyrgð á þessari breytingu. Við það gátu sumir samflokks- menn hans ekki sætt sig. Einn þeirra, Ingólfur Jónsson, tekur undir þessi orð, sem hér var til vitnað. Það er varla á færi nema at- vinnumanna að botna í því, hvern- ig fiskverð er ákveðið. Nú mætti ætla, að það væri einfaldur hlutur að ákveða það, þegar sæmilega áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um markaðsverðið. Ástæðan til þess er sú, að varla verður greitt meira til útgerðar og sjó- manna, en markaðurinn getur staðið undir. En því er ekki að heilsa. Jafnvel þótt ekki kæmi til þátttaka ríkisins, þá væri þessi ákvörðun flóknari en svo, að hún sé einfaldur reikningur út frá gefnu markaðsverði. Það kann svo að virðast, þegar markaðsverð hækkar. Þá er hægt að hækka laun og útgerðin fær jafnvel meira í sinn hlut. En ef markaðsverðið lækkar, þá lækka laun ekki. Þótt oft sé hægt að koma við sparnaði annars staðar, þá dugar það ekki. Nú kann mönnum að sýnast sitt hvað um þá staðreynd, að laun geti ekki lækkað. En fram hjá henni verður ekki gengið, og af henni leiðir, að fleiri krónur verð- ur að fá fyrir sama magn af fiski en áður. Til þess að svo verði, þarf gengisfellingu, sem aftur hefur í för með sér verðbólgu innanlands, sem veldur hækkun á launum. Það kallar síðan á frekari hækkun fiskverðs. Og þannig heldur hring- urinn áfram. En jafnvel þótt áhrif markaðsverðs á fiskverð séu ekki einfaldur hlutur, þá verður allt mun flóknara og snúnara, þegar ríkið er tilbúið að taka ábyrgð á fiskverðinu. Það er eins og sú staðreynd ali á þeirri blekkingu, að hægt sé að fá meira en markað- urinn getur staðið undir. Við skulum heyra, hvað Ingólfur Jónsson hefur að segja um þetta fyrirkomulag. „Það var ábyrgðar- laust,“ segir Ingólför Jónsson, „og upphaf ríkisafskipta, sem haldizt FYRSTI stjórnarfundur Hins ísl. biblíufélags eftir að nýr forseti þess, hr. Pétur Sigurgeirsson biskup, tók við, var haldinn í Guðbrandsstofu sl. þriðjudag, en biskup íslands er jafn- an forseti félagsins. Voru á fundin- um rædd ýmis mál, m.a. undirbún- ingur biblíudagsins árlega, sem hald- inn verður að þessu sinni 14. febrúar nk. Varðandi útgáfumál var m.a. rætt um nýja útgáfu á Nýja testa- mentinu með Davíðssálmum með texta nýju biblíuútgáfunnar sem út kom á sl. ári. Líklegt er að setn- ing færi þá fram hérlendis, en til- boða í prentun verður aflað frá nokkrum löndum. Einnig var rætt um endurprentun nýju Biblíunnar, en Hermann Þorsteinsson frkvstj. Biblíufélagsins tjáði Mbl. að henni hefði verið vel tekið og nauðsyn- legt væri að huga strax að endur- prentun. Um fjárhag félagsíns. hafa.“ Hann segir að Pétur Magn- ússon hafi mælt við sig þau spá- dómsorð í ráðherraherbergi Al- þingis, þegar frumvarp Áka Jak- obssonar um bátaábyrgðina var lagt fram í þinginu, að nú væri verið „að stíga mikið hættuspor“. Og Pétur Magnússon bætti við: Og hér eftir verður ekki gert út á ís- landi nema að meira eða minna leyti á kostnað ríkissjóðs." „Pétur var skynsamur maður,“ segir Ing- ólfur Jónsson enn, „og þessi spá- dómsorð hans hafa reynzt rétt í öllum aðalatriðum." Með þessu hafi verið horfið frá „þeirri eðli- legu stefnu að láta fiskverðið ráð- , ast af markaðsverði og miða kostnað útgerðarinnar við það, sem unnt væri að fá fyrir aflann á erlendum markaði". Nú hefur það verið almennt álit, að því er virðist, að Nýsköpunar- stjórnin hafi verið einhver bezta stjórn, sem setið hefur á íslandi. Víst hefur það að koma þessari stjórn á laggirnar verið pólitískt meistarastykki, eins og sjá má af lýsingu Ólafs Thors í bók Matthí- asar á þeim átökum, sem voru að- dragandi hennar. En hins vegar er ástæða til að hugleiða, hvort gerð- ir stjórnarinnar hafi verið skyn- sagði Hermann að á sl. ári hefði Alþingi samþykkt sérstaka auka- fjárveitingu vegna nýju útgáfunn- ar, 150 þ.kr. og í ár væri framlag til félagsins 315 þ.kr., sem hann sagði að gæfi svigrúm til að huga að nýrri útgáfu Nýja testamentis- ins. — Segja má að aldrei höfum við séð verkefnin eins mörg og einmitt nú og þau bíða mörg úrlausnar og við höfum ekki hugsað okkur að leggjast til hvíldar þótt okkur tæk- ist á síðasta ári að koma út nýrri útgáfu Biblíunnar, sagði Hermann Þorsteinsson. Hr. Pétur Sigurgeirsson tjáði Mbl., að á fundinum hefði Her- manni verið færð að gjöf norsk útgáfa Biblíunnar með texta á 4 tungumálum, í tilefni sextugsaf- mælis hans, en í ávarpi sínu færði biskup fyrirrennara sínum þakkir fyrir störf í þágu félagsins. samlegar, sérstaklega það, sem hún aðhafðist í efnahagsmálum. Þá var komið á fót Nýbyggingar- ráði, sem fór með nokkurs konar yfirstjórn efnahagsmála. Það eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti efnahagsstefnu þess ráðs. I bók Matthíasar um Ólaf Thors kemur fram, að Jóhannes Nordal sé einn þeirra, sem telja, að skort hafi sterka efnahagsstjórn á þessu tímabili. Þetta álit er ekki rök- stutt í bókinni. En það á við um þetta tímabil, að meira fé fór í neyzlu en æskilegt var, og það má geta sér þess til, að efnahagskerfið hafi illa þolað þá miklu fjárfest- ingu, sem átti sér stað, sérstaklega í sjávarútvegi. Það virðist því sem svo, að aðgerðir Nýbyggingarráðs- ins og ríkisstjórnarinnar hafi stuðlað að verðbólgu, sem hefur verið höfuðmeinsemd íslenzka efnahagskerfisins fram á þennan dag, þótt þær hafi verið fram- kvæmdar í þeim virðingarverða tilgangi að renna nýjum stoðum undir framleiðsluatvinnuvegi landsmanna. Ágæti Nýsköpunar- stjórnarinnar er því umdeilanlegt, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. Á þessari stundu verður ekkert um það sagt, hvenær nú verður ákveðið fiskverð, né hvort sú flækja, sem orðin er, verður bana- biti stjórnarsamstarfsins. Það væri raunar við hæfi með þessa eftirlætisstjórn Alþýðubandalags- ins. En það er ekki aðalatriðið. Það, sem þarf að gera, er að breyta þessu verðlagskerfi í grundvallaratriðum í því augna- miði, að verðlagning verði raun- særri. Auk þess þarf að endur- skoða reglur um fjárfestingu, sem nú stjórnast fremur af pólitískum sjónarmiðum en hagkvæmnissjón- armiðum. Matthías hefur eftir Ingólfi Jónssyni að „ríkið hafi tek- ið ábyrgð á fiskverðinu að meira eða minna leyti frá því þessi lög voru sett og markaðsverðið einatt lægra en fiskverðið. „Og spyrja mætti, hvort þetta væri ekki stór þáttur í því að kynda undir verð- bólgu og setja efnahag landsins úr skorðum.““ Ég held, að það megi ekki einungis spyrja um það held- ur líka staðhæfa, að svo sé. Þótt einu sinni hafi orðið að gera samkomulag um þetta atriði í ríkisstjórn, þá er ekkert því til fyrirstöðu, að Sjálfstæðisflokkur- inn taki nú upp baráttu fyrir því að breyta þessu verðlagskerfi. Það ættu raunar allir, sem sjá, að nú- verandi kerfi er óviðunandi, að geta tekið höndum saman um þetta. Og breytingin gétur ekki gengið nema í eina átt, í átt til þess að markaðurinn stjórni því í ríkara mæli en nú er, hvaða verð er greitt fyrir þann fisk, sem dregst úr sjó. Undirbýr nýja útgáfu á Nýja testamentinu Stjórn Hins ísl. biblíufélags ásamt starfsmönnum. Frá vinstri, fremri röð: Ólafur Egilsson, Þórhildur Ólafs, hr. Pétur Sigurgeirsson biskup, Ástráður Sigursteindórsson, sem er starfmaður og á jafnframt sæti í stjórn félagsins og Þorkell G.Sigurbjörnsson. Aftari röð: sr. Jónas (.íslason, Hermann Þor steinsson, Einar J. Gíslason og Ragnar Gunnarsson, sem verið hefur starfs- maður undanfarin ár. Á myndina vantar sr. Árna Berg Sigurbjörnsson, sem einnig situr í stjórninni. „Ég verð þar með feðrum mín- um, sem eyddu skógunum .. eftir Björn Egilsson, Sveinsstöóum Hér hefur verið rætt um eyð- ingu gróðurs vegna virkjunar Blöndu. Frá upphafi byggðar á ís- landi hefur gróðri verið eytt og hefur búseta í landinu valdið því. I Landnámu er skrifað, að land- ið hafi verið „viði vaxið milli fjalls og fjöru". Á 19. öld hafði skógur- inn eyðst að mestu. Ungviði þoldi ekki beit sauðfjár og svo var skóg- urinn notaður til að hita híbýli fólks. I þriðja lagi var skógurinn notaður til iðnaðar-kolagerðar. Þjóðin lifir góðu lífi í landinu þó skógar hafi eyðst og getur dundað við það næstu aldir að rækta skóg, þar sem henta þykir. Það mun hafa verið fyrir eða um 1940, að Halldór Laxness skrifaði grein í blað er hann nefndi „Smjörkistan við bæjar- dyrnar". Hann vildi láta rækta tún um alla Mosfellssveit og fram- leiða þar mjólk og smér, sem nægjanlegt væri handa Reykja- víkurbæ í Stað þess að elta þær vörur út um hvippinn og hvapp- inn. Árin liðu og nú er svo komið að ekki er vært með neinn búskap í Mosfellssveit. Þar úir og grúir af íbúðarhúsum, verksmiðjum, ak- brautum og leiðslum. Þetta varð svo að vera vegna búsetu á þessu svæði. Og þegar Reykjavíkurbær hvolfdi sér yfir smjörkistuna, heyrðist ekki æmt eða skræmt frá náttúruverndarmönnum. Og við skulum líta okkur nær. Frá Sauðárkróki og fram í Dali hefur verið lagður vegur um 60 km. að lengd eða meira. Víðast liggur þessi vegur eftir graslendi og mætti reikna út flatarmál þess lands, sem þar hefur verið fórnað. Fyrir 30 árum var verið að leggja veginn fram Tungusveit. Hjá mér lá hann í gegnum tún. Flngum bónda datt í hug að gera kröfu um bætur fyrir landspjöll. Allir urðu svo fegnir þegar lífæðin opnaðist. Nú er verið að spæna upp græn tún við Sauðárkrók og byggja þar hús og akvegi og það heyrist ekki hósti eða stuna frá þeim Heiðmari og Rósmundi. Þessi tún notast þó allt árið, en ekki aðeins tvo mán- uði eins og brokflóarnir á hálend- inu með Blöndu. „Allt hold er gras“; stendur skrifað. Hvaða gagn hafa íslend- ingar af grasi? I grasi er bundin orka. Ær og kýr bíta gras og breyta því í mjólk og kjöt og þar er bundin orka til vaxtar og við- halds holdi manna. Með því að virkja Blöndu fram- leiðist hundraðföld orka af því graslendi, sem fer undir vatn, á móti því sem grasbítir geta gengið í milli með. Þessi orka er bráð- nauðsynleg fyrir landsmenn vegna búsetu í landinu. \ Eyvindarstaðaheiði er um 50 km að lengd og þeir, sem ekki hafa ferðast um hana, vita ekki hvað mikið 'graslendi þar er, svo sem í Guðlaugstungum og Ásgeirstung- Björn Egilsson. Kaflar úr ræðu sem ílutt var á sveitarfundi í Asgarði 14. desember 1981 um virkjun Blöndu. um og þau svæði blása ekki upp, þ 'í þar er jarðraki nógur. Svo eru Bugar, Háutungur og Fossadalur, og þó Galtárfiói færi undir vatn, mundi það ekki hafa mikil áhrif á notagildi heiðarinnar. Víðast hvar er mikið graslendi óræktað í heimalöndum. Rósmundur á Hóli hefur manna mest barist gegn virkjun Blöndu. Hann gæti tvö- faldað eða þrefaldað ræktað land á jörð sinni og þá þyrfti hann ekki að reka á fjall nema gemlingana. Ýmsir bændur í lágsveitum á Suðurlandi eru hættir að reka á fjall eftir að skurðgröfur komu til sögu, lykillinn að auðæfum mýr- anna. Fyrir nokkrum árum kom ég á Hveravelli í júlímánuði. Á hæð- inni vestan við Hveravallaslakk- ann er hús vegna veðurathuguna í 600 m. hæð yfir sjó. í kringum húsið er túnblettur og á túni þessu var kafgras, eins og best gerist á láglendi. Ég spurði veðurfræðing, sem þar var, hvort hann héldi að hægt væri að rækta tún á hálend- inu í þessari hæð yfir sjó. Já, hann hélt að það væri hægt, en það mundi kosta mikið. Á láglendi er mikið land enn óræktað, bæði graslendi og sandar og fólkið í landinu mun ekki skorta gras á komandi tímum. Það er öllum vitanlegt að hinir hefðbundnu atvinnuvegir, land- búnaður og fiskveiðar, geta ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.