Morgunblaðið - 14.01.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982
19
Skipaútgerðinni heimil-
að að kaupa norskt skip
- Stofnud hefur verið viðrædunefnd
um bætta strandferðaþjónustu
í LOK SÍDASTA árs skipaði samgönguráðuneytið vidra>ðunefnd hins opin-
bera og þriggja stærstu verzlunarskipafélaganna til þess að gera könnun á
því á hvern hátt er unnt að koma á auknu samstarfi og hagræðingu í
strandflutningaþjónustunni, segir í frétt frá samgönguráðuneytinu.
hælisvist. Er mikið um að fólk
komi aftur og aftur og margir
sækja um árlega. Við höfum átt
tal við margt fólk, sem dvalið hef-
ur þarna undanfarin ár og fengið
heislufarslegan styrk til þess að
stunda vinnu sína allt árið, sem
það áður var að gefast upp á.
Gagnsemi og nýting
Að okkar áliti er heilsuhæli
NLFI í Hveragerði „gósenland"
fyrir sjúklinga, sem þjást af
offitu, gigtarsjúkdómum og eftir
erfiðar skurðaðgerðir. Of mikill
hluti af hælinu er nú tekinn undir
háaldrað fólk, sem á við vanheilsu
og ellihrumleika að stríða. Með
þessum línum er ekki verið að
amast við þessu fólki á nokkurn
hátt, sem endurnærist þarna við
góða hvíld og aðhlynningu. Fyrir
þetta fólk þarf annars konar hæli,
því margt af því er oft rúmliggj-
andi. Þetta sýnir aðeins hinn
geigvænlega skort hér á landi
fyrir sjúkrarými handa öldrun-
arsjúklingum.
Hvfld og afslöppun
Hvíld og afslöppun er öllu fólki
nauðsynleg, sérstaklega þegar
aldurinn færist yfir. Sá ágæti sið-
ur er þarna að frá kl. 13—14 er
alger þögn, þá er slökkt á útvarpi
og ekki svarað í síma, er þá alger
friður. Sérstakt þagnarherbergi
er þarna og opið allan sólarhring-
inn. Þetta er í kapellustíl, fallega
útbúið og vistlegt á allan hátt.
Leitar fólk þarna inn, sem vill
vera í einrúmi, tala við Guð sinn
og eiga friðsæla bænarstund.
Tómas Guðmundsson sóknar-
prestur í Hveragerði hefur viku-
lega viðtalstíma.
Ennfremur er þarna stór kap-
ella, sem tekur yfir 200 manns í
sæti. Kapellan er sérlega smekk-
lega innréttuð með altari við
bakhlið, sem draga má fyrir. Þar
eru haldnar guðsþjónustur og
helgistund 1—2 í viku undir
stjórn Einars djákna.
Afþreying
Kvöldvökur eru haldnar viku-
lega undir stjórn Guðmundar
Gottskálkssonar í Hveragerði.
Flest skemmtiatriði eru frá vist-
mönnum sjálfum en mjög oft
koma gestir, sem ólatir eru við að
skemmta vistmönnum. Hafi þeir
þökk fyrir.
Mikið er um almennan söng á
kvöldvökum.
Oft er gripið í spil og allmikið
teflt.
Allgott bókasafn er á hælinu
undir stjórn Erlu Jennadóttur og
er það^ mikið sótt. Ennfremur er
verslun, sem opin er daglega og
hefur á boðstólum ýmsar vörur til
daglegrar notkunar.
Þarna þarf engum að leiðast
nema hann vilji það sjálfur.
Þjóðhagslegt gildi
Heilbrigðisyfirvöld og Alþingi
þurfa að styrkja starfsemi NLFÍ
mikið meira en nú er gert. Fjöldi
fólks, sem undanfarin ár hefur
dvalið á hælinu hefur komið með
endurnýjaða starfskrafta til
vinnu sinnar og bætta líðan. Við
erum ekki í nokkrum vafa um að
þúsundir dagsverka hafa skilað
sér til þjóðarbúsins af þessum
sökum.
Myndarleg áætlun er nú um
stækkun hælisins og liggja teikn-
ingar frammi. Brýn nauðsyn er áð
þetta komist sem fyrst í fram-
kvæmd svo NLFÍ geti enn betur
stuðlað að heilsurækt og heilsu-
bótum, sem það hefur þó gert um
áratugi. Framkvæmdastjóri hæl-
isins er nú Friðgeir Ingimundar-
son.
Lokaorð
Við vorum í nokkrum vafa þeg-
ar við sóttum um hælisvist í
Hveragerði sökum ókunnugleika,
en eftir okkar góðu reynslu erum
við þess fullviss að brýn nauðsyn
sé að gera hag hælisins sem mest-
an og bestan til hagsbóta fyrir
alla þá vanheilu, sem eiga eftir að
njóta þar dvalar.
Isak Hallgrímsson, yfirlæknir
og allt starfsfólk, kærar þakkir
fyrir okkur.
— Á undanförnum árum hefur
verið unnið að bættri þjónustu
Skipaútgerðar rikisins. Áherzla
hefur jafnan verið lögð á hagræð-
ingu og aukna flutningsgetu, þar
sem flutningsþörf er mest, þó
þannig að þjónusta við hin minni
og afskekktari byggðaiög gjaldi
ekki fyrir.
Á árinu 1979 var skipum Skipa-
útgerðarinnar fjölgað í þrjú, þegar
norska skipið Coaster Emmy var
tekið á leigu, en það skip var í
rekstri fram á árið 1981. Norska
skipið Vela var tekið á leigu í stað
Coaster Emmy í júní á sl. ári.
í nóvember sl. var gengið frá
samningi um smíði á einu skipi í
Bretlandi og verður skipið afhent í
apríl á næsta ári. Ennfremur hef-
ur ráðuneytið heimilað útgerðinni
að kaupa norska skipið Lynx, sem
er systurskip Velu.
Það verður því eitt af verkefn-
um þessarar nefndar að kanna á
hvern hátt þessi nýju skip Skipa-
útgerðarinnar gætu nýzt sem bezt
m.a. i þágu verzlunarskipafélag-
anna.
í nefndinni eru Halldór S.
Kristjánsson, deildarstjóri í sam-
gönguráðuneytinu, sem jafnframt
er formaður hennar, Axel Gísla-
son, framkvæmdastjóri Skipa-
deildar SÍS, Guðmundur Einars-
son, forstjóri Skipaútgerðar ríkis-
ins, Hörður Sigurgestsson, for-
stjóri Eimskipafélags íslands, og
Ragnar Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Hafskips.
AKil.VSINi;ASIMISN KR:
22410
Jfl«rj)tinfclnt>it>
um. Þannig virðast þær ná best
saman með því að mjálma og
hvæsa. Sýnist mér Örkéný vera
mjög undir áhrifum blóðvitund-
arkenninga enska rithöfundar-
ins D.H. Lawrence, sem hélt því
fram, að vitundarlíf væri að
finna innra með manninum, er
tjáði sig einkum með líkamlegu
móti. Kæmi þessi tegund hugs-
unar fram óhindruð hjá dýrum
og tók hann einmitt ketti sem
dæmi. Skilst manni við lestur á
verkum Lawrence að mann-
skepnunni beri að líkja eftir dýr-
unum í hátterni.
Mér virðist boðskapur Kisu-
leiks ekki vera ósvipaður boð-
skap Lawrence. Þannig ná þær
Mýsla og frú Orban best saman í
Kisuleiknum. Viktor þolir
söngskemmtanir Búnaðarsam-
bandsins vegna dýrslegs
óhemjuskapar á sviði kynlífs. Ög
Pála, besta vinkona frú Orban,
er engu betri en breima læða.
Gíza, fulltrúi siðprýðinnar, hefir
kosið aðferð bjarndýrsins að fela
sig í hýði. Adeilaida, móðir Vikt-
ors, lifir í ríki óheftra móðurtil-
finninga. Aðeins unga fólkið,
læknirinn Jozi og tungumála-
garpurinn ílóna stjórnast af vél-
gengni kerfisins. Enda sett fram
sem hjartakalnar mannverur.
Allt er þetta nú gott og bless-
að. Hugsunin í verkinu djúp og
ef til vill broddur í ádeilunni á
hjartakulda unga fólksins. En
eitt er að hafa góðan leiktexta í
höndunum og annað að vinna vel
úr honum. I texta Kisuleiks er
mikið um langlokur. Langdregið
eintal sem frú Orban á við sjálfa
sig og systur sína Gízu um lífið
og tilveruna. Þrennt þarf að
koma til að slíkt eintal nái með
Þorsteinn Hannesson hitar upp fyrir
söng hjá Búnaðarsambandinu í hlut-
verki óperusöngvarans Viktors.
áhrifamiklum hætti til áhorf-
enda. Það þarf að vera mynd-
rænt, þannig að textinn opni
áhorfandanum sýn inn í hugskot
þess sem talar, i annan stað skal
það helst vera kryddað kímni svo
menn drepist ekki úr leiðindum
og í þriðja lagi verður sá sem
það flytur að styðja mál sitt með
áhrifamikilli túlkun hverrar
hugmyndar.
Ekkert af þessu var til staðar í
nægum mæli í sýningu Þjóð-
leikhússins á Kisuleik. Textinn
var ekki nógu myndrænn. Manni
opnaðist óvíða sýn bakvið orðin.
Leikstjórinn, Benedikt Árnason,
kaus heldur ekki að lífga hann
með því að nota áhrifahljóð og
einhvurskonar nýsitækni. Ekki
var textinn heldur nægilega
fyndinn til að áhorfendur
gleymdu hinúm löngu einræðum
og lifnuðu í sætunum. Þó mátti
heyra kostuleg orðatiltæki sem
þýðendurnir, Karl Guðmundsson
og Hjalti Kristgeirsson, skutu
inn á stangli. En hvað um leik-
inn? Að mínu mati er Herdís
Þorvaldsdóttir mjög hæf í hlut-
verk frú Orban sökum mikiilar
leiksviðsreynslu. Hér bregst
henni samt bogalistin enda text-
inn ekki árennilegur. Fannst
mér gæta flausturs í túlkun
hennar. Býst ég við að hér sé
leikstjórinn samsekur, hefði
mátt styðja betur við Herdísi.
Hins vegar þurfti Guðbjörg
Þorbjarnar ekki á neinum stuðn-
ingi að halda í áreynsluminna
hlutverki eldri systurinnar Gízu.
Tær hljómfögur rödd Guðbjarg-
ar og klassískur prófíll nægði
henni til sigurs. Ekki vil ég gera
upp á milli smærri hlutverka
leiksins aðeins minnast á frá-
bært gervi og andlitsfall Þor-
steins Hannessonar sem leikur
þarna „sjálfan sig“ ef svo má
segja í hlutverki hins aldna
óperusöngvara. Var kærkomin
hvíld frá einræðum frú Orban
þegar Þorsteinn birtist og Þóra
Borg. Alltaf gaman að sjá ný
andlit.
Lýsing skiptir miklu í þessari
sýningu því hún afmarkar per-
sónur í tíma og rúmi. Páll Ragn-
arsson veldur þessum þætti sýn-
ingarinnar fullkomlega. Leik-
mynd og búningar Sigurjóns Jó-
hannssonar létu mig hins vegar
ósnortinn að þessu sinni. Hitt
snart mig aftur er Sveinn Ein-
arsson leikhússtjóri skaust uppá
svið í leikslok og afhenti Þóru
Borg afburða fallegan blómvönd.
Fylgdu hlýleg orð vendinum og
þótti mér þetta ágæt byrjun á
ári aldraðra.
...suó-austan 6,gengur ámeó
éljum, hiti við frostmark, slabb og
selta á götunum, ensamt=
Skyggni ágætt meö
þurrkurauf og skolþurrku
Olíufélagið Skeljungur kynnir nýjungar sem
stuðla að auknu umferðaröryggi.
Þurrkuraufin er rauf sem fræst er í framrúðuna og
hreinsar öll óhreinindi af þurrkublaðinu. Þannig
endast þurrkublöðin miklu lengur og halda rúðunni
hreinni við erfiðustu aðstæður.
Þurrkuraufin hefur hlotið meðmæli og viðurkenningu
umferðaryfirvalda bæði hér á landi og erlendis.
Skolþurrkan er sérstök gerð þurrkublaða, þar sem
þurrkan og rúðusprautan sameinast. Vökvinn er leiddur
í gegnum þurrkublaðið þannig að hann lendir
nákvæmlega þar sem hans er mest þörf á rúðunni og
kemur því að fullum notum.
Smurstöðvar Skeljungs aðstoða við
ásetningu skolþurrkunnar.
Þurrkuraufin erfræstá smurstöðvum
Skeljungs. en skolþurrkan fæst á
öllum Shellstöðvum
Upplýsingabæklingur á næstu Shellstöð
- Smurstööin Laugavegi 180, R.vík., simi: 34600 - Smurstöðin Bæjarbraut, Garðabæ. sími: 45200
- Smurstöðin v/Reykjanesbraut, R.vík., sími: 12060 - Smurstöðin Fjölnisgötu 40, Akureyri, simi: 21325
- Smurstöðin Hraunbæ 102, R.vík., sími: 75030 - Smurstöð Skeljungs, Vestmannaeyjum, simi: 1787
Olíufélagið Skeljungur h.f.