Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Lltgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Að falla á tveimur prófum samtímis Þrátt fyrir það að vinstri meirihluti borgarstjórnar Reykja- víkur hafi hækkað allar álögur á borgarbúa, sem mögulegt var að hækka, — og gjörnýtt alla tekjustofna — hafa erlendar lántökur borgarinnar hækkað um 300% milli áranna 1980 og 1981, sagði Davíð Oddsson, formaður borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sl. fimmtudag. Þetta er háskalegt fyrir fjár- hagsstöðu borgarinnar, sagði Davíð, og borgarsjóður stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum að vori. Þessi erlenda skuldaaukning Reykjavíkurborgar fellur inn í ramma skuldasöfnunar ríkisstjórnarinnar, sem stefnir í meiri erlenda skuldasöfnun þjóðarbúsins á næsta ári en dæmi eru um áður, þrátt fyrir ráðgerðan verulegan samdrátt í framkvæmd- um, m.a. á sviði virkjana og hitaveitna. Gert er ráð fyrir að skuldastaða þjóðarbúsins út á við samsvari 39% af þjóðarfram- leiðslu í árslok 1982 og að greiðslubyrði erlendra skulda nemi 18% af útflutningstekjum. Erlendar skuldir nema þá 46 þúsund nýkrónum á hvert mannsbarn í landinu, barnið í vöggunni og öldungurinn meðtalin. Ibúatala Reykjavíkur hefur staðið í stað um árabil, enda nokkurt streymi fólks og fyrirtækja frá borginni til nágranna- byggða, ekki sízt þeirra, sem hafa farið hóflegar í skattheimtu — bæði útsvara og fasteignagjalda. Samdráttur í lóðaúthlutun, bæði til einstaklinga og atvinnurekstrar, á hér einnig drjúgan hlut að máli. Meðaltekjur Reykjvíkinga hafa og hvergi nærri haidið í við tekjuþróun í uppgangsplássum. Rýrnandi kaupmátt- ur, m.a. vegna stjórnvaldsaðgerða, hefur því komið ver niður hér en víða annars staðar. Davíð Oddsson mælti við síðari umræðu fjárhagsáætlunar fyrir tillögu sjálfstæðismanna um lækkun útsvara, til samræm- is við útsvarsbyrði í sumum nágrannabyggðum, eða í 11% á viðkomandi gjaldstofn. Samhliða lagði hann fram tillögur um lækkun útgjalda, sem m.a. felast í því að leggja niður svokallað framkvæmdaráð, sem talinn er óþarfa milliliður í borgarkerf- inu, lækkun framlags til Borgarskipulags og fleiri rekstrar- og framkvæmdaþátta. Það hefur verið eyrnamark vinstri stjórna hjá borg og ríki að eyða sjóðum og safna skuldum, bæði hjá innlendum og erlendum lánastofnunum. Engu að síður verður gjarnan kyrkingur í sam- félagslegum framkvæmdum í höndum þeirra, eins og dæmin sanna. Og ekki er staða borgarfyrirtækja beysnari en borgar- innar. Þessi skuldasöfnun er í raun ávísun á auknar skattaklyfj- ar á aimenning — og væri þó synd að segja, að Alþýðubandalag- ið, sem ráðið hefur skattastefnu borgar og ríkis undanfarin ár, hafi ekki farið út á yztu nöf í skattpíningunni. Alþýðubandalagið hefur gengið undir reynslupróf sem for- ystuflokkur bæði í ríkisstjórn og borgarstjórn og kolfallið á báðum. Það mun og uppskera eins og það hefur til sáð. Vítahringur víxlhækkana Matthías Bjarnason, fyrverandi sjávarútvegsráðherra, segir í viðtali við Mbl. í gær, að tilkostnaður í útflutningsfram- leiðslu hafi hækkað um 50—60% á sl. ári, en tekjur útflutnings- greina aðeins hækkað um 20—30%. Atvinnufyrirtækin hafi því mátt sæta auknum rekstrarhalla — og haldið áfram að ganga á eignir og safna skuldum. Það hafi því ekki komið heim og saman við veruleikann þegar forsætisráðherra hafi staðhæft í þing- ræðu 16. desember sl., að útgerðin í heild stæði betur nú en sl. 10 ár(!), enda hafi eftirleikurinn í sjávarútvegi, sem verið hefur í brennidepli undanfarið, sýnt annað. Það er sýnt, sagði Matthías, að sú stjórnarstefna, sem ráðið hefur ferð á sl. árum, hefur beðið algjört skipbrot, eins og raunar flestir sjáandi menn vissu fyrir. Matthías sagði þá gengislækkun, sem framundan væri, enga allsherjarlausn á efnahagsvandanum, fremur afleiðingu af efnahagsstjórn og þróun, þ.e. innlendum kostnaðarhækkunum umfram verðþróun á sölumörkuðum okkar. Víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags væru vítahringur, sem haldi áfram, ef ekki verði höggvið á hnútinn. Það verði fyrst og fremst að gera með því að draga úr umsvifum hins opinbera, lækka skattheimtu og tollaálögur. Slíkar aðgerðir dragi úr verðbólgu, auki ráðstöfun- arfé almennings og styrki stöðu atvinnuvega. Óþarfi sé og að standa fyrir innflutningi fiskiskipa, eins og gert hafi verið, með hliðsjón af veiðigetu skipastólsins og veiðiþoli nytjafiska. „Ég vona að samkomulag sé í augsýn," sagði Matthías, „og skipin fari til veiða og vinnsla hefjist sem fyrst, því ekki lifum við lengi á því, að hafa þennan atvinnuveg óvirkan." Fjármálastjóri rfkisútvarpsins: Ríkisútvarpið getur ekki tekið við skilyrtum gjöfum „ÞAÐ er ekki vafi á því að þessum peningum verður skilað aftur til gef- andans. Stofnun eins og Ríkisút- varpið getur ekki séð sér fært að taka við skilvrtum gjöfum frá ein- staklingum úti í bæ. Á hinn bóginn verður sennilega þakkað fyrir góðan hug til stofnunarinnar og að menn vilji getu hennar sem mesta, þetta er styrkjandi í stríðinu og vel meint,“ sagði Ilörður Vilhjálmsson, fjár málastjóri Ríkisútvarpsins, í samtali við Morgunblaðið, er hann var innt- ur eftir því, hvað gert yrði við pen- ingagjöf fyrirtækisins Securitas, sem ætluð var til þess að létta á kostnaði sjónvarpsins við beina útsendingu á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Hörður sagðist ennfremur vona að hægt yrði að sinna þessu verk- efni, vitað væri að fjöldi fólks hefði áhuga á leiknum og það yki vissulega möguleikana á beinni útsendingu að leikurinn væri leik- inn klukkan 3 á laugardegi að ís- lenzkum tíma. Þá væri engin önn- ur dagskrá í sjónvarpinu og auð- velt að koma honum fyrir. Annars væri staða málsins nú sú að, út- varpsráð tæki endanlega ákvörð- um um hvort af beinni útsendingu yrði, því hefði verið kynnt staða málsins og nú væri það þess að taka ákvörðun. Morgunblaðið hafði einnig sam- band við gefandann, Jóhann Guð- mundsson í Securitas, og innti Vona ad umræða um málið í víðari skilningi skapist vegna þessa, segir Jóhann Guð- mundsson hann álits á þessum málalokum. Hann sagðist í fyrstu vilja leið- rétta þann misskilning, sem komið hefði fram í fréttum Morgun- blaðsins síðastliðinn miðvikudag. Það hefði komið skýrt fram í gjafabréfi, sem gjöfinni fylgdi, að upphæðin ætti að duga til að greiða fyrir hlut Pósts og síma, en ekki fyrir erlenda kostnaðinum, enda þyrfti sjónvarpið að greiða hann þó sýnt yrði frá leiknum af spólum. | „Þá segir í viðtali við Bjarna Felixson í sama blaði að ekki verði tekið við gjöfinni. Þó Bjarni sé ekki fjármálastjóri sjónvarpsins, ætti hann að vera fær um að taka við sendingum til sinna yfirmanna enda er ávísunin stíluð á Ríkisút- varp, sjónvarp, en ekki íþrótta- þáttinn eða Bjarna sjálfan. Það er þess vegna furðuleg athugasemd hjá honum, sem segir sig ekki fjármálastjóra, að hafa uppi ein- hliða getgátur um að peningunum verði skilað," sagði Jóhannt „Þó megintilgangur gjafarinnar sé stuðningur við tiltekið efni er ekki síður ætlazt til þess að al- menn umræða skapist um málið í víðari skilningi.þ.e. þá staðreynd að landsmenn, hinn almenni skattgreiðandi og neytandi, standa undir rekstri stofnana, sem búnar eru fullkominni tækni til góðrar þjónustu, fái ekki notið möguleika eigna sinna. Þá hlýtur það að vekja spurningar um hvernig komið sé í okkar ríkis- rekna þjóðfélagi, þegar við blasir að opinberar stofnanir landsins geta ekki átt viðskipti sín á milli vegna þess að þjónusta einnar er of dýr fyrir aðra. Hvernig má þá búast við því að hinn almenni borgari hafi efni á slíku? Varðandi ummæli Péturs Guð- finnssonar í útvarpinu á miðviku- dagsmorguninn um að fólk úti í bæ geti í krafti fjármagns haft áhrif á gerð dagskrár vil ég segja það, að meiningin með þessu var að stuðla að því að sjónvarpið gæti boðið upp á dagskrá, sem það hef- ur lýst sig hafa áhuga á að sýna, en ekki talið sér það fært vegna peningaskorts. Hefur þar gjarnan verið kennt um „okri“ Pósts og síma og var upphæðin hugsuð, sem greiðsla til Pósts og síma,“ sagði Jóhann. Brynjólfur Gíslason og besti vinur hans Viktor Jónsson. „Líður ágætlega núna“ - segir Brynjólfur Gíslason, sem skreið fótbrotinn tveggja kflómetra leið „MÉR LÍÐUR ágætlega núna, en það eru nokkrir verkir ennþá,“ sagði Brynjólfur Gísla- son þegar Morgunblaðsmenn litu inn til hans í gærkvöldi þar sem hann liggur á Borgarspítal- anum. Brynjólfur er 15 ára og skreið í fyrradag fótbrotinn tveggja kílómetra leið áður en hon- um var komið til hjálpar. Hjá honum á stofunni sat besti vinur hans, Viktor Jónsson, sem er eins og Brynjólfur frá Grindavík. Brynjólfur sýndi eindæma hug- rekki og viljakraft þegar hann skreið fótbrot- inn tveggja kílómetra leið frá þeim stað sem slysið henti í hlíðum Bæjarfells fyrir austan býlið Hraun í Grindavík, að gatnamótunum við Stafholt. Var hægt að rekja blóðferilinn eftir veginum. „Það var agalega sárt að skríða þessa leið,“ sagði Brynjólfur, „en ég var með fulla hugsun og vissi hvert átti að fara. Ég var að leika mér á mótorhjóli í hlíðum Bæjarfells — ég geri það stundum — þegar ég datt svona illa á hjólinu. Þá fór ég að skríða að næsta bæ, Hrauni, en þegar ég kom þangað var enginn þar í húsinu. Þá var ekkert fyrir mig að gera annað en skríða eftir veginum að Stafholti þar sem ég ætlaði að leita hjálpar. En áður en ég kom þangað mætti mér bíll, sem ók mér að næsta síma og bílstjórinn hringdi á sjúkrabíl. Svo var ég fluttur til Reykjavíkur. Það var ýmislegt sem ég hugsaði á meðan ég skreið og sársaukinn var mikill og hann var enn mikill eftir aðgerðina," sagði Brynj- ólfur að lokum. En nú líður honum ágætlega en ekki vissi hann hvenær hann myndi út- skrifast af spítalanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.