Morgunblaðið - 14.01.1982, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982
25
Charm í Straumsvík
CHARM í STRAUMSVÍKURHÖFN — Eins og skýrt hefur verið frá í Mbl., hefur
SkipafélagiÖ Víkur fest kaup á danska skipinu Charm, sem á sl. ári sigldi Berglindi, skip
Eimskipafélgsins, niður undan Ameríkuströndum. Skipafélagið Víkur fær skipið afhent í
aprílmánuði nk., en hins vegar var skipið á ferð hér í vikunni, því Eimskipafélag íslands
tók það á leigu úr Mexíkóflóa til Straumsvíkur, eina ferð.
Ljósmynd Mbl. Kristján.
Borgarstjórnarkosningar:
Meirihlutaflokkarn-
ir undirbúa prófkjör
STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR eru nú að hefja undirbúning framboða
vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Víðast hvar er um að ræða prófkjör
eða forval og verða síðan endanlegir framboðslistar byggðir á niðurstöðum
úr þeim. Nú er aðeins lokið prófkjöri sjálfstæðismanna ( Reykjavík og
framsóknarmanna í Bolungarvík, en endanlegir framboðslistar liggja ekki
enn frammi. í Reykjavík er nú í undirbúningi forval Alþýðubandalagsins og
prófkjör Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
Fyrri umferð forvals Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík fer fram
um næstu helgi. Þátttaka er að-
eins heimil þeim, sem flokks-
bundnir eru á þeim tíma, sem kos-
ið verður. Skulu kjósendur rita 5
nöfn á atkvæðaseðil, nöfn borgar-
fulltrúa undanskilin. Seinni um-
ferðin verður svo dagana 29. og 30.
þessa mánaðar og fá kjósendur þá
atkvæðaseðil með 21 til 26 nöfn-
um, þar með töldum þeim borgar-
fulltrúum, sem kost gefa á sér, og
Þrettán fyrirtæki greiddu meir en 10 milljónir gkróna í meðallaun 1980:
Fiskiðjan með hæst meðal-
laun - 16 milljónir gkróna
Víkur hf. og Saltsalan hf. greiddu 15,5 milljónir gkróna í meðallaun
ÞRETTÁN fyrirtæki greiddu hærri
meðallaun en 10 milljónir gkróna á
árinu 1980, samkvæmt samantekt
Frjálsrar verzlunar yfir 100 stærstu
fyrirtækin á íslandi 1980. Hæstu
meðallaun íslenzkra fyrirtækja
greiddi Fiskiðjan hf. í Keflavík eða
16 milljónir gkróna, en starfsmenn
fyrirtækisins voru að meðaltali 71 á
árinu 1980.
í öðru sæti er Víkur hf. — Salt-
salan hf., sem greiddi 15,5 milljón-
„Hjúkrunarfræðingar
eru almennt mjög
óánægðir með kjör sín“
lljúkrunarfræðingar felldu nýgerð-
an aðalkjarasamning við Keykjavík-
urborg með miklum mun í atkvæða-
greiðslu, sem lauk í gærmorgun. 245
hjúkrunarfræðingar við Borgarspítal-
ann voru á kjörskrá, 138 greiddu at-
kvæði, 118 sögðu nei, 18 sögðu já,
tveir seðlar voru auðir. Næstkomandi
mánudag er fundur í stjórn Hjúkrun-
arfélags íslands og verður þar m.a.
fjallað um hvert verður næsta skref
hjúkrunarfræðinga. Meðai annars hef-
ur verið rætt um verkfallsboðun, en í
könnun, sem nýlega fór fram meðal
hjúkrunarfræðinga kom í Ijós, að um
90% þeirra eru tilbúnir að segja upp
störfum til að knýja á um betri kjör. Á
miðvikudag hefur verið boðað til fé-
lagsfundar í hjúkrunarfélagi íslands.
Skrifstofustjóri Hjúkrunarfélags
Islands sagði í gær, að ef borgin
byði vildarkjör gæti verið að samn-
ingar tækjust, en hjúkrunarfræð-
ingar almennt væru mjög óánægðir
með sín kjör. Benti hún á mikið
vinnuálag í þessu starfi, vaktavinnu,
mikla ábyrgð og kröfur, sem gerðar
væru til hjúkrunarfræðinga.
Hjúkrunarfélag íslands er aðili að
Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja og greiddu hjúkrunarfræð-
ingar, sem starfa hjá ríki og sjálfs-
eignarstofnunum atkvæði um aðal-
kjarasamning BSRB og fjármála-
ráðherra skömmu fyrir jól. Fyrir
Borgarspítalann er sérstaklega
samið við Reykjavíkurborg á
grundvelli þess samkomulags og var
sá samningur felldur eins og áður
sagði. Hjúkrunarfræðingar við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
hafa enn ekki samið við Akureyr-
arbæ um aðalkjarasamning.
Jóhannes Pálmason, skrifstofu-
stjóri Borgarspítalans, sagði í gær,
að nú þyrfti að taka upp þráðinn að
nýju, en samningar væru lausir frá
1. janúar. „Úrslitin í atkvæða-
greiðslunni um samningana við
borgina endurspegla meira og
minna óánægju hjúkrunarfræðinga
með kjör sín almennt. Það er mikil
ólga meðal hjúkrunarfræðinga og ef
miðað er við launaþróun í þjóðfélag-
inu hafa þeir eflaust nokkuð til síns
máls,“ sagði Jóhannes Pálmason.
ir gkróna í meðallaun, en starfs-
menn fyrirtækisins voru að með-
altali 38.
Hraunvirki kemur í þriðja sæti,
en fyrirtækið greiddi að meðaltali
13,9 milljónir gkróna í árslaun, en
meðalstarfsmannafjöldi var 84.
Fossvirki sf. kemur númer fjög-
ur í röðinni, en fyrirtækið greiddi
að meðaltali 12,4 milljónir gkróna
í árslaun, en meðalstarfsmanna-
fjöldi var 151.
Hvalur hf. er í fimmta sæti, en
fyrirtækið greiddi 12,3 milljónir
gkróna í meðalárslaun. Meðal-
starfsmannafjöldi fyrirtækisins
var 127.
Þá kemur Islenzka járnblendifé-
lagið með 12,1 milljón gkróna og
meðalstarfsmannafjölda 132,
Hraðfrystistöðin í Vestmannaeyj-
um og Reykjavík með 11,3 milljón-
ir gkróna og meðalstarfsmanna-
fjölda 239, ÍSAL með 10,8 milljón-
ir gkróna og meðalstarfsmanna-
fjölda 731, Keflavík hf., með 10,7
milljónir gkróna og meðal-
starfsmannafjölda 139 og loks í tí-
unda sæti Frosti hf. — Álftfirð-
ingur hf. með 10,6 milljónir
gkróna og meðalstarfsmanna-
fjölda 105.
Þá má nefna ísbjörninn í
Reykjavík með 10,5 milljónir
gkróna og meðalstarfsmanna-
fjölda 266, Harald Böðvarsson og
Co. á Akranesi með 10,3 milljónir
gkróna og meðalstarfsmanna-
fjölda 206 og loks Þormóð Ramma
Siglufirði með 10,3 milljónir
gkróna og
fjölda 131.
meðalstarfsmanna-
skulu nöfn þeirra númeruð. Á
grundvelli niðurstöðu síðari um-
ferðar verður síðan endanlegur
framboðslisti ákveðinn.
Prófkjör Alþýðuflokksins mun
fara fram 13. og 14 febrúar næst-
komandi og verður þar kosið um
skipan 6 efstu sæta á framboðs-
lista flokksins til borgarstjórnar-
kosninganna. Þátttökurétt hafa
allir þeir, sem náð hafa 18 ára
aldri, eiga lögheimili í Reykjavík
og eru ekki flokksbundnir í öðrum
flokkum. Kjörgengi hafa þeir, sem
hafa meðmæli minnst 50 manna,
sem flokksbundnir eru í Alþýðu-
flokksfélögum í Reykjavík og upp-
fylla lagaskilyrði um kjörgengi til
Alþingis. Framboðsfrestur er til
miðnættis 20. janúar næstkom-
andi.
Prófkjör Framsóknarflokksins
fer fram 23. og 24. janúar og hafa
15 einstaklingar gefið kost á sér;
Áslaug Brynjólfsdóttir, Auður
Þórhallsdóttir, Björk Jónsdóttir,
Elísabet Hauksdóttir, Gerður
Steinþórsdóttir, Gunnar Bald-
vinsson, Jónas Guðmundsson,
Jósteinn Kristjánsson, Kristján
Benediktsson, Páll R. Magnússon,
Pétur Sturluson, Sigrún Magnús-
dóttir, Sveinn G. Jónsson, Valdi-
mar Kr. Jónsson og Þorlákur
Einarsson.
Þátttökurétt í prófkjörinu eiga
allir félagar í framsóknarfélögun-
um í Reykjavík og eru orðnir 16
ára. Ennfremur þeir Reykvík-
ingar, sem lagt hafa fram inn-
tökubeiðni í framsóknarfélag áður
en kjörfundi lýkur. Skulu þátttak-
endur númera þá 6 frambjóðend-
ur, sem þeir kjósa í 6 efstu sætin.
Niðurstaða prófkjörsins er bind-
andi fyrir þá, sem fá 50% atkvæða
eða meira í viðkomandi sæti, en
síðan ákveður kjörnefnd um frek-
ari niðurröðun og getur bætt
mönnum inn á endanlegan fram-
boðslista.
Frjáls verzlun birtir lista yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins 1980:
SÍS langstærst með tæplega
164 milljarða gkróna veltu
Flugleiðir hf. féllu úr 3. sæti í 8. sæti milli ára
í NÝJASTA hefti Frjálsrar verzlunar er birtur listi yfir 100
stærstu fyrirtæki á íslandi árið 1980. Stærsta fyrirtæki lands-
ins er Samband íslenzkra samvinnufélaga, SÍS, en heildar
velta þess var 163.978 milljónir gkróna. Meðalfjöldi starfs-
manna var 1250 og meðalárslaun starfsmanna voru 7,1 millj-
ón gkróna. Sambandið var einnig stærsta fyrirtæki landsins
árið 1979, samkvæmt lista blaðsins.
í öðru sæti er Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, SH, en heild-
arvelta var á árinu 1980 109.000
milljónir gkróna. Meðalfjöldi
starfsmanna var 79 og meðalárs-
laun þeirra 7,4 milljónir gkróna.
Sölumiðstöðin var einnig í öðru
sæti listans árið 1979.
Landsbanki íslands er í þriðja
sæti árið 1980, en var í því fjórða
árið 1979. Heildarvelta bankans
var 71.301 milljón gkróna, en ekki
liggja fyrir upplýsingar um
starfsmannafjölda og meðallaun
þeirra.
íslenzka álfélagið hf., ÍSAL, er í
fjórða sæti listans, en var í því
fimmta á listanum yfir árið 1979.
Heildarvelta fyrirtækisins var
62.309 milljónir gkróna og meðal-
fjöldi starfsmanna var 731. Meðal-
laun þeirra voru 10,8 milljónir
gkróna.
Fimmta í röðinni er Sölusam-
band íslenzkra fiskframleiðenda,
SÍF, en heildarvelta sambandsins
var 62.150 milljónir gkróna. Með-
alfjöldi starfsmanna var 48 og
meðallaun þeirra 7,0 milljónir
gkróna. Sölusambandið var í átt-
unda sæti listans frá 1979.
í sjötta sæti er nú Oiíufélagið
hf., en það var í fimmta sæti list-
ans frá 1979. Heildarvelta félags-
ins var 61.970 milljónir gkróna og
meðalfjöldi starfsmanna var 287.
Meðailaun þeirra voru á árinu
1980 7,6 milljónir gkróna.
Kaupfélag Eyfirðinga er í
sjöunda sæti listans og var í sama
sæti árið 1979. Heildarvelta kaup-
félagsins var 50.880 milljónir
gkróna og meðalfjöldi starfs-
manna var 1057. Meðallaun þeirra
voru 6,5 milljónir gkróna.
Flugleiðir hf. eru i áttunda sæti
listans frá 1980, en voru í þriðja
sæti árið 1979. Heildarvelta fyrir-
tækisins árið 1980 var 48.896
milljónir gkróna og meðalfjöldi
starfsmanna 1124. Meðallaun
þeirra voru 9,3 milljónir gkróna.
I níunda sæti er Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins, ÁTVR, en
hún var einnig í níunda sæti árið
1979. Heildarvelta fyrirtækisins
var á árinu 1980 48.000 milljónir
gkróna, en ekki liggja fyrir upp-
lýsingar um meðalstarfsmanna-
fjölda og laun þeirra.
í tíunda sæti er Olíufélagið
Skeljungur hf., en félagið var
einnig í tíunda sæti á listanum frá
1979. Heildarvelta fyrirtækisins
var 47.000 milljónir gkróna og
meðalfjöldi starfsmanna var 266.
Meðallaun þeirra voru 6,9 milljón-
ir gkróna.
Þá má geta þess, að Mjólkur-
samsalan í Reykjavík er í 11. sæti,
Olíuverzlun íslands, OLÍS, í 12.
sæti, Eimskipafélag íslands, Bif-
röst og íslenzk kaupskip í 13. sæti,
Póstur & sími í 14. sæti og Slátur-
félag Suðurlands í 15. sæti.
Varðandi veltutölur fyrirtækja
var tekin ákvörðun um að telja
veltu fyrirtækja brúttótekjur
þeirra, heildartekjurnar áður en
nokkur kostnaður eða umboðslaun
eru dregin frá. Varðandi venjuleg
verzlunar- og iðnfyrirtæki þarf
ekki að fara fleiri orðum um og
kaupfélög fylla sama flokk. Út-
gerðarfyrirtæki og fyrirtæki, sem
stunda fiskvinnslu eru oft í blönd-
uðum rekstri. í þeim tilfellum hef-
ur aflaverðmæti skipanna verið
lagt við framleiðsluverðmæti í
vinnslu sjávarfangsins. Velta
sparisjóða og banka er talin
brúttóvaxtatekjur auk verðbóta
þeirra. Tryggingarfélög eru reikn-
uð eftir bókfærðum iðngjöldum
ársins.