Morgunblaðið - 14.01.1982, Side 48

Morgunblaðið - 14.01.1982, Side 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 jrcgtutMitfrifr Síminn á afgreiöslunni er 83033 fttftrflinrtlilitfrlfr FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Sjómannaverkfallið: Enginn hafði hafnað sátta- tillögunni klukkan tvö í nótt Reiknað með 12% gengisfellingu í dag Meövitundarlaus ALVARLEGT umferdarsly.s vard um klukkan 19.30 í gærkvöldi á gatnamót- um Hafnarstrætis og Kalkofnsvegar. 15 ára gamall piltur á léttu bifhjóli ók inn í hlid lögreglubifreiðar. Hann var fluttur meðvitundarlaus í slysadeild Borgarspítalans. Filturinn ók norður Lækjargötu og virðist hafa ætlað áfram norður Kalk- ofnsveg, en lögreglubifreiðinni var ek- ið austur Hafnarstræti og áfram í Hverfisgötu. Biðskylda er á Lækjar götunni. Drengurinn var með hjálm og dökkt plastgler til að verjast regni. Ljóuin. Júlíus l>E(<AK Morgunblaðið hafði síðast fréttir af samningamálum sjómanna og útgerðarmanna um tvöleytið í nótt hafði enginn hafnað sáttatillögu þeirri, sem lögð var fram í gær. Ekki hafði verið skýrt frá innihaldi sáttatillögunnar, cn eitt höfuðmálið í henni mun vera lausn á frídagamálinu, sem mikill styrr hefur staðið um síðustu daga. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 9 árdegis og verð- ur þá tekin afstaða um gengisfell- inguna og hve mikil hún verður. Sáttafundur hófst í sjómannadeil- unni klukkan 9 í gærmorgun og voru málin almennt rædd fram eftir degi. Klukkan 18 var húsa- kynnum sáttasemjara lokað og fékk enginn að fara út né inn, en þá var lögð fram innanhússsáttat- illaga. Morgunblaðið fregnaði í gærkvöldi, að útgerðarmenn hefðu tekið sáttatillögunni nokkuð vel og skilað sínu áliti fljótlega, sömu sögu væri að segja um yfirmenn á togurum, nema hvað vélstjórar á stærri togurunum væru ekki hrifnir af öllu í tillögunni. Sagt var að ágreiningur væri um sátta- tillöguna innan samninganefndar sjómanna, þar vildu sumir sam- þykkja tillöguna, en þeir væru fleiri sem væru á móti. Einn af viðmælendum Morgun- blaðsins sagði í gærkvöldi, að ef ekki næðist samkomulag í déll- unni í þessari lotu, væri málið komið á mjög alvarlegt stig og þá algjörlega óvíst hvenær deilan leystist. Það eina sem menn gætu huggað sig við í augnablikinu væri að enginn hefði hafnað sáttatillög- unni formlega. Gengisfelling verður væntan- lega ákveðin á ríkisstjórnarfundi, sem boðaður hefur verið klukkan 9 árdegis. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá er reiknað með 12% gengisfell- ingu. Viðmælandi Morgunblaðsins úr ráðherrastétt sagði í gærkvöldi, að ákvörðun um gengisfellingu yrði að mestum líkindum tekin á rikisstjórnarfundinum, hvort sem náðst hefði saman í sjómannadeil- unni eða ekki. Ríkisstjórnin kom saman til fundar klukkan 18 í gær og sat Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, fundinn fram yfir klukkan 19, en þá var ljóst að ekki næðist saman um sáttatilboð i sjómanna- deilunni næstu klukkutímana. Ríkisstjórnarfundurinn stóð síðan t'il klukkan rúmlega hálf átta, en þá var ákveðinn nýr fundur í dag — „ákvarðanafundur", eins og heimildarmaður Morgunblaðsins orðaði það í gærkvöldi. Boltinn hans Guðjóns í Borgarnesi er í Noregi MORGUNBLADINU hefur bor izt bréf frá barna- og unglinga- skóla á eyju í norska skerjagarð- inum, Mausundsvær. í bréfinu, sem skrifað er af cinum af kenn- urum skólans er þess getið, að nýlega hafi rekið á fjörur þar eystra fótbolta. Á boltann sé skráð nafn, sem menn telja þar hljóma mjög íslenzkulega. Áletrunin á boltanum er: „Guð- jón Borgarnes". Á þessari norsku eyju er gefið út skólablað og í þessu blaði sem öðrum skipa fréttir heiðurssess. Því var þetta mikil frétt í blað- inu, er sjómaður frá eynni fann boltann góða, sem svo langt var að kominn. Kennarinn, sem ritar Morgun- blaðinu bréfið, segir að mönnum sé umhugað að koma boltanum til skila. Því leitar hann til Morgunblaðsins um aðstoð og jafnframt væntir skólablaðið þess að saga boltans verði upp- lýst. „Ef næst í eiganda boltans yrði það stórfrétt í skólablaðinu" — skrifar kennarinn. I umboði norska kennarans lýsir því Morgunblaðið eftir eiganda bolt- ans góða, Guðjóni í Borgarnesi, og er hann beðinn að hafa sam- band við fréttaritara Morgun- blaðsins í Borgarnesi, Helga Bjarnason. Tap Kisiliðjunnar um 7 milljónir króna í fyrra Markaðshorfur heldur betri á yfirstandandi ári, segir Hákon Björnsson „ENDANLEGT uppgjör fyrir árið 1981 liggur enn ekki fyrir, en sam- kvæmt bráðabirgðatölum verður hallinn á fyrirtækinu eitthvað í nám- unda við 7 milljónir króna, sem er heldur minna en við höfðum gert ráð fyrir í upphafi vetrar,“ sagði Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Kísil- iðjunnar við Mývatn, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir stöðu mála hjá fyrirtækinu. 1 svari Hákonar Björnssonar til alþingis í októbermánuði sl. um hvernig tap fyrirtækisins væri fjármagnað, sagði hann, að það væri aðallega gert með frestun á greiðslum til lánar- drottna vegna kaupa á vöru og þjónustu; með því að draga úr birgðahaldi eins og frekast er unnt; með frestun á greiðslu af- borgana og vaxta af láni hjá John Manville’s Corporation; með láni úr lánsfjáröflun ríkis- sjóðs með milligöngu iðnaðar- ráðuneytisins og Ríkisábyrgða- sjóðs, 5.950 milljónir króna; með bráðabirgðaláni úr ríkissjóði, 800 þúsund krónum og loks með yfirdráttarláni hjá Landsbanka Islands. Aðspurður sagði Hákon Björnsson, að þeir hjá Kísiliðj- unni gerðu sér vonir um að ástandið myndi heldur færast í betra horf á yfirstandandi ári. „Við þykjumst sjá þess merki, að markaðurinn sé heldur á uppleið," sagði Hákon ennfrem- Á síðasta ári voru framleidd liðlega 20.200 tonn af kísilgúr, en að sögn Hákonar Björnsson- ar gera þeir ráð fyrir 22—23.000 tonna framleiðslu á yfirstand- andi ári, sem ætti að vera hægt að selja með skánandi markaðs- ástandi. Heildarafkastageta Kísiliðjunnar er um 24.000 tonn, þannig að hún verður að mestu nýtt á þessu ári ef að líkum læt- Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 24,5% á sl. ári IJTFLUTNINGUR Sölumióstödvar hraófrystihúsanna til Bandaríkjanna dróst saman um 24,5% á síóastliðnu ári. SH flutti 39.667 tonn af frystum sjávarafurðum til Bandaríkjanna í fyrra, á móti 52.545 lestum árið 1980. Þessi samdráttur í útfTutningi á þenn- an markað stafar af minnkandi fryst- ingu á fslandi, en ekki síst af aukinni samkeppni Kanadamanna á Banda- ríkjamarkaði. Á hinn bó(»inn jók SH sölu til Englands um 38,2%, til Frakk- lands um 21,7% og til Belgíu um 22,8%. Sölumiðstöðin jók útflutning sinn í heild til landa Efnahagsbandalags Evrópu um 8,1% eða úr 26.778 tonn- um í 28.940 tonn. Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi SH sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að samdrátturinn í útflutningi til Bandaríkjanna stafaði ekki síst af harðnandi samkeppni Kan- adamanna. Hins vegar sagði Guð- mundur, að þeir hjá SH viðurkenndu ekki, að kanadíski fiskurinn væri jafngóður hinum íslenzka og þess vegna myndu íslendingar halda sinni verðpólitík áfram ótrauðir, enda íslenzki fiskurinn allsstaðar viðurkenndur, sem úrvals vara. Forsvarsmenn okkar í Bandaríkj- unum töldu á síðastliðnu ári, að það bæri að hækka verð á 5 punda flaka- pakkningunum og var verðið hækkað um 13% um mánaðamótin maí—júní en þá hafði verð á þessari pakkningu verið óbreytt í all langan tíma. Það hefur alltaf verið stefna Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna að gera sitt ýtrasta til að fá sem hæst verð fyrir afurðirnar og verðhækk- unin á flökunum var í takt við þá grundvallarstefnu. Sumir munu kannski segja, að verðið á islenzka fiskinum sé hátt samanborið við verðið á kanadíska fiskinum, en það er skoðun þeirra sem gjörst til þekkja, að Kanadamenn muni haga sinni verðpólitík þannig, að verð- mismunur á þeirra fiski og þeim ís- lenzka verði með þeim hætti, að þeir geti tryggt sér sölu á því magni sem þeim hentar. I þessu sambandi má vekja athygli á, að kanadískur sjáv- arútvegur nýtur hárra styrkja af hálfu hins opinbera. Það er alvarlegt að á sama tíma og við erum að reyna að halda háu verði í erfiðri sam- keppni, þá snýst öll umræða hér um að auka allan tilkostnað og álögur á frystiiðnaðinn og flotinn er stöðvað- ur af þeim sökum. Þetta ætti að vekja fólk til alvarlegrar umhugsun- ar um hvar við erum stödd, sagði Guðmundur. Heildarframleiðsla Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna var 88.230 lestir á síðastliðnu ári, en árið 1980 var framleiðslan 97.499 lestir og er samdráttur milli ára 9,5%. Fram- leiðsla Sambandsfrystihúsanna var á síðasta ári 31.370 tonn, er það 5% minna magn en árið 1980. Rækjusjómenn róa þrátt fyr- ir verkfallið RÆKJIISJ()MENN á ísafirði hófu róóra á mánudag þrátt fyrir verkfall sjómanna og að verð á rækju hafi ekki verið ákveðið. Var ákveðið að hefja róðra upp á það verð, sem ákveðið kann að verða á næstunni. Eigendur bátanna eru í Smábátafé- laginu Huginn, en sjómennirnir í sjómannafélaginu. í fyrrakvöld var haldinn fundur á ísafirði í Bylgjunni, félagi skip- stjóra og stýrimanna. Rætt var um óróa meðal sjómanna á Pat- reksfirði og áhuga þeirra á að komast út. Á þessum fundi var algjör samstaða, að sögn heim- ildamanna Morgunblaðsins, um að standa saman þar til botn fengist í kjaramálin og ákvörðun um fiskverð. Munu Patreksfirð- ingar fara að tilmælum fundar- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.