Morgunblaðið - 27.03.1982, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Helguvík:
Framkvæmdir
hefjast í dag
Boranir á miðvikudag
FRAMKVÆMDIR í Helguvík hefj-
asl í dag og aA sögn Guðmundar
Sigurðssonar hjá Jarðborunum ríkis-
ins er stefnt að því að hefja boranir
nk. miðvikudag.smorgun, en áður
þarf að ganga frá vegarstæði, leggja
vatnslögn og vinna að öðrum undir-
búningsframkvæmdum.
Guðmundur sagði að fram-
kvæmdir í dag hæfust á því að
Íokið yrði við gerð vegarstæðis, en
þeir hefðu þurft að hætta við það
verkefni, þegar sett var stopp á
Helguvíkurframkvæmdirnar. Bor-
inn og annar tækjabúnaður yrði
síðan flutt á staðinn á mánudag.
Notaður verður einn bor, a.m.k.
fyrst í stað, en öðrum bætt við, ef
talin verður þörf á því. Aðspurður
sagðist Guðmundur telja, að ekk-
ert vandamál yrði að ljúka
verkinu á tilsettum tíma, sam-
kvæmt samningnum, ef ekki gerði
illviðri á tímabilinu.
Jakob Björnsson orkumálastjóri
tók í sama streng og Guðmundur
hvað varðar það að unnt verði að
ljúka verkinu á tilskildum tíma.
Hann sagði: „Að okkar mati hefur
töfin ekki orðið til þess að við get-
um ekki lokið þessu á tilskildum
tíma. Borverki á að Ijúka fyrir lok
apríl og skýrslugerð fyrir miðjan
maí samkvæmt samningum og við
stefnum að því að halda þeim
dagsetningum."
Álvidrædum lokið:
Annar fundur í lok
apríl eða byrjun maí
S::::;
tniiiiiiiia
•iiiiiiiii
'Mllllll
'IIIIH
Á myndinni má sjá líkan af Bændahöllinni með fyrirhugaðri viðbót.
Bændahöllin stækkuð
FRAMKVÆMDIR við stækkun
Bændahallarinnar hefjast í næsta
mánuði. Að sögn Konráðs Guð-
mundssonar, hótelstjóra á Sögu,
hefur lengi staðið til að reisa þessa
viðbótarbyggingu.
Astæðan til þess væri einkum
sú að fyrirsjáanleg er mikil
aukning erlendra ferðamanna
hingað til lands á næstu árum.
Konráð sagði að með tilkomu
þessa nýja húsnæðis myndu
90—95 herbergi bætast við þau
106 sem nú eru í notkun. Auk
þess verður veitingabúð og ýmiss
konar þjónustuaðstaða í þessari
byggingu. Þá verður ein hæð
hússins lögð undir starfsemi
Bændasamtakanna. Það kom
fram hjá Konráð að þeir Garðar
Halldórsson, Bjarni Frímanns-
son og Kristján Flygenring sjá
um teikningu og tæknilega
hönnun hússins. Og væri stefnt
að því að gera húsnæðið fokhelt
að tveimur árum liðnum.
Hvalfjörður:
Heitt vatn
úr borholu
FYRIR nokkru lauk Orkustofnun
við að bora eftir heitu vatni við
hvalstöðina í Hvalfirði og náðist
mjög góður árangur. Er nú reiknað
með að hvalstöðin hafi nægilegt
heitt vatn til sinna þarfa frá borhol-
unni, en fram til þessa hefur orðið
að hita allt vatn, sem notað er við
rekstur stöðvarinnar með olíukatli.
ísleifur Jónsson hjá Orkustofn-
un sagði þegar Morgunblaðið
ræddi við hann, að fyrir nokkrum
árum hefði verið borað niður á
1000 metra dýpi í nánd við hval-
stöðina. Hiti hefði verið í þeirri
holu, en borinn sem notaður var,
hefði ekki komist dýpra. Síðan
dróst lengi að hægt væri að fá
stærri bor til að dýpka holuna, þar
til nú að borinn Narfi var notaður
við það.
Borað var niður á 1513 metra
dýpi og þar fengust 15 sekúndu-
lítrar af vatni, sem er við suðu-
mark, þannig að víð lá að holan
gysi. Ekki er reiknað með að holan
gefi af sér 15 sekúndulítra í sí-
fellu, þar sem borholurnar kólna
yfirleitt er frá líður.
„ÞAD HEFUR verið farið yfir alla
málavöxtu af fyllstu alvöru og ég tel
viðræðurnar gagnlegar. Við munum
hittast síðar og hef ég von um að
málin þokist i rétta átt,“ sagði Hjör-
leifur Guttormsson iðnaðarráðherra
eftir að viðræðufundi hans og dr.
I'aul Miiller, formanns fram-
Aöalfundur
Iðnaðarbankans
AÐALF'UNDUR Iðnaðarbanka ís-
lands hf. verður haldinn í dag,
laugardag, í Súlnasal Hótel Sögu
og hefst kl. 2 e.h.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa eru til afgreiðslu tillögur
um arð og útgáfu jöfnunarbréfa.
Þeir hluthafar, sem ekki hafa
þegar vitjað aðgöngumiða sinna,
geta fengið þá á fundarstað.
kvæmdanefndar Alusuisse lauk í
Ráðherrabústaðnum um klukkan
18.30 í gær.
Að loknum viðræðufundinum
sendu iðnaðarráðherra og dr.
Múller frá sér sameiginlega
fréttatilkynningu og segir þar
meðal annars: „Viðræðurnar fóru
vinsamlega fram og báðir aðilar
leituðust við að jafna deilumál sín.
Þar sem viðræðurnar eru á við-
kvæmu stigi og nauðsyn á nánari
skoðun af beggja hálfu, hefur ver-
ið ákveðið að hittast aftur eigi síð-
ar en í lok apríl eða byrjun maí
1982.“
Hjörleifur Guttormsson sagði
eftir fundinn að deiluaðilar vildu
láta reyna á hvort ekki sé hægt að
ná samkomulagi og raunar hefðu
menn von um það, en tíminn fram
að næsta fundi yrði notaður til að
skoða málin.
Sjálfstæðismenn með tillögur um kjördæmaskipan:
Vilja fjölga reykvískum þing-
mönnum um 3, reykneskum
um 3 til 4 og frá N-eystra um I
ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna fól nýlega Geir Hallgrímssyni, formanni
Sjálfstæðisflokksins, að taka upp viðræður við aðra stjórnmálaflokka um
breytingar á kjördæmaskipaninni. Tilgangur tillagnanna er að leiðrétta það
misvægi, sem orðið hefur á kjördæmaskipan landsins frá árinu 1959. í tillögu
sjálfstæðismannanna er gert ráð fyrir að þingmönnum Reykvíkinga verði
fjölgað um þrjá, þingmönnum Reyknesinga um þrjá til fjóra og þingmönnum
Norðurlands eystra um einn.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er ástæðan fyrir þessari
samþykkt þingflokksins sú, að
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
telja óhjákvæmilegt, að gengið
verði frá kjördæmaskipaninni áð-
ur en gengið verði til næstu kosn-
inga og telja þeir að nokkur merki
séu á lofti þess efnis, að skemmra
geti verið til kosninga, en lögboð-
inn tími segir.
Eins og áður segir er gert ráð
fyrir 3 þingmanna fjölgun í
Reykjavík, 3ja til 4ra þingmanna
fjölgun í Reykjaneskjördæmi og
eins þingmanns fjölgun í Norður-
landi eystra. Þá er einnig gengið
út frá því, að reglum um úthlutun
uppbótarþingsæta verði breytt á
þann veg, að ekki verði úthlutað
fleiri sætum en nægilegt er til
þess að jöfnuður næðist milli
flokkanna. Miðað við þá fjölgun,
sem tillagan gerir ráð fyrir á
þéttbýlissvæðunum, má gera ráð
fyrir að jöfnuður milli flokka nást
fyrr en nú, svo að ekki þurfi endi-
lega að úthluta jafn mörgum upp-
bótarsætum og nú.
Borgarnes:
Athugasemd frá Helga Bjarnasyni
fréttaritara Morgunblaðsins
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Helga
Bjarnasyni, fréttaritara blaðsins í
Borgarnesi:
Eg vil koma eftirfarandi á
framfæri vegna athugasemdar í
Morgunblaðinu í gær frá Frið-
jóni Þórðarsyni, dómsmálaráð-
herra, þar sem hann gerir
athugasemdir í tilefni af frétt
frá mér í Morgunblaðinu síðast-
liðinn þriðjudag um aðalfund
Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu.
Ráðherra staðfestir í athuga-
scmd sinni í annað sinn fréttina
og ber að þakka það, þó óþarfi sé.
En hitt er verra og við það sé ég
mig knúinn til að gera athuga-
semdir, að hann er með dylgjur
um tilurð fréttarinnar. Friðjón
segir í athugasemd sinni: „Eftir
fundinn datt einhverjum heima-
manna* í hug, að senda Morgun-
blaðinu fréttir af svo ágætum
fundi og féll það í hlut Helga
Bjarnasonar, sem var einn fund-
armanna." Og síðar: „En þá rétt
áður hafði ég heyrt, að eitthvað
stæði til að birta frá fundinum."
Þarna dylgjar Friðjón um trún-
aðarbrot, þykist ekki vita að
frétt af fundinum væri á döfinni,
viðurkennir mig ekki sem frétta-
ritara Morgunblaðsins og dylgj-
ar um að einhver annar „heima-
aðili“ standi að baki. Allt er
þetta rangt. Ég er fréttaritari
Morgunblaðsins í Borgarnesi og
hef verið það í 10 mánuði. Ég
reyni að rækja það starf mitt
eftir beztu getu. Ég var staddur
á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins
og skrifaði hjá mér ýmislegt það,
sem Friðjón Þórðarson, dóms-
málaráðherra, sagði. Yfirlýsingu
ráðherra í ríkisstjórn um lífdaga
ríkisstjórnar tel ég vera frétta-
efni, sem ekki ætti síður erindi
til allrar þjóðarinnar en ýmsar
fréttir, sem ég hef sent. Það kom
og á daginn.
Friðjóni er fullkunnugt um, að
ég er fréttaritari Morgunblaðs-
ins hér á staðnum og að ég
punktaði niður eftir honum á
fundinum. Það kom einnig
opinberlega fram á fundinum í
máli eins fundarmanna, að svo
væri, enda hafði Friðjón orð á
þessu erindi mínu í samtali við
mig eftir fundinn. Að síðustu
hringdi hann í mig á mánu-
dagskvöld til að frétta um þetta.
Allt er þetta þó nánast auka-
atriði. Það sem skiptir máli er,
að fréttin er rétt og það hefur
Friðjón ekki rengt. Varðandi út-
skýringar ‘Friðjóns á því hvað
fyrir honum hefði vakað, hef ég
ekkert að segja annað en það, að
hafi hann hugsað eitthvað annað
en hann sagði um stjórnarslitin,
hafði ég ekki frekar en aðrir
fundarmenn tækifæri til þess að
nema það. Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra, virðist vera
betri hugsanalesari en ég, því
hann ber frétt mína til baka í
Morgunblaðinu á miðvikudag,
þrátt fyrir að hann hafi ekki ver-
ið á fundinum. Þykja mér um-
mæli forsætisráðherra undarleg.
Friðjón Þórðarson hefur hingað
til getað talað fyrir sig sjálfur.
Ég harma það að þurfa að gera
þessar athugasemdir, því ég hef
ekki þekkt Friðjón Þórðarson af
öðru en drengskap og heiðar-
leika.
Borgarnesi, 26. marz,
Helgi Bjarnason.
Norski utanríkisráðherrann Svenn Stray er staddur hér í opinberri heimsókn
í boði Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra. Myndin var tekin af ráðherr-
unum í gær, er þeir skoðuðu Þjóðminjasafnið. Með þeim á myndinni er Þór
Magnússon þjóðminjavörður. MorminbiaðiA köe.
Ríkisverksmiðjur:
Unnið að samræmingu á
kaupi og kjörum á Grundarte
NÆSTl fundur um samninga í ríkis- ásáttir um að einbeita sér ;
NÆSTI fundur um samninga í ríkis-
verksmiðjunum verður haldinn hjá
embætti sáttasemjara á mánu-
dagsmorgun. Kröfur verkalýðsfélag-
anna á þessum vinnustöðum eru þær
helztar, að áfram verði unnið að
samræmingu um kaup og kjör i
Járnblendiverksmiðjunni að
Grundartanga. í samningunum í
febrúar 1981 náðist áfangi i átt til
samræmingar og vilja verkalýðsfé-
lögin halda áfram á þeirri braut. Á
fundum undanfarið hefur einkum
verið rætt um vinnubrögð við samn-
ingsgerðina, en aðilar munu nú
ásáttir um að einbeita sér að frekari
samræmingu, en ekki skammtíma-
samningi eins og rætt var um á tíma.
Samningar verkafólks í ríkis-
verksmiðjunum voru lausir 15.
desember síðastliðinn og nokkurr-
ar óþreyju er farið að gæta þar
sem nýir samningar hafa ekki ver-
ið gerðir. Einn talsmanna verka-
lýðsfélaga sagði í samtali við
Morgunblaðið, að framundan
væru annatímar í verksmiðjunum
og ef knýja þyrfti á um samnings-
gerð með aðgerðum þá væru
næstu vikur kjörinn tími til þess.