Morgunblaðið - 27.03.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
13
Megi sú hreinskiptni og
sá heiðarleiki sem ríkir
við stjórnun ISAL verða
hér ráðandi. — Þá er
iðnþróun á Austurlandi
vel komið
Að loknu yfirliti sem fulltrúar
starfshópa gáfu, er þeir komu
saman á ný, fluttu erindi Steinar
Steinsson, formaður meistarafé-
lags Sambands málm- og skipa-
smiða og Siguröur Kristinsson, for-
seti Landssambands iðnaðar-
manna. Steinar sagði m.a. að
málm- og skipasmiðir hefðu ný-
verið bundist samtökum um að
fylgjast betur með því sem væri að
gerast á þeirra sviði. Það væri
margt sem þeir hefðu misst í
hendur útlendinga. Bæta mætti
við og auka verkefnin og efla al-
menna iðnþróun hérlendis. Þá
gerði Steinar sérstaklega að um-
ræðuefni hið félagslega umhverfi
væntanlegrar verksmiðju og áhrif
tilkomu hennar á iðnþróun i kjör-
dæminu. Hann nefndi þar sem
dæmi álverið í Straumsvík og
sagði framkomu og vipskipti þess
fyrirtækis vera mjög að skapi
þeirra sem reka verkstæði í ná-
grenni þess. Mikil viðskipti og góð
sem byggðust fyrst og fremst á
jákvæðu viðhorfi ÍSAL, hefði
komið fótunum undir fjölmörg
fyrirtæki, styrkt þau og eflt. Ef
sama viðhorf myndi verða hjá
ráðamönnum kísilmálmverk-
smiðjunnar, þá gæti hún ekki orð-
ið nema af hinu góða fyrir iðn-
þróun á Austurlandi. Þá lýsti
hann í lokin fullum vilja Sam-
bands málm- og skipasmiða að
standa við bakið á félögum sínum
á Austurlandi.
Sigurður Kristinsson sagði, að
Landsamband iðnaðarmanna
hefði síðustu mánuði boðið upp á
námskeiðahald fyrir félagsmenn
sína, en reynslan hefði verið sú, að
landsbyggðarbúar hefðu sýnt
þeim mestan áhuga. Hann sagði
að Landssambandið teldi sér skylt
að aðstoða félagsmenn sína og svo
yrði einnig hvað þetta einstaka
mál varðaði. Um samvinnu og
sameiginlegt verktakafyrirtæki
sagði hann frá reynslu sinni og
annarra Hafnfirðinga þegar ÍSAL
kom til sögunnar. Þá hefðu Hafn-
firðingar stofnað 70—80 aðila
hlutafélag fyrirtækja og einstakl-
inga, Hafnverk hf. Reynslan hefði
orðið sú, að enginn vildi yfirgefa
fyrirtæki sitt til að helga sig þessu
og því hefðu þeir yfirleitt verið
með 10% hærri tilboð en aðrir.
Þeir hefðu þó fengið verkefni bæði
sem félag og einnig ýmsir ein-
staklingar innan þess.
Sigurður tók einnig undir orð
Steins um viðskipti hafnfirskra
fyrirtækja við ISAL. „Hrein-
skiptni og heiðarleiki í viðskiptum
er ráðandi við stjórnun ISAL og
það hefur komið fótunum undir
mörg fyrirtæki í Hafnarfirði."
Hann óskaði Austfirðingum í lok-
in til hamingju með það sem væri
framundan og sagðist vonast til að
sá hinn sami heiðarleiki og hrein-
skiptni sem Hafnfirðingar hefðu
notið svo mikils góðs af í stjórnun
ISAL mætti einnig verða ráðandi í
sambandi við kísilmálmverk-
smiðjuna á Reyðarfirði. Þá væri
iðnþróun á Austurlandi vel komið.
Að loknum ávörpum þeirra var
gengið til atkvæða um ályktun
fundarins og hún samþykkt sam-
hljóða. Þá fóru fram almennar
umræður og tóku tveir til máls:
Gerður Oskarsdóttir, skólastjóri
framhaldsskólans á Neskaupstað,
og Einar Björnsson í Mýnesi. Jón
Guðmundsson, varaformaður iðn-
aðarnefndar SAA, sleit síðan
fundinum í fjarveru formanns,
Theodórs Blöndal. Þakkaði hann
mönnum komuna og þátttöku í
störfum fundarins. Þá þakkaði
hann sérstaklega framsögu-
mönnum og óskaði fundar-
mönnum góðrar heimferðar ...
FP.
yrði hinn gullni meðalvegur. Forð-
ast yrði að valda mikilli röskun og
sín skoðun væri sú að bjóða ætti
út hluta af verkinu. Hann lauk
máli sínu með því að lýsa yfir að
þeir sem nú ynnu að þessum und-
irbúningi æsktu þess að fá að
kynnast aðstöðu og getu aust-
firsku fyrirtækjanna.
Verkefnið hlýtur að
kalla á marga
utanaðkomandi
öflun verktaka og gerði sérstak-
lega grein fyrir reynslunni sem
fékkst í því efni við Járnblendi-
verksmiðjuna á Grundartanga.
Hann sagði að skiljanlega væri
ekki búið að taka ákvörðun um
hvernig staðið yrði að málum við
kísilmálmverksmiðjuna og fjallaði
siðan um helztu galla og kosti
hverrar leiðar fyrir sig, auk þess
lýsti hann tryggingamálum, fjár-
öflunarleiðum, reikningsgerð og
lokauppgjöri verka.
Guómundur Borgþórsson, tækni-
fræöingur, sem var starfsmaður
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga er hún var í undir-
búningi, flutti erindi um vélar og
búnað. Hann lýsti í upphafi máls
síns gangi framleiðslu kísilmálm-
verksmiðju og efnum sem notuð
eru í framleiðslunni, en þau eru
kvartz, koks og tréflísar. Hann
sagði stærsta hluta vélabúnaðar
vera flutningsbúnað ýmiss konar,
s.s. færibönd, kranar o.fl. Þá gerði
hann og grein fyrir hvers konar
búnað eitt verkstæði þarf að eiga
til að geta annast störf við verk-
smiðjuna. I lokin sagði hann slíka
framkvæmd sem uppbyggingu kís-
ilmálmverksmiðjunnar kalla á
mörg aukaverkefni og mannafla-
þörf gæti einnig orðið mjög
sveiflukennd, sveiflur væru upp á
30—40 menn. Tímaáætlun bygg-
ingar væri mjög stíf og verkefni
hlyti að kalla á marga utanaðkom-
andi. Þá lagði Guðmundur mikla
áherslu á stjórnunarþátt verksins
og sagði það margsinnis hafa
komið í ljós að stjórnunarhæfni
skorti. Nóg væri af vinnufúsum
höndum, en ef stjórnun væri
ábótavant, kæmu þær að litlum
notum. Það væri talið mjög eðli-
legt að reikna með einum tækni-
menntuðum manni á hverja 15
starfsmenn.
Næstur tók til máls Tryggvi Sig-
urbjarnarson verkfræöingur og
fjallaði hann um rafbúnað. Hann
rakti fyrst áætlun þá sem fyrir
lægi um næstu virkjanir lands-
manna og sagði að samkvæmt
henni ætti nægileg raforka að
verða fyrir hendi til handa verk-
smiðjunni, en hún krefðist
300—350 gígavattstunda á ári.
Hann lagði ríka áherslu á að þrátt
fyrir nægilega orku væri við nú-
verandi aðstæður geysilega löng
flutningsleið á orkunni til Aust-
fjarða og þyrfti því Suðurlína að
komast í gagnið hið fyrsta. Þá
lýsti hann rafbúnaði verksmiðj-
unnar, stærðum á rafskautum
o.fl., en í lok máls síns tók hann
undir orð Guðmundar um stjórn-
unaratriði og sagði hann mest
áríðandi við verkefnið allt, að
fyrir hendi yrði góð stjórnun.
„Stjórnun og aftur stjórnun, er
það sem við verðum að leggja mest
upp úr,“ sagði hann.
Baldur Jóhannesson, verkfræó-
ingur, flutti fyrirlestur um samn-
inga, tryggingar og útboð. Hann
gerði í stórum dráttum grein fyrir
þeim leiðum sem nota mætti við
rúmlega 80.
LjÓ8m. Mbl. Frída Proppé.
Hluti fundarmanna, en þeir voru alls
tískt ákvörðunaratriði hvernig
staðið yrði að verktilhögun. Sú
skoðun var ríkjandi hjá Austfirð-
ingum í umræðunum, að ef til al-
mennra útboða kæmi, hlytu stóru
verktakafyrirtækin á suðvestur-
horninu að gleypa allan bitann og
þeir sætu síðan eftir afskiptir.
Einn Austfirðinganna lýsti því
sem sinni skoðun að verksmiðj-
unni fylgdi mikið rask og ef aust-
firskir verktakar ættu ekki að
sitja fyrir með framkvæmdir væri
betra að hætta að hugsa um verk-
smiðjuna yfir höfuð. Næg vinna
væri fyrir verkamenn á Austfjörð-
um og ef flytja ætti allt annað
vinnuafl, eins og sér skildist, að
sunnan, væri betur heima setið en
af stað farið. Þeir Svavar og Bald-
ur gerðu aftur á móti grein fyrir
þeirri skoðun sinni, að heimamenn
litu eflaust of mikið til verk-
smiðjubyggingarinnar sjálfrar.
Hliðarverkefni, s.s. uppbygging
íbúðarhúsnæðis fyrir hið aukna
vinnuafl, hafnarmannvirkið og
vatnslögnin væri eflaust nægilegt
verkefni fyrir heimamenn. Sá
hraði sem yrði að vera á fram-
verksmiðju og í því sambandi
munum við stofna verktakafyrir-
tæki. Akveðið var að halda stofn-
fund verktakafyrirtækisins mjög
fljótlega." Rafvirkjar á Austur-
landi munu vera milli 45—60
manns.
í ályktun starfshóps um vélar
og búnað er slegið á svipaða
strengi, en þar segir einnig, að
nauðsynlegt sé að taka tillit til
þess, sem á eftir kemur þegar upp-
byggingu verksmiðjunnar er lokið,
þ.e. því sem að viðhaldi og rekstri
snýr.
kvæmdunum væri peningalegs
eðlis, þ.e. að koma þyrfti
verksmiðjunni hið fyrsta í notkun
eftir að farið væri að dæla stórum
peningaupphæðum í verkið.
Heimamenn voru í lok umræðna
enn ákveðnir í að hér væri ekki um
stærra verkefni en svo að ræða að
þeir gætu annast það, en skilning-
ur virtist þó á því að einhvern
meðalveg þyrfti að finna, ef ekki
væri unnt að hægja á verkfram-
kvæmdum. I ályktun starfshóps-
ins segir m.a.: „Það er samdóma
álit verktaka sem tóku til máls að
verkþættir á sviði jarðvinnu og
byggingarvinnu eru ekki stærri en
svo, að austfirskir verktakar geta
framkvæmt þá auðveldlega."
I ályktun starfshópa um raf-
búnað segir: „Rafverktakar á
Austurlandi leggja áherslu á, að
við þá verði samið um framkvæmd
á rafmagnshluta í væntanlegri
Pólitískt ákvörð-
unaratriði hvernig
staðið verður að
framkvæmdum
Að loknu hádegisverðarhléi
störfuðu þrír starfshópar. Einn
tók fyrir byggingar og jarðvinnu,
annar vélar og búnað og sá þriðji
rafbúnað. Mest þátttaka og hvað
ákveðnastar skoðanir heima-
manna komu fram í hópunum um
byggingar og jarðvinnu að mati
undirritaðs, en þar sátu fyrir svör-
um Svavar Jónatansson og Baldur
Jóhannesson. Þeir sögðu það póli-
Þrír framsögumannanna. Taliö fri vinstri: Svavar Jónatansson, forstjóri
Almennu verkfræðistofunnar, Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, og
Baldur Jóhannesson, verkfræðingur.
Þetta er landsvæðið í landi Sómastaðagerðis sem fyrirhugað er
að kísilmálmverksmiðjan rísi á. Hafskipahöfnin sem taka á í
mót skipum allt að 20 þúsund tonnum að stærð verður við
eyrina, sem gengur lengra út í fjörðinn, Mjóeyri, en verksmiðj-
an sjálf og byggingar tilheyrandi henni upp af eyrinni.
í