Morgunblaðið - 27.03.1982, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
Ljósmyndari blaðsins rakst fyrir nokkru á þennan geysistóra krana á hafnarbakkanum. Að því er
innflytjandi hans, Heildverslun Alberts Guðmundssonar, tjáði Mbl., vegur krani þessi, sem er af
Grove-gerð, tæplega 35 tonn og er lyftigeta hans hin sama. Krani þessi er í eigu Bílkranans sf. og
mun vera sá fyrsti þessarar tegundar hérlendis, sem er með tvöfoldu húsi. Morgunblaðið Emilía.
Bæjarstjórn Akureyrar:
Næsta átak í stóriðju-
málum verði við Eyjafjörð
MIKIL ÓÁNÆGJA er meðal margra Akureyringa með það
tómlæti sem þeim finnst stjórnvöld hafa sýnt ýmsum tillögum
og ályktunum bæjarstjórnarinnar um atvinnuuppbyggingu við
Eyjafjörð. Að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar, bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefðu menn í raun enga
vitneskju um hvort fyrirhugað sé að koma upp stóriðju á
þessu svæði.
Það væri ljóst að kæmu ekki til
ný atvinnutækifæri mundi at-
vinnuleysi vaxa stórlega á Eyja-
fjarðarsvæðinu á næstu árum.
Þetta hefði öldungis komið í ljós í
könnun sem bæjarstjórn Akureyr-
ar efndi til um atvinnuhorfur á
þessum slóðum. Að dómi sjálf-
stæðismanna hefðu nýir mögu-
leikar á stóriðju á Eyjafjarðar-
svæðinu komið til sögunnar eftir
að tillögur um Blönduvirkjun voru
settar fram, en hún mun sjá þessu
svæði fyrir raforku.
Leiðrétting:
Lögreglumál í
*
Arnessýslu
í frétt blaðsins af lögregiumálum
frá lögreglunni á Selfossi sl.
fimmtudag, sagði, að yfirlit það sem
sagt var frá ætti við Selfossbæ, en
hin rétta er, að yfirlitið er úr Árnes-
sýslu allri, sem lögreglan á Selfossi
sinnir. Er beðið velvirðingar á þess-
um mistökum.
Sigurður sagði ennfremur að nú
væru sveitarfélög, launþegasam-
tök og atvinnurekendur á Eyja-
NK. SUNNUDAG heldur Tónskóli
Sigursveins D. Kristinssonar sína
árlegu vortónleika í Sal Menntaskól-
ans vió Hamrahlíö.
Á þessum tónleikum koma aðal-
lega fram yngri nemendur Tón-
skólans bæði sem einleikarar og í
hópum, m.a. koma fram allir for-
skólanemendur Tónskólans um 70
fjarðarsvæðinu að huga að stofn-
setningu iðnþróunarfélags sem
hefði að markmiði að gera athug-
anir á hugsanlegum tækifærum til
nýiðnaðar á þessu svæði. Enn-
fremur kvað Sigurður það eðlilegt
að Akureyringar fengju upplýs-
ingar um fyrirætlanir stjórnvalda
í iðnaðarmálum við Eyjafjörð
meðan verið væri að taka ákvörð-
un um staðsetningu kísilmálm-
verksmiðju á Reyðarfirði, en kom-
ið hefði vel til greina að reisa hana
á Eyjafjarðarsvæðinu.
Að lokum sagði Sigurður að í
tillögum bæjarstjórnar Akureyrar
væri mælst til þess að stjórnvöld
beittu sér fyrir því að næsta átak í
stóriðjumálum yrði á svæðinu við
Eyjafjörð.
börn og mynda stóran blokk-
flautukór sem flytur nýtt tónverk
eftir Sigursvein D. Kristinsson
undir stjórn höfundar.
Tónleikarnir verða eins og áður
sagði í sal Menntaskólans við
Hamrahlíð og hefjast kl. 14.00.
Allir eru velkomnir á þessa tón-
leika.
Vortónleikar Tónskólans
42 konur eru á lista
k vennaframboðsins
LISTI kvennaframboðsins hefur verið birtur í blaði samtakanna, en alls eru
42 konur á honum. í fyrsta sæti er Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, í öðru
sæti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, BA, í þriðja sæti Magdalena Schram,
blaðamaður, í fjórða sæti Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, i fimmta sæti
Sigrún Sigurðardóttir, fulltrúi, í sjötta sæti Kristín Ástgeirsdóttir, blaðamað-
ur, í sjöunda sæti Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði, í áttunda sæti Lára V.
Júlíusdóttir, lögfræðingur, í níunda sæti Hjördís Hjartardóttir, félagsráðgjafi
og í tíunda sæti er Guðrún Ólafsdóttir, lektor.
Aðrar á listanum eru: Kristin
Jónsdóttir, kennari, Helga Jóns-
dóttir, húsmóðir, Helga Thorberg,
leikkona, Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir, manneldisfræðing-
ur, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir,
útvarpsþulur, María Jóhanna Lár-
usdóttir, kennari, Sigurbjörg Að-
alsteinsdóttir, fulltrúi, Helga Har-
aldsdóttir, kennari, Guðný Guð-
björnsdóttir, prófessor, Ingibjörg
Hafstað, kennari, Guðrún Hall-
dórsdóttir, skólastjóri, Áslaug Jó-
hannesdóttir, verkakona, Þórunn
Benjamínsdóttir, kennari, Elín
Guðmundsdóttir, húsmóðir, Mar-
grét Hermannsdóttir, fornleifa-
fræðingur, Ingibjörg Ýr Pálma-
dóttir, kennari, Þórkatla Aðal-
steinsdóttir, kennari, Kristín Ein-
arsdóttir, lífeðlisfræðingur, Eygló
Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur, Vilborg Sigurðardóttir, kenn-
ari, Ásta Ragnarsdóttir, námsráð-
gjafi, Hólmfríður Árnadóttir,
framkvæmdastjóri, Guðrún Erla
Geirsdóttir, myndlistarmaður,
Guðlaug Magnúsdóttir, félags-
ráðgjafi, Guðbjörg Linda Rafns-
dóttir, þjóðfélagsfræðinemi, Edda
Björgvinsdóttir, leikari, Sigurrós
Erlingsdóttir, íslenzkunemi, Guð-
rún Kristinsdóttir, félagsráðgjafi,
Sólveig Aðalsteinsdóttir, mynd-
listarmaður, Snjólaug Stefáns-
dóttir, starfsmaður unglingaat-
hvarfs, Ásgerður Jónsdóttir,
kennari, og Laufey Jakobsdóttir,
húsmóðir.
Málinu lauk
með dómssátt
MÁL skipsljórans á belgíska togarun-
um Belgian Sailor var tekið fyrir hjá
bæjarfógetaembættinu i Vestmanna-
eyjum í gærdag.
Lauk málinu með dómssátt og
greiðir skipstjórinn 10.231 krónur í
sekt til Landhelgissjóðs. Belgian
Sailor var staðinn að því að vera með
óhúlkuð veiðarfæri á veiðisvæði, þar
sem skipið mátti ekki vera og enn-
fremur voru skipverjar að vinna að
frágangi fisks þegar flugvél Land-
helgisgæzlunnar kom að skipinu.
Auk sektarinnar, sem skipstjórinn
greiðir til Landhelgissjóðs, þarf
hann að greiöa sakarkostnað.
Hreyfilsprengingin:
Forþjappan rann-
sökuð nánar ytra
Morgunblaðinu barst á fimmtu-
dag eftirfarandi frá kynningar-
deild Flugleiða:
„Kannsókn á orsök hrcyfilbilun-
ar á Fokker-flugvélinni TF-FLM á
ísafirði si. laugardag heldur áfram.
í gær og dag hafa tveir sérfræð-
ingar frá Kolls Royce-verksmiðjun-
um og fjórir frá Fokker-verksmiðj-
unum í Amsterdam ásamt manni
frá breska loftferðaeftirlitinu og ís-
lenskum sérfræðingum unnið að
rannsókn málsins. En nú er full-
víst að forþjappa i hreyfiinum bil-
aði og orsakaði frekari skemmdir.
Sá hlutur hennar sem var eftir i
hreyfiinum verður nú sendur utan
til rannsóknar og fullyrða Mr.
Dow og Mr. Gilchrist frá Rolls
Royce að orsökin muni finnast.
Forþjappa sú sem hér um ræð-
ir hefur verið framleidd eins í sl.
15 ár en örlitlar breytingar gerð-
ar á umbúnaði forþjöppunnar á
sjálfum öxlinum. Sú breyting
var fyrst gerð fyrir fimm árum,
og síðan hafa allir Rolls Royce
Dart-hreyflar sem komið hafa
til verksmiðjanna í endurbygg-
ingu sem og nýir hreyflar hlotið
þá meðferð. Rolls Royce-hreyfl-
ar eru nú notaðir í tíu gerðum
flugvéla og alls munu 4.300
hreyflar vera í gangi um þessar
mundir.
Dart-hreyfillinn var fyrst
notaður í farþegaflug árið 1953
en hafði áður verið reyndur í
flugi í tvö ár. Um þessar mundir
nálgast Dart-hreyflar 100 millj-
ón flugtíma-markið svo sjá má
að hér er þrátt fyrir einstaka
óhöpp mjög traustur og end-
ingargóður hreyfill á ferðinni.
Eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum er endingartími
hvers hreyfils fimm til sex þús-
und klukkustundir milli algjörr-
ar endurbyggingar. Hins vegar
fara reglulegar skoðanir fram á
hreyflunum á nokkur hundruð
klukkustunda fresti.
Myndin sýnir teikningu af húsi aldraðra sem nú er byrjað að reisa í nýja miðbænum.
Á myndinni má sjá hvernig húsið á að líta að innan.
Aldraðir byggja í nýja miðbænum
FRAMKVÆMDIR við fjölbýlishús
eldra fólks í nýja miðbænum á veg-
um Gimlis hf. hófust í síðustu viku.
Gert er ráð fyrir að bygging hússins
taki rúmlega tvö ár. Hér er um að
ræða ca. 40 eignaribúðir sem koma
til með að vera 85 og 115 ferm. að
stærð. Undir húsinu verða bílastæði
fyrir íbúa og á jarðhæð er áætluð
íbúð fyrir húsvörð, matsalur o.fl.
sem heyrir til þjónustu í þágu eldra
fólks.
Á fundi hluthafa Gimlis hf. var
dregið um þessar íbúðir. Sam-
þykktir félagsins kveða svo á að
einvörðungu fimmtugum og eldri
er gert kleift að verða hluthafar í
Gimli, en hverjum hlut fylgir
eignarréttur í íbúð.
Húsbygging þessi á sér tals-
verðan aðdraganda, eða til ársins
1974. Þá efndu nokkrir áhuga-
menn um málefni aldraðra til
fundar á Hótel Sögu. Þar urðu
fundarmenn sammála um nauð-
syn þess að koma upp íbúðum
sem hentuðu eldra fólki. I fram-
haldi af þessu var undirrituð um-
sókn til borgaryfirvalda um lóð í
nýjum miðbæ.
Á árinu 1977 fengu þessir um-
sækjendur fyrirheit um lóð í öðr-
um byggingaráfanga nýs mið-
bæjar er rúmaði allt að 50 íbúð-
um. Þetta var staðfest í bréfi
undirrituðu af þáverandi borgar-
stjóra Birgi ísleifi Gunnarssyni.
Og á síðastliðnu ári var félaginu
loks úthlutað lóð undir þessa hús-
byggingu.
í stjórn Gimlis hf. eiga nú sæti
Þórður Kristjánsson, bygg-
ingarmeistari sem er formaður,
Daníel Bergmann, bankafulltrúi,
Hannes Þorsteinsson, aðalféhirð-
ir Landsbankans, Guðmundur
Ófeigsson, skrifstofustjóri og
Guðmundur Jónsson, póstútibús-
stjóri. Arkitektar hússins eru
Gylfi Guðjónsson og Ingimundur
Sveinsson. Verkfræðiteikn. ann-
ast Ferill hf.
Það fer vel á því að ráðist er í
þessa húsbyggingu á ári aldraðra
þar sem þörfin er án efa brýn
fyrir íbúðir af þessu tagi til
handa eldra fólki.