Morgunblaðið - 27.03.1982, Side 32

Morgunblaðið - 27.03.1982, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 Hagnýting surtarbrands Þáttur í orkubúskap þjóðarinnar og byggðaþróun Vestfjarða Eftir Þorvald Garóar Kristjánsson, alþm. Að mörgu er að hyggja í orku- málunum. Eitt eru möguleikar á hagnýtingu surtarbrands. Hér er um að tefla mikilvægt mál. Það kemur til af þeirri þróun, sem hef- ir verið í orkumálunum síðasta áratuginn eða sérstaklega allt frá því að olía hækkaði í verði árið 1973. Síðan hafa flest lönd heims reynt að finna eldsneyti, sem gæti komið í stað olíu. Augu manna hafa æ meira beinst að kolum. Það er til gífur- lega mikið af kolum í heiminum, en ekki hafði verið lögð nein veru- leg áhersla á þróun tækni til nýt- ingar kola, þar sem olía var áður mjög ódýr. Danir voru með þeim fyrstu, sem fóru að nota kol í stað olíu. Fyrstu viðbrögð þeirra voru að breyta öllum sementsverk- smiðjum frá olíukyndingu í kola- kyndingu. Nú standa yfir í sama skyni miklar breytingar í Dan- mörku á rafstöðvum. Aðrar Norðurlandaþjóðir leggja einnig mikla áherslu á þróun kola- nýtingar, einkum Finnar, sem hafa þó stór kjarnorkuver. Liður í þessari viðleitni var ráðstefna, sem haldin var í Finnlandi í október sl. á vegum Nordel um „fluidized bed“-kolakyndingu, sem hefur verið nefnd á ísiensku „svifbrunakynding". Þessi tækni er ekki ný af nálinni og hefur ver- ið notuð síðan 1922 í iðnaði, en eftir olíuverðshækkunina var fyrir alvöru farið að þróa þessa tækni. Þessi tækni felst í því, að lofti er blásið inn í ofninn að neðan og eldsneytinu haldið svífandi inni i eldholinu, þannig að mjög góður bruni fæst. Með „fluidized bed“-tækninni kom til ný og áður óþekkt aðferð til að nýta eldsneyti með lægra brunagildi en venjuleg kol, svo sem brúnkol (surtarbrand) og fleira eins og víða er gert. Nú þeg- ar er hægt að fá keypta á almenn- um markaði ofna, sem gerðir eru til að nýta þessa nýju tækni. í Þýskalandi á þessi tækni sér merka sögu og miklar tilraunir eru gerðar víða um lönd, svo sem í Englandi og Bandaríkjunum. At- hygli vekur, að í Kína eru notuð kol með lágu brennslugildi, eða um 9—20 MJ/kg. Surtarbrandur- inn okkar liggur á þessu sviði eða í kringum 16 MJ/kg. Hagnýtum eigin orkulindir Nú er það stefna okkar Islend- inga, að gera okkur sem óháðasta innflutningi orkugjafa. Þess vegna viljum við hagnýta eigin orkulind- ir. Það gerum við með því að virkja falivötnin og jarðvarmann. En orkan, sem fæst eftir þessum leiðum, verður ekki af tækni- og hagkvæmniástæðum notuð til allra þarfa. Þannig verður raf- magn ekki enn hagnýtt til rekstr- ar þurrkara fiskimjöls- og loðnu- verksmiðja og Sementsverksmiðj- unnar, þó svo að slík notkun sé nú á rannsóknarstigi. Þess vegna á Sementsverksmiðjan ekki annars úrkosta en að taka upp kolanotk- un, þegar horfið er frá notkun olíu, eins og nú er ákveðið að gera. En með þessari breytingu hjá Sementsverksmiðjunni er ekki um að ræða að hagnýta innlenda orkugjafa í stað erlends. Það er verið að breyta um erlendan orkugjafa. Það hlýtur að vera nú eitt af stóru verkefnunum í framkvæmd orkumálastefnu okkar að hagnýta innlenda orkugjafa sem eldsneyti. Þar er um að ræða hagnýtingu surtarbrandsins. Gísli Júlíusson verkfræðingur flutti erindi á orkuþingi á síðasta ári, þar sem hann vakti athygli á því, hvernig rannsóknum á surt- arbrandi hefði verið háttað hér á landi. Þar hafa ýmsir jarðfræðingar komið við sögu, bæði fyrr og síðar. Ýmsir áhuga- og kunnáttumenn hafa hér lagt hönd á plóginn og má sérstaklega nefna mann eins og Þórodd Th. Sigurðsson, vatns- veitustjóra. Surtarbrandslög á Vestfjöröum Vestfirðir hafa sérstöðu í þess- um efnum. Þar fyrirfinnast surt- arbrandslög víðs vegar. Hefir Kristján Sæmundsson jarðfræð- ingur gert kort af surtarbrandin- um á Vestfjörðum. Má þar nefna surtarbrandslögin á Barðaströnd, Patreksfirði, Arnarfirði, Súganda- firði, Bolungarvík, Steingríms- firði, Hrútafirði og Kollafirði í Strandasýslu. Auk þess er hér til að taka Dýrafjörð, Önundarfjörð, Skutulsfjörð og Álftafjörð, svo að eitthvað sé nefnt. En sá staður sem athyglin hefur beinst helst að er Stálfjall í Vestur-Barðastrandarsýslu. Þar hefur farið fram lauslegt mat og var það gert árið 1917 af sænska verkfræðingnum Ivar Svendberg, sem áleit að þar væri um 180 milij. tonna af surtarbrandi og mundi það nægja 600 MW rafstöð í 60 ár. Hér er um að ræða álíka mikið uppsett afl og er samtals í öllum vatnsvirkjunum landsins í dag. Áður fyrr og einkum á heims- styrjaldaárunum fyrri og síðari var surtarbrandur nokkuð unninn á Vestfjörðum, svo sem í Súganda- firði, Bolungarvík, Dufansdal og í Stálfjalli. Með þeirri tækni sem þá viðgekkst þótti þetta eldsneyti of dýrt til frambúðar og sérstaklega erfitt að nálgast það. Með nútíma- aðferðum við námugröft og flutn- ingatækni og endurbættum brennsluaðferðum eru viðhorf nú gerbreytt í þessum efnum. Vinnsla surtarbrands gæti nú orðið arð- vænleg. Nú liggur þegar fyrir mikil vitn- eskja um staðsetningu surtar- brandslaga og brennslugildi surt- arbrandsins. Hins vegar er lítið vitað með vissu um magn surt- arbrandsins á hinum ýmsum stöð- um. Ekki hefur heldur verið rann- sökuð aðstaða til vinnslu surt- arbrandsins á hinum ýmsu stöð- um miðað við nútímaaðferðir við námugröft og nútímaflutninga- tækni. Þá hefur arðsemi af vinnslu surtarbrands ekki verið metin miðað við þær endurbættu brennsluaðferðir, sem nú eru fyrir hendi og tíðkast nú þegar víða annars staðar. Skáldverk og þýðingar eftir Marjatta Isberg Nú er liðlega mánuður liðinn frá því að Matthías Johannessen reyndi að vekja „debatt", eins og hann orðaði það, um úthlutun bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Matthías taldi, að íslenskan ætti að vera jafn hátt metin og hin þrjú Norðurlandamálin: danska, norska og sænska. Grein Matthías- ar virðist þó ekki hafa vakið meiri athygli en svo, að engum háskóla- kennara í bókmenntum, engum rithöfundi né heldur útgefanda hefur þótt hún varða sig (nema eitthvað hafi farið fram hjá mér). Auk Matthíasar hafa bara blaða- menn og stjórnmálamenn fjallað um málið. Víst hefur Árni Berg- mann þá sérstöðu að vera einnig rithöfundur, auk þess að vera blaðamaður. En það sem mér finnst furðu- legast í málinu er, að allir syngja þeir sömu rödd í kórnum — að Árna Bergmann undanteknum. Enginn virðist hafa spurt sjálfan sig eða viljað spyrja: Hvort hafa íslendingar meira gagn af því að leggja fram hækur á frummálinu eða „eingöngu" þýðingar? Það sem mestu máli ætti að skipta, að mínu mati, er spurning- in, hvort íslenskar bókmenntir muni með þessu eiga greiðari að- gang að heimsmarkaðnum en ella. Þess vegna ætla ég að byrja þetta rabb með dæmi úr eigin reynslu. Um daginn var ég að fletta í bókinni „Islenskt Ijóðasafn". Þar kom ég auga á þýðingu Halldórs Laxness á kvæðinu „Barnamorð- inginn María Farrar" eftir Bertold Brecht. Brecht hefur mér alltaf þótt frekar erfiður viðfangs, þrátt fyrir það, að ég geti yfirleitt lesið þýskt óbundið mál vandræðalaust. Fin vegna þess hve mér hafa alltaf fundist ljóð eftir hann erfið, hafði ég aldrei nennt að glíma lengi við þau. En við lestur þýðingarinnar eftir Halldór Laxness opnaðist mér eins og nýr heimur. Mér fannst stemmning kvæðisins vera ekta Brecht, boðskapur þess kom skýrt fram, örugglega eins og Brecht hafði ætlað honum að vera, þegar hann orti kvæðið. Mér finnst sem sagt þetta litla dæmi sýna, að það þurfi meira en meðalkunnáttu í einhverju tungumáli til að geta lesið og notið bundins máls á því, hvað þá að dæma ágæti þess í sam- anburði við skáldverk á öðrum tungumálum. Hvar getum við þá fundið nefndarmenn, sem eru jafn- færir í öllum skandinavísku mál- unum. Og ef svo væri, á hvaða grundvelli getum við ýtt undir réttmætar kröfur Færeyinga og Finna um að standa jafnfætis hin- um þátttakendum? í grein sinni sagði Matthías Jo- hannessen, að finnskar bókmennt- ir hefðu alltaf verið undir áhrifum af sænskum bókmenntum og því þeim samgrónar. En sjálfur segist hann ekki skilja finnsku. Þetta álit á finnskum bókmenntum er sem sagt frekar trúarjátning en skoð- un, sem er byggð á staðreyndum. Ennfremur nefnir Matthías, að stór hluti Finna skrifi á sænsku, þ.e. sé sænskumælandi. En nú er það svo, að aðeins tæplega 3% Finna eru sænskumælandi. Ætli við gætum ekki fundið út, að 2—3% íslenskra ríkisborgara séu dönskumælandi. Þar af leiðandi geta íslendingar vel tekið þátt í keppninni með frumsömdum bók- um á dönsku. I umfjöllun málsins var einnig tekið fram, að þjóðskáld eins og Tómas Guðmundsson og Einar Benediktsson hefðu aldrei getað fengið verðlaunin, sökum þess, að ljóð þeirra er næstum því ómögu- legt að þýða. Engri rýrð mun það varpa á ljóma þessara tveggja skálda þó ég setji Eino Leino (1878—1926) við þeirra hlið. Við Finnar teljum, að Eino Leino hafi verið mesta ljóðskáld okkar, sem uppi hefur verið á þessari öld, ef ekki mesta ljóðskáld allra tíma. Hann er sem sagt þjóðskáld eins og Einar Benediktsson. Og ég get með rökum fullyrt, að hann sé jafnóþýðanlegur og Einar Ben. Ef ekki meira, af því að finnskan er allt öðruvísi, bæði hvað orðaforða og málfræði snertir, en germönsku málin í Skandinavíu. En Eino Leino notar m.a. stuðlasetningu á finnskan hátt og auk þess er hrynjandin mjög áberandi. Ég hef sjálf reynt að þýða Leino mér til gamans og veit, að það er erfiðleik- um háð. Allir ættu að vera sammála um það, af ef við höldum uppi einhvers konar réttlætiskenningu, þá ætt- um við að láta allar þjóðir sitja við sama borð, ekki bara þær, sem tala og skrifa germönsk mál. En það hefur nú alltaf verið þannig og mun alltaf vera, að höfundar smærri þjóða geta ekki gert sér vonir um heimsfrægð nema bækur þeirra séu þýddar. Enginn er t.d. svo einfaldur að halda því fram að nóbelsverðlaunahafinn sé bestur höfundur í heimi. Fjarri því. Þar spilar margt annað inn í. — Elias Canetti hefði aldrei orðið frægur höfundur, hefði hann látið sér detta það í hug að fara að skrifa bækur á þeirri afbökuðu spænsku, sem hann notaði sem móðurmál í bernsku. Eða af hverju fór Gunnar Gunnarsson að skrifa á dönsku eða Kristmann Guðmundsson á norsku? Eða af hverju hafa nóvels- verðlaunahafar næstum undan- tekningarlaust skrifað á máli, sem talað er í hinum hefðbundna vest- ræna heimi? Ætli það sé ekki vegna þess, að þær bækur hafa verið úthlutunarnefndinni að- gengilegar? — Ekki vegna þess, að annars staðar í heiminum væru ekki verðugir höfundar. Nú ætla ég að snúa hringnum aftur og koma aftur að þeirri spurningu, hvaða hugsanlegt gagn Islendingar geti haft af því að keppa með bókum á frummálinu. Mitt Svar er: EKKERT. Þetta segi ég að vel yfirveguðu máli. Víst gæti það gefið fleiri höf- undum möguleika til að vera með, en íslenskum bókmenntum sem heild hefði það ekki minnstu þýð- ingu. Ég skil það þannig, að þessi verðlaun séu aðallega til þess að vekja athygli lesenda á öllum þess- um fimm Norðurlöndum á bók og höfundi hennar. En hvernig er hægt að vekja athygli á höfundi sem skrifar verk, sem ekki er hægt að þýða? Hvort er betra að heiðra höfund og bók, sem hefur boðskap fyrir stærri lesendahóp, eða þann, sem bara takmarkaður hópur manna getur orðið aðnjótandi? Ég ætla alls ekki að gera lítið úr Ein- ari Benediktssyni, þvert á móti. Ég er mikill aðdáandi skáldskapar hans, en ég er líka aðdáandi Eino Leinos. Samt tel ég þessi tvö skáld vera aðallega skáld sinnar eigin þjóðar, sem seint eða aldrei munu verða metin til fulls utan land- steinanna. Væri þá samt betra að úthluta þeim og slíkum skáldum verðlaunum? Sjálfsagt er, að þegar höfundi eru veitt einhver veðlaun, þá bein- ist athygli ailra bókmenntaunn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.