Morgunblaðið - 27.03.1982, Síða 33

Morgunblaðið - 27.03.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 33 Hvað kostar að vinna surtarbrandinn? Hér er um að ræða verkefni, sem að ýmsu leyti er hreint vinnslutæknilegt úrlausnarefni. Það þarf að athuga hvað það kost- ar að vinna surtarbrandinn, hvað það kostar að flytja surtarbrand- inn til væntanlegra notenda. Það þarf að kanna, hver er stofnkostn- aðurinn við geymslu og brennslu surtarbrandsins. Það þarf að gera samanburð við aðra orkugjafa, svo sem rafmagn, jarðvarma, innflutt kol og olíu. Athugun þessi ætti að svara þeirri meginspurningu, sem svar þarf að fást við, eða hvort hagkvæmt sé nú þegar að nýta ís- lenskan surtarbrand. Ef svarið skyldi vera neikvætt, þá þarf að koma fram, hvað forsendur þurfa að breytast mikið og hvernig til þess að hér geti orðið um hag- kvæma nýtingu að ræða. Að sjálfsögðu þarf í þeim samanburði að taka tillit til margs konar sjón- armiða, svo sem t.d. öryggissjón- armiða. í þessu sambandi skal vikið nokkuð nánar að Vestfjörðum. Jafnframt því að á Vestfjörðum eru aðalsurtarbrandssvæði lands- ins hafa Vestfirðir einnig þá sér- stöéu að hafa yfir að ráða minni orkulindum en aðrir landshlutar í formi vatnsafls og jarðhita. Það er því tvöföld ástæða til að leggja sérstaka áherslu á vinnslu surt- arbrands á Vestfjörðum. Árang- urinn af slíku gæti líka orðið tví- þættur. Annars vegar væri skapaður möguleiki, sem nú er ekki fyrir hendi, til þess að leysa olíuna af hólmi með innlendum orkugjafa í mjög þýðingarmiklum og orkufrekum iðnaði. Hér dugar ekki að auka raforkuframleiðslu í landinu vegna þess að raforkan verður ekki hagnýtt nú í þessu skyni. Til þess þarf að koma nýr orkugjafi, sem við nú ráðum ekki yfir, en gætum fengið með hagnýt- ingu surtarbrandsins. Hagnýting slíks nýs orkugjafa hefði í för með sér ómetanlegan hag fyrir efna- hag landsins í heild. Hins vegar væri skapaður möguleiki með hag- nýtingu surtarbrandsins til stór- átaks í eflingu byggðar á Vest- fjörðum. Byggðaþróun á Vestfjörðum Er þá nokkur þörf að efla byggð á Vestfjörðum? Vestfirðir hafa algera sérstöðu í byggðaþróun. Sú staðreynd skal höfð í huga í þessu sambandi, að í hálfa öld, eða frá 1930 til 1980, varð fólksfækkun um 20% á Vest- Þorvaldur Garðar Kristjánsson „Með vinnslu surtar- brands á Vestfjörðum gæti fengist grundvöllur fyrir þeirri fjölbreytni í at- vinnulífi, sem þar skortir nú svo mjög á. Þessi hag- nýting orkulinda getur skapað beinlínis mjög mikla atvinnu við námu- gröftinn og flutninga, auk þeirrar almennu atvinnu- uppbyggingar, sem óbein- línis hlýtur að leiða af þessari vinnslu.“ fjörðum. í öllum öðrum landshlut- um, öllum öðrum kjördæmum, hefur orðið þvert á móti um tölu- lega fjölgun að ræða á sama tíma- bili. Hvers vegna er þessi þróun á Vestfjörðum? Það eru að sjálf- sögðu margar ástæður og marg- slungið mál. En það er ein stað- reynd, sem sker sig úr. Það er ein- hæfni atvinnulífsins. Vestfirðir skera sig úr öllum landshlutum, öllum kjördæmum, í þessu efni. Hvergi er atvinnulífið svo einhæft sem þar. Með vinnslu surtar- brands á Vestfjörðum gæti fengist grundvöllur fyrir þeirri fjöl- breytni í atvinnulífi, sem þar skortir nú svo mjög á. Þessi hag- nýting orkulinda getur skapað beinlínis mjög mikla atvinnu við námugröftinn og flutninga, auk þeirrar almennu atvinnuuppbygg- ingar, sem óbeinlínis hlýtur að leiða af þessari vinnslu. Með slíkri þróun gæti staða Vestfjarða í orkumálum landsins gerbreyst frá því sem nú er. í stað þess að hafa lítið gildi fyrir orku- búskap þjóðarinnar í heild, þegar einungis er litið á vatnsafl og jarðhita, væru Vestfirðir þýð- ingarmikill aðili í orkuvinnslu landsins, auk þess að vera með hagnýtanlega orkulind, sem er ómissandi, en ekki annars staðar að hafa í landinu, eða í miklu minna mæli. Hér er ekki neitt hégómamál á ferðinni. Það má vera augljóst, þegar haft er í huga hve mikil sú orka er, sem þarf til þess rekstrar, er notar eldsneyti sem orkugjafa. I dag eru um 50% af orkugjöfum landsmanna innflutt. Nú eru um 30% af þessum innflutningi svart- olía eða 15% af öllum orkugjöfum landsins. Spurningin er, hvort surtarbrandurinn getur komið í staðinn fyrir innflutta svartolíu í veigamiklum atvinnugreinum. A árinu 1980 voru flutt inn 171 þús. tonn af svartolíu og þar af munu hafa farið um 100 þús. tonn til fiskimjölsverksmiðja, Sements- verksmiðjunnar og Hvalstöðvar- innar. Ef þessir aðilar notuðu surtarbrand hefði gjaldeyrir verið sparaður á árinu 1980 að upphæð um 21 millj. dollara, eða um 210 millj. kr. Utsöluverð hefði verið um 240 millj. kr. Af surtarbrandi samsvarandi að orkugildi mundi hafa þurft um 230 þús. tonn. Þetta mundi svara til um 900 GWh á ári í rafmagni, eða sem svarar 210 MW í uppsettu afli, sem er jafn- mikið og Hrauneyjafossvirkjun fullgerð. Hér hefir einungis verið talað um hagnýtingu surtarbrandsins sem eldsneytis. Slík notkun surt- arbrands kemur þó til greina í ýmsum fleiri tilvikum en hér hefir verið vikið að, svo sem til kynd- ingar hitaveitna, sem ekki hafa jarðvarma sem orkugjafa. Þá kann og að geta verið hagkvæmt að framleiða rafmagn með surt- arbrandi í raforkuverum á námu- stað. En auk þess getur surtar- brandurinn orðið hagnýtur til margs konar efnaiðnaðar. Af þessu má marka, hve þýðingar- mikill þáttur í þjóðarbúskapnum hagnýting surtarbrandsins gæti orðið fyrir landið í heild og Vest- firði sérstaklega. Með tilliti til þessa hafa þingmenn Vestfirðinga nú borið fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um rannsókn og hagnýtinu surtarbrands á Vest- fjörðum. Fjórir félagar Flugbjörgunarsveitarinnar á æfingu í Falljökli Eyjafjalla- jökuls. I.jÓNmynd Mbl. Sighvatur Blöndahl. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavlk: Mjög mikil gróska í starfseminni í fyrra Síðastliðið haust byrjuðu yfir 50 nýliðar að starfa með sveitinni MJÖG mikil gróska var í starfsemi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík á liðnu ári, að sögn Ingvars F. Valdemarssonar, sem endurkjörinn var formaður sveitarinnar á aðalfundi hennar fyrir skömmu. Ingvar sagði, að á árinu hefði sveitin verið kölluð út ellefu sinnum. I húsnæði sveitarinnar í Naut- hólsvík voru skráðar alls liðlega 410 mætingar liðlega þrjú þúsund félaga, sem er svipað því, sem ver- ið hefur á undanförnum árum, en aðalfélagar í Flugbjörgunarsveit- inni eru liðlega hundrað talsins, en við það bætist svo annar eins fjöldi varamanna, sem hægt er að kalla út hvenær, sem er. Þá má geta þess, að fjöldi nýliða hefur aldrei verið eins mikill og síðustu tvö árin. Árið 1980 byrjuðu alls um 40 nýliðar og úr þeim hópi heltist alltaf ákveðin hluti, þann- ig að þegar þeir höfðu starfað í sveitinni í eitt og hálft ár, gengu um helmingur þeirra inn, sem fullgildir félagar. Á síðasta hausti voru svo skráðir um 50 nýliðar, sem er algert met. Á síðasta ári var farið í um eitt hundrað æfingar, þar af um 65 æfingar á vegum hinna einstöku flokka sveitarinnar. Alls voru haldnir um 50 fundir á árinu. Æf- ingar eru allt frá því, að vera eina kvöldstund til þess að standa yfir í eina til tvær vikur. Félagar sveitarinnar leggja sérstaka áherzlu á skyndihjálp, fjalla- mennsku, snjóflóðafræði og björgunartækni við flugvélar svo eitthvað sé nefnt, en aðalhlutverk sveitarinnar er tvíþætt. Annars vegar eru það björgunaraðgerðir í sambandi við flugvélar og svo hins vegar björgunaraðgerðir í fjalllendi. í gegnum tíðina hefur sveitin lagt á það mikla áherzlu, að að- stoða félaga við að komast til náms í hinum ýmsu greinum björgunarfræða erlendis, þar sem bezta þekkingu er að fá. Hafa yf- irleitt farið nokkrir félagar utan ár hvert, t.d. fara alltaf tveir fé- lagar á viku námskeið á vegum björgunarsveita norska Rauða krossins í febrúarmánuði á hverju ári. Þá hafa félagar iðulega lagt leið sína í Alpana til björgunar- sveita Svissneska Alpaklúbbsins, og í hina ýmsu fjalla- og björgun- arskóla í Sviss og Austurríki, auk þess að klífa mörg af hæstu fjöll- um Evrópu. Að síðustu má geta þess, að þeir sem óska eftir inngöngu í sveit- ina, starfa með henni í nýliða- flokki í eitt og hálft ár, þar sem farið er í gegnum alla þætti björg- unarstarfsins. Að þessum tíma liðnum er árangur viðkomandi skoðaður og hann síðan tekinn inn, sem fullgildur félagi, hafi hann staðist þær kröfur, sem gerðar eru til manna. enda að honum. Allir vilja lesa bækur eftir hann. Eigum við þá að segja: „Því miður skrifar hann á íslensku og ekki er hægt að þýða bækur hans án þess að þær missi verulegan hluta af snilld sinni"? — Væri ekki skynsamlegra að stofna sjóð, sem notaður yrði til þess að veita viðurkenningu fyrir bestu ís- lensku bókina á ári hverju og að nefndin, sem úthlutaði þessum verðlaunum, væri skipuð íslensku- mælandi mönnum? Að lokum vil ég beina athygli að því dapurlega ástandi, sem er í þýðingu íslenskra bókmennta. Á finnsku t.d. eru varla til aðrar bókmenntir en nokkrar skáldsögur eftir Halldór Laxness (hefði hann ekki verið svo heppinn að fá nó- belsverðlaun, væru þær ekki einu sinni til). Auk þess veit ég að til er nokkuð nýleg þýðing á Laxdælu og ein miklu eldri á Egils sögu, en hún var á sínum tíma gerð úr sænskri útgáfu. Enginn útgefandi virðist vilja taka áhættuna á að gefa út íslensk verk af ótta við að þau seljist ekki. Islenskar bók- menntir virðast bara ekki vera til í huga þeirra. Þegar svona er ástatt finnst mér það vægast sagt barna- legt, þegar reyndir menn fara á opinberum vettvangi að krefjast þess, að í framtíðinni skuli íslensk- ar bækur vera á frummálinu. Þeir ættu frekar að krefjast þess, að Norðurlandaráð stuðlaði að því, að sem fiestar íslenskar bækur væru þýddar. Patreksfirði 23 3.1982. Marjatta ísberg. Stykkishólmur: Aætlunarbifreiðir aka samkvæmt sumaráætlun Skálholt, hús sparisjóðsins í Kefiavík, stendur miðsvæðis í Garðinum. Sparisjóður Keflavíkur: Opnar útibú í Skálholti Carði, 25. marz. Á MÁNIIDAGINN kemur opnar sparisjóðurinn í Keflavík útibú í Skálholti, en það er gamalt hús sem stendur miðsvæðis í þorpinu. Er þetta langþráður draumur Garðbúa og Sparisjóðsins sem nú loks rætist eftir harða baráttu við kerfiskarlana i Reykjavík. Útibúið, sem nú verður opnað, er annað útibú Sparisjóðsins, en fyrir nokkrum árum var opnað útibú í Njarðvík, en það var fyrsta útibú sem sparisjóðir landsins fengu að opna. Baráttan fyrir opnun útibúsins hefir staðið í áraraðir, en fékkst ekki í gegn, fyrr en nú um áramót- in, enda lágu nú fyrir það sterk rök heimamanna og sparisjóðsins að ekki var lengur hægt að standa gegn opnuninni. Sparisjóðurinn festi kaup á Skálholti fyrir fáum árum og hafa staðið yfir breytingar á húsinu og nágrenni þess sl. tvo mánuði, en hafist var handa nokkru eftir að leyfið fékkst. Mjög mikill hluti Garðbúa, líklega um 90%, hefir Stykkishólmi. 22. mars. TALSVERÐUR snjór hefir verið hér í nágrenninu í mars og á tíma- bili var allt hvítt milli fjalls og fjöru. Kerlingarskarð var ófært um tíma og eins Fróðárheiði. Þá varð áætlunarbifreiðin að fara Heydal og út norðurbyggð til Hellissands, en það stóð ekki verið í föstum viðskiptum við sparisjóðinn í áraraðir. Þá mun einn af stofnendum sjóðsins hafa verið Garðbúi. Það má því segja, að allar leiðir hafi legið til Rómar í þessu máli sem svo farsællega er nú leyst og þá ekki hvað síst fyrir atvinnufyrirtækin. í lokin má svo bæta við að íbúar í Garðinum eru nú um 1000 og má telja fullvíst að fá þorp á landinu sem komin eru í kaupstaðarstærð séu bankalaus enda óeðlilegt. Arnór lengi. Er allt kom í eðlilegt horf, frostið búið í bili og þíðan komin og snjórinn bráðnar óðfluga. Áætlunarbifreiðirnar halda sínu striki og ennþá er sumar- áætlunin í gildi og verður ábyggilega út veturinn svo fremi að ekki verði páskahret eins og oft hefir komið fyrir og teppt vegina. Jörð virðist koma græn undan snjó, enda hafa engin skaðræð- isfrost verið í vetur. Skelfiskveiði er nú lokið í bili, enda verðið á erlendum markaði ekki eftirsóknarvert sem stend- ur. Vonandi á það eftir að batna. Allir bátar héðan eru á netum og var aflinn í seinustu vikum með því besta sem gerist hér og má geta þess að bátar fengu í þeirri viku allt upp í 120 lestir. Er þetta allt fallegur þorskur sem verkaður er bæði í frost, salt og skreið. Er því mikil atvinna og vant- ar meira að segja fólk stundum og því verður vinnutíminn lengri. Unglingar fá vinnu um helgar og hjálpast allir að við að koma aflanum í verðmæti. KrétUrilari. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.