Morgunblaðið - 27.03.1982, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982
45
Valtýr Guðmundsson skrifar:
„Einhverntíma hlýtur mann-
skepnan að sjá lífið i réttu ljósi“
Agæli Velvakandi!
Fyrir skömmu las ég grein hér í
þættinum eftir Guðbjörgu Guð-
mundsdóttur, sem ég má til að
þakka — þessi grein var sem töluð
frá mínu eigin hjarta. Og því ekki
að taka undir það sem vel er mælt,
hvort heldur er í ræðu eða riti. Að
sönnu hefur fóstureyðingalöggjöf-
in oft verið til umræðu, en það er
rétt sem Guðbjörg segir, að það sé
þörf á að halda þessu máli vak-
andi. Einhverntíma hlýtur mann-
skepnan, grimmasta villidýr jarð-
arinnar, að sjá lífið í réttu ljósi, og
haga breytni sinni eftir því.
í mínum augum eru fóstureyð-
ingar hreinn glæpur nema því að-
eins að fullgildar heilsufarslegar
ástæður séu þar fyrir hendi — þá
fyrst er þessi verknaður afsakan-
legur, en slíku er fráleitt til að
dreifa í öllum tilfellum. Þá er mér
mjög til efs að þessi aðgerð sé
heilsusamleg fyrir þær konur sem
undir hana gangast og mér er til
efs að gott muni af henni hljótast
— því miður.
En hvað um löggjafarvaldið,
sem leggur blessun sína yfir þetta
með fáheyrðri lagasmíð er bezt
væri komin í glötunarhirslunni.
Er það virkilega svo að löggjafinn
þekki ekki boðorðin og ýti guði al-
máttugum til hliðar þegar um það
er að ræða að taka svari þeirra
sem ekki geta borið hönd fyrir
höfuð sér. Þessi löggjöf finnst mér
vera stórt skref afturábak og síst
af öllu til þess fallin að þjóðin beri
tilhlýðilega virðingu fyrir stjórn-
völdum — sem ætti þó að vera
númer eitt, svo framarlega sem
réttir menn eru á réttum stað.
Fyrr í vetur las ég í dálkum
Velvakanda deilur nokkrar um
það, hverju hjónanna það væri
fremur að kenna er snurða hlypi á
þráðinn í hjónabandinu vegna
áfengisneyzlu. Vitaskuld er áfeng-
ið hinn mesti skaðvaldur — það
verður ekki dregið í efa þótt mis-
jafnlega sé á þeim málum haldið,
því það er svo margt sinnið sem
skinnið.
En við lestur þessara greina
datt mér þó í hug gamall máls-
háttur er hljóðar svo: „Sjaldan
veldur einn þegar tveir deila."
Þetta held ég að sé bæði satt og
rétt. Og fyrir dómstóli drottins
verða allir að svara til saka þegar
þar að kemur burtséð frá því
hvernig við erum úr garði gerð hið
ytra.
Annars er það mál sannast að
víndrykkja er næsta óþörf. Við ís-
lendingar eigum besta drykkjar-
vatn í heimi — ólíkt heilnæmari
vökva en bruggið úr Afengisverzl-
un ríkisins, sem margir þamba
með slíkri áfergju að engu tali
tekur. Öðru máli gegnir með ör-
litla slettu út í kaffið til hress-
ingar við og við — enda veldur
slíkt varla miklum heimiliserjum
né heldur djúpstæðum ágreiningi
milli kynjanna.
Valtýr Guömundsson
Fiskbúdin Sæver
—til fyrirmyndar
R.A.N., (7176—2092) hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
„Þess bera að geta sem vel er
gert. Ein er sú starfsgrein sem oft
hefur verið hnjóðað í en sjaldan
hrósað og ekki að ástæðulausu —
það er fisksala. Fisksalar á íslandi
hafa öðrum kaupmönnum fremur
verið seinþroska í að kynna sér og
færa í nyt þá þróun sem orðið hef-
ur í þessari verzlunargrein í öðr-
um löndum. Það er því vissulega
ástæða á það að minnast, þegar
einhver úr stéttinni hefur tekið
heljarstökk framávið og sett upp
verzlun með viðskiptaháttum sem
ekkert gefa eftir því bezta sem
sést erlendis. Fiskkaupmaður í
fiskbúðinni Sæver í Miðbæ við
Háaleitisbraut sýnir kollegum
sínum, svo ekki verður á móti
mælt, hvernig nútímafiskbúð á að
vera til þess að viðskiptavinum
líði virkilega vel við innkaup sín.
Allt afgreiðslufyrirkomulag,
hreinlæti, ásamt frábæru úrvali af
alls konar fiskréttum, sem maður
á ekki að venjast að sjá í fiskbúð-
um, er með slíkum glæsibrag að
frábært verður að teljast. Það er
mér því óblandin gleði að benda
fólki á að kynna sér þetta af eigin
raun.“
Hættu’ aö gráta
hringaná
Þórunn Kristinsdóttir hringdi
og óskaði eftir að sjá þjóðkvæðið
„Hættu’ að gráta hringaná" á
prenti, en hún kunni aðeins hrafl
úr því. Kvæðið er svona:
Hættu’ art gráta hringaná
heyrðu ræðu mina:
Eg skal gefa þér gull í tá,
þó Grímur taki þína.
Hættu’ art gráta hringaná,
huggun er það meiri:
Eg skal gefa þér gull í tá,
þó Grímur taki fleiri.
Hættu’ að gráta hringaná,
huggun má það kalla:
Eg skal gefa þér gull í tá,
þó Grimur taki þær allar.
Pálína Magnúsdóttir skrifar:
Ekkert fyrir peninga
Kæri Velvakandi.
Símasjálfsalar eru á flest-
um sjúkrahúsum og heilsu-
hælum, og er sjúklingunum
frjálst að nota þá ef þeir eiga
krónu eða fimmtíu aura.
Ég var að koma frá Borg-
arspítalanum til Grensás-
deildar, en á báðum stöðunum
kom fyrir að krónan datt úr
slíðrinu en ég fékk ekkert
samband. Ég prufaði líka
fimmtíuaurapeninga án ár-
angurs.
I haust var ég á Reykja-
lundi og það sama kom hvað
eftir annað fyrir þar. Ég sagði
símastúlkunni frá þessu og
bað hana að gefa mér sam-
band vegna þess að ég vildi
ekki halda áfram að henda
peningum í ekki neitt. Þá
sagði hún: „Þú ættir að vera á
Vífilsstöðum, þar er þetta
mikið verra.“
Þá kemur það iðulega fyrir
að ef sá sem maður ætlar að
tala við er ekki við í augna-
blikinu og maður ætlar að
bíða í símanum vegna þess
hve erfitt er að ná sambandi,
þá slitnar oftast eftir augna-
blik og maður verður að byrja
aftur.
Mér dettur annað í hug í
þessu sambandi. Einu sinni
keypti ég smávegis í matinn,
þar a meðal mjólk og niður-
soðna síld. Síldin, eða öllu
heldur það sem átti að vera
síld, var ekki annað en þunnt
gums, það sást ekki einn ein-
asti biti og henti ég dósinni.
Mjólkin, sem var í 2ja lítra
fernu, var súr og hellti ég
henni niður.
Þetta og þessu líkt væri
auðvelt að laga ef vilji væri
fyrir hendi. En varðandi sím-
ann, þá er það spurning sem
við þyrftum að fá svar við og
endilega lagfæringu á. Hvar
eru nú sérfræðingarnir?
Virðingarfyllst,
Pálína Magnúsdóttir.
/ Velvakanda fyrir 30 árum
Mikil er skriffinnskan
ftirfarandi bréf er ritað norð-
ur á Siglufirði 31. marz síð-
astliðinn.
„Vér lifum á tímum nefndafarg-
ans og skriffinnsku. Lítið er gert
til að draga úr þessu, frekar virð-
ist haldið áfram á þeirri braut, að
fyrirskipa aukna skýrslugerð og
auknar skriftir. Skal hér minnzt á
lítið dæmi.
Frá síðustu áramótum hefur
þess verið krafizt hér á Siglufirði,
að innkaupareikningar frá útlönd-
um væru undirritaðir og hafa vör-
ur alls ekki fengizt tollafgreiddar
nema því aðeins að eitthvert nafn
stæði á fæti innkaupareiknings-
ins. Hefir þetta orðið til þess, að
allir innflytjendur hér í þæ hafa
orði að endursenda sölufirmum
eitt eintak af innkaupareikningi
og fá hann endursendan póstleiðis.
— Skapar þetta aukna fyrirhöfn,
auk þess sem dráttur hefir orðið á,
að menn næðu vörum sínum út af
afgreiðslu, þótt fé og gjaldeyris-
leyfi væru fyrir hendi.
Sumarleyfi á Costa
del Sol og Mallorca
Feröakynning og kvikmyndasýning frá Costa
del Sol og litskyggnur frá Mallorca og öörum
áfangastöðum Útsýnar í Ráöstefnusal Loft-
leiöa-hótelsins laugardag.27. marz kl. 14.00.
Aögangur ókeypis og öllum heimill. Eftir sýningu mun
starfsfólk Útsýnar veita upplýsingar um sumarleyfisferð-
ir fyrir hópa og einstaklinga.
Feröaskrifstofan
ÚTSÝN
Atvinnulífið
og höfuðborgin
— Lifandi miðbær
Verzlunarráð íslands gengst fyrir ráðstefnu undir heitinu:
Atvinnulífið og höfuðborgin — Lifandi miðbær — á Hótel
Borg þriðjudaginn 30. mars kl. 16.15—18.30.
Ragnar
Halldóraton
Jón Baldvin
Hannibalaaon
Þórarinn
Hialtason
Dagskra:
16.15—16.20 Setning: Ragnar S.
Halldórsson form. Vi.
16.20—16.30: Ávarp borgarstjór-
ans í Reykjavík, Eglll
Skúll Ingibergsson.
16.30—16.50: Gildi miöbæjar fyrlr
höfuöborgina —
samleiö samskipta og
viöskipta. — Jón
Baldvin Hannibals-
16.50— 17.10: Atvinnurekstur og
miöbærinn — Skil-
yröi til atvinnu- og
fastelgnarekstrar i
míöbænum. Guö-
mundur Arnaldsson
hagfræöingur Vl.
17.10—17.30: Bifreiöin og miöbær-
inn. — Umferö, bila-
stæöi, bílageymslur,
almenningsvagn. —
Þórarinn Hjaltason
verkfræöingur.
17.30—17.50: Framkvæmd miö-
bæjarskipulags —
hér og erjendis. —
Kristinrv* Ragnarsson
arkitekt.
17.50— 18.30: Almennar umræöur.
Alyktanir.
Ráöstefnustjóri: Albert Guömunds-
son alþingismaöur.
Kriitinn
Ragnarsson
Albert
Guðmundsson
Ráðstefnan er öllum opin en hagsmuna-
aðilum, eigendum húaa og tyrirtækja,
starfstólki stofnana og fyrirtækja i
miðbænum, borgarstjórnarmönnum og
skipulagsyfirvöldum ( Reykjavík og
nágrenni, er sérstaklega boöiö.
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
EF ÞAÐER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU