Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982
7
HUGVEKJA
eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast
Gðlilegt er það, að undirtónn
föstutímans sé með þeim hætti, að
þar gæti meira hins þunga og
stillta en þess, sem meiri svip hef-
ur af gleði og fögnuði. Þó kemur
einn sunnudagur undir lok föstu,
þar sem gert er ráð fyrir því, að
fagnaðarblær dýrðarsöngsins
hljómi á ný í messunni. Sá sunnu-
dagur er í dag. Og gleðisvipur hans
á til þess rætur sínar að rekja, þótt
fasta sé enn, aö þá er hennar
minnzt, sem kölluð hefur verið
blessuð meðal kvenna, sjálfrar
Maríu Guðsmóður.
Oft vill það henda, þegar deilt er,
að rökræður breikki það bil, sem í
upphafi hefur verið milli viðmæl-
enda, í stað þess að færa þá nær
mundum við flest eða öll vilja geta
tekið þar undir, þótt á fátæklegri
hátt sé vissulega, heldur en hjá
þeim skáldsnillingunum.
Það voru þá líka eðlileg viðbrögð
litla barnsins, sem var á barna-
samkomu í kirkjunni sinni, og
presturinn var að tala um þátt
Guðs í því að móta stefnu okkar, og
komst þannig að orði, að það væri
Guð, sem gerði okkur góð. Þá
heyrðist í litlu barni, sem þar sat
framarlega: „Já, en mömmurnar
hjálpa nú líka til.“ Og barnið þetta
mun ekki eitt um það að finna til
þess, að þáttur móðurinnar er slík-
ur, að erfitt mun að tryggja far-
sæld, ef hennar nýtur ekki við eða
þeirra áhrifa, sem til móður má
áfram verið „gott“, en snýr baki
við því öllu í misskildu sjálfstæði.
Hvaða foreldrar hafa t.d. komizt
hjá því að finna hjarta sitt slá með
nokkuð öðrum hætti en venjulega,
þegar sjónvarpið leiddi okkur á
hallærisplanið nú i síðustu viku og
við sáum börnin, sem þar segjast
þurfa að leita hælis, þótt hvergi
finnist skjól, af því það sé svo leið-
inlegt heima og félagsmiðstöðvar
borgarinnar aðeins fyrir engla-
börn? Nú má sjálfsagt skipta börn-
um og unglingum í flokka, en öm-
urlegt var að heyra það, að það eitt
gerir börnin í félagsmiðstöðvunum
að „englabörnum”, að þau vilja
ekki drekka frá sér vit og rænu og
veltast fyrir manna og hunda fót-
Mömmurnar hjálpa nú líka
hvor öðrum. Þegar mótmælendur
hafa bent á mikla tignun kaþ-
ólskra á Maríu og haft um það
orðaræður, hafa þeir oft á tíðum
hneigzt til þess fyrir sitt leyti, að
gera hlut hennar minni. Það er þó
ekki i samræmi við það, sem Mar-
teinn Lúther benti á, en má frekar
rekja til þess mannlega eiginleika í
kappræðum, að standa svo fast á
málstað, sem er í mótsögn við það,
sem hinir berjast fyrir, að lengra
er gengið en fyrr var ætlað.
Það er sorglegt, ef mótmælendur
gleyma þætti Maríu í fagnaðarboð-
skapnum. Og hitt er auðskilið,
hvers vegna hún hefur verið rómuð
í kirkjunni og sunginn gleðióður.
Hún bar Jesú og ól hann. Hann óx
upp í skjóli hennar, þótt hún ætti
stundum erfitt með að skilja til
hlítar þær kröfur, sem hann fann
að voru gerðar til sín, svo að allt
annað varð að víkja fyrir köllun-
arvissunni, þá fylgdi hún honum
eftir, og móðurhjartað var níst
sársauka og sorg, þegar hún stóð
hjá krossi sonar síns á föstudaginn
langa. Og gleðiboðskapurinn um
kærleika og forsjá er ekki heill,
nema þáttur Maríu sé þar virtur.
Öllum ætti líka að vera ljúft að
syngja henni lof og draga þar
lærdóma af eigin reynslu. Hver er
sá, sem eðliíegt uppeldi hefur hlot-
ið og sess í lífinu, sem ekki virðir
móður sína eða minningu hennar
umfram flest allt annað, sem lífið
hefur fært honum? Skáldin kveða
um mæður sínar og allir þekkja
stef Arnar Arnarsonar og spurn-
ingu séra Matthíasar í upphafi
ljóðs hans um móður sína. En þó
að þeir séu undantekningarnar
vegna listar sinnar í því að mæra
móður sina svo fagurlega, þá
rekja. Ég hygg því, að það sé gott,
að þeim áróðri hefur nokkuð linnt,
sem buldi í eyrum, að sú kona gæti
ein verið ánægð með hlutskipti sitt
í lífinu, sem ynni utan heimilis,
jafnvel meðan börnin væru lítil.
Vitanlega geta aðstæður verið
þannig, að báðir foreldrar þurfa að
leggja fram kaup við störf utan
heimilis, en að telja þá konu sinna
óæðra starfi eða þýðingarminna,
sem vinnur „aðeins“ á heimilinu,
getur hreint ekki staðizt. Stofnanir
eru nauðsynlegar og hinar þörf-
ustu, en þær geta aldrei komið í
staðinn fyrir það, sem móðir veitir
barni sínu heima, þegar hún styður
það fyrstu skrefin og opnar smám
saman lífssýn með kærleika sínum
og leiðbeiningum. Þeir munu fleiri
en einn og fleiri en tveir, sem vildu
gjarnan taka undir með barninu
um hjálp mæðranna í þvi að gera
okkur „góð“.
Hitt hlýtur líka að þurfa að við-
urkennast, að það eru fleiri en
María, sem geta átt í „erfiðleikum"
með barnið sitt. Það getur verið
erfitt að þurfa að viðurkenna það,
að það hafi vaxið frá foreldrunum
og hljóti því að hasla sér völl án
þess foreldrarnir fái ráðið áfram.
En sá einn kynnist eigin krafti sem
reynir á sig, og sá einn veit um
eigin getu, sem leggur sig allan
fram. Og Maria lærði þá lika sína
lexíu, þótt sárt hafi það sjálfsagt
verið fyrir hana að vera vísað frá,
þegar hún vildi grípa fram í fyrir
syni sinum. En slík „vonbrigði"
hljóta þó að vera eðlileg, þegar
barnið er ekki lengur bundið við
forsjá foreldra heima fyrir.
Annað er sárara, þegar barnið er
enn á því skeiði, að það hlýtur að
þurfa allt það, sem móðirin veitir
til þess að stuðla að því, að það geti
um í ölæði ósjálfbjarga. Og hver
mundi ekki heldur kjósa barni sínu
niðrandi ummæli einhvers slíks, af
þvi að vitanlega var það hið arg-
asta háð að líkja þeim við engla í
munni unglinganna á planinu,
heldur en vita það þar niður frá
skjálfandi af kulda og sjálfu sér
algjörlega ónógt?
Hvar hefur þáttur uppeldisins
brugðizt, að það sé skárra að híma
þarna niður frá, heldur en vera
heima eða í skárra hópi í félags-
miðstöð eða öðrum slikum stað? Af
því það þarf enginn að segja okkur,
sem nú erum á miðjum aldri, að
það sé ekki lengur hægt fyrir ungl-
inga og börn að finna sér ýmislegt
til dægrastyttingar á kvöldstund-
um annað en það að leita sér vímu-
gjafa og gleymsku, þar sem hall-
ærið eitt ríkir.
Höfum við, hin fullorðnu, for-
eldrarnir, ef til vill treyst of lengi á
það, að einhverjir aðrir geri það,
sem okkar ætti þó að vera? Og er
það hluti þess að telja starf heima-
vinnandi húsmóður og móður þýð-
ingarminna eh verk á öðrum
vinnustöðum? Höfum við kannski
gleymt því, að við eigum að ganga í
lið með honum, sem gerir börnin
„góð“ og höfðar til okkar um að-
stoð?
Ef þessi er raunin á, þá ætti
dýrðardagur Maríu að vera okkur
hvatning til þess að skoða farinn
veg og huga að nýjum leiðum, ef
gengin braut hefur borið of mikil
einkenni þyrnanna. Væri þá ekki
gott, svona næsta sunnudaginn áð-
ur en fermingar hefjast almennt,
að ganga með barni sinu í kirkju
og hylla þá móður, sem enn getur
verið þeim fyrirmynd, sem nema
vilja?
Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta
>
«0
>
(0
Litaver auglýsir
/M'
Opið til kl. 7 föstud.
til hádegis á laugard.
Teppi
Nylon — Akryl — Filtteppi
Akryl og ull — Ullarteppi
Stök teppi — Mottur —
Baðteppi — Gólfdreglar —
Baðmottusett
Úrval af gólfdúkum.
Ný þjónusta
Sérpöntum Ullar — Akryl
— Nylon-teppi.
Líttu við í Litaver
því það hefur ávallt borgað sig.
5 Litaver — Litaver — Litaver — Litaver Grensásvegi 18, sími 82444.
lyg) VerÖbréfamarkaÖur
Fjárfestingaríélagsins
GENGI VERÐBRÉFA 1. APRÍL 1982
VERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABREF
SPARISKÍRTEINI MED LANSKJARAVÍSITÖLU:
RÍKISSJOÐS: Sölugangi pr. kr. 100.- Sðlugengi m.v. nafnvexti 2%% (MLV) Avöxtun umfram
1970 1. flokkur 8.196,86 1 afb./árí 2 afb./ári varötr.
1970 2. flokkur 6.603,20 1 ár 95.79 96,85 7%
1971 1. flokkur 5.856.44 2 ár 93,83 94.86 7%
1972 1. flokkur 5.075,29 3 ár 91,95 92,96 7%
1972 2. flokkur 4.305,76 4 ár 90,15 91,14 7%
1973 1 flokkur A 3.148,47 5 ár 88,43 89,40 7%
1973 2. flokkur 2.900,11 6 ár 86,13 87,13 7’/4%
1974 1. flokkur 2.002,06 7 ár 84,49 85,47 7V«Vo
1975 1. flokkur 1.641,95 8 ár 82,14 83,15 7 %%
1975 2. flokkur 1.236,80 9 ár 80,58 81,57 7%%
1976 1. flokkur 1.171,50 10 ár 77,38 78,42 8%
1976 2. flokkur 940,13 15 ár 70,48 71,42 8%
1977 1. flokkur 872,07
1977 2. flokkur 728,27 (0,30% afföll)
1978 1. flokkur 591,26 (0,67% afföll)
1978 2. flokkur 465,28 (0,97% afföll)
1979 1. flokkur 392,18 (1,28% afföll)
1979 2. flokkur 303,17 (1,65% afföll)
1980 1 ftokkur 227,27 (2,04% afföll)
1980 2. flokkur 178,62 (2,39% afföll)
1981 1. ftokkur 153,44 (4,35% afföll)
1981 2. flokkur 113,97 (5,15% afföll)
Meðalévöxtun ofangreindra flokka um-
fram verðtryggmgu ar 3,7—5%.
VERDTRYGGÐ
VEÐSKULDABREF ÓVERÐTRYGGÐ: HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS pTÍS
Sötugengi m.v. nafnvexti B — 1973 2,419,77
(HLV) C — 1973 2.057,88
12% 14% 16% 18% 20% 40% D — 1974 1.744.97
1 ár 68 69 70 72 73 82 E — 1974 1.193,71
2 ár 57 59 60 62 63 77 F — 1974 1.193,71
3 ár 49 51 53 54 56 73 G — 1975 791,83
4 ár 43 45 47 49 51 71 H — 1976 754,48
5 ár 38 40 42 44 46 68 I — 1976 574,05
J — 1977 534,19
l.fl. — 1981 106,01
TÖKUM OFANSKRÁD VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU
Veröbréíamarkaöur
Fjárféstingaríélagsins
^J/ Lækjargötu12 101 Reykjavik
Iðnaöarbankahúsinu Simi 28566
TSlú.amath.a2iitinn
^-lettisgötu 12-18
Range Rover1974
Verð 125 þúsund.
Toyota Tercel 1979
Verö 88 þúsund.
Datsun Diesel 1979
Verð 110 þúsund.
Peugeot 504 1976
Verð 60 þúsund.
Honda Accord 1980
Verð 116 þúsund.
Willis Diesel 1971
Verð 55 þúsund.
Mitsubishi L 200
4x4 pick-up 1981
Verö 120 þúsund.
Volvo 245 st. 1978
Verð 125 þúsund.
Datsun Sunny st. 1980
Verð 100 þúsund.
Mazda 323 1979
Verð 82 þúsund.
Volvo 343 1979
Verð 95 þúsund.
Mazda 626 1600 1980
Verð 100 þúsund.
Mercury Marquis 1979
Verð 210 þúsund.
Mazda Rx7 coupó 1980
Verð 150 þúsund.
Citroé CX 2400
Pallas 1978
Sem nýr. Verö 135 þúsund.
sími 25252 (u- Hínut)
BMW 318 1980. Litur brúnn,
sjálfskiptur, skinn 11 þúsund.
Vsrð 135 þúsund.
Oldsmobils Cutlass 1979. Litur
rauður og brúnn, ekinn 85 þús-
und. Sjélfskiptur með aflstýri,
útvarp og segulband. 8 cyl dies-
el. Verð 150 þúsund.
Scout Traweiier 1S7S. Litur
brúnn, ekinn 5 þúsund. Sjálf-
skiptur, aflstýri. Útvarp og
segulband. Verð 215 þúsund.
Daihatsu Runabout 1980. Litur
Ijósblár, ekinn 11 þúsund. Verð
80 þúsund.
Ný sending
Angorahúfur og -hattar. Einnig vorhattar. Fallegt úr-
val.
Hattabúö Reykjavíkur