Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 39

Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 39 Erk Bass. „BráAur og trMar eiga Tazandi fjigi ad fagna“. (ijfan. mu. KrMjáa). hverri brúðu og leitast við að láta þá rödd tala í gegn. Annað lykilatriði, er það, að virða raunveruleika brúðanna. Á sýningu býðurðu svo áhorf- endum að koma með þér og skoða þennan raunveruleika. Ef þú, á sýningu, hættir að trúa á brúðurnar, þá geturðu ekki vænst þess að áhorfendur geri það. Eftir sýningu, hins vegar, þá seturðu þær ekki upp í rúm eða gefur þeim að borða. Þá fara þær ofan í kassa, eins og venjulegar dúkkur og aðrir dauðir hlutir. Það á ekki að vera nein dul- úð í kringum þetta, finnst mér. Þetta gerist allt svolítið af sjálfu sér. Góður hljómlistar- maður spilar ekki tónlistina. Hann lætur hana fremur spila á sig. Sama gildir um góðan listmálara. Hann lætur pensil- inn vinna verkið. Það er þetta, sem ég leitast líka við að gera í brúðuleikhúsinu." — Hvers vegna finnst þér þetta ganga best með brúðum? „Það er nú svoleiðis með þetta, að ef maður spyr sjálfan sig þessarar spurningar eftir brúðuleikhússýningu: — Af hverju var þetta gert með brúðum?, þá hefur eitthvað verið að. Þá hefði sýningin ekki átt að vera með brúðum. Ef brúðuleikhús er gott, þá dettur engum í hug að spyrja sjálfan sig hvers vegna þar sé leikið með brúðum." — Er vaxandi áhugi á brúðuleikhúsi meðal fólks? „Já, það held ég. Allavega í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu, hefur mér virst. Þetta virðist vera einhver hreyfing á sviði leiklistarinnar, í átt að hinu töfrandi og blekkjandi í leikhúsinu. Brúður og trúðar eiga vaxandi fylgi að fagna. Það ganga alltaf svona bylgjur í leikhúslífinu. Nú finnst mér sem sagt að upp sé komin ákveðin hreyfing í þá átt, að láta það sem gerist á sviðinu ekki tala beint til hugans og skilningsins, heldur höfða til tilfinninga og skynjunar." — Ert þú á stöðugum sýn- ingarferðalögum? „Eg reyni að skipta árinu nokkurn veginn jafnt milli sýningarferða annars vegar og heimavinnu hins vegar, en ég bý í miðborg New York.“ — Hver er tilgangur þinn með sýningunni, hvað eiga áhorfendur að hugsa eftir sýn- inguna? „Ég vil að eftir sýningu hjá mér, hafi fólkið öðlast ákveðna reynslu, sem sé eins konar samtal milli mín og þeirra og á milli þeirra innbyrðis. Þetta samtal er að mestu rólegt og hljóðlátt og í því er rúm fyrir ýmsar hugmyndir og bolla- leggingar. Ég vona að þær myndir sem ég bregð upp hafi áhrif á fólk, svo það tali við mig og við ann- að fólk og við sjálft sig. Þó vona ég fyrst og fremst að fólkið skemmti sér. Ég hef ekki áhuga á að kenna neinum neitt, enda þykist ég ekki vita neitt, sem aðrir vita ekki. Ég vil sýna fólki það sem ég sé, jafnvel þótt það sé skrýtið. Ég vona og held raunar, að það hjálpi til við að fá fólk til að öðlast einhvers konar tilfinn- ingu fyrir frelsi.“ - SIB Styrkið og fegrið likamann Dömur og herrar 4ra víkna námskeiö hefst 31. marz. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi -=- ásamt megrandi æfingunr.. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Vigtun, mæling, sturtur, gufuböð, kaffi. Nýjung höfum hina vlnsælu Solarium lampa. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga fró kl. 13—22 í síma 83295. VÉttu til Þeir möguleikar sem geta sameinast í einu litlu út- varpstæki, svo sem tóngæói, stereo, útlit, v. - •..5 /liETÁL OAPLD Auto Program Locate Oevice OAPSS Aiito Program Search Sysie^ AUTO PROGRAM LOCATE DEVICE €> *»u> n JX&L i r > upptaka þar sem þú rétt snertir einn takka í staó- inn fyrir aó þjösnast á tveimur í einu, fjögurra há- talara kerfi og allt þaó sem ekki kemst fyrir í einni auglýsingu eru einmitt þeir möguleikar sem SHARP ferðaútvarpstækin bjóöa ykkur upp á. HLJÓMTÆKJADEILD í~jp KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 alltaf fremstir Verö kr. 5350.—

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.