Morgunblaðið - 21.04.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982
11
„Stefnum að því að leggja niður
stofnanir fyrir þroskaheftau
Rætt við Karl Griinewald sérfræðing í málefnum þroskaheftra
Félagsmálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafa boðið hingað til lands í nokk-
urra daga heimsókn Karli Griinewald frá félags- og heilbrigðismálastofnun Svíþjóðar, og hefur hann
undanfarið heimsótt stofnanir hér á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi og haldið þar fyrirlestra og rætt
við starfsfólk og stjórnendur um málefni þroskaheftra.
Karl Grúnewald er forstöðumaður þeirrar deildar, sem fer með yfírstjórn a málefnum þroskaheftra í
Svíþjóð, en hann hefur starfað að uppbyggingu þeirra mála um áratugi. Hann hefur skrifað bækur um
málefni þroskaheftra og ritað fjölda greina í blöð og tímarit.
Blm. Morgunblaðsins hitti
Griinewald að máli og innti hann
eftir því hvernig honum litist á
málefni þroskaheftra hér á íslandi
þar sem hann hefur verið að
kynna sér þau mál undanfarin
dægur.
„Eg tel það mjög gott að landinu
skuli vera skipt í átta svæði þar
sem hvert svæði hefur eigin stjórn
á málefnum þroskaheftra. Það er
svipað og við höfum á Norðurlönd-
unum, nema hvað þar eru svæðin
mun stærri og fleiri sem búa á
þeim, þannig að ekki er hægt að
sinna þroskaheftum og fötluðum
eins vel kannski en ella."
vera í venjulegum skóla. Stefnan
ætti að vera sú að öll fötluð börn
ættu að vera blönduð í venjulegum
skóla í nágrenni síns heimilis.
íslendingar eru aðeins á eftir
hvað það snertir að blanda í al-
menna skóla í landinu þroskaheft-
um og fötluðum börnum. Hér eru
enn byggðir sérskólar fyrir þau
börn en því hefur verið hætt á
Norðurlöndunum. Ég hef tekið
eftir að fólk, sem vinnur með
þroskaheftum og fötluðum börn-
um hefur ekki enn myndað sér
stefnu eða hugmyndafræði í þess-
um málum og það er eins og það
viti ekki að hverju það eigi að
stefna. Fólk hér er ekki á eitt sátt
hvað snertir blöndun í skólum en á
Norðurlöndunum hefur verið al-
ger eining um að þroskaheftir og
fatlaðir eigi að vera með fólki úti í
þjóðfélaginu." og Grúnewald held-
ur áfram:
„Unglingar 16 til 21 árs, sem eru
þroskaheftir eða fatlaðir, eiga að
Karl Gríinevald
fá framhaldsmenntun eða þjálfun
í framhaldsskólum, iðnskólum eða
fjölbrautaskólum eins og aðrir
unglingar. Fullorðnir þroskaheft-
ir, sem ekki geta unnið á almenn-
um vinnumarkaði þurfa á vernd-
uðum vinnustöðum að halda eða
dagvistun. Á slíku heimili þarf að
veita alhliða þjálfun með daglegar
athafnir, s.s. hreinlæti, klæðnað,
matartilbúning o.s.frv.
Engir fullorðnir þroskaheftir
eða fatlaðir ættu að vistast á sól-
arhringsstofnunum heldur ætti að
koma upp sambýlum í heima-
hyggðinni. Stefna ætti að því, að
leggja niður sólarhringsstofnanir
og vista þroskahefta einungis á
sambýlum. Það ætti að forðast að
slíta tengslin við fjölskyldu og
umhverfi, og fólkið ætti vissulega
að búa úti í þjóðfélaginu með öðru
fólki.
Til að koma þessu í framkvæmd
þarf að byrja á börnunum. Hætta
að setja þau inn á stofnanir eða
sérheimili heldur láta þau vera
sem mest hjá foreldrum sínum. Ef
það er ekki mögulegt er æskilegast
að koma upp fósturheimilum fyrir
tvö til þrjú börn á heimili. Það er
stefnan á Norðurlöndunum að
leggja niður stofnanir fyrir
þroskaheft börn innan 20 ára.“
Það sem Grúnewald leggur
mikla áherslu á eftir að hafa skoð-
að sig um í Reykjavík er að í borg-
inni verði sett á laggirnar grein-
ingar- og ráðgjafarmiðstöð, þar
sem fari fram athugun, greining
og gerð meðferðaráætlana fyrir
fötluð börn. Slík stofnun er hlið-
stæð svonefndum „habiliterings-
center", sem er í hverju amti í Sví-
þjóð. Segir Grúnewald að grein-
ingar- og ráðgjafarstöð þurfi að
veita svæðisstjórnum faglegar
leiðbeiningar við uppbyggingu á
leikfangasöfnum, dagvistarstofn-
unum og öðrum þjónustuþáttum
fyrir þroskahefta. Grúnewald seg-
ir:
„Engin börn ættu að vistast á
sólarhringsstofnunum. Þroskaheft
og fötluð börn eiga að alast upp
hjá foreldrum eða fósturforeldr-
um. Til þess að svo megi verða
þarf að leggja mikla áherslu á að
veita heimilum og foreldrum
margþætta aðstoð og stuðning s.s.
heimilishjálp til að annast barnið
á heimilinu, eða skammtíma fóst-
urheimili til að létta undir með
foreldrum. Möguleikar verða að
vera fyrir hendi með leikskóla,
dagheimili og aðra þjónustu m.a. á
greiningar- og ráðgjafarstöð.
Sérkennsla og þjálfun ætti allt-
af að byggjast upp á því svæði þar
sem barnið á heima, eða eins ná-
lægt heimili þess og nokkur kostur
er. Um er að ræða hæfingar-
kennslu og þjálfun, sem ættu að
Sumar-
dagurinn 1.
Matseðill:
Barnapylsur og
Pepsí Cola
Kiwanismenn og gestir
munið barna og fjölskyldu-
hátíðina í Kíwanishúsinu,
Brautarholti 26 á sumardag-
inn fyrsta kl. 12 til 15.
Kiwanisklúbburinn Katla.
Þaö úrval sem viö höfum í verzlun okkar eru ekki einu
möguleikarnir frá Lúbke. Vekjum athygli á sérpöntunar-
þjónustu á völdum hágæöahúsgögnum.
Komiö og skoðið og fáiö nánari upplýsingar á húsgagna-
sýningunni í Bláskógum, sem stendur út þessa viku í tilefni
10 ára afmælis verzlunarinnar.
TT'
ILJI
Bláskógar
ARMULI 8
SÍMi: 86080
SÉRPÖNTUNAR- u 1fl 'tf
ÞJÓNUSTA SSMS