Morgunblaðið - 08.05.1982, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982
27
Lltgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö.
Álviðræður
út um þúfur
Síðasta viðræðufundi fulltrúa Alusuisse og iðnaðarráðherra,
Hjörleifs Guttormssonar, lauk án þess að samkomulag tækist
og án ákvörðunar um það, hvort aðilar ætli að hittast aftur. Hvað
sem þessari niðurstöðu líður í viðræðum iðnaðarráðherra Alþýðu-
bandalagsins við Alusuisse er ljóst, að enn er ósamið við fyrirtæk-
ið um þau mál, sém allir aðrir en kommúnistar vilja, að leidd verði
til lykta, það er endurskoðun á raforkuverði og skattareglum og
stækkun álversins í Straumsvík, ef til vill með eignaraðild íslend-
inga. Bægslagangi iðnaðarráðherra og kommúnista í þessu máli
hefur lyktað í einangrun þeirra, jafnvel meðráðherrar Hjörleifs
Guttormssonar, þeir Gunnar Thoroddsen og Steingrímur Her-
mannsson, viðurkenna opinberlega, að þeir hafi ekki haft hug-
mynd um það fyrr en eftir á, hvaða mál Hjörleifur ræddi við dr.
Paul Múller, formann framkvæmdastjórnar Alusuisse, hér í
Reykjavík.
Umræðurnar, sem fram fóru á Alþingi um álviðræðurnar að
frumkvæði þeirra Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, og Kjartans Jóhannssonar, formanns Alþýðuflokksins,
leiddu í ljós algeran trúnaðarbrest milli ráðherra í þessu máli.
Kommúnistar pukrast með sjónarmið sín, iðnaðarráðherra hunds-
ar formlega skipaða viðræðunefnd við Alusuisse og lætur enga
nema sína nánustu trúnaðarmenn vita um áform sín. Þessi vinnu-
brögð eru svo ámælisverð, að það er með eindæmum, að forsætis-
ráðherra skuli líða slíka starfshætti og ekki veita þeim ráðherra
lausn, sem þannig hagar sér. Sé litið fram hjá þessari formlegu
hlið, kemur ekki betra í ljós. Augljóst er, að laumuspil Hjörleifs
Guttormssonar á rætur að rekja til þess, að hann veit um andstöðu
meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar við þau sjónarmið, sem
kommúnistar vilja ræða við Alusuisse. Þó hefur Hjörleifur Gutt-
ormsson dregið mjög í land frá því að hann hélt blaðamannafund-
inn í desember 1980 og látið var að því liggja, að um „sviksamlegt
athæfi" væri að ræða í samskiptum Alusuisse við íslendinga.
Jafnvel iðnaðarráðherra sjálfur þorir ekki lengur að kannast við
þessa málsástæðu, sem var til skamms tíma kjarninn í árásum
fiokks hans og málgagns á Alusuisse. Nú er svo komið, að Hjörleif-
ur Guttormsson virðist ekki treysta sér til að nýta einhliða rétt
Islendinga samkvæmt samningum við Alusuisse til að láta ágrein-
ingsmál um uppgjör milli aðila í gerð.
Það er furðulegt, að Hjörleifur Guttormsson skuli leyfa sér að
líkja álmálinu við landhelgismálið og láta orð falia á þann veg, að
ekki vinnist sigur nema þjóðin standi sameinuð að baki sínum
samningamönnum. Frá því að fullur sigur vannst í landhelgismál-
inu með útfærslunni í 200 sjómílur án atbeina kommúnista og
raunar í andstöðu við þá, því að Lúðvík Jósepsson vildi 1973, að
beðið yrði með 200 mílurnar eftir lyktum hafréttarráðstefnunnar,
hafa alþýðubandalagsmenn reynt að gera sem minnst úr landhelg-
ismálinu. Síðasta dæmið um það mátti sjá í leiðara Þjóðviljans nú
í vikunni. Málflutningur Hjörleifs Guttormssonar miðar einnig að
þessu. í hugum íslensku þjóðarinnar jafnast álviðræðurnar alls
ekki við landhelgisbaráttuna. Hjörleifi tekst ekki að slá sig til
riddara á kostnað annarra með því að vitna sí og æ til landhelgis-
málsins. Með þessum áróðri er iðnaðarráðherra aðeins að undir-
strika þá staðreynd, að það er hann og flokkur hans, sem koma í
veg fyrir þjóðarsamstöðu um skynsamlega málsmeðferð í viðræð-
unum við Alusuisse.
Kommúnistum finnst það gott fyrir illan málstað sinn í þeirri
kosningabaráttu, sem nú er háð, að álviðræðunum skuli hafa verið
siglt í strand. Alþýðubandalagið er niðurrifsaflið í íslenskum
stjórnmálum. Áróðursmeistarar þess leggjast gegn því, að því sé
haldið á loft, sem vel er gert, eins og berlega kemur i ljós í
umfjöllun Þjóðviljans um fræðsluþátt í sjónvarpinu á miðviku-
dagskvöldið um stóriðju á íslandi og ótvírætt gildi hennar fyrir
afkomu þjóðarinnar. Þjóðviljinn krefst þess, að sérstakur sjón-
varpsþáttur verði gerður um niðurrifsstarf Hjörleifs Guttorms-
sonar í orku- og iðnaðarmálum. Á hann að byrja á því, þegar
Hjörleifur skrifaði sitt fyrsta ráðherrabréf til Landsvirkjunar í
september 1978 og mæltist til þess að framkvæmdum við Hraun-
eyjafoss yrði frestað? Eða á fyrsta atriðið að sýna Hjörleif lýsa því
yfir á Alþingi í byrjun desember 1980, að besti kostur íslendinga í
virkjanamálum sé að loka álverinu í Straumsvík? Af mörgu nei-
kvæðu er svo sannarlega að taka. Lyktir álviðræðnanna koma
engum á óvart, Hjörleifur Guttormsson hefur svo sannarlega siglt
minni málum í strand. Þegar utanríkisráðherra sakaði hann um
valdníðslu vegna jarðborana í Helguvík, sagði Ólafur Jóhannesson
í ræðustól á Alþingi, þegar honum varð hugsað til iðnaðarráð-
herra, lagalegra forsendna og álviðræðnanna: „Hjálpi okkur allir
heilagir." — Hvað skyldi hann segja núna?
Menn úr 40. strandhöggssveit konunglega landgönguliðsins á æfingu á þiljum flugvélamóðurskipsins Hermes
við Falklandseyjar.
Landganga reynd á
Vestur-Falklandi ?
LÍKUR á því að Bretar ráðist á
land á Falklandseyjum hafa auk-
izt: Tilraunir til að leysa deiluna
með diplómatískum ráðum hafa
farið út um þúfur og fátt bendir
til þess að takast megi að leysa
málið friðsamlega. Því lengur
sem landganga dregst, því meiri
hætta er búin brezka flotanum á
Suður-Atlantshafi, og veður fer
versnandi og á þessum slóðum er
vetur að ganga í garð.
Þetta er álit hernaðarsérfræðinga
eins og Stewart Menauls fyrrum
varaflugmarskálks. John Notts land-
varnaráðherra hefur ítrekað í Bruss-
el að ekki verði hvikað frá því hern-
aðarlega markmiði að ná eyjunum
aftur og talið er víst að yfirmenn
brezkra varnarmála hafi skipulagt
leiðir til að ná því marki, þrátt fyrir
þær friðartilraunir sem hafa farið
fram.
Líklegasta leiðin, að dómi sérfræð-
inga, er „takmörkuð landganga" á
Vestur-Falklandi, sem er lítt varin,
til undirbúnings hugsanlegri alls-
herjarárás á Austur-Falkland, þar
sem höfuðstaðurinn, Port Stanley,
er.
Á Austur-Falklandi er talið að
Argentínumenn hafi 5,400 hermenn
til varnar, eða megnið af varnarliði
sínu á eyjunum. Brezk landganga á
Vestur-Falklandi mundi hins vegar
sundra liði John Woodwards aðmír-
áls, sem enn hefur aðeins 1.500 land-
gönguliða. Eftir tvo til þrjá daga er
von á 2.500 landgönguliðum og fall-
hlífahermönnum með farþegaskip-
inu „Canberra", en um ein vika er
þangað til brynsveitir, þungar fall-
byssur, aukaþyrlur og 20 Harrier-
orrustuþotur í viðbót berast með
flota þeim, sem var sendur á eftir
fyrstu herskipunum.
Landganga mundi flýta fyrir lausn
deilunnar og gera Bretum kleift að
komast hjá langdregnu hafnbanni,
sem fæli í sér hættu á eldflaugaárás-
um á fleiri brezk skip en „Sheffield"
sem sökk. Allsherjarárás gæti hins
vegar kostað mikið manntjón og
snúið almenningsálitinu í Bretlandi
og heiminum gegn ríkisstjórn Marg-
aret Thatcher forsætisráðherra.
Loftárásir á flugstöðvar á megin-
landi Argentínu gætu lamað flug-
vélamátt Argentínumanna, en yrðu
mjög hættulegar og hefðu víðtækar
pólitískar afleiðingar. Langt hafn-
bann gæti svelt argentínska setuliðið
til uppgjafar, en gæti dregið úr bar-
áttuhug landgönguliðanna, sem hír-
ast um borð í brezku herskipunum í
versnandi veðri.
Andrúmsloftið um borð í herskip-
unum er þrungið spennu, alvöru og
staðfestu að sögn fréttaritara, sem
segja að eftir árásina á „Sheffield"
hafi sjóliðarnir og landgönguliðarnir
fyrir alvöru gert sér grein fyrir hin-
um harða raunveruleika orrustunn-
ar um Falklandseyjar. „Ef við gerum
ekkert eftir það sem henti „Shef-
field", hvernig getum við þá farið
aftur heim eftir öll hvatningaorðin,
sem fylgdu okkur þegar við fórum
frá Portsmouth?" spurði liðsforingi
nokkur fréttamann Daily Telegraph,
A.J. Mcllroy.
Fréttaritari The Times, John
Witherow, segir að missir „Shef-
field“ hafi að engu gert hvers konar
sjálfsánægju, sem kunni að hafa ríkt
um borð í „Invincible", og vitnar í
sjóliðsforingja, sem sagði: „Allir
héldu að við ættum að kljást við ein-
hverjar baunaætur, en nú gera þeir
sér grein fyrir að þeir standa and-
spænis vel útbúnu herliði." Flugmað-
ur af Sea Harrier-þotu sagði: „Þessir
strákar eru miklu betri en við vild-
um viðurkenna."
„Áhafnirnar eru við öllu búnar all-
an sólarhringinn. Sjóliðarnir sofa í
öllum fötum og fá lítinn svefn og
flugmenn eru alltaf tilbúnir í Sea
Harrier-þotunum, þar sem þeir bíða
eftir skipunum um að elta uppi arg-
entínskar þotur. Stríðshugur er í
mönnum eftir áralanga þjálfun og
allt er í fyrsta flokks lagi,“ segir
fréttamaður The Guardian, Gareth
Parry, um borð í „Invincible".
Á þriðjudaginn segir Parry að gef-
ið hafi verið viðvörunarmerki og til-
kynnt að eldflaugaárás hefði verið
gerð á skipið. „Þetta stóð í eina mín-
útu, en það er heil öld í þessu nútíma
tæknistríði." í ljós kom að engin
hætta var á ferðum í það skipti.
Kannski verður stutt þangað til
næst verður gefið viðvörunarmerki
um borð í brezku herskipi og líklega
verður meira að marka það.
A víkingaskipi yfir Atlantshaf
Duluth, MinneNota, 7. maí. AP.
HUNDRUÐ manna kvöddu áhöfn
víkingaskipsins „Hjemkomst" þegar
það lagði af stað til Noregs í dag,
fostudag.
Draga varð skipið fyrstu 16 km
leiðarinnar frá Duluth, Minnesota,
til Knife River, en þaðan siglir það
um Superior-vatn og Huron-vatn til
Detroit. Leiðin til Noregs er 4.828
km löng og 12 manna áhöfn skipsins
má búast við vondum veðrum á Atl-
antshafi.
Vegna siglingareglna er skipið
með talstöð, siglingatæki, rafstöð.
eldavél, dieselstó, kolaofn og örygg-
isútbúnað.
Ferðin mun taka þrjá mánuði og
var draumur námsstjórans Bob
Asp, sem lézt í desember 1980. Níu
árum. áður hóf hann smíði „Hjem-
komst", sem er eftirlíking Gauk-
Bush ræðir vid Kínverja
Peking, 7. maí. AP.
GEORGE BUSH varaforseti átti í
dag, föstudag, fyrsta fund sinn af
þremur með Huang Hua utanríkis-
ráðherra, sem segir að „alvarlegar
hindranir" standi i vegi fyrir eðli-
legum samskiptum Bandaríkjanna
og Kína.
Bush kvaðst þó viss um að sam-
skiptin væru „í meginatriðum góð“
og sagði að Ronald Reagan forseti
vildi efla þau.
Taiwan-málið verður líklega
efst á baugi í viðræðunum, sem
standa í tvo daga. Kínverjar hafa
krafizt þess að Bandaríkjamenn
hætti hergagnasölu til Taiwan
fyrir einhvern ákveðinn tíma og
varað við því að ella verði um aft-
urkipp að ræða í samskiptum
þjóðanna — sem líklega merkir að
sendiherra Kína í Washington
verði kallaður heim.
Bush er á 17 daga ferðalagi til
sex Asíu- og Kyrrahafsríkja.
staðarskipsins frá því um 800,’ árið
1971 í gamalli kartöfluskemmu í
Hawley í norðvesturhluta Minne-
sota skammt frá heimili hans í
Moorhead.
Fjögur af sjö börnum Asps eru
með í förinni, en skipstjórinn, Erik
Rudström, er frá Osló. Hann er 62
ára og hefur siglt á norskum haf-
svæðum og í Norðursjó síðan hann
var 17 ára. Hann er sérfræðiogur í
siglingum einmastra seglbáta eins
og „Hjemkomst".
Ahöfnin hefur tröllatrú á skipinu.
„Við ætlum ekki að sanna að skipið
þoli allt,“ sagði Lynn Halmrast,
áhafnarmeðlimur frá Moorhead.
„Ef við fáum vont veður á stóru
vötnunum siglum við til hafnar.
Auðvitað eru engar hafnir á Atl-
antshafi. Við vitum að okkur mun
takast þetta og við munum leggja
okkur alla fram.“
Hundruð vinnustada heimsótt:
Greinilega mikill áhugi
á borgarmálunum núna
— segir Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson
„Eg hef, eins og aðrir frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksin.s, farið á
fjölmarga vinnustaðafundi að und-
anförnu," sagði Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, framkvæmdastjóri, í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær. „Þessir fundir hafa
tekist mjög vel að mínu mati,“ sagði
Vilhjálmur ennfremur, „margar
fyrirspurnir hafa komið fram og það
er nauðsynlegt að fá að heyra skoð-
anir borgarbúa á hinum ýmsu mál-
um. Betra tækifæri en fundir á
vinnustöðunum gefst varla."
Að sögn Vilhjálms hefur fyrir-
komulag fundanna yfirleitt verið á
þann veg, að þrír frambjóðendur
fara saman á vinnustaði, einn
flytur framsöguræðu, og síðan
svara allir fyrirspurnum. „Ég hef í
mínum inngangsorðum meðal
annars rætt um skipulagsmál,
fjármál borgarinnar, skattamál,
atvinnumál og mörg önnur mál,“
sagði Vilhjálmur, „og fyrirspurn-
Fellaskóli 10 ára:
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á fundi með starfsmönnum Heklu hf. í hádeginu einn daginn nú í vikunni. „Við munum
heimsækja hundruð vinnustaða fram að kosningum," sagði Vilhjálmur, „og auk þess höfum við verið beðin að koma
á fjölmarga fundi með klúbbum og félögum þar sem fjallað er um borgarmál. Það er greinilega mjög mikill áhugi á
málefnum borgarinnar meðal kjósenda að þessu sinni.“
irnar hafa einnig fjallað um nán-
ast allt sem viðkemur stjórn borg-
arinnar, dagvistarmál, lóðamál og
allt þar á milli.
Það verða hundruð vinnustaða
sem við frambjóðendur D-listans
munum heimsækja nú, og það er
okkur hvatning hve vel hefur verið
tekið á móti okkur. Það kann að
vera að Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur séu með slíka fundi,
en ef svo er, þá fer ekki mikið fyrir
þeim, og við höfum ekki komið á
fundi þar sem frambjóðendur
þessara flokka hafa verið eða ver-
ið væntanlegir. Örlítið höfum við
heyrt um ferðir Alþýðubandalags-
ins, en lítillega þó. Márgir sem ég
hef rætt við á vinnustöðunum
hafa því þakkað okkur sérstaklega
það frumkvæði sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur tekið í þessu,"
sagði Vilhjálmur að lokum.
Leiksýning, plötuútgáfa og
hátíð í tilefhi afinælisins
FELLASKÓLI í Reykjavík á
um þessar mundir 10 ára af-
mæli og hefur af því tilefni ver-
ið skipulögð ýmiss konar
dægradvöl og tilbreyting í
skólastarfinu. Frumsýndi t.d.
leikhópur úr 9. bekk leikritið
Tíu litlir negrastrákar eftir
Agöthu Christie sl. mánudag
og í dag, laugardag, gangast
skólinn og Foreldra- og kenn-
arafélag skólans fyrir sérstakri
dagskrá milli kl. 14 og 17.
Forráðamenn skólans tjáðu
Mbl. að skólalóðin og næsta
nágrenni yrði lagt undir
skemmtun og markmiðið væri að
allir viðstaddir geti skemmt
sjálfum sér og öðrum. Milli kl. 13
og 14 fara nemendur skólans í
skrúðgöngu um skólahverfið, en
sem fyrr segir er sérstök
dagskrá frá kl. 14 við skólann og
þar fer m.a. fram: Sýnt brúðu-
leikhús, leikir og leiktæki verða
til brúks, keppni í reiðhjóla-
þrautum, sýndar verða í skólan-
um kvikmyndir gerðar af nem-
endum og kostar aðgangur 5 kr.,
haldinn verður kökubasar og
ágóðinn látinn renna til eflingar
félagslífi, kynnt verður hljóm-
plata sem Nemendafélag skólans
gaf nýlega út og afhjúpaður
Nemendur og kennarar Fellaskóla hafa ákveðið að gera sér dagamun á
laugardag í tilefni afmælis skólans og verður sérstök dagskrá við skólann
kl. 14—17 á laugardag. Ljósm. Kristján.
verður skjöldur við aðalinngang-
inn, eins konar „nafnspjald",
sem nemendur hafa unnið í sam-
vinnu við kennara.
— Við viljum á afmælinu opna
skólann og bjóða foreldrum að
sjá hvað hér er gert og reyna á
þann hátt að efla tengslin milli
skólans og heimilanna, en For-
eldra- og kennarafélagið, sem
stofnað var í fyrra, hefur átt
mikinn þátt í þessum undirbún-
ingi öllum, sagði Arnfinnur
Jónsson skólastjóri Fellaskóla.
Skólinn telur nú um 1300 nem-
endur og 100 manna starfslið, en
flestallar kennslustofur eru nú
tvísettar. Yfirkennari er Guðjón
Ólafsson.
Á hljómplötunni, sem Nem-
endafélagið hefur gefið út, eru
tvö lög, Ailt okkar líf, eftir
Hjalta Gunnlaugsson og Halldór
Lárusson og Bakaríið eftir Hall-
dór Lárusson. Nefnist platan
„HA::?“ og flytjendur eru Finnur
frændi og smáfuglanir, níu
manna hópur nemenda og
nokkrir kennarar. Leikrit
Agöthu Christie verður sýnt öll
kvöld kl. 20:30 í skólanum til 10.
maí, en leikgerðin er eftir Ágúst
Pétursson og Kolbrúnu Hall-
dórsdóttur og taka um 20 nem-
endur þátt í sýningunni.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í borgarstjórn:
• •
„Ongþveiti í fjárhag veitustofnana“
„ÞAÐ RÍKIR öngþveiti í fjárhag veitustofnana Reykjavíkurborgar,"
sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, á fundi
borgarstjórnar á fimmtudaginn. „Hitaveita og rafmagnsveita þurfa lík-
lega lán upp á um 100 milljónir króna, 10 gamla milljarði, til að endar
nái saman hjá þeim i ár, fái fyrirtækin ekki að hækka gjaldskrár sínar
enn frekar," sagði Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
þessum sömu umræðum. Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, lagði hins vegar áherslu á það í máli sínu, að teknar yrðu
upp viðræður við iðnaðarráðuneytið um gjaldskrár og fjárhag veitustofn-
ana og síðar litið til þess, hvort gera ætti bótakröfur á hendur ríkissjóði.
Tilefni þessara umræðna var synjunar á staðfestingu gjald-
samþykkt borgarráðs frá 4. maí
þess efnis, að stjórn veitustofnana
Reykjavíkur eigi rétt til bóta úr
ríkissjóði fyrir tekjutap sökum
skrár, sem borgaryfirvöld hafa
löglega sett. Jafnframt fól borg-
arráð framkvæmdastjóra fjár-
máladeildar, hitaveitustjóra og
rafmagnsstjóra að taka upp við-
ræður við ríkisstjórnina um áætl-
un til að ná viðunandi rekstrar-
grundvelli fyrirtækjanna, að öðr-
um kosti verða bótareikningar
sendir iðnaðarráðuneytinu. Til-
laga um þetta efni var samþykkt í
borgarráði af fulltrúum Sjálf-
stæðisflokks, Davíð Oddssyni og
Markúsi Erni Antonssyni, og full-
trúa Alþýðuflokks, Sjöfn Sigur-
björnsdóttur, fulltrúi Framsókn-
arflokks, Kristján Benediktsson,
sat hjá en fulltrúi Alþýðubanda-
lags, Sigurjón Pétursson, greiddi
atkvæði á móti breytingartillögu
um þessa málsmeðferð.
Á fundi í stjórn veitustofnana 3.
maí sl. var það samhljóða niður-
staða, að hækka þyrfti gjaldskrá
hitaveitunnar um 43% 1. júní nk.
til að endar nái saman í ár og
gjaldskrá rafmagnsveitunnar um
37% í báðum tilvikum án lántöku
á þessu ári. Við afgreiðslu láns-
fjáráætlunar fyrir 1982 tók ríkis-
stjórnin ekki tillit til óska raf-
magnsveitunnar um heimild til
erlendrar lántöku.