Morgunblaðið - 08.05.1982, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982
Kísilmálmverksmiðjan:
Málið kemur til Al-
þingis öðru sinni“
99
— sagði Stefán
Jónsson (Abl)
I'etta mál, þ.e. kísilmálmverk-
smidja á Reyðarfirði, kemur til kasta
Alþingis öðru sinni, sagði Stefán
Jónsson (Abl), er hann gerði grein
fyrir jáyrði sínu við frumvarpið. Það
er ekki meinfýsni heldur uggur sem
býður mér í grun, að mér verði þeim
mun léttara að segja þá nei sem mér
er nú tregara að segja já.
Gjörbreytt frumvarp
Egill Jónsson (S) maelti fyrir
meirihlutaáliti þingnefndar í efri
deild, sem lagði til að frumvarpið,
eins og því hafði verið breytt, yrði
samþykkt. Hann sagði upphaf
málsins þingsályktun, sem Sverrir
Hermannsson hefði flutt 1973 og
aftur 1975 og þá verið samþykkt,
þess efnis, að fram skyldi fara
könnun á virkjunarmöguleikum á
Fljótsdalsheiði. Flutningsmaður
hafi tengt þessa könnun hugsan-
legri stóriðju á Reyðarfirði. Síðan
hafi sveitarstjórnir eystra og sam-
tök þeirra tekið málið upp og loks
ríkisstjórnin og iðnaðarráðherra.
Þakkaði hann öllum þessum aðil-
um.
Frumvarpi ríkisstjórnarinnar
hafi þó verið breytt allverulega í
meðferð þingsins. Nú er aðeins tal-
að um undirbúningsfélag. Þingkjör-
in stjórn þess fer með allan fram-
haldsundirbúning og könnun, sem
er mjög mikilvægt. Hlutafé er veru-
lega skorið niður, enda verksvið
undirbúningsfélagsins þrengra en
fyrri frumvarpsgerð stóð til. Og
málið þarf að koma aftur til Al-
þingis þegar fullnaðarkönnun ligg-
ur fyrir til endurmats og loka-
ákvörðunar.
Forkastanleg vinnubrögð
Kjartan Jóhannsson (A) sagði að
iðnaðarnefnd deildarinnar hefði
nánast enginn tími gefizt til að
fjalla um frumvarpið. Offorsið var
slíkt að ailir þrír deildarfundir um
málið vóru haldnir á einum degi.
Kjartan sagði vansmíð á frumvarp-
inu. I því er málsgrein, sem kveður
svo á, að Alþingi skuli síðar sam-
þykkja niðurstöður í skýrslu. I
þingsköpum segir hinsvegar „um
skýrslur má engar ályktanir gera“.
Fjölmörgum spurningum varð-
andi máiið er ósvarað. Tíundaði
Sigurlaug Bjarnadóttir:
Vanhugsað og illa
undirbúið frumvarp
Ég álít eðlilegt að innlánsstofnun-
um verði gert að greiða skatta, sagði
Sigurlaug Bjarnadóttir (S), er frum-
varp um þetta efni kom til atkvæða á
Alþingi sl. fóstudag, en þetta þing-
mál er með sama marki brennt og
svo mörg önnur frá núverandi ríkis-
stjórn, að það er vanhugsað, illa
undirbúið og felur auk þess i sér
afturvirkni og mismunun á milli
lánastofnana, sem ekki verður við
unað.
Þetta mál er aðeins angi í álögu-
og skattafaraldri, sem gengur nú
yfir íslenzkt atvinnulíf. Kröfur
stjórnvalda um aukna rekstrar-
hagkvæmni, hagræðingu og fram-
leiðniaukningu atvinnuvega eru út
í hött, þar sem slíku markmiði
verður ekki náð nema með til-
kostnaði, sem er ofsköttuðum at-
vinnugreinum um megn. Slíkri
hagkvæmni má og koma fyrir í
ríkisbönkum en hún á að koma
viðskiptamönnum þeirra til góða,
ekki hinni óseðjandi ríkishít.
Þetta frumvarp felur í sér hættu á
lakari vaxtakjörum og þar með
skerðingu á almannahagsmunum.
Það er auk þess hraðsoðið — eða
öllu heldur hrátt, og því óhjá-
kvæmilegt að vísa því aftur til
föðurhúsanna til endurvinnslu og
lagfæringar.
hann til sex atriði, sem á skorti: 1)
könnun á jafnaðarafkomu fram-
leiðslugreinarinnar, 2) samanburð
á stofnkostnaði í heild miðað við
mismunandi staðsetningu, 3) lík-
lega þróun afurðaverðs, 4) áhrif
hugsanlegrar rafmagnsskömmtun-
ar, 5) markaðsspár í tengslum við
tímasetningu á starfrækslu og 6)
uppsetning á heildargjaldeyrisút-
gjöldum og gjaldeyristekjum miðað
við 20 ára starfstíma.
Hann taldi umsagnir bæði inn-
lendra og erlendra fagaðila fela í
sér viðvaranir varðandi kostnaðar-
þætti. Hann vitnaði til ábendinga
erlendra fagaðila um, hvern veg
megi setja traustari stoðir undir
fyrirtækið, t.d. um lágt raforku-
verð, frestun á greiðslu afborgana
fyrstu árin, með meira eigin fé en
gert væri ráð fyrir, en í þessari um-
sögn felist, að betur þurfi að treysta
undirstöður.
Undirbúningi á að halda áfram,
sagði Kjartan, og fela hann sér-
stakri undirbúningsstjórn. En mál-
ið er hvergi nærri svo vel undirbúið
í hendur Alþingis, að rétt sé að
samþykkja lagafrumvarp varðandi
það. Og hraðinn á málsmeðferð,
einn dagur í efri deild, er vitaskuld
forkastanlegur og hljóta þingdeild-
armenn að hafa fyrirvara á ábyrgð
sinni á frumvarpinu og afgreiðslu
þess.
Eignaraðild
Stefán Jónsson og Þorvaldur
Garðar Kristjánsson tóku og til
máls. Stefán taldi það kost að ís-
lendingar ættu kísilmálmfyrirtæk-
ið alfarið. Hann hafði þó ýmsa
fyrirvara á, sem bezt speglast í
greinargerð með atkvæði, sem vitn-
að var til hér að ofan. Þorvaldur
Garðar sagði Stefán hreyfast í hina
réttu áttina. Hann væri nýbúinn að
samþykkja mikil fjárframlög til
stóriðju (þ.e. járnblendiverksmiðj-
unnar) og stæði nú að nefndaráliti,
sem mælti með stofnun nýs stór-
iðjufyrirtækis.
Sjálfstæðismenn í efri deild
fluttu breytingartillögur, sem m.a.
fólu það í sér að eignarhluti ríkisins
væri ekki tilgreindur, enda óþarft á
þessu stigi málsins. Eftir að þessar
tillögur vóru felldar gerðu þeir þá
grein fyrir jáyrði sínu að málið
kæmi aftur til Alþingis og þá mætti
endurskoða þetta atriði. Kjartan
Jóhannsson taldi og hyggilegt að fá
erlendan sameignaraðila, enda
vants fjármagns, ef íslendingar
ætluðu að standa að fleiri orkuiðn-
aðarkostum á næstu árum.
Halldór Blöndal:
Ólöglegir
þungaskattar
Halldór Blöndal (S) beindi
þeirri fyrirspurn til Ragnars Am-
alds, fjármálaráðherra, hvort hann
hygðist halda áfram innheimtu
þungaskatta af vinnutækjum
flutningabílstjóra umfram löglegar
heimildir, en slíkt hafi viðgengizt
allar götur síðan 1978, en með
grófari hætti hin síðari árin, að
dómi flutningabílstjóra.
Ragnar Arnalds, fjármálaráð-
herra, taldi af og frá að of langt
væri gengið í þessari skatt-
heimtu né að til hennar skorti
lagaheimildir.
Fyrirspyrjandi taldi að við-
komendur þyrftu þá að sækja
rétt sinn á hendur fjármálaráð-
herra fyrir dómstólum.
Steinullin riðlaöi
flokksböndum
Tólf þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins greiddu atkvæði gegn því að
frumvarpinu um steinullarverk-
smiðju yrði vísað til ríkisstjórnar-
innar þar sem Hjörleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráðherra hefur v
samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir
staösetningu steinullarverksmiðju á
Sauðárkróki, átta sjálfstæðismenn
greiddu atkvæði með tillögunni,
einn var fjarverandi og einn sat hjá,
en það var Ólafur Þórðarson (F)
sem bar fram tillöguna um að mál-
inu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar í
stað þess að frumvarpið um steinull-
arverksmiðju yrði samþykkt án
staðsetningar en á það látið reyna
hvorir sunnanmanna eða norðan-
manna yrðu dugmeiri við öflun
hlutafjárloforöa eins og allir nema
einn af 7 atvinnumálanefndar-
mönnum Sameinaðs alþingis höfðu
ná samkomulagi um. Ólafur Þórð-
arson (F) var einn í minnihluta.
Þrír af sautján þingmönnum
Framsóknarflokksins voru fylgjandi
steinullarverksmiðjunni i Þorláks-
höfn, en 14 fylgdu stefnu Hjörleifs.
Sjö þingmenn Alþýðuflokksins
greiddu atkvæði gegn þvi að málinu
yrði vísað til ríkisstjórnarinnar og
þrir alþýðubandalagsmenn, en 6
voru á móti, einn sat hjá og einn var
fjarverandi.
Eftirtaldir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins greiddu atkvæði
gegn frávísun málsins til ríkis-
stjórnarinnar: Albert Guð-
mundsson, Eggert Haukdal, Frið-
rik Sophusson, Geir Hallgríms-
son, Guðmundur Karlsson, Sigur-
laug Bjarnadóttir, Matthías
Bjarnason, Matthías Á. Mathie-
sen, Ólafur G. Einarsson, Ragn-
hildur Helgadóttir, Steinþór
Gestsson, og Sverrir Hermanns-
son. Þeir sem voru með því að vísa
málinu til ríkisstjórnarinnar úr
hópi sjálfstæðismanna voru: Birg-
ir ísleifur Gunnarsson, Eyjólfur
Konráð Jónsson, Friðjón Þórðar-
son, Gunnar Thoroddsen, Halldór
Blöndal, Lárus Jónsson, Pálmi
Jónsson og Egill Jónsson. Þor-
valdur Garðar Kristjánsson var
fjarverandi og Salome Þorkels-
dóttir kvaðst ekki taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni þar sem hér
væri um að ræða deilumál milli
kjördæma sem hefði verið dregið
inn í sali Alþingis og sér hugnað-
ist ekki að taka þátt í slíku.
Þrír þingmenn Framsóknar-
flokksins greiddu atkvæði með
frávísuninni til ríkisstjórnarinn-
ar, þeir Jón Helgason, Þórarinn
Sigurjónsson og Halldór Ás-
grímsson, en fjórtán fylgdu stefnu
Hjörleifs innan ríkisstjórnarinn-
ar, þeir: Alexander Stefánsson,
Davíð Aðalsteinsson, Guðmundur
Bjarnason, Guðmundur G. Þórar-
insson, Ingólfur Guðnason, Ingvar
Gíslason, Jóhann Einvarðsson,
Sigrún Magnúsdóttir, Ólafur
Þórðarson, Páll Pétursson, Stefán
Guðmundsson, Stefán Valgeirs-
son og Steingrímur Hermanns-
son, en Tómas Árnason var fjar-
verandi.
Sjö þingmenn Alþýðuflokksins
samþykktu frávísunartillöguna,
þeir: Benedikt Gröndal, Eiður
Guðnason, Jóhanna Sigurðardótt-
ir, Karvel Pálmason, Kjartan Jó-
hannsson, Magnús H. Magnússon
og Vilmundur Gylfason, en þrír
vildu vísa málinu til ríkisstjórn-
arinnar: Árni Gunnarsson, Karl
Steinar Guðnason og Sighvatur
Björgvinsson.
Þrír þingmenn Alþýðubanda-
lagsins greiddu atkvæði gegn því
að málinu yrði vísað til ríkis-
stjórnarinnar, þeir: Garðar Sig-
urðsson, Geir Gunnarsson og
Ólafur Ragnar Grímsson, en á
öndverðum meiði voru Guðrún
Helgadóttir, Hjörleifur Gutt-
ormsson, Ragnar Arnalds, Skúli
Alexandersson og Svavar Gests-
son, en Helgi Seljan og Stefán
Jónsson greiddu ekki atkvæði og
Guðmundur J. Guðmundsson var
fjarstaddur.
Blanda:
Niðurstaðan túlkuð í tvær áttir
Stækka yfirráðasvæði sitt við Falklandseyjar og senda 4 tundurspilla og 20 Harrier-þotur
Endanleg tillaga um fram-
kvæmd Blönduvirkjunar var
samþvkkt samhljóöa. Þing-
menn, sem höfðu ólíka af-
stöðu til málsins, túlka niður-
stöðu á mismunandi vegu.
Hér fara á eftir nokkrar
greinargerðir með atkvæðum
einstakra þingmanna við at-
kvæðagreiöslu um breyt-
ingartillögu, sem fól í sér
lokaniðurstöðu málsins.
• Páll 1'éturs.son (F) sagði: Við er-
um hér á nokkrum vegamótum.
Afgreiðslu vandasamra átaka-
mála er að ljúka hér á Alþingi. Við
landverndarmenn fyrir norðan
komum hins vegar til með að
fylgjast nákvæmlega, mjög ná-
kvæmlega, með virkjun Blöndu.
Ég treysti því að samskipti okkar
v-ið Landsvirkjun verði góð og
okkur verði sýnd kurteisi, lipurð
og samkomulagsvilji — og við
hlökkum til þeirra umskipta, sem
í því felast, að Landsvirkjun taki
við samningagerð og framkvæmd-
um við Blöndu sem virkjunaraðili
og væntum hins bezta af þeirri
breytingu og siðmannlegra sam-
skipta Landsvirkjunar við Húna-
þing, Húnvetninga og Skagfirð-
inga. Ég tel að niðurstaða nefndar
af athuguðum bókunum, ályktun
ríkisstjórnar og þingflokks Fram-
sóknarflokks leiði til farsællar
niðurstöðu, þeirrar, að við Blöndu
rísi ^jcynsamleg virkjun. Því er
slegið föstu, að mínum dómi, að
miðlunarrými verði 220 gígalítrar
í upphafi. Ég kann nefndinni
þakkir fyrir viturlegt orðalag og
þingmönnum mörgum fyrir góð-
vild í garð landsins og skilning á
því, að það beri að umgangast það
með virðingu.
Ég vona svo að Húnvetningar
beri gæfu til að bregðast við með
þeim hætti að virkjunarumsvifin
ríði ekki öðru atvinnulífi í hérað-
inu að fullu og ég segi já við þess-
ari breytingartillögu.
• Pálmi Jónsson landbúnaðarráð-
herra sagði: Fyrirvari einstakra
þingmanna í atkvæðagreiðslu
breytir ekki niðurstöðu þessa
máls. Með vísun til þess er fram
kemur í nefndaráliti atvinnumála-
nefndar segi ég já.
• Þorv. Garðar Kristjánsson (S)
sagði: Með skírskotun til þess að
felld hefur verið breytingartillaga
á þingskjali nr. 877 um orkunýt-
ingu og ekkert segir um í þeirri
tillögu, sem nú er til afgreiðslu, að
samræmi skuli vera á milli mark-
aðsöflunar fyrir orku og virkjun-
arframkvæmdir, greiði ég ekki at-
kvæði.
• Árni Gunnarsson (A): Með tilvís-
un til bókunar Magnúsar H.
Magnússonar í atvinnumálanefnd
og þess skilnings, sem þar kemur
fram, og þess, að sú virkjunarleið
verði valin sem hagkvæmust er og
ódýrust fyrir þjóðina, og í trausti
þess, að skattpeningum fólksins í
landinu verði ekki fleygt út um
gluggann, þá segi ég já.
• Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra sagði: Það fer ekki leynt, að
nokkuð mismunandi skilning
leggja menn í það, sem hér verður
væntanlega samþykkt. Ég vil taka
það skýrt fram, að þegar farið
verður að skýra það, sem kann að
vera ágreiningur um, þá verður
auðvitað fyrst að líta á lögin um
raforkuver frá sl. ári, þá kemur
þingsályktun, sem við erum hér og
nú að fjalla um. í þriðja lagi það
svo sem segir í nefndaráliti at-
vinnumálanefndar og í fjórða lagi
þær bókanir, sem nefndarmenn
hafa gert án þess að það sé sett í
sjálft nefndarálitið, þar sem ann-
ars vegar er bókun sem 6 nefnd-
armenn hafa samþykkt og sú bók-
un, sem einn nefndarmaður stend-
ur að. Ég er aðeins að benda hlut-
laust á þessi túlkunaratriði, þar
sem þarf að hafa þau gögn til
hliðsjónar sem ég nú rakti og hlýt-
ur að gilda við sérhverja túlkun.
Það eru núna liðin þessa dagana
rétt um 7 ár síðan þáverandi iðn-
aðarráðherra boðaði til fundar á
Blönduósi til þess að kynna hug-
myndir um Blönduvirkjun, sem
lágu þá fyrir í öllum meginatrið-
um, eins og nú stendur til að fram-
kvæma þær nú. Ég lýsi sérstakri
ánægju yfir því að þetta mál skuli
nú komast í höfn, þótt það hafi
tekið 7 ár að ná þessari niðurstöðu
og segi já.