Morgunblaðið - 08.05.1982, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982
45
----AKÁNOI ^
SVARAR Í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
sEEriJ ir
Þá er farið að lesa
um lánga sumardaga
Magnús Jónsson, Hafnarfirði,
skrifar 25. apríl:
„Kæri Velvakandi.
Starf kennarans er erfitt. Hann
er sem undir smásjá. Mér hefur
gengið illa að tolla þar, þótt rétt-
indin hafi. í þessu efni langar mig
að minnast á einn stóran þátt, sem
er þjóðtunga okkar í ræðu og riti.
Reyndar er þetta svo umfangs-
mikið, að í „ræðu“ ætla ég aðeins
að minnast á tvennt. Annað er
það, hvort að þeir sjónvarpsþulir
sem segja: „dagskrá kvöldsins",
gætu ekki gert sér það ómak að
koma d-hljóðinu að, og segja
kvöldsins, eins og hinir gera. Hitt
atriðið er, að einn veðurspámanna
segir alltaf vinstig í stað vindstig.
En þá er það ritmálið. í skólum
landsins hefur löngum, sem kunn-
ugt er, verið varið mjög miklum
tíma í stafsetningarkennslu. En
því fleiri rithöfundar og aðrir
þekktir menn sem telja sig vaxna
frá venjubundinni stafsetningu og
fylgja henni ekki, því erfiðara
held ég að stafsetningarkennurum
skólanna sé gert fyrir. í tólf ára
bekkjum, a.m.k. sums staðar, er í
ljóðatímum haft um hönd hefti
Handrið til
beggja hliða
— við útgöngudyr
SVK-vagnanna
Karl Árnason hjá Strætisvögn-
um Kópavogs skrifar:
„I Velvakanda í blaðinu í gær,
5.maí, var fullorðin kona að þakka
hugulsemi sem fram hafði komið í
bréfi unglingsstúlkna, og er það
vel. Því miður getur það komið
fyrir, eins og frá sagði í bréfi
stúlknanna, að fólk verði á milli
hurða í afturdyrum strætisvagna.
Það er aldrei nógu gott fyrir vagn-
stjórann að fylgjast með því. Það
er ánægjulegt að eiga góða sam-
vinnu við farþegana, ekki síst
gangvart eldra fólki, sem er mis-
vel á sig komið, en þarf engu að
síður að ferðast með almennings-
vögnum. SVK væntir góðrar sam-
vinnu við farþega sína hér eftir
sem hingað til og á það vel við á
yfirstandandi ári, að því er snertir
aldraða.
Vegna þess sem konan segir um
vöntun á einhverju til að styðjast
við, þegar farið er út úr vögnun-
um, vil ég taka fram að á öllum
hurðarvængjum eru slár til beggja
hliða til að halda í, og á það við
um alia okkar vagna, en slá, sem
upphaflega var í miðjum dyrum
var tekin burtu til að auðvelda
fólki að komast um með barna-
vagna og kerrur."
með ljóðum og söguköflum eftir
þann frægasta. Hann víkur víða
frá hefðbundinni stafsetningu og
er raunar getið um eitt þessara
atriða í eftirmála heftisins. Ein-
mitt þegar kennarinn vonar að
hann hafi endanlega komið því inn
hjá nemandanum að láta alltaf
nægja grannan sérhljóða á undan
ng og nk, þá er í áðurnefndri bók
farið að lesa um lánga sumardaga
og únga dreingi.
Þetta var um stafsetningu, en
svo vil ég geta um nokkur atriði
efnisins í þessu riti. í lokaerindi
kvæðis eins framarlega er orðið
amen haft innanum heila romsu af
efnislitlum orðskrípum. Þar með
er sem dregið úr virðingu, að ég
ekki tali um hátíðleik, þessa orðs
sem jafnan er lokaorð þegar guð-
Stebbi á Áttunni skrifar:
„Velvakandi.
Þegar Drottningarvegurinn var
lagður yfir Höfnersbryggjurnar,
liggur hann rúman metra frá
gömlum beituskúrum, sem ekki
eru augnayndi þegar ekið er inn í
höfúðstað Norðurlands. En annað
er þó verra: Þarna fara ungmenni
Innbæinga og fleiri með veiði-
stangir sínar til að sækja fisk í
matinn. Ef litli snáðinn fær á,
hleypur hann hiklaust heim með
aflann. En kemst hann heim?
Þarna er dauðagildra, einn metri
og síðan er komið á hraðbraut.
dómurinn er ávarpaður. Þetta á
svo ungdómurinn að lesa, einmitt
á þeim aldri sem fermingarund-
irbúningurinn hefst. Hvað segið
þið, prestar?
Vitanlega er margt þokkalegt í
þessu riti og vandasamt er að
komast vel frá að yrkja kvæði með
jafn stuttum línum og Stóð ég við
Öxará er. En þegar kemur að síð-
asta kvæðinu á undan óbundna
málinu, þá keyrir aftur um þver-
bak á neikvæðan hátt, að minni
skoðun. Eiga tólf ára börn að lesa
þetta kvæði í heyranda hljóði, með
öllum þess fúkyrðum, blótsyrðum
og göngu á kanti guðlastsins?
Nú er talað um tilraunakennslu
á mörgum sviðum. Væri ekki nóg
að hafa „tilraunakennt" þetta rit í
vetur og láta þar við sitja?"
Ekkert merki, engin viðvörun,
hvorki fyrir akandi né hlaupandi.
Hvað er dauðgildra, ef ekki þetta?
Það hefur bjargað að kalt hefur
verið í vor og fáir verið við veiðar.
En biksvört bremsuförin á mal-
bikinu segja sína sögu. Við krefj-
umst úrbóta strax, annað hvort á
þann hátt, að þarna verði girt eða
skúrarnir fjarlægðir.
Ég hef oft bent blaðamönnum
okkar hér á Akureyri á ýmsar
hættur, en þeir hafa skellt skolla-
eyrum við því. Að endingu þetta:
Þið ráðamenn, sem þarna eigið
hlut að máli, vaknið."
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum
um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja
milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að
skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur
orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis-
föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að
höfundar þess óski nafnleyndar.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Það skeður ekki ósjaldan, að vinir verði sundur-
orða.
Rétt væri: Það gerist ósjaldan, að vinum verði sundurorða.
Akureyri:
Dauðagildra við
Drottningarbraut
Stúdentasamband VI
Aðalfundur Stúdentasambands VÍ
veröur haldinn þriöjudaginn 11. maí kl. 17.30 í Versl-
unarskóla íslands viö Grundarstíg.
Venjuleg aöalfundarstörf. Fulltrúar afmælisárgangs
eru sérstaklega hvattir til aö mæta á fundinn.
Stúdentahóf VÍ veröur haldiö föstudaginn 28. maí í
Víkingasal Hótel Loftleiða.
Stjórnin.
STYRKTARFÉLAG
LAMADRAOG FATLAÐRA
Aóalfundur
Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra veröur haldinn
fimmtudaginn 13. maí nk. aö Háaleitisbraut 11 —13
og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar og reikningar ársins 1981.
2. Ákvöröun um félagsgjöld.
3. Kjör fulltrúa í Framkvæmdaráð SLF.
4. Kjör fulltrúa og varafulltrúa á þing Öryrkjabanda-
lags íslands.
5. Skipulagsskrá fyrir Ferilsjóö SLF.
6. Önnur mál.
Reykjavík, 5. maí 1982.
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaöra.
Kaupmenn -
Innkaupa-
stjórar
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU