Morgunblaðið - 18.05.1982, Page 12

Morgunblaðið - 18.05.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 Punktar um dagvistun barna og grunnskóla — eftir Huldu Val- týsdóttur, sem skipar 9. sæti á framboðs- lista Sjálfstœðis- flokksins Dagvistun barna í Reykjavík fellur undir félagslega þjónustu — er þáttur í starfi Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar með sérstaka stjórn dagvistar. En uppbygging dagvistarheimila í Reykjavík er í höndum félags- málaráðs. í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningar 1982 segir í kaflanum um félagslega þjónustu að aðal- áherslu beri að leggja á vernd fjölskyldunnar og er það í fullu samræmi við landsfundarálykt- un flokksins og að varðandi dagvistun barna skuli velferð barnsins ætíð sitja Lfyrirrúmi. Ennfremur segir um önnur meginatriði — að leggja beri áherslu á uppbyggingu leikskóla en tryggja jafnframt framboð dagheimila og skóladagheimil- isrúma til að mæta þörfum fyrir heimilisdagvistun, því auðvitað er viss hópur sem þarf á slíkri úrlausn að halda, meðan vinnu- markaður hefur ekki komið nægilega til móts við þarfir heimilanna. Þá segir og að upp- bygging stofnana skuli miðast við breytilegar þarfir og óskir — sé sveigjanleg en ekki fyrirfram bundin í langtímaáætlanir. Sjálfstæðismenn vilja aukn- ingu á fjölbreytni að því er varð- ar rekstraraðild að dagvistar- stofnunum, að vistun barna á einkaheimilum sé eðlilegur val- kostur og borgaryfirvöldum beri að sjá til þess að slík vistun skili þeim árangri sem frekast er kostur, t.d. með námskeiðahaldi fyrir dagmæður. Auka ber þátttöku foreldra í rekstrarkostnaði dagvistarstofn- ana og tekið verði mið af efna- hag foreldra — og samstarf for- eldra, starfsmanna dagvistar barna og skóla verði aukið. í meirihlutatíð sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn var stöð- ugt unnið að því að mæta þörf borgarbúa fyrir dagvist barna. Sem dæmi má geta þess að á árunum 1968 og til og með 1977 bættust að meðaltali við ný dagvistarrými fyrir 156 börn árlega. Á þessu 4 ára kjörtímabili vinstri meirihlutans í borgar- stjórn verða samtals tekin í notkun ný dagvistarrými fyrir 609 börn, þar af um 150 sem framkvæmdir voru hafnar við í tíð Sjálfstæðisflokksins. Á þessu kjörtímabili, sem er að Ijúka, verður því árleg meðal- talsfjölgun 152 börn, svo þrátt fyrir stór orð um stórátak í þess- um málum í upphafi kjörtíma- bilsins er rétt haldið í horfinu. í ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins 1981 segir um málefni fjölskyldunnar: „Landsfundur ítrekar nú sem fyrr mikilvægi fjölskyldunnar í „A síðasta ári, sem er síðasta heila árið fyrir komandi kosn- ingar, voru tekin 60 ný dagvistarrými í notkun undir stjórn vinstri meirihlutans, en árið 1977, síðasta ár meirihluta Sjálf- stæðisflokksins, var fjölgun plássa fgrir 228 börn.“ samfélaginu og að treysta beri undirstöðu þessarar grunnein- ingar þjóðfélagsins. í umróti síðustu ára hefur staða og hlutverk fjölskyldunnar breyst. Hin hefðbundnu hlut- verkaskipti raskast, þar sem sí- fellt fleiri konur hafa aflað sér meiri menntunar til starfa utan heimilisins." Og síðar segir: „Til að sam- ræma þarfir barnsins, fjölskyld- unnar og athafnalífsins ber að hafa í huga m.a. að stefna að stórátaki í uppbyggingu dagvist- arheimila. Leggja bar áherslu á að for- eldrar geti skipt með sér uppeld- isstarfi og fyrirvinnu enda tryggir það aukið jafnrétti og stuðlar að auknum þroskamögu- leikum barna. Laga ber vinnumarkað að þörfum fjölskyldunnar m.a. með því að koma á sveigjanlegum vinnutíma og auka framboð á hlutastörfum. Jafnframt ber að framfylgja kröfu um samfelldan skóladag." Alþýðubandalagið var auðvit- að með háværar kröfur í þessum málaflokki í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins og mætti nefna sem dæmi að í desember 1977 fluttu borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins tillögu í borg- arstjórn um að tekin skyldi í notkun árlega á næstu 8 árum 240 dagvistarrými fyrir börn. Á síðasta ári, sem er síðasta heila árið fyrir komandi kosn- ingar, voru tekin 60 ný dagvist- arrými í notkun undir stjórn vinstri meirihlutans, en árið 1977, síðasta ár meirihluta Sjálfstæðisflokksins, var fjölgun plássa fyrir 228 börn. Á síðasta kjörtímabili var sett á laggirnar nefnd sem fjallaði um innra starf á dagvistarheim- Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað um garðyrkju Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Þau verða síðan birt eftir því sem spurningar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til föstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkjufrömuður og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Hófblaðka, sírenur, ^ matjurtir og mosi Bogsirena í blóma Versta illgresi Kristjana Sigurðardóttir, Granaskjóli 12, spyr: 1. í garðinum hjá mér er stór ill- gresisplanta. Blöðin eru mjög stór, nánast eins og á rabarbara. Þetta er skriðjurt með djúpar rætur og mér virðist ómögulegt að koma í veg fyrir hana. Hún barst hingað fyrir um 15 árum með mold, sem kom innan að Kleppi. Hvernig get ég upprætt hana? Dugar eitrið Casoron á hana? Hvenær er best að eitra og þá um leið hvernig? 2. Ég er með sírenurunna sem laufgast en blómgast ekki. Hann stendur við austurhlið hússins, en þar er oft norðannæðingur. Hvað get ég gert til að fá hann til að blómgast? Svar: 1. Hófblaðka er eitt versta ill- gresi, sem við þurfum að glíma við og ég þekki engin eiturefni, sem ör- ugglega geta tortímt henni önnur en algjör gjöreyðingarefni, sem drepa um leið annan gróður. Það má reyna Casoron, en það efni má alls ekki koma í námunda við gras- flötina eða grenitré. 2. Sírenur eru ekki viljugar að blómstra hér hjá okkur, nema þar sem þær njóta vel sólar og skjóls. Hugsanlega mætti auka skjólið hjá Kristjönu án þess að draga úr þeirri birtu, sem völ er á fyrir runnann. Harmleikur í Ártúnsholti Þorkell Einarsson, Grundarási 6, spyr: 1. Fyrir um tveimur árum var plantað trjám fyrir ofan Nesti í Ártúnshöfða. Nú er hins vegar ver- ið að undirbúa byggingarlóðir á sama stað og því eru plönturnar einungis fyrir. Ég gerði mér ferð þangað og spurði hvort ég mætti ekki hirða þær, en enginn gat svar- að mér. Nú beini ég þeirri spurn- ingu til Hafliða Jónssonar, garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborgar, hvort ég megi hirða plöntur, sem losna vegna jarðrasksins? Svar: 1. Vissulega kannast ég við harmleikinn í Ártúnsholti, en ekki trúi ég þó öðru en að þær plöntur, sem þar eru eftir og samkvæmt skipulagstillögum áttu að fá fram- tíðarfriðland, fái að vaxa þar áfram og treysti á, að Þorkell og aðrir velviljaðir borgarar Reykja- víkur stuðli að því að svo verði. Með aðstoð starfsmanna minna mun ég kappkosta að varðveita eða bjarga trágróðri, sem stafar hætta af tortímingu. Ættu ad lifa Erla Salómonsdóttir, Egilsstööum, spyr: 1. Fyrir síðasta hret var ég búin að sá út í beð undir beða-plasti matjurtafræi; gulrótum, salati, rauðkáli, púrrulauk og hnúðkáli. Er hugsanlegt að fræin hafi þol- að 8 stiga frost, eða eru þau öll ónýt? 2. Ég er búin að búa til blóma- áburð, sem m.a. er ætlaður á gardeníur og aðrar svipaðar jurtir. Þetta er ammóníumsúlf- at, 0,1% að styrkleika. Hversu sterk á áburðarupplausnin að vera? Svar: 1. Matjurtafræi, sem ekki er far- ið að skjóta kími, á ekki að vera nein hætta búin þótt jörð frjósi eft- ir að því hefur verið sáð. 2. Rétt er að benda á, að upp- lausn, sem hentar gardeníum, as- aleum o.fl. plöntum er þurfa súran áburð, fæst í blómabúðum og mun hagkvæmara er fyrir fólk, sem ekki er með umfangsmikla ræktun, að kaupa slíka áburðarupplausn frem- ur en að standa í eigin framleiðslu. Eitt gramm af ammóníumsúlfati ætti að vera hæfilegt magn í einn lítra af vatni. Best er að gefa lítinn áburðarskammt í einu, en vökva heldur oftar með áburðarupplausn. Gæta skal þess að vökva aldrei með áburðarvatni í þurra mold. Hvad er ad? Magnús Baldvinsson spyr: Mig vantar heillaráð til að losna við mosa, sem er orðinn ansi mikill í garðinum hjá mér. Hvað er best að gera? Svar: Fyrst og fremst þurfum við að spyrja hvers vegna mosinn herjar á grasflötina okkar. — Er of mikill skuggi? — Er of mikil bleyta? — Er of lítið borið á? Eftir að hafa leitað svara við þess- um þremur spurningum og talið okkur hafa fundið að eitthvað af þessu þrennu eða máski allir þessir þrír þættir séu ekki á þann veg, sem vera ætti, þá reynum við að bæta úr því, sem við á. Langar í garðyrkju llansina Gisladóttir spyr: Átján ára stúlka hefur áhuga á að fara í garðyrkju og hefur jafnvel í huga að leggja hana fyrir sig. Hins vegar langar hana að komast í sumarvinnu við garðyrkju, til þess að fá nasasjón af því hvað kann að bíða hennar, áður en hún gerir upp hug sinn endanlega. Hvert á hún að snúa sér í þessum efnum? Svar: Stúlkan ætti að kanna möguleika á að fá vinnu hjá garðyrkjustöð. Hugsanlega gæti ráðningarskrif- stofa landbúnaðarins, sem er til húsa hjá Búnaðarfélagsskrifstof- unni (Hótel Sögu), greitt götu hennar. Ef um störf er að ræða í Reykjavík fara ráðningar fram fyrir milligöngu Ráðningarskrif- stofu borgarinnar, sem er til húsa í Borgartúni 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.